Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. aprfl 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
breiðslu að gagni og sker sig úr
hjörðinni er FIB-Kulturfront.
Þetta er vinstrisinnað blað sem
fjallar um stjórnmál og menn-
ingarmál, en hefur þó tileinkað
sér framleiðsluhætti æsiblaða.
Fib-Kulturfront varð frægt utan
Sviþjóðar þegar tveir blaðamenn
þess, Peter Bratt og Jan Gi komu
af stað hinu svokallaða IB-máli.
Eftir um eins árs vinnu að sama
málinu skrifuðu þeir grein um
óþekkta upplýsingaþjónustu svia -
óg tengsl hennar við innbrot i
sendiráð arabarikja, njósnir um
sænsk vinstri félög ofl. Nýlega
var Jan Gi einnig viðriðinn
uppljóstrun um starfsemi CIA I
Sviþjóö. Þess má geta i leiðinni,
að báðir blaðamennirnir voru
dæmdir fyrir njósnir og settir i
fangelsi.
Mér gafst eitt sinn kostur á að
spyrja Jan Gi umþátttöku hans i
þessu máli og um blaðamennsku-
feril hans almennt. Þar sem
pistill þessi fjallar um vikublöð,
læt ég nægja að vitna i hann um
það siðarnefnda.
Niður með buxurnar
Tvö blöð keppa um gúnst karl-
manna sem vilja lesa um glæpi og
sjá myndir af berum stelpum,
þau heita Lektyr og Fib-Aktuellt.
Jan Gi vann i byrjun blaða-
mennskuferils sins á Fib-
Aktuellt. Þessi blöð reyna sifellt
að finna ný brögð til að skáka
keppinautinum i djarfleika og
sölugildi. Snemma á árum færði
Lektyr stúlkur sinar úr brjósta-
höldunum. Um hæl gerði Fib-
Aktuellt það sama. Siðan hefur
fatafalli miðað vel og stellingar
orðið æ grófari. Mestu munaði
þegar skapahárin komu i ljós
fyrir uþb fimm árum. „Fram-
farir” hafa einnig orðið á öðrum
sviðum: Smyglmál eru daglegt
brauð, blöðin hafa gott samband
við strokufanga á flótta (ef fang-
arnir verða blankir hringja þeir
og bjóða viðtöl). Einnig hafa kyn-
orgiur farið mjög i vöxt meðal
frægs fólks og táninga.
Samfara auknum æsileik efnis
er allt gert til aö setja lesmál og
myndir upp (Lay-out) með
flennulegum hætti. Fyrirsagnir
taka heilar siður og textinn er
þræddur inn i fagurlitaðan
myndafans.
Jan Gi sagði að fólk væri orðið
svo vant æsilegri uppsetningu les-
máls, að það tæki ekki eftir
greinum, hversu mikið fréttagildi
sem þær hefðu, nema
uppsetningin blési efnið útyfir
raunverulegt gildi þess. Hann
nefndi dæmi: grein ein um svo-
kallaðar sálfræðilegar varn-
ir Sviþjóðar (deild á vegum
varnarmála ráðuneytisins heitir:
Beredskapsnamden för psykolog-
iskt försvar) birtist i Fib-Kultur-
front. Þar kom i ljós að herinn
hafði fengið menn úr forystuliði
flestallra helstu fjölmiðla
landsins til samstarfs undir
þagnarheiti. Þetta voru auðvitað
sláandi upplýsingar um hvernig
herinn hafði tryggt sér þögn fjöl-
miðla um ýms óþægileg mál er
vörðuðu opinberan áróður á
striðs- og friðartimum. Jan Gi
sagði að sér og samstarfs-
mönnum sinum hafi þótt greinin
svo stórkostleg! að ekki þyrfti að
slá henni upp, heldur einungis
setja hófsamlegar fyrirsagnir og
litlar myndir. Þetta reyndist
rangt. Hvergi var skrifaður
stafur um málið og sjónvarp, og
útvarp þögðu. Ritstjórn Fib-
Kulturfronthafði svo þetta til við-
miðunar þegar gagnasöfnun i IB-
málinu var lokið. Jan Gi lýsti þvi,
ekki án sjálfsháðs, hvernig reynt
var að finna verstu myndir af
sakleysislegum mönnum, mynd-
irnar gerðar grafiskar og grófar
osfrv. Allt til að magna áhrifin.
Ekki var heldur að árangri að
spyrja: Um hann var getið hér að
framan.
Þá tækni i skrifum og upp-
setningu sem þróast hefur i kapp-
hlaupi um sölugildi er hægt að
nota til að koma meiningu sinni á
framfæri, og það gildir ekki bara
um blaðamennsku. Enn virðist
þó, sem sætt svefngengisgutl um
loftkastala og hindurvitni sé
almenningi kærust lesning. Á
meðan svo er verða ætið menn
sem taka að sér að matbúa graut-
inn i fólk gegn þægilegri þóknun.
Rannsókn á
glæpum
Chilestjórnar
Helsinki. Fjórða fundi alþjóð-
legu nefndarinnar til aö rannsaka
glæpi herforingjastjórnarinnar i
Chile er lokið i Helsinki. í tvo
daga hafa kunnir lögfræðingar og
visindamenn, leiðtogar almenn-
ingssamtaka, stjórnmálamenn og
prestar hlýtt á framburð vitna,
sem eru nýkomin frá Chile. Meðal
þeirra voru i fyrsta sinn foringjar
úr chileanska hernum, sem her-
foringjarnir höfðu dregið fyrir
rétt og dæmt til mislangrar
fangelsisvistar en siðan höfðu flú-
ið úr landi til þess að komast hjá
að verða samsekir um glæpi her-
foringjanna. Liðsforingjarnir
vitnuðu um grimmilegt ofbeldi,
sem þeir höfðu verið beittir, um
pyndingar og barsmiðar og um
glæpsamleg verk, sem herfor-
ingjarnir vildu fá þá til að vinna.
Nokkrir liðsforingjar voru dæmd-
ir til dauða, og aðeins vegna
þrýstings frá almenningsálitinu i
heiminum var dauðarefsingunni
breytt i lifstiðarfangelsi og siðar
brottvisun úr landi.
Prófessor Hans-Joran Frank,
aðalritari alþjóðlegu rannsóknar-
nefndarinnar og kunnur sænskur
lögfræðingur, sem var nýkominn
frá Chile, bar vitni á fundinum.
Sagði hann frá efnahagsringul-
reiðinni i landinu og að 20—25%
vinnufærra manna i landinu væru
að meðaltali atvinnulausir, þótt
opinberar tölur herforingja-
stjórnarinnar segðu aöeins 7%.
Mikla athygli vakti frásögn
próf. Frank af fundi hans og Luis
Corvalan, aðalritara
Kommúnistaflokks Chile, sem
situr i fangelsi. Sagði próf. Frank,
að Corvalan og aðrir leiðtogar
þjóðlegu einingarsamtakanna
væru staðráðnir i að snúa sýndar-
réttarhöldunum, sem verið er að .
undirbúa gegn þeim, upp i ákæru
á hendur herforingjunum sjálf-
um.
Rannsóknarnefndin samþykkti
lokaályktun á fundi sinum,
byggða á framburði sjónarvotta.
Segir þar, að þrátt fyrir opin-
berar yfirlýsingar herforingja-
stjórnarinnar um að „frelsi hafi
verið aukið” riki ógnaröld i land-
inu. t einstökum hlutum álykt-
unarinnar eru glæpir herforingja-
stjórnarinnar ” skilgreindir i
smáatriðum — gerræðislegar
handtökur, ólögleg fangavist,
grimmdarleg meðferð á föng-
um, pyndingar o.fl. glæpir.
t kaflanum um væntanleg
réttarhöld yfir Luis Corvalan og
öðrumx leiðtogum þjóölegu ein-
ingarsamtakanna fullyrðir
nefndin, að herforingjarnir viti
vel, að réttarhöldin muni vekja
almenna reiði um heim allan en
engu að siður sé mikil hætta á að
þau verði haldin. Þess vegna
krefst alþjóðanefndin þess að öll-
um pólitiskum föngum i Chile
verði tafarlaust sleppt úr haldi án
skilyrða og undantekninga.
Niðurstöður nefndarinnar hafa
aldrei verið vefengdar, þar sem
þær eru byggðar á gnægð stað-
reynda. Þessar niðurstöður eru
sérstaklega áhrifamiklar nú, þar
sem þær hafa verið staðfestar af
sjálfstæðum rannsóknum mann-
réttindanefndar SÞ á glæpum
herforingjastjórnarinnar. Vitnin,
sem komu fram á fundi rann-
sóknarnefndarinnar nú, höfnuðu
öllum tilraunum herforingjanna
til þess að draga niðurstöður
mannréttindanefndar SÞ i efa.
(Skv. frásögn G. Boroviks)
Hvar eru fuglar...?
Auglýsing
Norræna fjárfestingarbankans
um stöðu aðalbankastjóra
(Nordiska Investeringsbanken,
NIB)
Hinn 4. desember 1975 undirrituöu rikisstjórnir Norður-
landanna samning um stofnun Norræna fjár-
festingarbankans (Nordiska investeringsbanken, NIB).
Að þvi tilskildu, að stofnsamningurinn hljóti fullgildingu
löggjafarþinga Norðurlandanna, er þess vænst, aö hann
öðlist gildi sumarið 1976.
Norræni fjárfestingarbankinn mun veita lán og ábyrgðir
með venjulegum bankakjörum og I samræmi við þjóð-
hagsmarkmið til framkvæmda og útflutnings, sem þjónar
sameiginlegum hagsmunum Norðurlanda. Stofnfé bank-
ans skal vera 400 miljónir sérstakra dráttarrettinda
(SDR) eða um 80 miljarðar isl. króna. Lánog ábyrgðir
bankans mega nema allt aö 2,5 faldri stofnfjárhæðinni.
Bankinn mun afla sér lánsfjár bæði á Norðurlöndum og
utan þeirra.Norræni fjárfestingarbankinn mun hafa sam-
vinnu við stjórnvöld aðildarrikjanna og við aðrar lána-
stofnanir. Bankinn skal starfa undir stjórn, sem skipuð er
af aðildarrikjunum. Aðsetur bankans verður i Helsing-
fors.
A þeim grundvelli, sem að ofan er lýst um stofnun bank-
ans, er hér með auglýst laus til umsóknar staða aðal-
bankastjóra hans. Verkefni aðalbankastjórans verður að
koma starfsemi bankans á fót og stjórna henni i samræmi
við þá stefnu, sem bankastjórnin markar. Leitað er eftir
hæfum umsækjendum til þessa starfs.
Upphaflegur ráðningartimi er fimm ár, sem siðar má
framlengja. Um ráðningarkjör verður samið beint milli
hlutaðeigandi umsækjenda og bankastjórnarinnar. Aðal-
bankastjórinn skal eftir nánara samkomulagi við banka-
stjórn, hefja störf svo fljótt sem auðið er eftir gildistöku
stofnsamnings bankans.
Nánari upplýsingar um Norræna fjárfestingarbankann er
að finna i lagafrumvarpi þvi, sem rikisstjórnin hefur nú
lagt fram á Alþingi um heimild til fullgildingar á stofn-
samningi Norræna fjárfestingarbankans. Upplýsinga má
jafnframt leita hjá Þórhalli Asgeirssyni, ráðuneytis-
stjóra, Viðskiptaráðuneytinu, Reykjavik, og Jóni Sigurðs-
syni hagrannsóknastjóra, Þjóðhagsstofnun, Reykjavik.
Skriflegar umsóknir, sem farið verður með sem trúnaðar-
mál, skulu hafa borist formanni undirbúningsneíndar
bankans i siðasta lagi 30. april 1976. Umsóknir skal senda
til:
Bankdirektör Pentti Uusivirta,
Organisationskommittén för
Nordiska investeringsbanken,
P.O. box 269,
00171 Helsingfors 17.
Aðstoðarmaður á
rannsóknarstofu
Laghentur aðstoðarmaður, karl eða
kona, óskast á rannsóknarstofu Orku
stofnunar i Keldnaholti. Skriflegar um-
sóknir með upplýsingum um aldur og fyrri
störf sendist Orkustofnun, Laugaveg 116,
fyrkr 15. april.
Orkustofnun
^m^^mmmmmmmm^mmmmmm^^m^^^im^^mmmm^
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá
kl. 10—12 og 14—18 föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð.
—
Félag háskóla-
menntaðra kennara
Fundur um samningsréttarmálið verður
haldinn i Norræna húsinu þriðjudaginn 6.
april kl. 17.
Stjórnin