Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 13

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Side 13
r ► ► ' 12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1976. t r r r r t DAGSTUND MEÐ VERKAMANNI: Myndir og texti S. Óskar Gunnlaugsson á spilinu. — Ekkert er sjálfsagð- ara en að spjalla við þig um starfið mitt, því síður hef ég neitt á móti því að þú komir niður á kæja og fylgist með því hvað mað- ur aðhefst eina dagstund, vertu velkominn, sagði Magnús Geirsson hafnar- verkamaður, þegar ég orð- aði það við hann að fá að fylgjast með honum eina dagstund til þess að reyna að lýsa einum vinnudegi í lifi verkamanns. Mörg handtökin Hitt er annað, að auðvitað þyrfti marga daga til að gera skil sliku efni, svo fjölbreytileg eru verkamannastörfin. Menn vinna við byggingar, sorphreinsun, fiskvinnu, gatnagerð, já, og hver veit hvað en ég valdi mér að fylgjast með hafnarverkamanni. Þeim hópi verkamanna i Reykja- vik, sem alla tið hefur verið kjarninn i verkalýðsbaráttunni, ekki bara fyrir Dagsbrúnarmenn, heldur alla islenska verkamenn, sem jafnan, einkum á árunum áð- ur en heildarsamningar komu til sögunnar, voru leiðandi aflið, þeir sem plægðu akurinn fyrir aðra verkamenn. Maðurinn sem fyrir valinu varð að fylgjast með eina dagstund heitir eins og áður segir Magnús Geirsson, rúmlega sextugur að aldri og hefur unnið á eyrinni á fjórða áratug. Vel menntaður verkamaður — Eg er fæddur 15. júli 1915 á Vesturgötunni i húsinu númer 26- a. Ég skal i fáum orðum gera þér grein fyrir minu lifshlaupi til þessa, það er kannski ekki alveg eins og margra annarra hér. Ég fór auðvitað i barnaskóla eins og gengur, Miðbæjarskólann, hann var eini barnaskólinn i Reykjavik þá. Þegar honum lauk gerði ég tilraun til að taka inntökupróf i menntaskólann. Þá var mennta- málaráðherra Jónas frá Hriflu. Hann ákvað að einungis 25 hæstu próftakendur fengju vist i skólan- um. Ég varð númer 32, stóðst prófið en fékk ekki inngöngu i skólann. Það voru fleiri en ég sem stóðust prófið og fengu ekki inn- göngu. Þá urðu margir reiðir og nokkrir góðborgarar stofnuðu Gagnfræðaskóla Reýkjavikur. Ég fór i hann og lauk þaðan prófi sem gilti uppi 4. bekk i menntaskólan- um og þangað fór ég, og 1934 varð ég stúdent. — Ég var af efnuðum foreldrum kominn og var sendur til Eng- lands að nema verslunarfræði. Það fannst mér hörmulegt. Ég þraukaði þó i 8 mánuði en hætti þá. Þó varð þessi ferð manni mik- ill skóli. Heimsborgin London var islenskum strák óneitanlega mik- ill skóli. Þar sá maður meiri ör- birgð og meira rikidæmi en manni hafði nokkru sinni dottið i hug að gæti átt sér stað, og var maður þó ýmsu vanur úr Reykja- vik. Ekki þótti það nógu gott að ég hætti þarna námi og næsta vetur var ég sendur til Kaupmanna- hafnar á Brokshandelskole studentklasse og enn átti ég að nema verslunarfræði. Það fór ekki betur þar en i London. Mér fannst skólavistin ömurleg og sneri heim. — Þá innritaðist ég i lögfræði- deild háskólans og var þar við nám i tvö ár en hætti þá. Oft hef ég verið spurður að þvi hvort ég Tekið i blökkina. Laugardagur 24. janúar 1976. ÞJODVILJINN — SIÐA 13 Seglið hlífir fyrir næðingi, en kuldalegt hiýtur það að vera að sitja á bómukrana allan daginn yfir veturinn. Það er eins gott að fylgjast vel meö öllu; Magnús segir að lúgumannsstarfið sé kalsamt,og hver efast um þab. Hrcinlætisaðstaða svo og mötuneytið hjá Eimskip er til fyrirmyndar; Magnús segir að þar hafi framfarir orðið hvað mestar á liðnum árum i aðbúnaði verkamanna á vinnustað. að segja um þá sem vinna á spili. Hér dugar enginn hýjalinsklæðn- aður. Ullarföt, gæruúlpur, vatns- gallar, þetta eru okkar föt. „Nefndu það nú” — Er ekki mikið fataslit og þvi fatakostnaður i þessu starfi? — Nokkur, jú. Við getum að visu fengið sloppa frá fyrirtækinu ef við erum i mjög óhreinlegri vinnu, eins til að hllfa fötum okk- ar við sliti sem fylgir sumum störfum hér. Samt fer aldrei hjá þvi að fataslit sé mikið. — Hvað er svo kaupið? — Nefndu það nú. Fyrir 8 stunda vinnudag, 40 tima vinnu- viku höfum við 60 þús. krónur á mánuði. Þá á eftir að draga frá útsvar og skatta, og lifeyrissjóðs- gjald. Við erum á 6. taxta Dags- brúnar. — Það er ekki mikið yfir 50 þús- und krónur á mánuði sem þið haf- ið til að spila úr ef engin er auka- vinnan? — Nei, gott ef það nær þvi. Þú spyrð hvað kaupið þyrfti að vera. Það skal ég ekki segja um, for- sendurnar eru svo margar. Það erekki sama hvort menn eru gift- ir og eiga hóp af börnum, eða hvort menn eru einhleypir, hvort þeir leigja dýrt húsnæði eða ó- dýrt, hvort þeir eru að reyna að koma yfir sig þaki eða ekki. Allt spilar þetta inni og þess vegna er ekki hægt að gefa neitt ákveðið svar við þvi hvað kaup manna þarf að vera hátt til að mega telj- ast mannsæmandi. Hitt þarf eng- an speking til að sjá að það kaup sem við höfum i dag er hlægilegt. Hver lifir af 50 þúsund krónum á mánuði i dag. Ekki einu sinni ein- hleypingar ná þvi hvað þá fjöl- skyldumenn. — Taka verkamenn hér við höfnina sumarfri, eða vinna menn þann tima sem þeir eiga að vera i frii? — Ég held að það sé orðið mjög algengt að menn taki sér sumar- fri. Allavega hvila þeirsig héðan i 3 vikur, en hvort þeir vinna ann- arsstaðar, það skal ég ekki segja um. Mig grunar að þeir sem standa i einhverjum fram- kvæmdum eða þeir sem eiga þungt heimili geri það. —■ Heldurðu að það sé betra að vinna hér en i annarri almennri verkamannavinnu? Anœgja i allri vinnu — Eg veit það ekki. Mér finnst að mörgu leyti gott að vinna á eyrinni. Hér er lif og fjör, hér er slagæðin, og sá sem ekki getur notið þess sem gerist i kringum hann á eyrinni er dauður maður. Menn eru úti i hreinu lofti, menn hafa fallegan fjallahring að horfa á þegar timi gefst til, hingað koma margir menn, sem sagt, hér er alltaf eitthvað skemmtilegt aðgerastef menn vilja hafa gam- an af lifinu. Þeim sem ætið láta sér leiðast geta það eflaust hér eins og annarsstaðar. Meðan þetta samtal okkar Magnúsar fór fram sátum við inni mötuneyti Eimskips við Faxa- garð. Hann og félagar hans úr gengi 2 eru að biða þess að Brúar- foss leggist aðbryggju. Hann á að taka hér frosinn fisk. Allt i einu kemur kallið, skipið er komið aö bryggju. Menn sleppa spilum.og tafli, ellegar hætta að rabba sam- an, klæða sig i vinnufötin og fara út. Mikið rétt, Brúarfoss er lagst- ur að bryggju. Menn fara um borð og með æfðum handtökum eru lestar opnaðar, hver á fætur ann- arri, bómur skipsins gerðar klár- ar og fyrr en varir er fyrsti billinn kominn að skipshlið með frosinn fisk til útskipunar. Það er kominn allt annar svipur á karlana en á meðan þeir biðu i hlýjunni inná kaffistofu. Þá var værð yfir mönnum, rabbað um heim og geima með dreymandi augum. Nú eru þau snör og hörð, allt gengur hratt og örugglega fyrir sig. Engin feilhandtök, hér kann hver maður sitt verk úti æs- ar. Óskar Gunnlaugsson vinur Magnúsar, einhver gáfaðasti og besti maðursem ég hef fyrirhitt á lifsleiðinni, maðurinn sem hefur kennt mér meira um lifið en nokkur annar, sagði Magnús er hann kynnti mig fyrir honum, er kominn á spilið. Hann sat og rabbaði við okkur Magnús áður en útkallið kom. Óskar kann frá mörgu að segja. Hann er eldri en Magnús, sagðist hafa byrjað að vinna á eyrinni i mikilli páska- hrotu þegar hann var um ferm- ingu, — einhvern timann um 1920 sagði hann. Siðan hefur hann unn- ið hörðum höndum. — Þá var kaupið 1.20 kr. á tim- ann, sagði Óskar. Og sá sem hafði stöðuga vinnu fyrir 1.20 kr. á tim- ann hafði það gott. Gallinn var bara sá að þá höfðu fáir eða engir fasta vinnu, kaupið var þolanlegt en vinnan oftast litil eða engin. Þá var unnið frá kl. 6 á morgnana til kl. 6 á kvöldin, alltaf á sama kaupi, engin yfirvinna eða nætur- vinna. Nú er þetta breytt, næg vinna en kaupið sama sem ekk- ert. Undir þetta sjónarmið Óskars taka allir. En nú er ekki hugsað um þetta, vinnan gengur fyrir öllu og hún ein kemst að á meðan verið er að gera klárt. Það er mikill hávaði frá krön- um og spilum og umferðinni á bryggjunni. Magnús segir að hann sé einna verstur óvinur manna sem vinna þarna. — Ég er kominn með skerta heyrn, oft spyr konan min hvers- vegna ég tali svona hátt, þá er maður ekki kominn niður eftir hávaða dagsins. — Heyrnarhlifar? — Jú, þær eru mjög góðar og oft notar maður þær, en maður verðuraðheyra köll þegar maður er á lúgunni og mér finnst ég ekki heyra neitt þegar ég er með hlif- ina, þannig að oft tekur maður hana af sér. 1 sjálfu sér er ekki mikið meira að segja frá þessari dagstund nið- ur við höfn. Karlarnir bjuggust við að vinna eitthvað framá kvöldið, það er reynt að fylla frystilestarnar i einum áfanga og þvi verður sennilega ekki hætt fyrr en lestin er orðin full og það vérður ekki fyrr en seint i kvöld. Þá er ekki annað eftir en að kveðja og þakka fyrir skemmti- lega dagstund. —S.dór Gengi tvö biöur þess að vera kallað út i Brúarfoss. Mörg eru handtökin. hafi ekki séð eftir þvi að hætta i háskólanum, hvort það væri nú ekki munur að vera vel metinn lögfræðingur. Fyrstu 5 til 10 árin eftir að ég hætti námi svaraði ég þessari spurningu játandi, nú sé ég ekki eftir þvi, öðru nær, ég þakka ég minum sæla. Um ástæð- urnar fyrir þvi að ég hætti námi skulum við ekki ræða þær koma mér einum við. — Næst fór ég að fikta við út- gerð, fór á sjóinn og var sjómaður i nokkur ár. Útgerðarsaga min varð ekki löng, nokkur ár. Ég sigidi á England á striðsárunum, stundum gekk vel hjá manni, stundum iila eins og gengur. Nema hvað uppúr 1940 fór ég að vinna hér á eyrinni og hér hef ég unnið siðan. Fyrst vann ég hjá Rikisskip, siðan fór ég til Eim- skips. — Var ekki verkamannavinna erfiðari þá en nú? — Mikil ósköp, jú, hún var margfalt erfiðari, hún var þræl- dómur, en samt hafði hún þó ver- ið verri á árunum áður. Þvi geta mér eldri menn sagt þér frá, eins og besti vinur minn hér á eyrinni, Óskar Gunnlaugsson, hann er eldri en ég og man timana tvenna. En á þessum árum var ég ungur og hraustur og þá finnur maður ekki eins fyrir erfiðinu. En vissulega var vinnan erfiði og aft- ur erfiði. Sem betur fer hefur þetta breyst. Auðvitað er hafnar- vinna alltaf nokkuð erfið. Jafnvel sú mikla tækni sem tekin hefur verið i notkun á siðari árum við uppskipun og lestun kemur ekki i veg fyrir takmarkað erfiði, en það er ekki svipur hjá sjón á móti þvi sem var. — Það sem mér fannst verst hér áður og það þótti nær hverj- um verkamanni, var sú niðurlæg- ing sem menn urðu fyrir á at- vinnuleysisárunum. Þá þurftu menn að elta verkstjórana fram og aftur um höfnina, i von um að verða þeirrar miskunnar aðnjót- andi að fá vinnu dagstund, þá var ekkert sem hét föst ráðning. Menn neyttu allra bragða til að verða sér útum vinnu. Þeir lágu fyrir verkstjóranum þar sem þeir bjuggust við að hann myndi fara um á leið til vinnunnar, smjöðr- uðu fyrir honum, báðu og bölv- uðu, bara að fá einhverja vinnu, þó ekki væri nema stund úr degi, heill dagur eða tveir, það var há- tið. Þetta var timi spennu, stund- um gleði en margfalt oftar von- Magnús Geirsson. brigða. Þá var, ef vinna var fyrir hendi á annað borð, unnið framá kvöld alla daga vikunnar, lika á sunnudögum. Menn þurftu ekki að mæta á sunnudögum, en það var ekki vel séð ef menn mættu þá ekki ef þurfti að vinna. Sá sem lét eftir sér þann munað að eiga fri á sunnudegi, honum var ekki til neins að reyna að fá vinnu þegar minna var um hana. Þess vegna datt engum i hug að neita að vinna á sunnudögum, hversu þreyttir sem menn voru orðnir. — Hvernig er þetta svo i dag? — Nú eru menn fastráðnir. Hér hjá Eimskip er unnið i gengjum, sem kallað er, við erum 13 i gengi ef það er fullskipað. Þessi hópur heldur alltaf saman i lestum. Ég vinn sjálfur sem lúgumaður, tengiliður milli kranastjórans og mannanna i lestinni. Við byrjum vinnu kl. 7.55 á morgnana. Siðan er kaffi kl. 9.40 og matur kl. 12. Siðan er unnið frá kl. 13 til 17 án kaffitima. Hann var tekinn af i siðustu samningum. Vægast sagt umdeild ákvörðun, sem menn deila enn um, þótt ár sé liðið siðan þetta var ákveðið. En sleppum þvi. Vinnustaðir okkar eru þrir. Hér á Faxagarði, þar sem við er- um núna, i Sundahöfn eða útá Granda. Við mætum alltaf hér uppúr 7.30 á morgnana og okkur er ekið kl. 7.45 inni Sundahöfn ef við eigum að vinna þar en kl. 7.50 ef vinnan er útá Granda. Nú ef menn eiga bil, þá koma þeir bara á honum á vinnustað og eins ef menn vilja fara beint i strætis- vagni þá gera þeir það. — A öllum þessum vinnustöðum hefur Eimskip komið upp mötu- neytum, sem eru sérlega glæsileg og félaginu til sóma I hvivetna. Þar fáum við kaffi og mat á mjög lágu verði og það er full ástæða til að hæla Eimskip fyrir þetta framtak, það er til fyrirmyndar. — Þessa dagana er frost og snjór, éljagangur og i alla staði slæm tið, þá er það ekki litið atriði að hafa góðan aðbúnað á matar- timum. Hitt er annað að hafnar- verkamenn eru eða réttara sagt voru orðnir ýmsu vanir. Menn eru ekki lengi að læra að klæða sig rétt i þessari vinnUi það tekur ekki nema dag eða tvo. Hér dugir ekki annað en vera viðbúin öllum tegundum veðurs á einum degi. Menn verða að klæðast ullarnær- fötum yfir veturinn. Kannski eru menn sendir ofan i frystilestar, við sem erum á lúgu erum alltaf úti i hvaða veðri sem er, sama er Verður er verkamaður launanna— EÐA HVAÐ? i i i i i i i i i ! i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.