Þjóðviljinn - 24.02.1976, Page 7

Þjóðviljinn - 24.02.1976, Page 7
Þriðjudagur 24. febrúar 1976 þjóDVILJINN — StÐA 7 Þegar kvikmyndirnar fást viöur- kenndar sem partur af menningu Vilgot Sjöman kvikmyndastjóri, Ann Zacharias leikkona og Harry Schein forstjóri kvikmyndastofnun- arinnar. (Ljósm AK) Svíar hafa komiö sér upp merku kerfi til efl- ingar eigin kvikmynda- gerö sem hefur haft mikil og jákvæö áhrif í þá veru að tryggja skapandi frumkvæði og sjálfstæði kvikmyndamanna and- spænis markaðslögmál- um. Þetta kerfi var eitt helsta umræðuefni á blaðamannafundi i gær sem haldinn var með þeim Harry Schein, forstjóra Sænsku kvikmyndastofnunarinnar, Vil- got Sjöman leikstjóra og Ann Zacharias leikkonu, sem hingað komu i sambandi við sænsku kvikmyndavikuna i Austurbæj- arbiói. Kerfi þessu er svo háttað, að flestar kvikmyndir sem gerðar eru af sæmilegum metnaði geta fengið styrk sem svarar til 55- 75% af framleiðslukostnaði. Styrkir til kvikmyndagerðar eru mjög margvislegir. Flest áform um myndir, sem hafa metnað til að verða annað og meira en rusl, geta fengið fyrir- framstyrk upp á ca. 35% fram- leiðslukostnaðar eftir að fjallað hefur verið um hugmyndir þess- ar i tveim nefndum. Þá mega gæðamyndir búast við auka- framlagi þegar dómnefnd fjall- ar um þær fullgerðar. Auk þess framleiðir kvikmyndastofnunin nokkrar myndir i samvinnu við sjónvarpið (þær myndir eru fyrstsýndar i kvikmyndahúsum en eftir ca. 1 1/2 ár i sjónvarpi) og nokkrar upp á eigin spýtur. Eru kvikmyndir menning? Harry Schein sagði frá þvi, að áður en Kvikmyndastofnunin varð til fyrir meira en áratug hefðu erfiðleikar kvikmynda- manna verið margfalt meiri. Rikið hefði að visu stutt óperu, leikhús og ýmsar aðrar menn- ingarstofnanir, en það hefði kostað nokkurt átak að venja stjórnmálamenn við þá hugsun, að kvikmyndin væri partur af menningunni lika en ekki barasta mjólkurkú fyrir ,,æðri” menningu. (Skemmtanaskattur af biómiðum var allhár en hann fór mestan part til annarra þarfa en kvikmyndanna). Hins- vegar hefði hann getað skirskot- að til þess, þegar hann tók að berjast fyrir kvikmyndastofnun og sjóðum sem til hennar þurfti, að sviar áttu gamla hefð i kvik- myndagerð, sem var beinlinis i hættu. Hefð, tæknikunnáttu sér- hæfðan starfskraft o.s.frv. Þetta var grundvöllur sem hægt var að standa á. Og að þvi leyti, sagði Harry Schein, voru sviar i betri stöðu en islenskir kvik- myndarar eru nú, þegar þeir eru að reyna að fá leiðréttingu sinna mála. Lúxusvandamál Harry Schein sagði að i fljótu bragði sýndist sér skynsamlegt að rikið, sjónvarp og kvik- myndahús legðu öll saman i sjóð til styrktar innlendri kvik- myndagerð. En hvernig sem það yrði, kvaðst hann geta huggað viðstadda með þvi, að þegar einhver vandamál væru leyst kæmu önnur jafnan upp. Til dæmis hefðu sviar nú ýmis vandamál við að glima, sem aðrir mundu vafalaust kalla „lúxusvandamál”. Til dæmis væri það enn óleyst mál, hvernig hægt væri að leysa vanda ákvörðunartcktar i list- um þannig, að bæði væri tekið tillit til lýðræðis og þarfa skap- andi starfs. Þá væri samband milli peninga og listræns árangurs ekki neitt sem gefið væri i eitt skipti fyrir öll, og ótt- ast hann að á döfinni væri viss kreppa i skapandi starfi, sem engir peningar gætu bætt úr. I þriðja lagi hefði það mistekist að finna nýjar leiðir til að dreifa kvikmyndum, koma þeim á framfæri. Sænskar myndir hér Á það var minnst að mjög fá- ar sænskar kvikmyndir sæjust hér. Harry Schein minnti á það, að i hverju landi hafi skapast ákveðnar hefðir i kvikmynda- neyslu sem erfitt væri að breyta. í þessu efni væri sjón- varpið sjálfstæðari aðili en kvikmyndahúsin, sem væru miklu bundnari af peningasjón- armiðum. Hann kvað hina sænsku sendinefnd hafa rætt við islenska sjónvarpsmenn og stæðu vonir til að það samtal leiddi til góðra hluta. Þegar spurt var um sölu á sænskum myndum erlendis kom það fram, að örfáar myndir, 2-4 á ári, standa undir 80-90% af erlendum tekjum sænska kvikmyndaiðnaðarins. Samt duga þær til að setja sænskan kvikmyndaiðnað i sjötta sæti i heiminum á alþjóð- legum markaði. Saga og samtið Vilgot Sjöman, sem margir þekkja fyrst og fremst af myndunum ,,Ég er forvitin”, hafði velt þvi fyri sér hvað hann myndi gera ef hann væri is- lenskur kvikmyndari, Helst hefði hann viljað fjalla um sam- timann. En liklega yrði islensk- ur kvikmyndamaður að taka mið af þvi að erlendur áhugi á Is- landi er mjög bundinn söguleg- um efnum, og þvi væri eðlilegt að leita á þau mið (islendinga- sögur o.fl.) til að bæta sinar markaðshorfur. Og þá kæmi upp vandi, sem allir þeir ættu við að glima, sem fengjust við myndir um söguleg efni? að finna tengsli, hliðstæður við eigin samtið. Þetta hefði hann sjálfur reynt i myndinni Hnefa- fylli af ástsem gerist 1909: þar er spurt um stéttaátök og tvennskonar viðbrögð við þeim — viðbrögð herskárra vinstri- sinna og umbótasinna, sem að sjálfsögðu væri mál sem væri enn á dagskrá. Tvær stefnur Sjöman sagði, að i ,,Ég er for- vitin” myndunum hefði hann reynt að „frelsa” sjálfan sig” undan fyrirframplani kvik- myndahandrits, reynt að láta filmuna tala, búa eitthvað til með leikurunum á staðnum, vinna úr uppákomum ýmiss konar. Við vissum, að það yrði mikið um pólitik og sex i mynd- inni, en ekki hvernig það yrði — og útkoman varð miklu eldfim- ari en við bjuggumst við. En i þeirri mynd sem sýnd er á sænsku kvikmyndavikunni og áðan var nefnd Hnefafvlli af ást hefði hann einmitt snúið baki við þessari aðferð, skrifað mjög nákvæmt og yfirvegað hand'rit, gefið sig á vald þeim hrolli að vera einn með hugmyndum sin- um i stað þess að stunda hið Framhald á bls. 14. Afbrýðisemi í Grindavík Leikfélagið frumsýnir annað verkefni sitt Leikfélag Grindavikur frum- sýnir gamanleikinn „Afbrýðisöm eiginkona”, eftir Gay Paxton og Edward Hoile, miðvikudaginn 25.2. önnur sýning verður föstu- dag 27. og siðustu sýningar verða svo á sunnudag. Leikstjóri er Kristján Jónsson. Leikmynd er eftir Evelin Adolfs- dóttur. Leikrit þetta er i þremur þátt- um og gerist að sumarlagi á sveitasetri i Englandi á okkar tima. Hlutverk i leikritinu og leikend- ur: Charles Pentwick, leikstjóri: Haukur Guðjónsson. Frú Pentwickí Guðveig Sigurðardóttir. Dick, sonur þeirra: Þorgeir Reynisson. Robert Bentley, leikari: Lúðvik P. Jóelsson. Fristy Willers, leikkona: Erna Jóhannsdóttir. Frú Harris, ráðskona: Ragnheiður Ragnarsdóttir. Molly, dóttir frú Harris: Jóna Ingvadóttir. Mule, fyrrv. skátaforingi: Jóhann Ólafsson. Jallop, bilstjóri: Tómas A. Tómasson. Þetta er annað verkið sem hið nýstofnaða Leikfélag Grindavik- ur tekur til sýningar. Fyrsta verkið var „Karólina snýr sér að leiklistinni” og var sýnt i haust við mikinn fögnuð áhorfenda. Sem dæmi má nefna að u.þ.b, 800 manns komu og sáu Karólinu og er það um helmingur bæjarbúa. Molly (Jóna Ingvadóttir) og lcikarinn Itobert Bentley (Lúðvik P. Jócls- son) i „Afbrýðisöm eiginkona”. Það leikrit var sýnt á hljóm- sveitarpalli i félagsheimilinu F'esti, sem er eins og gefur að skilja ekki ætlaður til leiksýninga og þar af leiðandi mjög ófullkom- inn, bæði er hann litill o.fl. Nú er þetta vandamál úr sögunni hvað viðvikur þessu nýja leikriti. Nú er ekki lengur leikið á.hljómsveitar- pallinum, heldur hefur verið tjaldað af svið á upphækkun i salnum gegnt hljómsveitarpallin- um. Við þetta fæst mjög rúmgott og þægilegt svið. Leiktjöldin sem notuð veröa eru einnig af eðli- legri stærð og er þvi hægt að nota þau á öðrum leiksviðum. Þetta gefur þvi möguleika á þvi að ferð- ast með leikritið og sýna það i ná- grannabyggðunum, en ekkert hefur verið ákveðið um þaö ennþá.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.