Þjóðviljinn - 04.03.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.03.1976, Blaðsíða 4
' j• ** < i •• .1 j r.pPxf •* '4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. mars 1976. Umsjóu með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. GÆSLAN GETUR VARIÐ LANDHELGINA MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson I fyrrakvöld bárust til þjóðarinnar harla gleðileg tiðindi af styrjöld okkar við er- lenda ofbeldismenn: komin er upplausn i lið breta á hafinu fyrir austan land vegna þess að togaraskipstjórarnir sjá fram á að verndarfloti hennar hátignar ræður ekki við islensku varðskipin. Togararnir fá ekki næði til að stunda veiðiþjófnaðinn og skipstjórar þeirra eru orðnir svo gramir og taugaspenntir að við liggur að þeir hætti öllum veiðum af sjálfsdáðum og sigli heim. En til bráðabirgða hyggjast þeir dreifa sér um miðin og telja sig jafnvel öruggari þannig, heldur en vera i einum hnapp undir eftirliti og vernd allt að tiu herskipa og annarra verndar- og að- stoðarskipa. Þessi tiðindi staðfesta það að islending- um hefur tekist að ná miklum árangri við vörn landhelginnar. Þegar varðskipunum er beitt af fullri einurð, þá er hægt að tvistra bresku veiðiþjófunum og halda þeim frá veiðum að svo miklu marki, að þeir gefast fyrr eða siðar upp og flæmast burtu. Þetta reynist vera hægt þrátt fyrir það hve mikið vantar á það, að landhelgis- gæslan sé búin eins og æskilegast væri og tök ættu að vera á. Vissulega er það rétt að landhelgisgæsla okkar er þess vanbúin að heyja reglulegar sjóorustur við breska flotann. Enda var það aldrei ætlunin. Styrkur okkar felst ekki i fallbyssukjöftum og öðrum her- gögnum mannviganna. Hér er um önnur sigursæl baráttuform að ræða, og við reynumst fyllilega geta staðið herskipun- um snúning, þrátt fyrir illyrmislega siglingu þeirra, ögranir og vigdrekaat- ferli. Hér er ekki verið að gera litið úr hættúnni sem varðskipsmönnum stafar af átökunum á miðunum, heldur er verið að benda á hinn glæsilega árangur gæslunnar við rikjandi aðstæður. Þessar staðreyndir stinga mjög i stúf við þann söng sem lengi hefur verið sung- inn i ýmsum málgögnum NATO-vina, þvi þar hefur sifellt verið klifað á þvi að is- lendingar mættu sin litils eða jafnvel einskis i viðureign við herverndaða veiði- þjófa. Þess vegna væri það svo vonlitið að reyna að standa uppi i hárinu á stórveld- inu, við hlytum að þurfa að semja. Það er að visu misjafnt hve sterkt og skýrt hefur verið kveðið að orði, en tónninn hefur ver- ið þessi. í gær bregður hins vegar svo við að helstu málgögn rikisstjórnarinnar þurfa að flytja fréttir i allt öðrum stil. í Timan- um segir: ,,Annar skipstjóri sagði að ef engin breyting yrði á, væri einsýnt að breskir togaraskipstjórar yrðu að fara af Islandsmiðum”. í Morgunblaðinu er haft eftir nafngreindum forvigismanni flutn- ingaverkamanna i Hull: ,,Ég hef þá bjargföstu sannfæringu að innan 2ja mán- aða verður ísland og veiðar þar minning ein”. Gagnvart svona uppgjafartón hljótum við islendingar að fyllast stolti og sigur- vissu. Þraukum enn um hrið og breska ljónið leggur niður skottið. h. VERKALÝÐSBARÁTTAN LEIÐIR TIL YINSTRI Fyrir tæpum 5 árum tókst að hnekkja einni illvigustu afturhaldsstjórn sem nokkru sinni hefur setið hér að völdum, ,,viðreisnar”stjórninni, sem svo nefndi sig á öfugmælavisu. Þetta samstarf ihalds og krata hafði þá staðið i reynd i 12 ár, þar af rúm 11 ár bein stjórnarsamvinna. Sú sam- vinna hófst með gegndarlausum árásum á lifskjör alþýðunnar, og alla sina hundstið var stjórnin við það heygarðshornið að „gera efnahagsráðstafanir” á kostnað launafólks og bænda. Jafnframt var þetta einhver óþjóðhollasta stjórn sem is- lendingar hafa kynnst, stjórnin sem kom- in var á fremsta hlunn með að véla þjóð- ina inn i Efnahagsbandalagið 1962, stjórn- in sem stóð að álsamningnum 1966, stjórn- in sem kunni vel að meta herforingjaveisl- ur suður á Miðnesheiði. „Viðreisnin” féll af þeirri einföldu ástæðu að hún hafði ekki lengur þingstyrk, Alþýðuflokkurinn var orðinn Sjálfstæðis- flokknum of feyskin hækja. Vinstri stjórn- in tók við með hægfara umbótastefnuskrá sem þó var róttæk bæði i innanlandsmál- um og utanrikismálum, samanborið við það sem áður rikti. í samræmi við mál- efnasáttmálann voru launakjör bætt um 20% á fyrstu mánuðum stjórnarsam- starfsins og siðar enn betur. Strax og vinstri stjórnar samstarfið tók að leysast upp, versnuðu lifskjörin. Og um þverbak keyrði eftir að núverandi aftur- haldsstjórn ihalds og framsóknar tók við. Launakjör urðu jafnvel lakari en þau voru siðustu misseri „viðreisnar”. Með ný- gerðum kjarasamningum hefur aðeins tekist að rétta við, en þó mjög litið. En tryggt virðist að það takist að halda i nú- verandi horfi næsta árið. Efnislegur og rökréttur lærdómur af verkfalísátökunum og kjarasamningunum er þessi: Sam- staða verkalýðsins þarf að einangra ihald- ið og skapa aftur vinstri stjórn. Leysa þarf framsókn úr herleiðingunni. h. KLIPPT... Gylfi ofbýður Tímanum Helsta framlag Gylfa Þ. Glslasonar, varaformanns Al- þýöuflokksins, til landhelgis- deilunnar viö breta er fólgiö I þvi um þessar mundir að endur- taka i sifellu hollustueiða viö NATÓ og „varnarsamstarfiö” við Bandarikin. Og dr. Gylfi lætur sig ekki muna um að tala fyrir munn islendinga allra I þessum efnum á erlendum vett- vangi. Hann talar eins og sá sem hefur örlög þjóðarinnar I hendi sér. Að sjálfsögðu hrósar Morgun- blaðið dr. Gylfa upp I hástert, en Timanum er nóg boðið. Vegna yfirlýsinga hans á þingi Norður- landaráðs segir blaðiö: „Hvað á Gylfi Þ. Gislason við með þvi, að við förum ekki úr Atlantshafsbandalaginu? A hann við það að islendingar geti ekki undir neinum kringum- stæðum hugsað sér að ganga úr bandalaginu jafnvel þótt ein af bandalagsþjóðunum stofni til manndrápa innan lögsögu okk- ar?” „Yfirlýsing Gylfa Þ. Gisla- sonar er þvi út i hött, eins og svo margt annað, sem sá maöur lætur frá sér fara. Sterkasta vopn okkar nú er ekki yfirlýsing af þvi tagi, sem Gylfi Þ. lét sér um munn fara, heldur gagnstæð yfirlýsing I þá veru, að ofbeldi breta á Islandsmiöum geti ein- mitt leitt til þess, að islendingar hrekist úr Atlantshafsbandalag- inu.” Tölvunáð IBM Frá þvi hefur verið skýrt að útibú auöhringsins IBM á ts- landi hafi gefið Háskóla tslands fullkomna tölvusamstöðu til af- nota endurgjaldslaust næstu þrjú árin, auk peningagjafar til styrktar kennslu og rannsókn- um er tengdar eru tölvunni og reiknifræði. Háskólinn hefur átt tölvuna IBM 1620 i tiu ár og er mikil þörf fyrir endurnýjun, en nú segja tölvufróðir menn að sú tölva sem skólanum hefur verið gefin nú IBM 360/30 standist alls ekki fyllstu kröfur timans, hafi verið I notkun hér á landi um árabil, og sé illseljanleg vara. Það er sannarlega heldur litil reisn y fir þvi, ef þetta er rétt, að Háskólinn skuli ekki telja sig hafa bolmagn til þess að tölvu- væða sig samkvæmt fyllstu kröfum nútimans og leita eftir tölvukaupum á almennum markaði. Einokunaraðstaða IBM hér á landi er nú að veröa næsta fullkomin, og „gjöfin” sem vafalaust er ætlað að auka góðvilja I garð IBM á íslandi af- hjúpar einmitt þessa staðreynd. Annarskonar auðhringsnáð Liklega er Hið stóra norræna slmafélag sá auðhringur sem islendingar háfa átt nánust og lengst kynni við. Nær álla þessa öld hefur þetta fyrirtæki ein- okað sima og telexviðskipti Is- lendinga við útlönd. Simgjöld milli landa hafa vegna tækni- nýjunga lækkað gifurlega á siðasta áratug. Þróunin hér heima hefur alls ekki orðið I samræmi við það. og nú er svo komið að afnotagjöld af sæsima til Evrópu vegna talsambands við útlönd eru nær fimmfalt hærri en alþjóðagjöld, miðað við sömu vegalengd, og telexgjöld niföld. I samræmi við tillögur Landssimans hafa tveir stórnarþingmenn, og útvarps- ráðsmenn, lagt fram frumvarp á Alþingi um að hér verði reist jarðstöð, I stað þess að semja við Stóra-norræna um nýjan sæstreng, og bæta þannig við simrásum til bráðabirgða. Með jarðstöðinni, sem kosta á um'700 miljónir króna og verður um tvö ár i byggingu, opnast möguleikar til þess að brjóta á bak aftur einokun Stóra Nor- ræna, um leið og islenska sjónvarpið kæmist með ein- hverjum viðbótarkostnaði i samband við Eurovision, Nordvision og sjónvarpsgervi- hnetti. Hér er um mikið hagsmuna- mál að ræða hvað varðar sima- þjónustu við útlönd. Avinningurinn af betri sjónvarpssambandi ætti einnig að verða mikill, þótt það skipti af sjálfsögðu verulegu máli hvernig valið verður úr þvi efni, sem á boðstólnum verður með beinu sambandi við erlendar sjónvarpsstöðvar. Þar eiga við varnaðarorð Olafs Jóhanns Sigurðssonar i ræðunni, sem hann flutti, er hann tókviö bók- menntaverðlaunum Norður- landaráðs. Hann gerði að um- talsefni þá staðreynd að islensk alþýðumenning á I vök að verjast og að henni er sótt úr ýmsum áttum: „Mér verður þvi dimmt fyrir sjónum, þegar ég hugleiði nú, með hviliku offorsi sótt hefur verið að þessari menningu, sem flestir, ef ekki allir islenzkir rit- höfundar eiga mest að þakka. Fari svo fram sem horfir, mun hún varla halda velli lengi. Þaö eru stórveldin, böl jarðar, sem að henni hafa sótt hálfan fjórða áratug samfleytt. Þau hafa reyntmeð lævisum aðferðum að orméta sterkustu stoð hennar, sjálfa hina klassisku tungu. Þau hafa gert sér mikið far um að læða eða þrengja inn I vitund al- þýðu glysmenningu sinni, prangmenningu sinni, ofbeldis- dýrkun sinni og ýmsum tegund- um þessa lágmenningarhroða sem samvizkulausir dólgar þeirra framleiða til þess eins að græða fé.” Endurskoðum utan- ríkisstefnuna I athyglisverðri smágrein i Morgunblaðinu gerir dr. Jón Gislason þá gæfu Islands að um- ræðuefni aö hafa ekki orðið hjá- lenda breta I Napóleónsstriðun- um. Jafnframt lýsir hann hnignun sjóveldis breta og gerir grein fyrir þvi að hlutverk breska flotans á Norður-At- lantshafi virðist nú helst fólgið i þvi að nlðast á þeim sem minnst mega sin. Þó eigi bretar að telj- ast bandamenn islendinga. Siðan spyr dr. Jón: „Er ekki kominn timi til fyrir islendinga að endurskoða utan- rikisstefnu sina og horfast i augu við staðreyndir? A Norður-Atlantshafi tefla nú tvö stórveldi um yfirráð: Bandarik- in og Sovétrússland. Bæði gera sér þessi riki grein fyrir hve mikilvægt ísland er fyrir siglingar og hemaðaraðgerðir á þessum hafsvæðum. Auðvitað hlýtur það að vera höfuðmarkmið hverrar rikis- stjórnar að tryggja öryggi landsins. Reynslan hefur leitt i ljós, að Atlantshafsbandalagið er þess ekki megnugt. Það hrærir hvorki legg né lið, þó að ein bandalagsþjóð fari með hernað og ofbeldi á heldur annarri. Hvernig yrði þá öryggi lands og þjóðar bezt tryggt? Að min- um dómi með þvi að fá hin miklu flotaveldi á Norður-Atlantshafi til að lýsa yfir þvi, að árás á ísland yrði skoðuð sem árás á þau. Þannig gæti hvorugt risaveldanna seilzt til yfirráða á Islandi, þvi að það gæti sjálfkrafa leitt til frið- slita þeirra á milli. " ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.