Þjóðviljinn - 12.02.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Kvennaskólinn verði
sérstœður fjölbrautaskóli
Fyrir eina
námsbraut
Á borgarstjórnarfundi
sl. fimmtudag var
samþykkt að viðhöfðu
nafnakalli að leggja til við
menntamálaráðuneytið, að
Kvennaskólinn í Reykjavík
verði gerður að f jölbrauta-
skóla, þar sem kennd yrðu
fræði aðeins einnar náms-
brautar, hjúkrunarfræða.
Fyrir borgarstjórn lá fundar-
gerð fræBsluráðs, þar sem
samþykkt hafði verið að fara þess
á leit við rétta aðilja að Kvenna-
skólanum yrði breytt i þvilikan
fjölbrautaskóla. Sjálfstæðis-
menn i fræðsluráði samþykktu
tillöguna með þvi fororði, að
grunnskóli yrði þar aflagður hið
bráðasta, og að fjölbrautaskól-
inn starfi jafnt fyrir stúlkur og
drengi.
Minnihluti fræðsluráðs, þau
Arni Þórðarson, Sjöfn Sigur-
björnsdóttir og Þorsteinn
Sigurðsson létu bóka eftirfar-
andi:
,,Vegna umsóknar Kvenna-
skólans i Reykjavik að taka upp
kennslu á fjölbrautastigi við
skólann næsta haust, sem náms-
braut i heilbrigðis- og hjúkrunar-
fræðum, viljum við taka fram
eftirfarandi:
Við komum ckki auga á neitt, er
mælir með þvi, að slík framhalds-
deild verði stofnuð við minnsta
gagnfræðaskólann i Reykjavik,
sem stúlkur einar sækja. Kvenna-
skólinn starfar i þröngu og óhent-
ugu húsnæði, sem engan vcginn
fullnægir kröfum timans til nýtra
náms- og kennsluhátta, félags-
Þorbjörn Broddason
starfa og iþrótta. tJr óhagstæðum
húsakosti skólans er ekki unnt að
bæta svo að gagni komi vegna
lóðarþrengsla, enda'væri viðleitni
i þá átt einkar óhagstæð, þar sem
engin þörf er á nýju kennslurými i
þessum hluta borgarinnar. Margt
er óljóst um skipulag og tilhögun
fjölbrautafræðslu hér i Reykjavik
sem annars staðar á landinu og
sama verður að segja um
framhaldsmenntunina i heild.
Verður ekki hjá þvi komist að
endurskoða og forma öll þau mál
frá grunni i framhaldi og tengsl-
um við grunnskólann, ef grunn-
skólalögin eiga á annað borð að
taka gildi. Meðan leitast er við að
sniða fra m haldsskólum nýjan
stakk að verulegu leyti á ekki að
efna til nýrra fálmkenndra breyt-
Samþykkt að
fara þess á leit
við mennta
málaráðuneytið
inga og sist við fámenna skóia,
sem eru illa i stakk búnir vegna
ytri aðstæðna. Teljist nauðsyn-
legt að vel athuguðu máli að
koma sem fyrst á fót öðrum fjöl-
brautaskóla i Reykjaviken þeim,
er hóf starf s.l. haust, er auðsætt
að hann verði i einhverjum fjöl-
mcnnum gagnfræðaskóla borgar-
innar sem býr við gott og hentugt
kennslurými og hagstæðar að-
stæður að öðru' leyti. Varðandi
bóklega fræðslu til undirbúnings
háskólanáms i heilbrigðis- og
hjúkrunarfræðum, sem einkum
er haft á orði i hugmyndum
Kvennaskólans, þá hljóta
menntaskólarnir i landinu með
valgreinakerfi sinu að vera full-
færir um að fullnægja þeirri þörf
á cðlilegan hátt. Þar eru mögu-
Adda Bára Sigfúsdóttir
leikar fólks, jafnt karla sem
kvenna, til undirbúnings þessara
þjóðnauðsynlegu starfa viðtækir
og öllum jafnopnir.”
-0-
Umræður urðu nokkrar um
málefni skólans i borgarstjórn.
Skulu hér samandregin megin-
atriði máls þeirra er lögðu orð i
belg, önnur en þau, sem i bókun
minnihlutans i fræðsluráði getur.
Elin Pálmadóttir (H): Bókun
minnihlutans er viljandi full af
rangfærslum. Skólastjóri fullyrð-
ir að bæði kynin fái aðgang að
skólanum.
Kristján Benediktsson:
Takmarkanir þær, sem augljós-
lega verða á skólastarfi við
Kvennaskólann sem fjölbrauta-
skóla eru það miklar, að skólinn
mundi aldrei risa undir nafni sem
fjölbrautaskóli.
Adda Bára Sigfúsdóttir (G):
Þörf á hjúkrunarliði er mikil.
Vandinn vegna náms hjúkrunar-
fólks er ekki skortur á aðstöðu til
aðfaranáms, heldur skortur á
kennslukröftum. Sá vandi leysist
siður en svo með þvi að koma upp
hjúkrunarnámsbraut við
Kvennaskólann. Hjúkrunarnám
við þennan skóla yrði til þess að
hann héldist enn við sem sérstak-
ur kvennaskóli þar sem enginn
þyrfti að láta sér detta til hugar
að karlmenn færu að þyrpast i
hjúkrunarnám, þótt hluti þess
yrði kenndur við Kvcnnaskólann i
Rvik.
Það er misskilningur að stofn-
endur skólans hafi ætlast til þess
að skólinn yrði rekinn áfram sem
sérskóli fyrir stúlkur eftir að
stúlkur hafa fengið aðgang að öll-
um gagnfræðaskólum i landinu
eins og verið hefur hér i hálfa öld.
Ragnar Júliusson (P): Sjálf-
stæðismenn fallast aðeins á
breytingu á skólanum með þvi að
þar verði ekki lengur rekinn
grunnskóli. og þvi er rangt að
tala um að slikt sé afturhalds-
stefna.
Þorbjörn • Broddason (G):
Umræður hafa styrkt þá skoðun
mina, að hér sé verið að gera aðra
tilraun til þess að koma á stofn
menntaskóla kvenna i Reykjavik.
Ég vil nákvæmlega ekkert hafa
með þennan skóla. Ég sný ekki
aftur með það, að sú ákvörðun,
sem hér á að fara að taka, og
fræðsluráð hefur þegar tekið, er
afturhaldsákvörðun. Itins vegar
hefði það einungis verift ihalds-
semi að halda starfscmi skólans
áfram i þvi formi, sem nú er.
Albert Guömundsson <n):Slik
stofnun sem Kvennaskólinn i
Rvik á það skilið, að við bakið á
henni sé stutt. Ég vil hafa
Kvennaskólann sem lengst á
þeim stað, sem hann er á og
fallegu stúlkurnar allar i honum.
Ef svo fer, að framhaldsdeildir
skólans verði opnaðar báðum
kynjum, harma ég þaft.
-0 -
Að umræðum loknum var
samþykkt að óska eftir þvi við
menntamálaráðuneytið, að það
geri Kvennaskólann að fjöl-
brautaskóla i hjúkrunarfræö-
um. Greiddu allir borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins atkvæði með
þvi ráðslagi, en allir borgarfull-
trúar minnihlutans gegn, utan
borgarfulltrúi Alþýðuflokks og
Samtaka, en hann sat hjá viö at-
kvæðagpeiðsluna, sem fór fram
að viðhöfðu nafnakalli. —úþ
"•Monrtjéri
vonwratóta.
ygiumt JO gssgRVKffiffÆS
tis og Vtóls uin rotestf' . t ^ lJtst 0<, om
trsnmsUirí. Morgun „ro <!«• V'1
| xsnW
f
' 5»-
V
*» •» »
ii sí««» »« "Ja&w
i
Upphlaup Þjóðviljai ^
Hér i blaftinu hefur nokkrum sinnum ver
vi&úrkeomngaroróum um kjarasammngant
vtiro íícrbir i Jánlmánuhi slðastl. Þessir sami
i\a(a bygtsrt á gtögffl® skUnmgi ’
Crfiðieikum efna, enda baft !>>:
gftðan þétl i því ' /
minnkandi verðbólf / !,i6a!>‘
Þjóóin gt h • «• / mtSM/.
aa sigrasl a cfir/
átrairi a !>*'-•'•">'• / Ew<
Ymsum k:«ii / Kjw/jp ||fc *'
lijnftviljimi sku' / jBBmsB/ff . f®4'
iun kjarasamf / MEÍS/r
þau. a» hami / .WTjMI' kaKPl...
Tininns taidi#
ah llcíiu ■ —_ "IWWi
AlþýDutóndfllaginu aö ■ '
samnmgsgnra og áttu stitnir «■,.
Þegar nánara er aftgœU, þurfa 1» .
Þjtlviljans þó ekki a» koma nemum **
iMhftviijinn v«r á ftmlverðum meibt vi» ver
ieí&toga Alþýhubandalagsms » sihastl. vori
*kl.
)SWd\an'e90í \
*&****Zl\
Svav«^es1SS°'
ritst\ór«-_—.
Kjarnorkuvopn
engin á íslondi
— segjo þeir í varnor.
málonefnd og leljo
heimildir kjóðviljons
fyrlr siikv rangor
- hls. 8
síí sir-'-r'
„trúi oVVi.t
b«\r <«"
Waroorkuvo
SsKSSSSr
Blaðið sem vitnað er í...
I blaóaheimi okkar eru skilin oröin augljós: annars
vegar Þjóðviljinn - hins vegar hin blöðin.
Þaö er Þjóöviljinn sem sér um saltið í þau skoðana-
skipti sem fram fara í dagblöðum landsins.
Það er Þjóðviljinn sem hin blöðin eru alltaf að vitna
í og ræða við á hæpnum forsendum!
Það er Þjóðviljinn sem leitar þeirra upplýsinga sem
hinir vilja láta liggja i þagnargildi.
Þjóðviljinn er ómissandi vopn í hagsmunabaráttu
launþega, námsfólks og lífeyrisþega.
Þjóðviljinn er ómissandi fyrir þá sem vilja kynna sér
báðar hliðar mála og átta sig á hvert stefnir í þjóðfélags-
efnahags- og menningarmálum heima og erlendis.
Þjóðviljinn hefur mörgum snjöllum pennum á að
skipta bæði dálkahöfundum og blaðamönnum.
Látið ekki aðra segja ykkur hvað stóð í Þjóðviljanum.
Gerist áskrifendur. Áskriftasíminn er 17505.
DlOÐVHHNN
blað lifandi þjóðfélagsumræðu