Þjóðviljinn - 12.02.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. febrúar 1976 i-.ioDVlLJI — SIÐA 13
Útvarpsleikrit vikunnar
Sviösmynd úr sýningu Leikfélags Reykjavikur á BEÐIÐ EFTIR GODOT árið 1959. Frá vinstri: Flosi
ólafsson (Pozzo), Brynjólfur J.óhannesson (Vladimir), Arni Tryggvason (Estragon) og Guðmundur
Pálsson (Lucky)
Beðið ef tir Godot
eftir Samuel Beckett
1 kvöld kl. 20.15 verður flutt i
útvarpið leikritið Beðið eftir
Godot, eftir irsk-franska leik-
skáldið Samuel Beckett.
Þýðingu leiksins annaðist Ind-
riði G. Þorsteinsson, en
útvarpshandrit og leikstjórn var
i höndum Hrafns Gunnlaugs-
sonar.
Leikritið Beðið eftir Godot var
frumsýnt i Paris 1953, og vakti
það þá hneykslan og jafnvel
gremju margra áhorfenda,
vegna nýstárlegrar efnis-
Útvarp síðdegis
Jóhann Magnús
Bjamason kynntur
í barnatíma Gunnars Valdimarss.
idagkl. 16.40 hefst barnatimi
i útvarpi undir stjórn Gunnars
Valdimarssonar. Kynnt verða
verk JÓHANNS MAGNGSAR
BJARNASONAR, sem á barns-
aldri fluttist ineð foreldrum
sinum til Vesturheims, en varð
þekktur rithöfundur og mjög
vinsæll hérlendis siðar meir.
Jóhann Magnús Bjarnason
fæddist austur á Fljótsdals-
héraði 24. mai 1886 og var niu
ára, þegar hann fluttist vestur
með foreldrum sinum. Alls
komu út eftir hann niu bækur,
en fyrsta bókin kom út árið 1898.
I samtali við Gunnar Valdi-
marsson, stjórnanda barna-
timans, kom það fram, að Jó-
hann Magnús hefði á sinum
tima verið mikið timamóta-
skáld hér á landi, þótt sumar
bækur hans þyki ef til vill bera
meiri keim af reifaraskáldskap
en fagurbókmenntum. En menn
verða þá bara að taka það með i
reikninginn, sagði Gunnar, að
reifarar voru næsta óþekkt
fyrirbæri i islenskum bók-
menntum á þeim tima, og saga
Jóhanns Magnúsar, Brasilíu-
fararnir, sem vissulega má
flokka sem reifara, náði slikum
vinsældum, að á mörgum
bæjum um siðustu aldamót,
voru aðeins til þrjár bækur:
Biblian, Passiusálmarnir og
Brasil iu fararnir.
t Ijóðum Jóhanns Magnúsar
Bjarnasonar þykir gæta áhrifa
frá enskum ljóðabókmenntum,
og hefir verið bent á likingu með
ljóði hans, Litla stúlkan ljúfa, og
ljóðinu Rispa eftir Tennyson.
Þetta ljóð Jóhanns er einmitt
annað tveggja sem sungin verða
i barnatimanum i dag, en auk
þess verður lesið úr skáld-
sögunni Eirikur Hanson, sem
hefur átt miklum vinsældum að
fagna meðal islenskra barna og
unglinga allt fram á þennan
dag, en minni sögunnar er hinn
klassiski munaðarleysingi, sem
á misjöfnu atlæti að fagna, en
lendir um siðir i klónum á ham-
ingjunni og kemst til virðinga og
rikisdæmis. Hitt ljóðið sem
sungið verður heitir Smala-
drengur, og sagði Gunnar að
börn hefðu um langan tima
verið mjög hrifin af þessum
ljóðum og beðið um að fá að
heyra þau aftur og aftur, eftir
að þau höfðu einu sinni heyrt
þau. Að auki verða lesnar upp
smásögur eftir Jóhann Magnús
úr safninu Vor á Elgshæöum.
Að endingu var Gunnar Valdi-
marsson spurður hvort mikið
væri hlustað á þennan barna-
tima á fimmtudagseftirmið-
dögum, og kvaðst hann þá ekki
geta neitað þvi að þessi timi
væri nokkuð óhentugur og mörg
börn sem ekki væru komin heim
úr skóla á þeim tima sem þátt-
urinn stæði yfir, misstu af
honum fyrir vikið. Kvað Gunnar
það skoðun sina, að útvarpið
hefði aldrei átt að láta sjón-
varpinu eftir tima þann á
sunnudagseftirmiðdögum, sem
það hefði áður haft fyrir barna-
tima sina.
meðferðar, en ávann um leið
höfundi sinum mikla frægð og
vinsældir, enda hefur þetta leik-
rit siðar verið sýnt viða um lönd
og vakið verðskuldaða athygli.
Leikfélag Reykjavikur sýndi
tam. verkið i Iðnó árið 1959.
í verkum sinum fjallar
Becket um grátbrosleg örlög
manneskjunnar i fáránlegum
heimi. 1 Beðið eftir Godot eru
það tveir flækingar, Viadimir og
Estragon, sem túlka kviða
höfundarins um örlög manns-
ins. Hjá þeim kemur fram eilif
þrá mannsins eftir einhverju
betra. Meðan þeir biða eftir
Godot reyna þeir að fylla upp i
eyðuna, drepa timann á meðan
á biðinni stendur, með ýmsum
uppátækjum og leikjum. Þannig
kemur maðurinn eins og Beck-
ett sér hann skýrt i ljós. Hann er
leiktrúður, sem lifir i tilgangs-
lausri veröld og unir sér við
leiki, sem hlita ákveðnum
reglum. Leiðanum er þannig
ekki bægt frá. Hann er slævður.
1 þessu leikriti er það biðin
eftir að Godot komi sem öllu
máli skiptir, Hver hann er,
skiptir ekki svo miklu máli, svo
lengi sem von er á honum. I
honum felst von nútimamanns-
ins um að eitthvað gerist sem
útvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Við sjóinn kl. 10.25:
Ingólfur Stefánsson flytur
þáttinn. Morguntónleikar
kl. 11.00: Suk-trióiö leikur
Trió i g-moll fyrir pianó og
selló op. 15 eftir Smetana /
Fine Arts kvartettinn leikur
Strengjakvartett i e-moll
op. 44 nr. 2 eftir Mendels-
sohn.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.35 Spjall frá Noregi.Ingólf-
ur Margeirsson talar við tvo
dýralækna, Eggert
Gunnarsson og Þorstein
Olafsson, um dýralækning-
leysi hann af klafa leiðindanna
og vonleysisins.
Eftir að verk þetta kom fram
voru mörg orð höfð um það, að
Beckett bryti allar hinar hefð-
bundnu reglur leikritunarinnar,
þvi ekkert gerðist i verkinu.
Vissulega brýtur hann ýmsar
reglur (hvers virði sem þær
annars eru), en meginreglu
leikritahöfundarins brýtur hann
ekki. Það er að vera frumlegur,
spennandi og skemmtilegur.
I öllum setningum sem Beck-
ett skrifar er það framsetningin
sem máli skiptir. Verk hans er
reist á andstæðum. Gildi og
nauðsyn þversagnarinnar i bók-
menntunum er hans lifæð:
Kemur Godot eða kemur hann
ekki? Elskar hún mig eða elskar
hún mig ekki. Leikritið er ekki
skirskotun til skynsemi, né
heldur er það ögrun við skyn-
semina.
Samúel Becett er fæddur árið
1906 á írlandi nálægt Dublin.
Hann var um tima lektor i
enskum bókmenntum, bæði i
Dublin og Paris. Frá 1938 hefur
hann verið býsettur i Frakk-
landi, en fyrsta skáldsaga hans,
Molloy, sem útkom 1930, kom út
á frönsku.
Beckett hóf þannig feril sinn
sem skáldsagnahöfundur, en
sneri sér fljótlega að leikritun.
Af öðrum leikritum hans má
nefna Leikslok, Sfðasta segul-
band Krapps, sem sýnt hefur
verið hér á sviði og Hamingju-
dagar.
Beðið eftir Godot: Arni Tryggvason (Estragon) og
Brynjólfur Jóhannesson (Vladimir).
Samuel Beckett
Fialkaflokkurinn, tékkneski
látbragðsflokkurinn, sem sýndi
i Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu,
var með á dagskrá sinni þátt
eftir Beckett um mann og
kassa.
Það nálgast kannski ekki verk
Beeketts eins og sagt er að þau
séu i dag: Enginn sést á sviðinu,
ekkert er sagt, aðeins vind-
gnauð heyrist og rusl sést fjúka.
Útvarpið hefur áður haft á
dagskrá eitt verka Becketts,
Eimyrju, sem flutt var 1972.
Með aðalhlutverk i kvöld fara
Róbert Arnfinnsson, og Helgi
Skúlason, en aðrir leikendur eru
Valur Gislason, Sigurður
Pálsson og Skúli Helgason.
ar ytra og heima.
15.00 Miðdegistónleikar. Ro-
berto Szidon leikur tvö
pianóverk eftir Alexander
Skrjabin: Sónötu-fantasiu i
gis-moll op. 19 nr. 2 og
Fantasiu i h-moll op. 28.
Ungverska rikishljómsveit-
in leikur Svitu eftir Béla
Bartók: János Ferencsik
stjórnar.
16.00 F’réttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Barnatimi: Gunnar
Valdimarsson stjórnar. Úr
verkum Jóhanns Magnúsar
Bjarnasonar. Lesið verður
úr sögunum ..Eiriki Hans-
syni" og ..Vornóttum á
Elgshæðum", svo og sungin
tvö ljóð. Flytjendur: Guð-
rún Birna Hannesdóttir,
Þorsteinn V. Gunnarsson,
Hólfriður Hafliðadóttir og
Þorbjörg Valdimarsdóttir.
17.30 Framburðarkennsla i
ensku.
17.45 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Lesið i vikunni.Haraldur
Olafsson talar um bækur og
viöburði liðandi stundar.
19.50 Gestur i útvarpssal:
YValton Grönroos óperu-
söngvari frá Finnlandi
svngur tvo ljóðaflokka.
Agnes Löve leikur undir. a.
..Ljóð um dauðann" eftir
Yrjö Kilpinen. b. ..Söngvar
Eiriks konungs" eftir Ture
Rangström.
20.15 Leikrit: ..Beðið eftir
Godot" eltirSanuel Beckett
Þýðandi: Indriði G. Þor-
steinsson. Leikstjóri: Hrafn
Gunnlaugsson. sem gerði
útvarpshandrit. Persónur
ogleikendur: Vladimir: Ró-
bert Arnfinnsson. Estra-
gon: Helgi Skúlason. Pozzo:
Valur Gislason. Rödd:
Sigurður Pálsson. Drengur:
Skúli Helgason.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: ,,i verum", sjálfsævi-
saga Theódórs Friðriksson-
ar. Gils Guðmundsson les
siðara bindi (18).
22.40 Létt músik á síðkvöldi
22.25 Fréttir i dagskrárlok.