Þjóðviljinn - 24.02.1976, Qupperneq 16
WDVIUINN
Þriöjudagur 24. febrúar 1976
2 veiði-
þjófar
stýf ðir
Fréttaritari Reuter, Uli
Schmetzer, sem er um borð i
varöskipinu Tý segir frá þvi i
fréttaskeyti i gær aö stuttu eftir
hádegiö hafi varöskipin Týr og
Baldur klippt báöa togvira
tvcggja togara.
Týr stóð i fimm tima eltingar-
leik við freigátuna Scylla áður en
færi gafst á að klippa á vira tog-
arans Luneda frá Hull. Á meðan
reyndi Scylla að hindra klipp-
inguna og tveir dráttarbátar voru
i grenndinni en Týr slapp frá
þeim eftir vel heppnaða klipp-
ingu.
Þetta gerðist stuttu fyrir kl. 15.
Um kl. 14.30 slapp Baldur úr
gæslu freigátunnar Bacchante og
klippti á báða togvira togarans
Arctic Vandal 48 milur út af
Langanesi. Varðskipið Óðinn var
einnig i nágrenninu og greinir
Schmetzer frá þvi að skipið hafi
tilkynnt um itrekaðar ásiglingar-
tilraunir freigátunnar Yarmouth.
—ÞH
Engar
tillögur
komnar
fram
— sagði Einar
Ingvarsson formaður
nefndar um
skipulag og
stjórn fiskveiða
— Þaö er ekki rétt sem sagt var
frá i Alþýðubiaðinu sl. laugardag
aö þessi nefnd hafi samiö
ákveðnar tiliögur um aö banna
allar fiskveiðar hér viö land nema
á linu og handfæri yfir sumariö og
aö islendingar fái aö veiða 180
þúsund tonn á ári en útlendingar
100 þúsund tonn. Hitt er annaö
mál að þessi hugmynd hefur veriö
sett fram innan nefndarinnar en
engin ákvöröun verið tekin og
andstaöa gegn þessari hugmynd
var mikil, sagði Einar Ing-
varsson, aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra og for-
■naöur nefndar sem gera á tillög-
ur um stjórn og skipulag fisk-
veiða hér viö land, er Þjóöviljinn
spuröi hann um sannleiksgiidi
uppsláttarfréttar Alþýöublaösins
sl. laugardag.
Einar sagði ennfremur að mjög
margar hugmyndir hefðu komið
fram innan nefndarinnar, en eins
og áður segir alls engin tillaga
veriðsamin. Einar sagðist vonast
til að nefndin gæti lokið störfum
um næstu helgi.
Þjóðviljinn hefur fregnað eftir
Framhald á bls. 14.
BÚNAÐARÞING HAFIÐ
Búnaöarþing hófst i Súinasalnum á Hótel Sögu I gær. Þingfulltrúar eru
25 og er ráögert aö þingiö sitji aö störfum i 15-20 daga. Mcðal helstu
mála þess eru rafmagnsmál, lög um fjallskil og afrétti, varnir gegn of
mikiili grágæs, verslun meö varahluti I landbúnaðarvélar, aðild
kvenna að Búnaöarfélagi íslands og fæðingarorlof bændakvenna. For-
seti þingsins er Asgeir Bjarnason. A myndinni sjást þingfulltrúar aö
störfum. Halldór Pálsson, búnaöarmálastjóri, er I ræöustól.
Krafa Alþýðusambandsins:
LÖGBANNÁ
NORGLOBAL
Þetta er verkfallsbrot ríkis-
stjórnarinnar, og sjávarútvegs-
ráöherra alveg sérstaklega,
sagöi Björn Jónsson, forseti
Alþýöusambandsins um starf-
semi Norglobal hér viö land,
þegar Þjóöviljinn ræddi viö
liann klukkan 7 síðdegis i gær.
Björn Jónsson sagði, að verk-
fall hafi hafist á Reyðarfirði
aðfaranótt sunnudags s.l., en
þar hefur sildarbræðsluskipið.
Norglobal legið að undanförnu.
Við hjá Alþýðusambandinu
höfðum tilkynnt fyrir löngu að
það væri verkfallsbrot, ef Nor -
global héldi áfram loðnu-
móttöku á stöðum þar, sem
verkfall væri hafið. Þeir
hugðust haida áfram að taka við
loðnu liggjandi upp i land-
steinum á Reyðarfirði og
sögðust hafa fyrirmæli frá
Noregi um að taka á móti svo
lengi sem loðnunefnd beindi til
þeirra skipum.
Málið er hins vegar þannig
vaxið, að þar sem komið er á
verkfall á Reyðarfirði og að
sjálfsögðu einnig á Seyðisfirði
og i Reykjavik, en á þeim
stöðum eru fyrirtækin, sem hafa
skipið á leigu skráð, þá er hér
um ótvirætt verkfallsbrot að
ræða. Hér er einnig á það að
lita, að þeir erlendu menn, sem
vinna við loðnumóttöku og
loðnubræðslu um borð i Nor -
global hafa ekki einu sinni neitt
atvinnuleyfi hér á landi, þótt
þeir hafi verið að störfum innan
islenskrar fjögurra milna land-
helgi. Matthiasi Bjarnasyni,
sjávarútvegsráðherra lá svo
mikið á að veita Norglobal
leyfi á sinum tima, að þessa var
ekki gætt. Samkvæmt islensk-
um lögum, þá þarf viðkomandi
verkalýðsfélag að láta uppi álit
sitt til félagsmálaráðuneytisins
áður en atvinnuleyfi er veitt
erlendum mönnum, en eftir
þessu hefur alls ekki verið leitað
varðandi Norglobal.
1 lögum um atvinnuréttindi
útlendinga er tekið fram, að sé
þess ekki gætt, að fá umsögn
verkalýðsfélagsins, þá sé hægt
að setja lögbann á atvirtnustarf-
semi slikra manna hér á landi,
og það án þess að setja þurfi
tryggingu.
Skrifstofustjóri ASl Ólafur
Hannibalsson var sendur
austur, og fór hann ásamt for-
mönnum verkalýðsfélaganna á
Reyðarfirði og Eskifirði um
borð i skipið og ræddi við yfir-
menn þess. Engin lausn fékkst á
málinu.
Alþýðusambandið tók þvi
þann kost, að óska lögbanns
samkvæmt 3. grein laga um
atvinnuréttindi útlendinga. Var
sú krafa borin fram við sýslu-
mannsembættið á Eskifirði.
Þegar svo var komið hélt Nor -
global á brott frá Reyðarfirði,
en reiknað var með að það héldi
til Vestmannaeyja. Verði gerð
tilraun til að landa loðnu i Nor -
global þar eða annars staðar, þá
mun Alþýðusamband tslands
setja fram kröfuna um lögbann,
sagði Björn Jónsson.
Þetta skip er hér með sér-
stöku leyfi islensku rikis-
stjórnarinnar, án þess að lög-
mætra réttinda islenskra verka-
lýðsfélaga hafi verið gætt. Það
verkfallsbrot, sem hér er á
döfinni er þvi alfarið á ábyrgð
islensku rikisstjórnarinnar og
Matthiasar Bjarnasonar,
sjávarútvegsráðherra sérstak-
lega, sagði Björn.
Ennþá ekki samið
um skiptaprósentuna
.Þessi langi fundur, frá hálf
fjögur á sunnudag til klukkan hálf
niu á mánudagsmorgun, var að
þvi leyti jákvæður, aö nú eigum
við „aöeins” eftir að scmja um 12
tölur viðkomandi skiptaprósent-
unni af þeim 83 tölum, sem um
þarf að semja,” sagði Sigfinnur
Karlsson, um ganginn i dcilu sjó-
manna um launakjör sin við út-
gcrðarmenn.
Það sem nú er eftir að semja
um er skiptaprósenta á megin-
þorra flotans. Eru það hlutaskipti
á netum, linu og botnvörpu á bát-
um af stærðinni frá 51 tonni og
upp úr.
I fyrrinótt náðist samkomulag
um skipti á grálúðuveiðum,
spærlingsveiðum, rækjuveiðum
og um skipti á veiðum i reknet.
Fyrr hafði verið gengið frá ýms-
um þáttum, sem frá var skýrt i
blaðinu fyrir helgi.
Þá var nú um helgina gengið
frá skiptaprósentu á loðnuveiöi-
bátum. Er hún nokkru lægri en
hún hefur verið til þessa, en
vegna breytinga á sjóðakerfinu er
talið, að hún gefi sjómönnum
7—8% meir i sinn hlut en þeir hafa
haft tii þessa.
Framhald á bls. 14.
Prentaraverkfall í kvöld?
Miklar likur á að svo verði sagði Olafur Emilsson formaður HÍP
— Við höfum verið á fundum
meö sáttasemjara undanfariö.
Það er boðaöur fundur i kvöld
kl. 21 (mánudag), og um helgina
störfuðu tvær undirnefndir, scm
skila áliti i kvöld. Ég vil taka
fram að við erum ekki i neinu
samfloti með ASl i samn-
ingunum, þar scm viösemj-
endur okkar eru ekki i Vinnu-
veitendasa m bandinu, og ég
verð aö segja eins og er aö ég er
frekar svartsýnn á að málin
leysist fyrir kvöldið i kvöld, en
verði ekki svo kemur til verk-
falls, sagði ólafur Emilsson,
formaður Hins Isl. prentara-
félags.
— Þrátt fyrir það að FIP sé
ekki i VSl segja þeir alltaf við
okkur, að þeir verði að biða og
sjá til hvað kemur útúr heildar-
samningunum áður en þeir vilja
ræða við okkur af alvöru. Þess
vegna á ég ekki von á þvi að
neitt gerist hjá okkur fyrr en
heildarsamningar hafa tekist,
sagði Ólafur.
— Og þótt samningar takist I
dag, þá eru þessir samningar
svo flóknir að það tekur okkur,
sem ekki höfum verið með i
samningsgerðinni nokkurn tima
að skoða málið niður i kjölinn.
Annars verður haldinn
almennur félagsfundur hjá
prenturum i dag kl. 17, og hann
mun taka afstöðu til þess hvort
farið verður i verkfall i kvöld
eða ekki og þess vegna get ég i
raun ekkert ákveðið sagt um
málið. Við höfum boðað verkfall
frá og með miðnætti i kvöld og
eins og málin standa núna tel ég
meiri likur á þvi að til verkfalls
komi en ekki, sagði Ólafur
Emilsson formaður HIP aö
lokum. —S.dór
Knut Frydenlund
Frydenlund
reynir
milligöngu
Norski utanrikisráöherrann,
Knut Frydenlund, gekk i dag á
fund Joseph Luns frainkvæmda-
stjóra Nató til viðræðna við hann
um fiskveiöideilu breta og isiend-
inga. Að fundinum loknum vildi
hann ekkert segja annað en að
þeir hafi orðið sammála um að
ræða máiið aftur.
Frydenlund bauðst á föstu-
daginn til að miðla málum i fisk-
veiðideilunni en kvaðst þó helst
vilja að deilan yrði leyst fyrir til-
verknað Nató. Gerði hann
stjórnum tslands og Bretlands
viðvart um þetta.
Þá segir i fréttastofuskeytum
að fastaráð Nató hafi komið
saman til fundar i Briissel i dag til
að ræða deilu breta og islendinga
sem snertir viðkvæma bletti á
Nato-bræðralaginu.
ASÍ berst
stuðnings-
yfirlýsing
Alþýðusambandi tslands hafa
borist margar stuöningsyfirlýs-
ingar frá alþýðusamtökum
annarra landa. Þannig hafa
Alþýðusamböndin i Sviþjóð,
Noregi, Færeyjum og Austur-
Þýska alþýðulýðveldinu sent
stuðningsyfirlýsingar til ASt. Þá
hefur borist skeyti til skrifstofu
ASt frá Alþýðusamtökunum i
Portúgal og er islensk alþýða
hvött til átaka I óaráttunni við
arðrán og kapitalisma. Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja i Svi-
þjóð hefur einnig sent stuðnings-
yfiriýsingu.
Loks skal getið skeytis frá
Thomas Nielsen, forseta Alþýðu-
sambandsins i Danmörku. t
skeytinu segir að danir hafi fylgst
vel með gangi kjaramála á Is-
landi og það er harmað að ekki
skuli hafa náðst samkomulag i
deilunni. Framkvæmdastjórn
danska Alþýðusambandsins
fullvissar ASl um stuðning I
baráttu þess fyrir réttlátum lifs-
kjörum islenskrar alþýðu og þvi
er lýst yfir að danskt verkafólk sé
reiðubúið til þess að styðja
baráttu islenskrar alþýðu i sam-
vinnu við alþýðuhreyfingarnar
annars staðar á Norðurlöndúm
með fjárstuðningi.