Þjóðviljinn - 04.03.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.03.1976, Blaðsíða 16
wovnnNN Fimmtudagur 4. mars 1976. Engin loðnu- •X* veiði i gær t gær var engin loðnuveiði. Kom þar hvorttveggja til, að stór hluti loðnubátaflotans var að leita að áhöfn HafrUnar AR og eins hitt að mjög slæmt veður var komið á miðunum. Var búist við að það gengi niður með kvöldinu þannig að búast má við að einhverjir bátar hafi fengið afla i nótt eða með morgninum. Heildaraflinn á siðasta mið- nætti var orðinn 82 þúsund lestir. —S.dór Lánin hœkkuð I samræmi við tillögur hús- næðismálastjórnar hefur félagsmálaráðherra ákveðið að hámarksupphæð húsnæðis- málastjórnarlána skuli hækka úr 1.7 miljón króna i 2.3 miljónir. Pólitísk valdbeiting segir Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, um ákvörðun borgarstjórnar í KRON-málinu Erlendur Einarsson „Það eru mikii vonbrigði, at meirihluti borgarstjórnar skyld: ekki vilja verða við ósk Sam bandsins um að kaupfélagið i Reykjavik skyldi fá aðstöðu til at reka stórmarkað i þeirri bygg ingu, sem Sambandið er að reisa við Holtaveg. Það er min per- sónulega skoðun, að hér hafi verif beitt pólitisku valdi til þess af koma I veg fyrir aukna sam- keppni i smásöluverslun á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta brýtur al- gjörlega i bága viö þau sjónar mið, sem eru rikjandi hjá þeim, sem ráða nú meirihluta borgar- stjórnar i Reykjavik, það er aí segja, að sem mest frelsi eigi al rikja i verslun.” Þessi orð eru höfð eftir Erlendi Einarssyni, forstjóra Sambands- ins, i nýútkomnum Sambands- fréttum. Erlendur segir ennfrem- ur: ,,Það ereinnig min persónulega skoðun, að ákvörðun sem þessi Sönghátíð Karlakór Keflavikur og Karla- kórinn Þrestir i Hafnarfirði efna til óvenju fjölbreyttra tónleika, sem verða haldnir i Bæjarbiói, föstudagskvöldið 5. mars, og i Félagsbiói Keflavik, laugar- daginn 6. mars. Auk framan- greindra kóra sem syngja bæði sitt i hvoru lagi og sameiginlega munu koma fram blandaður kór. frá Hafnarfirði, tvöfaldur kvart- ett frá Keflavik og einsöngvar- arnir Inga Maria Eyjólfsdóttir, Hafnarfirði, og Haukur Þórðar- son, Keflavik, sem syngja ein- söng og tvisöng. Stjórnendur kóranna eru Gróa Hreinsdóttir og Eirikur Sig- tryggsson og undirleikarar meðal annars Agnes Löve, Gróa Hreins- dóttir og Ingvi Steinn Sig- tryggsson. Með tónleikahaldi þessu er stefnt að nýbreytni I samstarfi kóra og i tónlistarlifi Hafnar- fjarðar og Keflavik. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur Vilja ekki missa við- skipti sín við breta! Borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins visuðu frá tillögu Sigurjóns Péturssonar á síðasta borgarráðsfundi þess efnis, að Innkaupastofnun Reykjavíkur gerði ekki innkaup i Bretlandi meðan fiskveiðideilan stendur. Sigurjón tók upp tillögu for- stjóra Innkaupastofnunarinnar, Torben Fredreksen, frá fundi I stjórn stofnunarinnar, en þar hafði hún verið felld. Tillagan, eins og Sigurjón bar hana upp i boigarráðsfundi hljóðaði svo: „Borgarráð ályktar, að á meðan bretar hafa i frammi of- beldisaðgerðir gegn islending- um innan fiskveiðilandhelgi ís- lands skuli að þvi stefnt, að inn- kaup Reykjavikurborgar verði ekki gerð i Bretlandi.*’ Reis þá upp oddviti kaup- sýslumanna f borginni, Albert Guðmundsson.og bar fram svo- Sigurjón Pétursson hljóðandi frávisunartillögu: „Þarsemég álit tillögu Sigur- jóns Péturssonar vanhugsaða, og á þessu stigi er illmögulegt að gera sér grein fyrir afleiðing- um slikrar samþykktar fyrir Reykjavikurborg, legg ég til að tillögunni verði visað frá.” Varnarlið kaupsýslumanna, sem eiga hagsmuna að gæta vegna umboðslauna og verslunartekna frá heims- veldinu breska þeir Albert, Markús örn Antonsson og Magnús L. Sveinsson, greiddu frávisunartillögunni atkvæði, en gegn henni greiddu þeir Sigur- jón og Kristján Benediktssonat- kvæði. Afram fá þvi reykviskir kaup- héðnar að maka krókinn á við- skiptum sinum við breska stéttarbræður sina. —úþ Forkosningarnar i Massachusetts: Ford og Jackson MooconhncoHc or fiíilmo sigruðu Áskriftarsími 17505 Tekiö verður við nýjum áskrifendum í kvöld og næstu kvöld til kl. 10. Eitt símtal, og þú færð blaðið sent heim næsta dag. ÞJÓÐVIUINN BOSTON 3/3 — Henry Jackson öldungadeildarþingmaður I fiokki demókrata vann mikinn sigur i forkosningunum I Massa- chusetts, samkvæmt kosninga- spám sem miðaðar eru við tölur af ákveðnum kjörsvæðum. Er gert ráð fyrir að Jackson, einn átta demókrata sem bauð sig fram i forkosningunum i iðnaðar- riki þessu, fái 24% atkvæða, en þeir sem næstir honum koma, Morris Udall, þingmaður frá Ari- zona og George Wallace, rikis- stjóri i Alabama, fái hvor um sig 18%. Jimmy Carter, rikisstjóri i Georgiu, fær samkvæmt spánum 14%. Hafa möguleikar Carters til að verða i kjöri i forsetakosning- unum af hálfu demókrata þá all- mjög minnkað, en eftir for- kosningarnar i New Hampshire, þær fyrstu fyrir i hönd farandi forsetakosningar, var hann talinn sá sigurstranglegasti af demó- krötum. Búist er við að Gerald Ford for- seti vinni mikinn sigur á keppi naut sinum i hópi repúblikana, Ronald Reagan, fyrrum rikis- stjóra i Kaliforniu. Er Ford spáð 68% atkvæða i Massachusetts en Regan aðeins 29%. Stóraukast þá möguleikar Fords til að verða i kjöri við forsetakosningarnar af 1 hálfu repúblikana, en eftir for- kosningarnar i New Hampshire var hann talinn standa heldur tæpt gagnvart Reagan. — 1 for- kosningum hafa atkvæðisrétt skráðir meðlimir stjórnmála- flokkanna. Þar sem Massachusetts er fjölmennt iðnaðarrlki, þykja úrslitin þar gefa verulega visbendingu um það, hverjir verði valdir fram- bjóðendur. I gær voru forkosningar i öðru Nýja-Englandsriki, Vermont, en þær hafa minni þýðingu vegna fá- mennis þar. Þar hafa flest at- kvæði verið talin og er Ford spáð yfirburðasigri, eða um 84% at- kvæða. Af demókrötum varð þar hlutskarpastur Jimmy Carter með 45% atkvæða að likindum og honum næstur Sargent Shriver, mágur Kennedys heitins forseta, með á að giska 30%. Shriver, sem er i fr jálslyndara armi demókrata, fékk hinsvegar litið fylgi i Massachusetts. A þriðjudaginn kemur fara fram forkosningar i Flórida, þar sem Wallace varð hlutskarpastur demókrata i forkosningunum fyrir siðuStu forsetakosningar. Reuter. hefði ekki verið tekin i neinni ann- arri höfuðborg áNorðurlöndum en I Reykjavik. Ráðamenn i hinum höfuðborgunum virðast gæta þess, að samvinnufélög fái að- stöðu til þess að keppa við verslanir einkaaðila, og telja að slikt skapi bætt verslunarkjör fyrir borgarbúana. Samvinnuhreyfingin er einn stærsti vinnuveitandi hér á höfuð- borgarsvæðinu, þegar á hana er litið i heild, og hún greiðir beint og óbeint mikil. gjöld til Reykja- vikurborgar. Kaupfélagið á höfuðborgarsvæðinu telur nú hátt á fjórtánda þúsund félagsmenn. Þeir, sem ráða meirihluta i stjórn borgarinnar, virðast með þeirri ákvörðun, sem nú var tekin i borgarstjórn, sniðganga eðlilegar óskir samvinnumanna i Reykja- vik oghindra eðlilegan framgang mikils hagsmunamáls fyrir hina almennu launþega i borginni.” Ritgerða- samkeppni Sjómannadagsráð og ritnefnd Sjómannadagsblaðsins sem kem- ur út einu sinni á ári, hafa ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni um sjómannsstarfið og um Sjóminja- safnið, fyrirhugaða. Mun ráðið veita kr. 100.000.00 i verðlaun fyrir bestu ritgerð er berst, enda sé hún fullnægjandi að mati dómnefndarinnar. Þrir menn hafa verið tilnefndir i dómnefnd sem fjallar um rit- gerðirnar, en i henni eiga sæti Gils Guðmundsson, alþingis- maður, Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri og ólafur Valur Sigurðsson, stýrimaður. Sjómannadagsblaðið væntir þess að almenningur, rithöfundar og þá ekki sist sjómenn bregðist vel við og stingi niður penna og segi skoðanir sinar á þessum málum. Þá vilja aðilar sérstak- lega hvetja æsku landsins til þátttöku i ritgerðasamkeppni þessari. Nánari tilhögun er að finna i auglýsingum,og ennfremur verða gefnar upplýsingar I skrifstofu sjómannadagsráðs að Hrafnistu. BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eftirtalin hverfi Fossvog Máfahlio Kvisthaga Kaplaskjól Vinsamlega. hafið sam- band við afgreiðsluna sími 17500. Jackson — kemst hann I framboð fyrir demókrata?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.