Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 21

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 21
*T.j?í* ilt'í ,ív ';, '/[íf ( Kr j ’/i'fÚ* ( €■< C tr Laugardagur 24. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 DAGUR RÍS Framhald af 19. siðu. Verkamennirnir fjórir sem dæmdir voru I dreifibréfsmálinu 1941. F.v. Hallgrimur Hallgrimsson, Egg- ert Þorbjarnarson, Eðvarð Sigurðsson og Asgeir Pétursson. Myndin er tekin i fangelsisgarðinum á Skólavörðustig 9. Eðvarð átti myndavélina en fangavörður tók myndina. Nú skyldi byrjað klukkan 7 á morgnana i stað 6 áður. Auk þess var auglýst hækkað kaup. Allgreiðlega gekk að koma taxtanum i framkvæmd — en þó þybbaðist Reykjavikurbær við, þangað til verkfalli hafði verið hótað. Sú mikilvæga ákvörðun var einnig tekin á þessu ári að félags- menn Dagsbrúnar mættu ekki starfa með ófélagsbundnum mönnum. Arið 1930 var fyrsti starfs- maður Dagsbrúnar ráðinn. Kreppuárin. Barátta fyrir vinnu Eftir kauphækkunina 1930 hélst kaupgjald óbreytt til ársins 1937 þrátt fyrir tiiraunir til að lækka það. Félagið átti fullt i fangi með að verjast árásum stjórnvalda og atvinnurekenda og berjast gegn atvinnuleysi. Kreppa var skollin á. Ástandið fór sifellt versnandi og fleiri og fleiri bættust i hóp at- vinnulausra. Verkalýðnum varð smám saman ljóst eðli kreppunnar og kerfiðsem að baki var. Kjarni is- lenskrar verkalýðshreyfingar um miðbik aldarinnar og allt fram á þennan dag kom úr röðum þeirra manna, sem hertust i harðri stéttabaráttu fjórða ára- tugsins. 17. júli og 9. nóvember 1932 Árið 1932 var hið harðasta i sögu Dagsbrúnar. Þá kom tii blóðugra bardaga milli verka- manna og lögreglu fyrir utan fundarstað bæjarstjórnar i gamla Gúttó en þar átti að lækka kaup i atvinnubótavinnu. Lauk viður- eigninni svo að sjálfstæðismenn heyktust á kauplækkuninni og var það mikill sigur verkamanna i vörn. Um sumarið <17. júli) hafði komið til slagsmála á sama stað. Á þessum árum var borgara- stéttin orðin verulega hrædd um völd sin og lagði kapp á að efla lögreglu og varalið hennar t.d. með kaupum á skotvopnum og táragasi. Olli þetta miklum deil- um. Hið umdeila varalið var af- numið 1934 að kröfu Alþýðu- flokksins. A þessum árum juku kommúnistar smám saman fylgi sitt i Dagsbrún, og settu deilur þeirra og krata mikinn svip á stjórnarkosningar i félaginu. Aiþýðuflokkurinn galt þess að vera af og til i rikisstjórnarsam- starfi og missti þannig tiltrú verkamanna. Árið 1937 fékkst nokkur kauphækkun eftir viku verkfall og á þvi sama ári var lögum Dags- brúnar breytt og stofnað svokallað trúnaðarráð og hefur það haldist siðan. Fjörbrot Alþýðuflokksins Arið 1938 gengu alþýðuflokks- menn i fyrsta sinn til samstarfs við kommúnista og var borinn fram sameiginlegur listi í Dags- brúnarkosningum og náði hann auðveldlega kjöri. Stýrði siðan Héðinn Valdimarsson stjórn félagsins undir merki einingar. Siðar á árinu klofnaði Alþýðu- flokkurinn og gekk þá Héðinn út með vinstra arminn. Missti flokkurinn meirihlutatök sin i Dagsbrún og á árinu 1940 voru rofin tengsl hans við Alþýðusam- band íslands. Úr þessu fóru áhrif Alþýðuflokksins smátt og smátt dvinandi innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Umbrotaúr i Dagsbrún 1940-1942 Á árunum 1940 til 1942 náði flokkur atvinnurekenda, Sjálf- stæðisflokkurinn, itökum i stjórn Dagsbrúnar vegna umbrota á vinstri vængnum. Arið 1940 var Héðinn enn i kjöri til stórnar félagsins ásamt kommúnistum en Alþýðu- flokkurinn lét sig hafa það að ganga til samstarfs við ihaldið enda nýorðið samstarf þessara aðila i rikisstjórn. Unnu þeir siðarnefndu naumlegan sigur og hófst þá niðurlægingartimabil i Dagsbrún, sem nánar verður sagt frá i næsta kafla. A þessu sama ári hóf Héðinn Valdimarsson einleik sinn og árið 1941 bauð hann fram sérstakan lista og naut til þess aðstoðar sjálfstæðismanna. Kratar og sósialistar buðu fram hvor i sinu lagi. Héðinn gekk með sigur af hólmi eftir einhver þau mestu umbrot sem orðið hafa i sögu Dagsbrúnar. Dreifibréfsmúlið Þegar bretar hernámu Island 10. mai 1940 gjörbreyttust öll viðhorf. Atvinnuleysi hvarf og fjöldi islendinga hóf að vinna i þágu breska heimsveldisins. Is- lenskir atvinnurekendur sáu fram á góða daga með ótal gróða- möguleikum á kostnað langsvelts verkalýðs. Dagsbrúnarmenn byrjuðu launabaráttu gegn sam- einuðu rikisvaldi, atvinnurekend- um og breskri herstjórn. Hinn 1. jan. 1941 hófst verkfall verkamanna og samþykkti al- mennur fundur þeirra að auglýsa kröfur Dagsbrúnar sem kauptaxta ef atvinnurekendur neituðu aðsemja. Ungur róttækur verkamaður, Eðvarð Sigurðsson, hafði borðið þessa tillögu fram i trássi við stjórnina, enda var hún hálfvolg i málinu Bretar tóku kröfurnar óstinnt upp og tilkynntu að þeir hættu að ráða’ islendinga i vinnu, ef eKKi yroi lalliö frá þeim, og yrðu þá breskir þegnar látnir vinna verkin. Þetta var auðvitað fjar- stæða eins og á stóð. Bretar voru i sárri þörf fyrir islenskt vinnuafl. Nokkrir ungir dagsbrúnarmenn tóku sig til og sömdu flugmiða á ensku með upplýsingum um verkfallið og dreifðu honum til breskra hermanna. 1 honum stóð m.a.: „Hvað getið þið gert? Ef ykkur er skipað að framkvæma verk i herbúðunum eða við höfnina, sem þið teljið að islenskir verkamenn hafi áður unnið, eða ef ykkur er skipað að skerast i leikinn við verkfallsmenn á emhvern hátt, eigið þið að neita sem einn mað- ur. Sendið undirforingja ykkar til yfirforingjanna með þau skila- boð, að þið teljið ekki slfk afskipti skyldu ykkar sem hermanna. Bendið á, að þið séuð I hernum til þess að berjast gegn fasisma, ekki til þess að berjast gegn is- lensku þjóðinni, er gerir ná- kvæmlega það sama, sem þið munduðgera ihennar sporum...” Nú var breskum yfirvöldum nóg boðið. Frá og með 5. jan. hófu þau handtökur á þeim mönnum sem samið höfðu og dreift flug- miðanum. Einn af stjórnarmönn- um Dagsbrúnar lagðist svo lágt að benda á hina „seku”. Þeir voru úr róttækari armi félagsins. Þessir menn voru Helgi Guð- laugsson, Haraldur Bjarnason, Eðvarð Sigurðsson, Eggert Þor- bjarnarson, Asgeir Pétursson, Guðbrandur Guðmundsson og Hallgrimur Hallgrimsson. Þeir voru fyrst i haldi hjá bretum en 11. jan. voru þeir afhentir islensk- um yfirvöldum eftir að bretarnir höfðu fullvissað sig um að þeir yrðu dæmdir fyrir landráðastarf- semi. Daginn eftir að Dagsbrúnar- kosningum lauk eða 29. jan. 1941 gaf rikisstjórnin út bráðabirgða- lög þar sem hegningarlögunum var breytt i þvi skyni að hægt yrði að dæma hina ungu verkamenn i tukthúsið. Skv. þeim kvað saka- dómari upp þann úrskurð að Egg- ertog Hallgrimur skyldu dæmdir i 18 mánuða fangelsi en Asgeir og Eðvarð i 4 mánuða fangelsi. Hinir voru sýknaðir vegna þess að þeir höfðu ekki átt þátt i samningu bréfsins. Hins vegar voru rit- stjórar Þjóðviljans dæmdir i þriggja mánuða fangelsi sökum skrifa sinna um málið. Forsendur dómsins voru þær að dreifing flugmiðanna heföi verið móðgun við breska ljónið og egnt það gegn islenska rikinu. Vegna þessarar undanlátssemi Þjóðstjórnarinnar — i stað þess að standa fast á rétti islenskra þegna — gengu bretar á lagið. Þetta vor var útgáfa Þjóðviljans stöðvuð og ritstjórar hans sendir i fangabúðir til Bretlands. Fyrrnefndu verkfalli i byrjun janúar lauk á hinn hraklegasta hátt. Tilboð frá atvinnurekend- um, sem fellt hafði verið með yfirgnæfandi meirihluta á fundin- um 1. janúar, var nú aftur borið til atkvæða af stjórn félagsins. Nú var svo af verkamönnum dregið vegna fangelsana og linkindar stjórnar sinnar að tilboðið var samþykkt með naumum meiri- hluta. Þar með var ósigur félags- ins innsiglaður og skeleggustu baráttumenn þess undir lás og slá. Þessir samningar, sem fólu i sér nær óbreytt ástand, runnu út i árslok 1941 en stjórninni láðist þá að segja þeim upp með löglegum hætti og batt þannig hendur hinn- ar róttæku stjórnar, sem kosin var i janúar 1942, i heilt ár. Þúttaskil 1942 1 stjórnarkosningum i janúar 1942 urðu þáttaskil i sögu Dags- brúnar. Þá unnu róttæku öflin undir stjórn Sigurðar Guðnasonar mikinn sigur. Árið 1942 er aö öðru leyti eitt hið merkasta i sögu verkalýðsbaráttunnar. Vegna þess að hendur Dags- brúnarstjórnar voru bundnar af vanrækslu fyrri stjórnar, eins og áður sagði, hafði hún litið svig- rúm i samningum við atvinnurek- endur. Verkamenn gátu ekki háð löglegt verkfall. Hófst þá hinn svokallaði skæruhernaður. Ein- stakir hópar verkamanna gerðu með sér samtök um að fá hækkað kaup á vinnustöðum sinum og náðu góðum árangri. M.a. lagðist niður öll vinna hjá Eimskip i júni- mánuði. Vinnuveitendafélagið gaf út svartan lista yfir 300 verka- menn hjá Eimskip og setti þá i verkbann. Að lokum varð Eim- skip þó að ganga að kröfum verkamanna. 1 ágúst sá rikisstjórnin og Vinnuveitendafélagið sér ekki annað fært en að ganga til samn- inga við Dagsbrún. Með þeim samningum náðust fram grund- vallarbreytingar. Lögbundinn var 8 stunda vinnudagur og verkamönnum tryggt 12 daga or- lof á ári. Auk þess hækkaði kaup verulega. Með hækkuðu kaupi var lagður grunnurinn að hinum öfluga gjaldeyrisvarasjóði sem lands- menn áttu i lok striðsins. Stór- auknar fjárhæðir frá hernum voru lagðar inn á erlenda banka. Voru þær siðan notaðar til endur- nýjunar atvinnulifsins eftir strið. Verkfallsbaráttan 1942 varð þvi afdrifarík fyrir islenskt þjóð- félag. Nýtt timabil Sá meirihlutLsem myndaðist i Dagsbrúnarkos’ningunum 1942. hefur haldist siðan. Flest hin sið- ari ár hefur orðið sjálfkjörið vegna þess að einungis einn listi komfram. Var svo i stjórnarkjör- inu á þessu ári. Þetta timabil hafa Dags- brúnarverkamenn ýmist verið i sókn eða vörn og barátta þeirra hefur breytt þjóðfélaginu á ýmsa lund. Verkfallsvopninu hefur óspart verið beitt en ekki verður farið út i að rekja þá sögu hér. Að- eins skal minnst á það að Dags- brún hefur ávallt staðið i farar- broddi og ekkert félag á landinu haft innan sinna vébanda jafn stéttvisan og samstilltan hóp. Um 1950 verða þær breytingar á verkalýðsbaráttunni að mörg félög fara að hafa samflot um uppsögn samninga og aðrar að- gerðir. Hefur þetta einkennt bar- áttuna siðan. Meðal þess sem náðst hefur fram á siðari árum er 44 stunda vinnuvika 1965 og 40 stunda vinnuvika 1970. Eftir 6 vikna verkfallið 1955, sem er eitt hið harðasta á þessu timabili. var samið um atvinnuleysistrvgg- ingasjóð. Árið 1961 var samið um styrktarsjóð Dagsbrúnar. Þá hef- ur orðið sú þróun að nú eru viku- og timakaupsmenn fastráðnir þ.e.a.s. hafa vissan uppsagnar- frest og fá greiðslur vegna veik- indadaga o.fl. Þetta var sett i lög á dögum vinstri stjórnarinnar 1958. Orlofsdagar eru nú orðnir 24. Margt annað mætti tina til. Árin 1936 til 1964 voru skrifstof- ur Dagsbrúnar i Alþýðuhúsinu. Árið 1964 eignaðist Dagsbrún ásamt Sjómannafélagi Revkja- vikur stórt og glæsilegt hús i Lindarbæ og hafa skrifstofur félagsins verið þar siðan ásamt bókasafni og félagsaðstöðu. Þannig hefur hinn m jói visir frá 1906 orðið að gildum stofni árið 1976. Það var ekki blásið í lúðra né barið á bumbur Sú verkamannakynslóð, sem vaxið hefur úr grasi siðustu tvo áratugi eða þar um bil, fær vart skilið þau lífskjör, er stofnendur Dagsbrúnar áttu við að búa. Sennilega fær hún þó enn siður skilið lifsafstöðu og hugsunar- hátt þessara manna, sem unnu myrkranna á milli, þegar vinnu var að fá, en. voru þess utan i þindarlausri leit að stopulli hlaupavinnu. Barátta þessara manna fyrir bættum lifskjörum fór ekki hátt, það var ekki blásið i lúðra né barið á bumbur, þegar þeir lögðu til orustu og unnu fyrsta fimmeyringinn, sem á milli bar með þeim og atvinnu- rekendum, og skar úr um það, hvort unnt var að halda lifi i sjálfstæðum stéttarsamtökum reykviskra verkamanna. Hin vinnandi alþýða reykviskra daglaunamanna var i byrjun aldarinnar umkomulitil, hlé- dræg og bljúg i kröfum. Hún var seinþreytt til vandræða, en stóð þétt fyrir, ef henni var misboð- ið. Seigluna og þrautseigjuna hafði hún erft frá feðrum sinum, sem höfðu að visu ekki háð launabaráttu i orðsins venjuleg- um skilningi, en orðiðað berjast fyrir engu öðru en sjálfu lifinu. Úr rœðu sem Sverrir Kristjánsson flutti á hálfrar aldar afmœli Dagshrúnar 1956

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.