Þjóðviljinn - 24.02.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.02.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. febrúar 1976 [p' o □ r /°' A C. >: í(þF@ööö[p , r. FH varð íslandsmeistari — sigraði Fram 20:17 MARKVARSLA BIRGIS FÆRÐI FH TITILINN Hann var sá maðurinn sem framarar réðu ekki við — Það var markvarslan sem réð úrslitum i þess- um leik, á því leikur enginn vafi, sagði Reynir Ólafsson þjálfari FH eftir að FH hafði sigrað Fram 20:17 i siðasta leik íslandsmótsins og þar með tryggt sér íslandsmeistaratitilinn i ár. Og vissulega eru þetta orð að sönnu. Svona markvörslu, eins og Birgir Finnbogason sýndi i leiknum, sjáum við ekki oft hér á landi, og það er ekki að kasta rýrð á neinn þótt fullyrt sé að hann færði félagi sínu titilinn með þessari stórgóðu markvörslu; hann var sá maður- inn sem framarar réðu aldrei við. Vissulega hafði Birgir góða vörn fyrir framan sig, FH-vörnin hefur tekið stórstigum framförum, enda með þann fræga varnarþjálfara Reyni ólafsson, þann er skóp hina frægu „mulningsvél” Vals á sinum tíma. í sókninni stóðu þeir Geir, Viðar og Guðmundur Sveinsson fyrir sinu. Já, FH átti stórleik, sennilega sinn besta leik i vetur gegn Fram, einmitt þegar mest reið á, og slikum leik á örlagastundu nær ekkert lið nema það sem skipað er jafn reyndum mönnum sem FH. Menn hafa verið að segja að undanförnu að FH eigi ekki titil- inn skilið, önnur lið séu betri. Vissulega er það rétt að Vals- menn voru með besta liðið i fyrri umferð mótsins og duttu svo hægt og rólega niður uns þeir misstu af titlinum með tapi á móti Gróttu. FH fór hægt af stað, en fylgdi Val eins og skugginn, og á sama tima og Vals-liðið var að fara niður á við seig FH á og fór fram með hverjum leik. Um það þarf vart að deila i dag að FH er með sterk- asta liðið. Hitt er svo annað mál, og um það er hægt að vera sam- mála, að það segir nokkra sögu um stöðu handknattleiksins á Islandi i dag, að lið ekki sterkara en FH er, skuli vera toppliðið okkar. Frá leiknum við Fram er það að segja,aðFH komsti 5:libyrj- un. Meðan það var að ná þessu forskoti varði Birgir Finnbogason svo stórkostlega, að með ólikind- um er. Og einmitt þetta mikla forskot i byrjun var það bil sem Fram náði aldrei að brúa. 1 leikhléi var munurinn þrjú mörk 9:6 FH i vil. Minnstur varð hann eitt mark, 14:13, og fékk Fram þá mögul. á að jafna, en tókst ekki, og FH náði aftur að breikka bilið, komst i 16:13, og eftir það hélst þetta 2ja til 3ja marka munur uns flautan gall til merkis um leiks- lok, að staðan var 20:17 og sigur FH i mótinu þar með i höfn. Valur hlýlur silfrið og Fram bronsið. Birgir Finnbogason var maður dagsins hjá FH; já, hann var besti maður vallarins, og ég er ekki viss um að hann hafi nokkru sinni varið betur en að þessu sinni. Geir Hallsteinsson, Viðar Friðrik varð marka- kóngur Friðrik Friðriksson, Þróttl varð markakóngur 1. deildar i liandknattleik i ár. Ilann skoraöi S6 niörk. Metið á Hörður Sigmarsson Haukum, sem skoraði 128 mörk í fyrra, met sem seint eða aldrei verð- ur slegið. Hitt er svo annað mál að þetta afrek Friðriks er mjög eftirtektarvert. Hann er kornungur leikmaður og er þar að auki að leika i 1. deild i lyrsta sinni. Markhæstu menn 1. deildar urðu: Friðrik Friðriksson Þrótti 86 Pálmi Pálmason, Fram 79 Viðar Simonarson, FH 79 Páll Björgvinss., Vikingi 75 llörður Sigmarsson, llaukum 73 Björn Pétursson Gróttu 69 Geir Hallsteinsson, FH 68 Stefán llalldórss., Vikingi 63 Þórarinn Itagnarsson, FH 56 Friðrik Friðriksson Jón Karlsson, Val Viggó Sigurðsson, Vikingi Guðjón Magnússon Val Geir Hallsteinsson kominn innúr horninu og skorar eitt af 5mörkum sínum. (Ijósm. S.dór) Simonarson, Guðmundur Sveins- son og Þórarinn Ragnarsson voru bestu menn FH i sókn, en i vörn- inni þeir Guðmundur Árni, Þór- arinn og Sæmundur, og i heild var liðið mun betra en Fram-liðið og átti sigurinn fyllilega skilið. Hja Fram bar Hannes Leifsson af, en auk hans áttu Guðjón Einarsson markvörður góðan leik, þótt hann væri ekkert nálægt Birgi i FH-markinu. Pálmi var meiddur og gat litið beitt sér, og munar um minna. Mörk FH: Þórarinn 6, Geir 5, Guðmundur 4, Viðar 4, og Guðmundur Árni 1 mark. Mörk Fram: Hannes 7, Pálmi 3, Pétur 2, Andrés, Birgir, Gústaf og Magnús U mark hver. —S.dór Þetta hefur aö koma hjá jafnt og þétt í þessum leik var þaö vörnin og markvarslan sem réð úrslitum, sagði Reynir Ólafsson þjálfari FH — Þetta leit vissulega ekki vel út hjá okkur um mitt mót- ið, slysatap fyrir Ármanni I miðju móti deyfði vonir okkar um sigur, en siðan hefur þetta veriö að koma hjá okkur jafnt og þétt, og ég tel að við séum með besta liðið i dag, sagði Reynir ólafsson þjálfari FH er við ræddum við liann eftir leikinn við Fram. — Það var markvarslan og vörnin sem réð úrslitum i þessum leik. Birgir varði meistaralega, en hann hafði lika góða vörn fyrir framan sig, og þetta tvennt helst vanalega I hendur. Jú, ég játa það að ég var orðinn dálitið smeykur þegar staðan var orðin 14:13. Þeir höfðu verið að saxa á forskotið, og svo virtist sem FII væri að missa tökin á leiknum, en 15. markið létti spennunni af, og þá var ég viss um að við myndum sigra. — Hvað finnst þér um hand- knattleikinn i vetur? — Mér finnst hann hafa ver- Framhald á bls. 14. verið okkur Reynir ólafsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.