Þjóðviljinn - 24.02.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.02.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 24. febrúar 1976 vc/ % Afram með mjólkurbúðirnar c —- Ég vil eindregið mótmæla þeirri hugmynd sem komið hefur fram um að koma hér á mjólkurpóstum, sem færu með mjólkina i hvert hús. Við getum bara rétt séð hvernig ástandið hefði verið i vetur eins og veðráttan og ófærðin hefur verið. Ég var einu sinni mjólkurpóstur i Reykjavik meðan þetta fyrirkomulag tiðk- aðist að láta menn hlaupa með þetta glasaglundur i hvert hús, og eftir að hafa unnið margs- konar vinnu til sjós og lands held ég að það starf hafi verið með þvi erfiðasta sem ég hef gert. Hitt er svo annað mál, að dreifingin á mjólkinni hér i Reykjavik er orðin svo viðamik- il, að ég held að það sé orðið timabært fyrir fólk að athuga það hverjir eiga að borga brús- ann. Auðvitað er það al- menningur sem borgar. Þegar þannig er komið, að farið er að dreifa mjólkinni i hverja verslunarskonsu, eins og til stendur, hver halda menn að dreifingarkostnaðurinn verði? Þess vegna tel ég að þetta breytta fyrirkomulag komi ekki til mála. Við eigum að berjast fyrir þvi, að mjólkursamsalan haldi áfram með sinar mjólkur- búðir, menn eru ekkert of góðir til að tölta nokkrum metrum lengra eftir mjólkinni, ef það verður til þess að halda dreifingarkostnaði niðri. — Árni Jóhannsson „Mildi að þar varð ekki œgileg sprenging” Þannig var orðuð fyrirsögn fréttar i Dagblaðinu fyrir skömmu, þegar eldurkom upp i hreinsistöð við Aburðarverk- smiðjuna i Gufunesi. ,,Það hefði auðvitað getað farið verr, en sem betur fer var stöðin ekki i gangi nema að hlutá,” var haft eftir Runólfi Þórðarsyni, fram- kvæmdastjóra Áburðarverk- smiðjunnar i Gufunesi i sömu frétt. í annarri Dagblaðsfrétt er haft eftir Rúnari Bjarnasyni, slökkviliðsstjóra, að áburðar- verksmiðjan sé einhver hættu- legasti staðurinn á svæði slökkviliðsins, þvi sprengi- og eldhætta er i hverri deild og ein- ingu verksmiðjunnar. Þessi ummæli sýna hve þessi staður er hættulegur, og i of- viðrinu, sem geisaði aðfarar- nótt 14. og 15. febr. s.l. gekk yfir áburðarverksmiðjuna þvilikt magn af bréfarusli bg dóti af öskuhaugum Reykjavikurborg- ar, að þvilikt og annað eins hef- ur aldrei sést inni á verksmiðju svæðinu. Allar girðingar kring- um öskuhaugana, sem snúa að verksmiðjunni, voru svo hlaðnar bréfarusli að hestar Þorgeirs glimukappa i Gufunesi gátu haft þá fyrir skjólgarða i rokinu. Það þarf ekki að orð- lengja það, hvað gerst hefði, ef eldur hefði brotist út i þessu bréfarusli, sem þarna fauk inn um allt. Þú hefur verið varaður við þessari hættu frá öskuhaug- unum, áður, Rúnar slökkviliðs- stjóri, en þú hefur ekki sinnt þeirra aðvörun, eins og verks- ummerkin þessar óveðursnætur sýndu best. Það þykir manni ansi hart, þar eð þú varst-sama sem slökkviliðsstjóri á vegum verksmiðjunnar i tiu ár áður en þú tókst við þinu núverandi em- bætti. Þessvegna gerir maður sér meiri vonir varðandi þetta um þig, og vonar að þú gerir ráðstafanir til að fyrirbyggja þennan voða áður en úr verður stórslys. — Kunnugur. Hvítalygi borgarstjórnarmeirihlutans enn Læknamál rædd í borgarstjórn t fréttatima sjónvarpsins á iaugardagskvöid var sagt frá þvl, að borgarstjórn hefði samþykkt tiilögu frá sjálfstæðismönnum um aukna iæknaþjónustu I Rvfk. Hvergi var minnst á, að viðbótar- tiilögur frá tveimur borgarfuli- trúum minnihlutaflokkanna voru samþykktar og allir borgarfull- trúar greiddu tillögunni svo breyttri atkvæði sitt! Skutu smá- þjónar ihaldsins á fréttastofu sjónvarps þar með Morgunblað- inu ref fyrir rass a.m.k. I þessu máli, þvi það skýrði frá báðum þessum breytingatiilögum án sýnilegra tilrauna til falsana. Tillagan ihaldsins Tillaga borgarfulltrúa ihaldsins leit þannig út þegar hún var fram lögð, að tilmælum var beint til Læknafél. Rvikur (LR) og Sjúkrasamlags Rvikur (SR) um að þær úrbætur yrðu gerðar hið fyrsta á varðlæknaþjónustu i borginni svo og neyðarvakt, að læknum á kvöldvakt, næturvakt og helgarvakt verði fjölgað i tvo, og að helst hjúkrunarkona eða læknir annist simavörslu varð- og Dólgsleg misnotkun meirihlutans á sjónvarpinu og dœmafá þjónkun starfsmanna fréttastofu þess við hann neyðarþjónustunnar allan sólar- hringinn. Umræður Greinargerð fylgdi þessari til- lögu ihaldsins og studdist formæl- andi hennar, úifar Þórðarson (D), við hana er hann fylgdi til- lögunni úr hlaði, en i henni var leitast við að sanna nauðsyn þessa, sem enginn hefur efast um i langan tima, en varðlæknaþjón- ustan i borginni hefur verið ó- breytt i 20 ár. Alfreð Þorsteinsson (B) sagði sjálfstæðismenn vera að beina til- mælum til sjálfra sin og tilefnið væri greinilega sjónvarpsviðtal við konu nokkra hér i borginni (það birtist fyrir skömmu og var þar sagt frá þvi, að hún gat ekki með nokkru móti komið manni sinum inn á sjúkrahús utan venjulegs vinnudags.fyrr en hún sagði hver hann væri!) Alfrfeð flutti viðbótartillögu við aðaltil- löguna og leit hún þannig út eftir að hann hafði breytt henni á fund- inum: ...i þessu sambandi verði kannaðir möguleikar á því, að annar þeirra (þ.e.a.s. vakthaf- andi nætur- eða helgidagalæknir) hafi aðsetur I Breiðholtshverfi.’” Adda Bára Sigfúsdóttir (G) sagði, að hér hefðu borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins tekið á hluta af stóru máli, þvi lækna- þjónustan i Reykjavik væri i mol- um. Taldi Adda Iiklegt að borgar- stjórn mundi finnast nauðsynlegt að gera töluvert viðtækari tillög- ur til SR & LR heldur en fyrir fundinum lægju, en það kynni að Sigurjón Pétursson: Leiörétting hans við lygafrétt Ihaldsins var borin undir borgarstjóra, þó svo smáþjónum ihaldsins á frétta- stofu sjónvarpsins hafi ekki þótt ástæða til þess að bera sannleiks- gildi upphafiegu fréttarinnar undir fulltrúa minnihlutafiokk- anna. vera erfitt á þessu stigi, þar sem heilbrigðismálanefnd ætlaði sér aðkoma saman á morgun (föstu- dag) til þess að ræða málið, og eftir það væri fyrst hægt að gera markvissar tillögur. Síðan lagði Adda til að við upp- haflegu tillöguna bættist: „...jafnframt verði hið fyrsta haf- in endurskoðun á samningi SR & LR um heimilislæknaþjónustu með það I huga, að endurbæta þá þjónustu.” Adda ræddi þessi mál nokkuð meir og nefndi þá m.a. að þar sem sjúkrahúskostnaður er hæst- ur 18 þúsund krónur á ibúa, þar muni heimilislæknaþjónusta jafnframt vera lökust. Einnig kom hún inn á tiivisunarfarganið, Adda Bára Sigfúsdóttir: Hún kom með breytingartillögu, sem var samþykkt. sem hún sagði að yrði að lagfæra frá þvi sem nú er, en það yrði best gert með þvi að koma upp sem flestum heilsugæslustöðvum. Björgvin Guðmundsson(A & F) sagðist vera hissa á að sjá tillögu þessa nú þar sem heilbrigðis- málaráð ætti að fjalla um málið daginn eftir, og það væri undarleg málsmeðferð að rjúka upp til handa og fóta i máli þessu þegar formaður heilbrigðisnefndar væri ekki á landinu. Glfar Þórðarson (D) sagðist gera ráð fyrir að formaður heil- brigðismálanefndar borgarinnar, borgarfulltrúi Páll Gislason (D), væri tillögunni samþykkur, sem þýðir það, að hann hefur ekki um hana vitað! Einnig tók til máls Margrét Einarsdóttir og aftur Alfreð Þorsteinsson. Siðan var upphaf- Framhald á bls. 14. Makaskipti 20. febr. var undirritaður samningur milli Reykjavikur og Seltjarnarneskaupstaðar um breyting á lögsögumörkum o.fl. Samninginn undirrituðu Sigur- geir Sigurðsson, bæjarstjóri, og Birgir Isl. Gunnarsson, borgar- stjóri. Með þeim eru á myndinni bæjarfulltrúarnir Njáll Þor- steinsson og Karl B. Guömunds- son, borgarfuiltrúarnir Magnús L. Sveinsson, ólafur B. Thors, Albert Guðmundsson og Kristján Benediktsson og Jón G. Tómas- son, skrifstofustjóri. Það, sem um varsamið, var, að Reykjavikurborg láti 40 þúsund fermetra af hendi til Seltjarnar- neskaupstaðar af landi, sem legið hefur næst fyrri mörkum byggð- anna, en þess i stað fái hún fulla lögsögu yfir Viðey, Engey og Akurey. —úþ „Bjartar vonir vakna” Fiskblokkin á uppleið Hefur hœkkað um 7 sent pundið síðan sl. sumar Enn hefur oröið hækkun á fisk- blokkinni i Bandarikjamárkaði. Sl. sumar var verðið 58 sent fyrir hvert pund af henni þar vestra, siðan hækkaði verðiö i haust er leið uppi 65 sent pundið og enn hefur orðið hækkun, og er pundiö nú komið uppi 67 sent. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir Eyjólfi isfeld hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Greinilegt er að fiskmarkaður- inn i Bandarikjunum hefur styrkst mjög verulega undan- farið, og má allt eins búast við meiri hækkunum á næstunni. Enginn isl. fiskur hefur enn verið seldur á þessu nýja verði, en vertiðaraflinn i vetur verður þvi væntanlega seldur á þessu háa verði. Þar með ætti sá barlómur sem notaður hefur verið til að afsaka kjararýrnunina hjá almenningi, vegna lækkaðs afurðaverðs er- lendis að hljóðna úr þessu. I það minnsta hlýtur það að vera þokkaleg búbót þegar eitt kg. af fiski á USA-markaði hækkar um nær 24 kr. á hálfu ári. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.