Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. aprfl 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3 Hestarnir halda í mönnum hita Um sveiflur í aðdráttarafli, trúna á hinn Brottnumda boða fagnaðarerindið og siðalög- málið: hvernig menn skyldu hugsa og hvernig menn skyldu breyta til að verða hólpnir. Guðhræddar sálir nýta hverja tómstund til að leita hans (hins eina og sanna) i kjöllurum og á hanabjálkum, i hellum og háhýs- um (nú yfirgefnum), svo og i námum. En allt er forgefins. Jafnvel i vinnunni hafa þeir guð- hræddu tekið upp þann sið að leggja undir flatt, ýmist til hægri eða vinstri, i þeirri von að sjá Jesú bregða fyrir. Þeir gá meira að segja undir hanðlinur og diska þegar þeir matast. Ekki sakar að geta þess áð is- öldin er gengin i garð að nýju. Þýtt —hj. Verður hann aftur þarfasli þjónninn? og önnur stórmerki viö næstu aldamót Hvernig skyldi verða umhorfs hér á jörðu eftir einn aldarfjórð- ung, þ.e. um næstu aldamót? Sinnugt fólk er oft að velta slíku fyrir sér, og er óneitanlega gam- an að lesa framtiðarspár nokkr- um áratugum eftirá og gæta að þvi hvað ræst hefur og hvað ekki. En sé hugmyndaflugið glatt og ferskt, getur verið eitthvað á þvi að græða að kynnast framtiðar- spánum um leið og þær eru fram settar. Ýmsuin þykirsvo vera um aldamótahugleiðingar (fyrir árið 2000) eftir þýska rithöfundinn Kurt Vonnegut. Nokkrar glefsur fylgja hér með. Jörðin verður aftur orðin duttl- ungafullmeð aðdráttaraflið. Einn daginn er það litið og kannski næsta dag mikið. Einmitt þannig varmálum háttað um þaðbilsem Stonehenge-hofinu var komið upp i Englandi, piramidunum i Mexikó og i Egyptalandi og stein- hausunum á Páskaeyju. Þá daga þegar aðdráttaraflið er litið geta örmustu vesalmenni lyftgrettistökum. En þegar skipt- ir yfir og allt þyngist, þá bogna voldugustu brýr og hafskipin sökkva i sæ. Fuglar og flugvélar geta ekki hafið sig á loft, lyftu- strengir bresta, og kraftakarlar verða að skriða á fjórum fótum. Venjuleg handlina verður þá yfir tvö kiló á þyngd. Auðn ogtóm rikir i stórborginni New York enda allar lyftur brotn- ar i spað. Allar þær tegundir brennslu- efnis sem nú eru sóttar i jörðu verða þá uppgengnar. Mór, surt- arbrandur, kol, olia og jarðgas verða orðin álika sjaldgæf og reykelsi eða myrra. Fólk verður að sofa hjá hestum sinum til að halda á sér hita. Himinninn er orðinn gulur og það stafar af öllu þvi úðunarefni sem næsta kynslóð á undan sprautaði i hugsunarleysi úr þrýstidósum sinum. Alþýðulýðveldið Kina hefur rof- ið stjórnmálasamband við öll önnur riki og kallað heim sendi- sveitir sinar erlendis. Skýring: Utan Kina gerist hvergi neitt sem kemur okkur kinverjum við. Kinverjar rannsaka geiminn án geimskipa. Þeir vinna bug á krabbameini með eplum og kossalossum. Sumir gruna þá um að vera valdir að sveiflunum i að- dráttarafli jarðar. Það er ekkert annað! Visindamenn Vesturlanda fá ekkert annað en öfund og illsku út i kinverja úr tilraunaglösum sin- um. Samt hefur þjóðverjum tek- ist að smiða Beethoven-tölvu sem semur betri tónlist en gamla tón- skáldið. Kirkja Jesú Krisls hins brott- numda hefur náð undirtökunum i trúarlifi allra landa utan Kina. Guðsmenn hennar halda þvi fram að drottinn hafi sent son sinn nið- ur en maktir myrkranna hafa rænt syninum og haft hann á brott áður en hann fékk tækifæri til að Rnnir þú til ferðalöngunar, þá er það vitneskian um vorið erlendis sem veldur 30% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí. vycFfLLAG loftleidir /SLAISIDS Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.