Þjóðviljinn - 12.02.1976, Blaðsíða 16
wdvhhnn
Fimmtudagur 12. febrúar 1976
Wilson vill
semja til
3ja mán.
t hálfrar klukkustundar viö-
ræðum i gær i Lundúnum fullviss-
aði Harold Wilsön, að sögn
Reuter, f ra mk væm da st jóra
NATÓ um að hann væri reiðubú-
inn til þess að taka fullt tillit tii
hagsmuna hernaðarbandalagsins
i sambandi við fiskveiðideiluna.
Reuter segir einnig að breskir
ráðherrar séu reiðubúnir að fara
til islands til viðræðna hvenær
sem er, jafnvel á þeim grundvelli
að einungis verði samið til
þriggja mánaða.
Breskir hermenn
berjast á tveimur
vígstöðvum um
þe ssar mundir.
Annars vegar eru
þeir i opinberum
erindagerðum
breska heims-
veldisins á tslands-
miðum, á hinn bóg-
inn í miður opin-
berum erinduin i
frumskógum
Angólu og Zaire.
Breski teiknarinn
JAK hefur hér lagt
út af þessum tveim
bresku hernaðar-
aðgerðum: — Þið
kváðsust reiðu-
búnir að berjast
hvar sem væri
fyrir 150 pund á
viku, ekki rétt?
Vopnuð ósvífni breta
sífellt meiri
og vondaufur Luns vœntanlegur
Meðan dr. Joseph Luns,
framkvæmdastjóri
NATÓ./ ræddi um áhrif
fiskveiðideilunnar á At-
lantshafsbandalagið við
breska ráðherra í Lundún-
um i gær vörðu f jórar frei-
gátur og jafnmörg herskip
42 breska togara við veiðar
á alfriðaða svæðinu út af
Norð-austurlandi.
Varðskip reyndu að trufla veið-
ar bretanna, en herskipin voru
aðgangshörð. Formælendur
bresku stjórnarinnar sögðu i gær,
að samningahorfur væru ekki
góðar, en dr. Joseph Luns, tjáði
fréttamönnum að loknum viðræð-
um við Wilson og Callaghan, að
hann hefði vonir um að hægt væri
að koma á samningaviðræðum
milli tslands og Bretlands á ný,
en almenningsálitið, sérstaklega
á fslandi, torveldaði árangurinn
af milligöngu hans. Ekki virðast
bretar hafa mikinn hug á samn-
ingum eða á þvi að lægja öldur
Smyglmálið á Vellinum komið til fíkniefnadómstóls
Höfuðpaurinn er í
fangelsi í Reykjavík
Smyglmál það, sem upp
komst suður i Keflavik fyrir
nokkrum vikum, og rannsakað
hefur verið þar og á Keflavikur-
flugvelli er nú komið til fikni-
efnadómstólsins til meðfcrðar.
Eins og lesendur rekur ef tii
vill minni til, er þetta mesta eit-
urlyfjasmyglmál, sem upp hef-
ur komið hérlendis, en um er að
ræða tugi kilóa af hassi auk ann-
ars eiturs, svo sem marihuana.
Voru það amerikanar i hemum
sem smygluðu þessu til landsins
með ýmsum hætti: ýmist á
sjálfum sér eða að þeir fengu
eitrið sent i pósti.
Höfuðpaurinn er kani og situr
hann i tugthúsi hér i Reykjavik
þessa dagana, en hann hefur
setið i tugthúsi á Keflavikur-
flugvelli i nokkrar vikur. Tveir
aðrir kanar hafa verið tugthús-
aðir vegna máls þessa, en þeir
ganga lausir nú. Allir eru kan-
arnir innflytjendur eitursins.
Talið er að islenskir hjálpar-
menn hafi aðstoðað þá banda-
risku við að dreifa eitrinu hér
innanlands og selja það, en
heildsöluverð þess skiptir tug-
um miljóna króna.
—úþ
Hitaveita Reyhjavikur biður um 47% hœkhun gjaldskrár
Það er þó ekki
hæsta beiðnin!
Margar hækkunarbeiön-
ir liggja fyrir hjá við-
skiptaráðuneytinu/ og
beiðni Hitaveitu Reykja-
víkur um hækkun gjald-
skrár um 47% frá þvi sem
nú er, mun ekki vera hæsta
hækkunarbeiðnin!
Björgvin Guömundsson, skrif-
stofustjóri i viðskiptaráðuneyt-
inu, staðfesti það i gær, að marg-
ar hækkunarbeiðnir lægju hjá
ráðuneytinu. Er einkum um að
ræða beiðnir um hækkun á gjald-
skrám sveitarfélaga, beiðnir um
hækkun á gjaldskrám rafmagns-
veitna og fl. Hitaveita Reykjavik-
ur hefur farið fram á 47% hækkun
gjaldskrár, og sagði Björgvin að-
spurður, að það væri ekki hæsta
prósentutala i hækkunarbeiðni.
Engin gjaldskrármál hafa ver-
iðafgreidd með hækkunarheimild
frá ráðuneytinu siðan eftirlit með
verðstöövun var hert 20. nóv. sl.,
nema hækkun á gatnagerðar-
gjaldi og vatnsskatti. óttast
menn mjög, að ekki verði beðið
lengi ineð aö veita umbeðnar
hækkanir fram yfir það, að undir-
skriftir undir kjarasainninga
þorni. —úþ
Luns.
almenningsálitsins á Islandi,
Landhelgisgæslan hefur vakið at-
hygliutanrikisráðuneytisins á þvi
að hér við land eru nú breskir
togararer sviptir voruleyfi samkv
bráðabirgðasamkomulaginu frá
1973 og einnig skip, sem aldrei
voru skráð á þann lista. Breska
stjórnin virðist þvi staðráðin i að
kúga islendinga til samninga með
ósvifnu framferði, og eins og nú
er i pottinn búið á miðunum, sýn-
ist þrýstingur frá NATÓ og
Bandarikjastjórn vegna hernað-
arhagsmuna vera meiri á is-
lensku stjórnina heldur en á þá
bresku. Ekki hefur það verið
staðfest enn, en gert er ráð fyrir
að Luns sé væntanlegur til
Reykjavikur innan skamms.
Dánar-
tala
hækkar
Guatemala City 11/2 reuter —
Tala þeirra sem létust i jarð-
skjálftunum miklu i Guate-
mala i siðustu viku nálgast nú
óðfluga 20 þúsund og er þó af
og frá að öll kurl.séu komin til
grafar hvað það snertir.
Björgunarmenn vinna þrot-
laust að þvi að sinna þeim sem
misst hafa heimili sin i skjálft-
unum en þeir eru taldir vera
yfir miljón talsins eða fimmt-
ungur þjóðarinnar. Yfir 70
þúsund manns hafa hlotið
læknismeðferð vegna slysa
sem þeir urðu fyrir i ham-
förunum.
Það sem gerir mönnum
erfitt fyrir að setja fram
óyggjandi tölur um fjölda
látinna er að enn hefur ekki
verið hægt að komast upp i
fjalllendið i norðurhluta
landsins vegna vegleysu. Þar
hafa menn komist til rúmlega
40 þorpa og borga og veitt
ibúum þeirra aðstoð.
Hálendið er að mestu byggt
indjánum sem litil sem engin
samskipti hafa við aðra ibúa
landsins né umheiminn yfir-
leitt. Þeir eru dreifðir i
hundruð litilla þorpa sem
hvergi sjást á landabréfum.
Flogið hefur verið yfir þetta
svæði og töldu flugmenn að 80-
100% allra húsa væru hrunin.
Ef manntjónið er i samræmi
við það má búast við að tölur
um f jölda látinna eigi eftir að
hækka að mun.
Aðstoð berst nú til Guate-
mala hvaðanæva að úr heim
inum, mest þó frá Bandarikj
unum sem ma. hafa sent 450
hermenn til að aðstoða við
björgunarstörf og hafa boðað
komu nokkurra herdeilda til
viðbótar. Flugvélar frá
Nicaragua fljúga þangað með
sjúklinga i'ra Guatemala sem
munu fá aðhlynningu
Nicaragua.
Fjöldi fólks hefur búið um
sig i rústum hruninna þorpa
og bæja og i höfuðborginni
sofa hundruð þúsunda i götu-
ræsinu að næturlagi þegar
hitinn fer niður undir frost
mark. Læknar segja að enn
hafi ekki borið á farsóttum en
ýmsir sjúkdómar gerast þó æ
tiðari, td. blóðsjúkdómar og
kvillar i öndunarfærum.
Utanrikisráðherra um atómvopnamálið:
Gef
nú í
skýrslu
vikunni
,,Ég mun svara fyrirspurn frá
Giis Guðmundssyni fljótlega,
væntanlega nú i vikunni, og leit-
ast þá við að gefa skýrslu um
það, sem við höfum aðhafst i
málinu,” sagði Einar Agústs-
son, utanrikisráðherra, þegar
Þjóðviljinn náði tali af honum á
þriðjudagskvöldiö og spurði
liann um ráðstafanir af liáifu
rikisstjórnarinnar viðvikjandi
blaðaskrifum um það undanfar-
ið að sterkar likur bendi til þess
að kjarnorkuvopn séu geymd á
tslandi. Utanrikisráðherra
sagði að af hans hálfu hefðu á
mánudagsmorgun veriö settir
menn í það að tina saman upp-
lýsingar um hvernig hægt sé að
staðreyna, hvað rétt sé i þessu
máli.
Utanrikisráðherra kvaðst
hafa fært þetta nýlega i tal við
ambassador Bandarikjanna á
Islandi, en hann hefði sem fyrr
hvorki viljað játa né neita full-
yrðingum þess efnis, að kjarn-
orkuvopn séu varðveitt á ts-
landi. Er þetta sama svar .og
ambassadorinn og aðmirállinn
á Keflavikurflugvelli hafa áður
gefið við þessari spurningu, og
bera þeir þvi við að regla
Bandarikjanna sé að svara
hvorki af eða á þegar þeir séu
spurðir slikra spurninga. Þjóð-
viljinn vill i þessu sambandi
benda á að i sambandi við
samning Bandarikjanna og
Spánar um herstöðvar i siðar-
nefnda landinu nýlega kom i
ljós, að Bandarikin voru siður
en svo að fara i launkofa með að
þau geymdu kjarnorkuvopn á
spænskri grund.
dþ.
Mesti loðnuafli frá upphafi
Siðasta sólarhring var metafli
á loðnumiðunum frá Stokksnesi
vestur að Ingólfshöfða. Sextiu
og sex bátar voru að veiðum og
var gert ráð fyrir að þeir til-
kynntu allir um afia fyrir mið-
nætti, líklega samtals um 18.500
lestir. Þetta er mcsti afli sem
veiðst hefur á einum sólarhring
frá upphafi loðnuveiða á ts-
landi. Fimmtán bátar voru á
leiö til Vestmannaeyja i nótt, en
flestir bátanna fóru á Aust-
fjarðahafnir. Agætt veður var á
miðunum.