Þjóðviljinn - 24.02.1976, Qupperneq 5
Þriöjudagur 24. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 5
A þessu ári, þegar Bandarikin
veröa 200 ára sem sjálfstætt
riki, fyrirfinna þau sig i and-
iegri kreppu. Efnahagslega séö
hefur ástand þeirra oft veriö
björgulegra, þannig er nú at-
vinnuleysi þar meira en nokkru
sinni siöan fyrir sföari heims-
styrjöld, en á þvi sviöi sjást þó
viss batamerki. Hinsvegar
bendir margt til þess að Banda-
rikin séu komin yfir háteig ferils
sins sem stórveidi. Orku-
kreppan, Watergate, hrakfar-
irnar i Indókina, herinn kjark-
iaus eftir þær og sósaður i fikni-
og eiturlyfjum og nú siöast
skakkaföllin I Angólu — allt
þetta hefur fært bæði banda-
rikjamönnum og öörum heim
sanninn um að Bandarikin eru
ekki lengur heimsveldi i þeim
bandarisku flokkanna fyrir-
finnst bæði rakið ihald eða
afturhald og tiltölulega frjáls-
lynd og jafnvel róttæk öfl. (Um
sósialisk öfl er ekki rétt að tala,
þvi að áhrif macchartyæðisins
eru ennþá það mikil i Banda-
rikjunum — og ýtt undir þau af
stjórnarvöldum og fleirum — að
enginn stjórnmálamaður þorir
að orða sig við sósialisma.)
Flokkar demókrata og repú-
blikana eru nánast einskonar
fyrirtækjakeðjur atvinnu-
Hver
verður
Reagan —hefur fullt svo mikla
möguleika og Ford.
Wallace — verður varla forseta-
efni demókrata sjálfur, en gæti
ráðiö miklu um hver yrði þaö.
Carter, Wallace, Jackson
1 hinum demókratahópnum
eru þeir helstir Jimmy Carter,
bóndi og fyrrverandi rfkisstjóri
i Georgiu, hinn kunni kynþátta
hyggjumaður George Wallace
og Henry Jackson öldunga-
deildarþingmaður. Tveir þeir
fyrstnefndu eru úr Suður-
rikjunum, sem voru lengi
sterkasta vigi demókrata,
meðan flokkurinn i heild var
ihaldssamari en hann er nú.
Wallace hefur nú lægra en áður
um aðskilnaðarstefnu sina
gagnvart blökkumönnum, en
ekki fer leynt að hann er sem
áður ihaldssamur i þeim efnum
og íélags- og mannréttinda-
málum yfirleitt. Hinsvegar
leggur hann kapp á að auglýsa
sig sem sérstakan baráttumann
hvitra manna af efnaminni
stéttunum. í áróðri hans gætir
mikið andúðar á mennt-
amönnum, sem hann kallar
„öfgafulla frjálshyggjumenn"
39. forseti Bandaríkjanna?
skilningi sem þau voru fyrstu
tvo áratugina eftir heimsstyrj-
öldina siöari, þegar segja mátti
meö nokkrum sanni aö hnött-
nrinn hverföist í hendi húsbænd-
anna i Hvita húsinu.
Heima fyrir hefur þetta komið
fram i einskonar allsherjar
þunglyndiskasti þjóðarinnar.
Bandariska þjóðin virðist að
mestu hafa glatað þessari
barnalegu bjartsýni á kerfið
sitt, hagvöxt þess, neyslu, vel-
ferð og annað sem þvi fylgdi —
The American Way of Life —
sem hún hefur i allmiklum mæli
verið haldin fram að þessu.
Þetta nýja vantraust á kerfið
kom áþreifanlegast fram i sið-
ustu þingkosningum, þegar
rúmlega 60% kjósenda sáu ekki
ástæðu til að neyta atkvæðis-
réttar sins. Það kemur einnig
fram i einskonar upplausn i
stjórnmálaflokkunum.
„Laumusósialistinn"
Reagan
Bandarisku stjórnmáiaflokk-
arnir hafa raunar alltaf verið
nokkuð skrýtin og órökræn
fyrirbæri á evrópskan mæli-
kvarða. Hugmyndafræði þeirra
er vægast sagt þokukennd, að
svo miklu leyti sem hægt er
yfirhöfuð að tala um nokkuð
svoleiðis viðvikjandi þessum
flokkum. Innan beggja stóru
stjórnmálanna, sem lifa og
hrærast i nánum tengslum við
aðra valdaaðila þjóðfélgsins,
rikisstjórn, auðhringa, herinn,
CIA, jafnvel verkalýðssamtök.
Engu að siður hafa málin
siðustu áratugina þróast i þá átt
að frjálslyndari og róttækari
stjórnmálamenn hafa safnast i
demókrataflokkinn, en repú-
blikanaflokkurinn að sama
skapi meir og meir fengið á sig
svip hreinræktaðs ihaldsflokks.
t samræmi við það er ekki nema
eðlilegt að þeir tveir repúblik-
anar, sem stefna að þvi að verða
i kjöri fyrir flokkinn i forseta-
kosningunum á þessu ári,
Gerald forseti Ford og Ronald
Reagan fyrrverandi leikari i
kúrekamyndum, leggja báðir
áherslu á að þeir séu miklir
ihaldsmenn. Ford viröist
einkum óttast að fylgismenn
flokksins taki Reagan fram yfir
hann einmitt vegna þess, að þeir
telji Reagan meira ihald. Tii
þess benda heiftarleg ummæli
forsetans um þennan keppinaut
sinn nýverið, er hann kallaði
„lýðskurmara og laumusósial-
ista.” Það leynir sér ekki
hverra eyrum þau orð eru
ætluð.
9 demókratar
t repúblikanaflokknum er
ihaldið svo magnað að þeir
framámenn flokksins, sem
orðaðir eru við hófsemi og
frjálslyndi i stjórnmálum, menn
eins og Nelson Rockefeller
varaforseti og miljarðamær-
ingur og Charles Mathias,
öldungadeildarþingmaður frá
Marylanú, eru ekki taldir hafa
minnstu möguleika á að komast
i framboð nema þvi aðeins að
svo undarlega vildi til að annar-
hvor þeirra Fords eða Reagans
drægi sig i hlé.
1 demókrataflokknum eru hin
ýmsu pólitisku öfl miklu jafn-
sterkari, með þeim afleiðingum
að þar er sundrungin og upp-
lausnin mikiu meiri. Hvorki
meira né minna en niu demó-
kratar hafa þegar lýst þvi yfir
að þeir vilji verða þritugasti og
niundi forseti Bandarikjanna.
Einhverjir munu sjálfsagt fljót-
lega heltast úr lestinni, en aðrir
eru liklegir til að bætast við.
Frjálslyndir
demókratar
Segja má að frambjóðendur
demókrata skiptist nokkurn-
veginn i tvo hópa: annarsvegar
menn með tiltölulega frjáls-
lyndisleg og róttæk viðhorf og
hinsvegar menn, sem blanda
saman ihaldssemi og einskonar
lýðhyggju i málflutningi sinum.
Úr fyrrnefnda hópnum má
nefna þá Morris Udall, bróður
Stewarts Udall, sem þjónaði
sem innanrikisráðherra undir
Kennedy og Johnson. Hann er
sagður hafa talsverða persónu-
töfra og það gæti haft viss áhrif
á timum, þegar daufir og von-
sviknir kjósendur kynnu helst
að heillast af „nýjum and-
litum.” Annar er Birch Bayh
öldungadeildarþingmaður, af
sumum kallaður „John
Kennedy Miðvestursins”.
Kunnáttumenn um hugarástand
bandariskra kjósenda telja
hann fylgismikinn meðal
kvenna, negra, frjálslynds fólks
af yngri kynslóðunum og verka-
manna i verkalýðsfélögum.
Hubert Humphrey, vara-
forseti Johnsons, er talinn geta
komið til greina sem frambjóð-
andi af hálfu demókrata ef ekki
náist samkomulag i flokknum
um nokkurn þeirra, sem nú eru
taldir líklegastir. Annar demó-
krati, sem enn hefur ekki gefið
kost á sér, en er talinn hafa vax-
andi möguleika er Frank
Church, öldungadeildarþing-
maður frá Idaho. Hann hefur
öðlast þjóðar- og heimsfrægð
sem forkólfur þingnefnda, sem
rannsakað hafa myrkraverk
bandariskra leyniþjónustu-
stofnana og mútugreiðslur
bandariskra auðhringa
erlendis.
og fleiri álika nöfnum. Óliklegt
er taliö að Wallace hljóti út-
nefningu sem frambjóðandi
demókrata, en hann gæti samt
sem áður reynst nógu fylgis-
mikill til að ráða miklu um
hver yrði fyrir valinu. Wallace
er lamaður fyrir neðan mitti
eftir banatilræði, en ekki virðist
neitt hafa dregið af honum fyrir
það.
Henry Jackson kemur fram
sem frjálslyndur i innanlands-
málum en harðlinumaður i
utanrikismálum. Hann krefst
harðari afstöðu gagnvart Sovét-
rikunum og gagnrýnir ákaft
sáttastefnu Kissingers.
Jackson hefur haft sig meira i
frammi i kapphlaupinu um
framboðið en nokkur annar
demókrati, en möguleikar hans
eru taldir fara heldur minnk-
andi, meðal annars vegna þess
að hann þykir heldur litlaus
persónulega og þvi slæmkjós-
endabeita.
Ennþá er allt i þoku um það
hvort einhver þessara manna,
eða einhver annar, verður
kjörinn forseti Bandarikjanna i
haust. Eða eins og Brian Bain.
fréttamaður Reuters i Washing-
ton, sagði: Það eina, sem ennþá
er öruggt varðandi bandarisku
forsetakosningarnar á þessu ári
er að einhver vinnur þær.
-dþ.
Grískir kommúnistar eflast
í Plaka, gamla hverfinu við
rætur hinnar fornheigu hæöar
Akrópólis í Aþcnuborg, er klúbb-
ur sem nefndur er Limeri (At-
hvarf). Þar hanga uppi myndir af
Marx, Lenúi og Stalin, og undir
þeim sitja hópar ungra og einarð-
legra manna og syngja baráttu-
söngva skæruliöanna, sem börð-
ust gegn þjóðverjum i heims-
styrjöldinni siöari og siöan gegn
rikisstjórn þeirri, er Vesturveldin
studdu til vaida I Iandinu aö strfö-
inu loknu. Eins og vföast annars-
staðar i þeim löndum Evrópu,
sem þjóöverjar og bandamenn
þcirra hernámu, voru kommún
istar h'fiö og sálin i baráttu and-
spyrnuhreyfingarinnar i Grikk-
landi gegn hernámsveldunum.
Þegar hernámsiiö þjóöverja flýöi
landið i striðslok, komst meiri-
hluti þess á vald skæruliöahreyf-
ingarinnar undir stjórn kommún-
ista, en hernaöarihlutun breta að
skipun Churchilis hindraöi að þeir
yrðu leiöandi afliö I stjórn lands-
in, cins og cðlilegast heföi vcriö
með.tilliti til þcss, scm á undan
var gengið. Frá Sovétrikjunum
og öörum Austur-Evrópurikjum
fcngu þeir enga tcljandi hjáip,
enda höfðu þeir Stalin og Chur-
Loftmynd af Jaros fangabúðunum.
chill samiö svo um aö Grikkland
skyldi heyra til áhrifasvæöi
Vesturvcldanna og í þvi tilfelli
sem ööru sýndi Stalin aö hann
virti til hins ýtrasta samkomu-
lagið við Churchill og Roosevelt
um skiptingu Evrópu i áhrifa-
svæði milli stórveldanna. Um
siðir voru hinir kommúnisku
skæruiiðar þvi gersigraöir af her
stjórnarinnar í Aþenuborg, sem
vopnaðir voru af Bandarikjunum
og stjórnað af bandariskum hers-
höfðingjum.
Eftir ósigur skæruliðanna 1949
flýðu leiðtogar þeirra til Aust-
ur-Evrópu og i Grikklandi var
flokkurinn bannaður óslitið þang-
að til 1974, hvort sem svo var látið
heita að i landinu rikti „lýðræði”
eða grimulaust einræði. Eftir að
herforingjastjórninni var steypt
þótti ekki stætt á öðru en að leyfa
kommúnistum að starfa opinber-
lega á ný, enda hafði þeim aukist
fylgi og samúð á valdaárum her-
foringjanna. Og nú eru þeir at-
hafnasamir i grisku þjóðlifi og
þeirra gætir þar mikið.
Árangur i
kosningum
Griskir kommúnistar eru þó að
tiltölu við fólksf jölda hvergi nærri
eins fylgismiklir og þeir itölsku
eða eins vel skipulagðir og
Kommúnistaflokkur Portúgals.
Ógnir borgarastriðsins, þar sem
grið voru gefin á hvoruga hlið,
eru lika enn það skammt undan
að þjóðin er mjög klofin i afstööu
sinni til þeirra. Engu að siður er
ljóst.aðsögn fréttamanna eins og
Steven V. Roberts hjá New York
Times, að fleiri og fleiri snúast til
fylgis við kommúnista eða gerast
fúsir til samvinnu viö þá á ýms-
um sviðum þjóðlifsins. Griskir
kommúnistar tþeir skiptast i
nokkra flokka) buðu fram i sið-
ustu þingkosningum i kosninga-
bandalagi, sem nefndist Samfylk-
ingarflokkurinn. Bandalag þetta
fékk nærri tiu af hundraði
greiddra atkvæða, þrátt fyrir
harða keppni við annan vinstri-
flokk undir forustu Andreasar
Framhald á bls. 14.