Þjóðviljinn - 04.02.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1976, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 4. febrúar 1976. Það var klukkan fimm i gær, sem Geir Haiigrlmsson, forsætis- ráftherra hóf aft flytja skýrslu sina á alþingi um viftræfturnar i London, og var þá vika liOin frá þvl hann kom heim. Hér á eftir verOur sagt nokkuð frá þvi sem fram kom I skýrsl- unni og umræðum þeim, sem fram fóru á eftir. Aö iokinni ræöu forsætisráöherra talaði einn fulltrúi frá hverjum flokki, LúO- vlk Jósepsson frá Alþýðubanda- iaginu, Einar Agústsson, utan- rikisráðherra frá Framsóknar- fiokknum, Benedikt Gröndal frá Alþýðuflokknum og Karvel Pálmason frá Samtökum frjáls- lyndra. Siðan tók forsætisráð- herra aftur tii máls, og siöan hófust almennar umræöur. Talaði þá fyrstur Jónas Arnason og munum viö segja frá ræOu hans I Þjóðviljanum á morgun, en er Jónas haföi lokið máli slnu var umræðunni frestaö þar til klukkan tvö I dag. í skýrslu forsætisréöherra segir m.a.: Kjarni viðræðnanna var skipting aflans Kjarni viöræönanna var eöli- lega um það, hver skyldi vera leyfilegur hámarksafli á þorski á Islandsmiöum, og hvernig sá afli ætti að skiptast milli þeirra, sem stundaö hafa veiðar á þessum miðum. Eins og fram kom i áliti fiskifræöinganna, telja íslenzku fiskifræðingarnir, aö aflinn megi ekki fara fram úr 230 þúsund tonnum, en þeir bresku segja, að hann megi vera 300 þúsund tonn. Brezku ráðherrarnir sögðust skilja nauðsyn fiskiverndar á Is- landsmiðum, en þeir sögðu einnig, að ef brezkir togarar yrðu útilokaðir frá veiðum á þessum miðum, myndi það leiða til at- vinnuleysis og mikilla vandræða i brezkum fiskibæjum. I lok umræðnann um þennan þátt málsins lýstu Bretar þvi yfir að þeir gætu fellt sig við að ís- lendingar ákvæðu einhliða leyfi- legan hámarksafla. Hins vegar færu þeir fram á að breskir togar ar fengju hlutdeild i þessum afla, og hagkvæmast væri að þeirra áliti að miða við ákveöna prósentutölu af aflanum i þvi sambandi, auk þess sem gert yrði ráð fyrir veiðum á öðrum fiskteg- undum en þorski. Greinilega kom fram i viðræð- unum, að ekki var unnt að leysa deiluna með þvi að heimila Bret- um veiöar annarra fisktegunda en þorsks. Slikar veiðar eru i aug- um Breta aðeins til uppfyllingar. I öllum umræðum um hugsan- lega skiptingu á leyfilegu há- marksaflamagni á íslands- miðum-, lagði ég megináherzlu á forgangsrétt strandrikisins til veiða. Bretar yrðu að viðurkenna þennan forgangsrétt i verki, engu siður en þeir gerðu með atkvæði sinu á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna 1958. En i sam- þykkt ráðstefnunnar segir, að hugtakið um forgangsrétt strand- rikis feli i sér að strandriki skuli hafa forgangsrétt, ef ibúar þess byggja fyrst og fremst afkomu sina á fiskveiöum. Hvernig er hægt að skipta 245.000 lestum Miðað við þær viðræður sem fram fóru mánudaginn 26. janú- ar, lagði islenska sendinefndir fram eftirfarandi skjal i upphafi fundar þriðjudaginn 27. janúar: „Heildar leyfilegur hámarks- afli á íslandsmiðum árið 1976-77 veröur 265 þúsund lestir. Aðrar þjóðir hafa, eða munu fá, heimildir til að veiða um 20.000 lestir, þannig að eftir yrðu um 245 þúsund lestir. Afli Islendinga nokkur undanfarin ár hefur verið um 240 þúsund lestir.” Hæddar voru ýmsar leiðir hvernig unnt yrði að skipta þessum 245 þúsund lestum milli Breta og Islendinga. 1. Kanadiska „reglan”. (Hér er átt við samning, sem gerður hefur verið á vegum Norðvestur- Atlantshafs fiskveiðinefndarinn- ar um 50% niðurskurð fiskveiða allra ríkja nema Kanadamanna undan ströndum Kanada). Sam- kvæmt þessari „reglu” yröi afli strandrikis óbreyttur, þ.e. 240 þúsund lestir, þannig að i hlut Breta kæmi þá 5 þúsund lestir. Augljóst er, ef tekið er tillit til þeirra viöræðna, sem þegar hafa fariðfram, að þessi „regla” muni ekki leiða til lausnar núverandi deilu Breta og Islendinga. 2. Prósentu „reglan”. Sam- kvæmt þessari „reglu” myndu Bretar og Islendingar deilda afla- rýrnun i sömu hlutföllum og afli þeirra var árið 1975, en þá varð þorskafli Islendinga um 240 þús- und lestir, en þorskafli Breta á Is- landsmiðum um 100 þúsund lest- ir. Samkvæmt þessari reglu yrði þorskafli Breta við Island árið 1976 72 þúsund lestir, þ.e.a.s. hann minnkaði um 28 þús. lestir frá sl. ári. Þorskafli Islendinga á þessu ári yrði 173 þúsund lestir og minnkaði um 67 þúsund lestir miðað við undanfarin ár. Heildar þorskafli Breta árið 1975 var u.þ.b. 28(Í'þúsund lestir (100 þús- und i Barentshafi, 100 þúsund við Island og 80 þúsund I Norðursjó). Upphaflega var hér reiknað með 250 þús. lesta heildarþorskafla Breta 1975. Við nánari athugun þóttu 280 þús. lestir nær sanni. Þannig er 28 þúsund lesta þá 5 þúsund lestir til handa Bret- um. Núverandi deila verður aug- ljóslega ekki leyst samkvæmt þessari reglu, en mergur málsins er að meta, hve langt forgangs- réttur strandrikis skuli ná. Fram hjá þessum forgangsrétti verður ekki gengiö.” Vandinn er að samrýma sjónarmið íslendinga og óskir breta „Segja má, að i þessari grein- argerð komi fram kjarni úrlausn- arefnisins. Fiskveiðideilan við Breta verður ekki leyst, nema annars vegar þessi sjónarmið Is- lendinga og hins vegar óskir Breta um framhald veiða togara þeirra innan islenskrar íögsögu, verði samræmd. Á þeirri viku, sem liðin er siðan viðræðunum lauk, hefur þetta úrlausnarefni einmitt verið til meðferðar hjá rikisstjórn og stjórnmálaflokkun- um. Hugmyndir Breta um afla- magn togara þeirra á Islands- miðum eru á þann veg, að afla- þetta, enda er hér um mikilvæg þáttaskil að ræða og máli skiptir, með hvaða hætti lagt er upp i næsta áfanga. A fundi rikisstjórnarinnar i gær var gerð samþykkt, sem kynnt var og leitað samráðs um i utan- rikis- og landhelgisnefndum i morgun. Hef ég I samræmi við það afhent sendiherra Breta á Is- landi svohljóðandi orðsendingu: „Með tilvisun til viðræðna for- sætisráðherra Bretlands og ls- lands og eftir könnun á efnisinni- haldi þeirra, telur rikisstjórn Is- lands hugmyndir Breta um fisk- veiðiheimildir þeim til handa ekki aðgengilegar, en er reiðubúin til að taka upp viðræður um sam- komulag til skamms tima.” Þegar rætt er um samkomulag til skamms tima I þessari orð- sendingu, er átt við t.d. 3 mánuði. ?etta er meginefnið i skýrslu for- iætisráðherrans. Lúövik Jósepsson tók næstur til máls. Hann minnti á, að 11 sólar- nringar væru nú liðnir siðan Geir Lúövik Jósepsson þingsjá Skýrsla Geirs og umrœður á alþingi Geir Hallgrimsson Bretar heimta um 30% af þorskinum — Geir býður þeim þriggja mán. samning Semjum ekki, en hefjum nýja sókn, sagði Lúðvík minnkun þorskafla Breta á Is- landsmiðum 10% minnkun á heildar þorskafla þeirra niðað við árið 1975, en Islendingar yrðu samkvæmt þessari „reglu” að minnka þorskafla sinn um 27,9% miðað við árið 1975. Þessi „regla” getur ekki leitt til lausnar núver- andi deilu, vegna þess m.a. að hún tekur á engan hátt tillit til forgangsréttar strandrikisins. 3. Jöfn afalaminnkun Breta og tsiendinga. Samkvæmt þessari „reglu” yrði mismunurinn á afla Breta og tslendinga 1975 (340 þús- und lestum) og hinum leyfilega hámarksafla (265 þús. - 20 þús- und) deilt jafnt milii þessara tveggja þjóöa. Samkvæmtþessari „reglu” yrði þorskafli Breta á Is- landsmiðum 1976 52.500 lestir og afli Islendinga 192.500 lestir. Þessi 47.500 lesta aflaminnkun Breta á tslandsmiðum samsvar- ar 16,8% minnkun á heildar þorskafla Breta miðað viö árið 1975, en tslendingar myndu tapa sem svaraði 19,7% þess heildar þorskafla, sem þeir fengu á sl. ári. Sem fyrr gerir þessi „regla” ekki ráð fyrir forgangsrétti strandrikis, og er því ekki að- gengileg. 4. Forgangsréttur strandrikis. Hugtakið um forgangsrétt strandrikis, eins og það var sam- þykkt á Genfar-ráðstefnunni 1958 (m.a. með atkvæöi Breta), felur i sér að strandríki skuii hafa for- gangsrétt, ef ibúar þess byggja fyrst og fremst afkomu sina á fiskveiðum. Sankvæmt þessari reglu eru þarfir tslendinga a.m.k. óbreyttur þorskafli, og eftir yröu A) Upphaflega var hér reiknað með 250 þús. lesta heildar- þorskafla Breta 1975. Við nánari athugun þóttu 280 þús. iestir nær sanni. magnið samrýmis ekki neinni af þeim „reglum”, sem settar eru fram hér að ofan. Hvernig sem reiknað er, liggur fyrir, að aflinn er ekki til skiptanna miðað við forgangsrétt strandrikisins og fulla framkvæmd hans. Krafa breta er 85.000 tonn Geir býður þriggja mánaða samning Þegar dregnar eru ályktanir af viðræðunum, er eftirfarandi ljóst: 1. Bretarfallastá, að Islendingar ákveði hver verði leyfilegur hámarksafli þorsks. 2. Bretarvilja fá ákveðið hlutfall af þessum þorskafla, sem verði heldur lægra en aflahlut- fall þeirra 1974 og 1975. 3. Varðandi aflamagn óska Bret- ar eftir að fá 28% af leyfilegum hámarksafla þorsks, eða minnst 65 þús. lestir og mest 75 þús. lestir af þorski, en 85 þús. lestir þegar aðrar fisktegundir reiknast með. Þótt Bretar viðurkenni einhliða rétt okkar til að ákveða hámarks- afla, þá urðu þessi viðhorf Breta mér mikil vonbrigði, og mest af þvi 1) að forgangsréttur strandrikis er ekki metinn af þeirra hálfu eins og bera ber, 2) að Bretar gera sér ekki enn nægilega grein fyrir þeim mun, sem er á mikilvægi fisk- veiða Breta annars vegar og tslendinga byggi 80% útflutn- ings sins á fiskafurðum og helmingur þeirra sé þorskur. Rétt hefur þótt að ætla sér rúm- an tima til að kanna innihald við- ræðnanna i London, þrátt fyrir Hallgrimsson hélt til London og 7 sólarhringar siðan hann kom heim. Allan þennan tima hafi svo- nefiit „vopnahlé” átt að gilda á fiskimiðunum. Varðskipin hafi fylgst með bresku togurunum og skipað þeim að hifa, en með tveimur undantekningum hafi klippunum»akki verið beitt, þrátt fyrir fjarveru herskipanna. Niðurstöðum viðræðnanna i London hefur allan timann verið haldið leyndum fyrir þjóðinni. Alla þessa málsmeðferð verður að vita harðlega. Tilgangurinn með öllu pukrinu getur ekki verið neinn annar en sá, að reyna að koma á samningum i andstööu við vilja almennings, og án þess að almenningur fái tækifæri til að láta i ljós afstöðu sina. Alþýðu- bandalagsmenn voru þvi andvigir að Geir færi til London af þremur ástæðum: 1. Ekki væri um neitt að semja og þetta ætti að segja hreint út. 2. Boði Wilsons hafi verið fram- komið á fölskum forsendum — byggt á yfirlýsingu fram- kvæmdastjóra NATO um vissu sina fyrir þvi, að togararnir yrðu látnir i friöi. 3. í þriðja lagi hafi Alþýðubanda- lagið ekki tekið gilda yfir- lýsingu Geirs Hallgrimssonar um að þetta yrði bara könnunarviðræður enda væri nú komið á daginn, að um beinar samningaviðræður hafi verið að ræða. Eins og skýrsla forsætisráð- herra ber með sér hafi bretar sýnt ótrúlega kröfuhörku. Þeir neiti að viðurkenna forgangsrétt islendinga i reynd. Telji sig hafa jafnan rétt og við til veiöa hér. Krafa breta sé um 30% af þorsk- aflanum, samkvæmt þvi, sem orðrétt sé skráð I skýrslu fundar- ritara. Einnig sé greinilegt að bretar ætlist til þess að halda hér enn veiðiréttindum að tveimur árum liðnum. Undir slikum hótunum á ekki að sitja Breskir ráðherrar hafi uppi hótanir um að senda herskip inn I landhelgina á ný, og taka hér 120.000 tonn með ofbeldi verði ekki samið. Undir slikum hótun- um á ekki að sitja, — það á ekki að ræða við þá sem beita þannig vinnubrögðum. Engin ástæða var til að draga að skýra þjóðinni frá kröfum breta. Þeim átti að hafna afdráttarlaust. Nú tilkynnir rikisstjórnin, að hún hafi boðið bretum að halda áfram viðræðum og miða þá við þriggja mánaða samning. En ekkert er tekið fram um þaö, hvert eigi að vera innihald þeirra viðræðna. Auðvitað hljóta bretar að fallast á að halda þessum við- ræðum áfram, — en hvernig er þá ætlunin að standa að framkvæmd landhelgisgæslunnar á meðan? Verður það eins og siðustu ellefu daga, meðan bretar telja sig vera að ihuga málin svo lengi sem þeir likar? Við þessu hefur ekkert svar fengist. Við Alþýðubandalagsmenn telj- um samninga ekki koma til greina. Við eigum að hefja nýja sókn. Ráðist herskipin inn fyr á ný ber að slita stjórnmálasam- bandi við breta þegar i stað. Við erum I NATO og i gildi er „varnarsamningur” milli tslands og bandarikjanna. Telji þessir aðilar, að þeir hafi engin ráð gegn nýrri herskipainnrás breta, þrátt fyrir loforð um „vemd”, þá hljótum við að loka NATO-her- stöðinni og endurskoða áframhaldandi veru i NATO. Tilkynnum við, að svo verði stað- ið að málum, þá munu freigáturnar verða fljótar út fyrir. Þessum vopnum eigum við að beita. Við verðum að efla landehlgis- gæsluna, taka á leigu eða kaupa harðskeytt varðskip, sem geti klippt á togvlra, jafnvel þótt freigáturnar séu nálægar. Staða breta veik, okkar sterk Aðstaða breta er veik. A fundi Hafréttarráðstefnunnar, sem nú erframundan munu bretar halda þvi fram, að þeir styðji 200 milna auðlindalögsögu sem megin- reglu. Það verður ekki auðvelt fyrir þá, að halda hér uppi flota- innrás á sama tima i þvi skyni að kúga af okkur 200 milurnar. Breskir sjómenn kæra sig ekki um að halda lengi áfram veiðum undir herskipavernd, þeir hafa látið sig hafa það að undanförnu, fyrst og fremst vegna þess, að þeim hefur verið sagt að verið væri að draga islendinga að samningaborðinu. Aðstaða okkar á alþjóðavett- vangi fer batnandi, en staða breta veikist, sem dæmi má nefna, að nú nýlega hefur verið samþykkt á, Bandarikjaþingi, að Bandarikin taki sér 200 milna auðlindalög- sögu eftir eitt og hálft ár. Lokaorðin i ræðu Lúðviks eru birt á forsíðu Þjóðviljans. Framsókn einhuga, sagði Einar Einar Agústsson, utanrikisráð- herra talaði næstur. Hann kvaðst sammála öllu, sem fram hefði komið i ræðu forsætisráðherrans, og Framsóknarmenn væru ein- huga i stuðningi við tilboðið til breta um áframhaldandi viðræð- ur. Ekki kæmi til mála, að islend- ingar féllust á prósentureglu eða kvótakerfi. Bretar yrðu að minnka afla sinn meira, en þeir hefðu enn boðið, svo að hægt væri að semja. Viðunandi samningar væru betri en ófriður. Tilboðið um 65.000 tonn gildir ekki lengur, og það var miðað við heildarafla, en ekki bara þorsk. Bresku togar- arnir hafa litið veitt að undan- förnu, og gæslu verður haldið uppi. Það er trú min, sagði Einar, að verði ekki samið, þá muni bretar veiða hér undir herskipa- vernd. Ávinningur við að gera samn- ing til þriggja mánaða gæti verið sá að foröast árekstra á miðun- um, minnka veiðarnar, og svo skýrast e.t.v. linur á þessum tlma. Benedikt Gröndal taldi það ánægjulegt, að allir flokkar stæðu Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.