Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 17
SHnnudagur 4. apríl 1976. ÞJÖDVILJINN — SIÐA 17 HÁRVÖXTUR OG SKALLI Til eru félagsfræöingar sem halda þvi fram, að þýðing fata hafi minnkað fyrir samtímann, en hár- ið hafi þeim mun meiri þýðingu. Svo mikið er víst, að heimilislæknar viða um lönd eru ekki um annað meir spurðir en hár og hárlos og hvernig megi koma í veg fyrir það. i nýlegu hefti af Stern svarar rlr. Erich Ludwig nokkrum spurningum um hárlos hjá kon- um og körlum og er viðtal þetta endursagt hér á eftir. Hárlos er ekki sjúkdómur iieldur merki um vissar truflan- ir i likamanum. Vilji menn losna við þessi merki verður að útrvma orsökum þeirra. Það er hægt i sumum tilfellum, en öðr- um ekki. Skalli og náttúra Hafi karlar meðfædda hneigð til skalla, þá er i reynd ekkert við hárlosi hjá þeim að gera. Vegna þess að eðlilegt magn af karlhormóninum Testosteron i likama þeirra þýðir um leið, að þeir missa hárið. Fræðilega séð er hægt að stöðva skallamyndun með hormónalyfjum — og þar með eyða áhrifum testosterons. En afleiðingarnar eru verri en nokkur skalli: karlmaðurinn missir náttúruna, hann verður „efnalræðilegur” geldingur. Skallamyndun þýðir þar með alls ekki að maðurinn hafi litla náttúru til kvenna, heldur þvert a móti, að það er allt i lagi með hann. Guðsgeldingar eru aftur á mótj alltaf vel hærðir. Rangar pillur Að þvi er konur varðar, þá getur verið að getnaðarvarnar- pillur valdi hárlosi. A.m.k. ef þær taka „rangar” pillur, sem mynda i likamanum efni sem svipar til karlhormóna. Yfirleitt eru hormónaturflanir algeng- asta orsök hárloss hjá konum. Margar aðrar ástæður eru fyrir hárlosi — sjúkdómar, slys, ákveðin lyf. En hér er yfirleitt um að ræða bráðabirgðafyrir- bæri, sem ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af. Fæöi, burstar, þvottur Það er misskilningur að fæði manna hafi áhrif á hárvöxt. Að minnsta kosti á okkar menn- ingarsvæði Jafnvel mjög einfalt fæði tryggir likamanum öll þau efni í nægilegu magni, sem lík- aminn þarf til að halda við hár- vexti. Það er heldur ekki rétt, að vitaminskortur hafi örvandi á- hrif á hárlos. Það er ástæða til að vara viö slæmum hárburstum, sem tæta hárið og brjóta vegna þess hve harðir þeir eru. Ekki á að nota aðra bursta en þá sem eru úr náttúrulegum efnum. Sá orð- rómur sem segir, að mönnum muni vel farnast að ofan, ef þeir bursti hár sitt með hundraö strokum á dag, hefur ekki við rök að styðjast. En það er ástæða til að vara við þvi, að þurrka hár við of niikinn hita, að hlaupa um i heitu sólskini á sólarströndum án höfuðbúnaðar. Einnig verður að fara að með mikilli gát þegar hár er liðað eða litað. Það er útbreidd trú, að hár vaxi hraðar ef það er klippt oft. Það er ekki rétt — hárið vex um ca. einn sm. á mánuði, hvort sem það er klippt eða ekki. Það er heldur ekki rétt að hár verði þvi fyrr feitt þeim mun oftar sem það er þvegið. Það er ágætt að þvo hárið alloft, en kannski ekki á hverjum degi — menn skulu ekki gleyma þvi að litulagið sem myndast á hárinu hef'ur m .a. viss verndandi áhrif. HJATRU OG STAÐREYNDIR Forngrisk karlmennska f hára- fari Þessi hárgreiðsla var i tisku i Itóm <>g var kiilluð Titusarhöf- llð, Svimandi liá rokokkohár- greiðsla í upphafi 19. aldar er parrukið horfið Kakarar urðu atvinnulausir á blomaskeiði hippanna. i dag getur allt gerst. Tappatogaratiskan seint á 19. öld Guöinn briljantin um 1920 liin lokkaprúðu striðsár Margir stældu Clark karlinn Gable Þegar snjóar í Moskvu Þegar snjóar í Moskvu, og það er bæði oft og mikið, birtast snjóplógarnir á göt- unum. íbúar borgarinnar, sem eru sjö og hálf miljón, þurfa að komast i vinnu, i skóla og annað sem dagleg störf krefjast. Snjómoksturinn er mjög umfangsmikið starf. Venjulega fellur hálfur annar metri af snjó til jarðar i borginni yfir veturinn, og ryðja þarf meira en 3500 km af götum. Þegar veturinn er liðinn hefur meira en 1000 miljónum rðmmetra af snjó verið ekið i fljótin, Moskvu og Jausa, sem bæði falla i gegnum borgina. Sér- stök stofnun er ábyrg fyrir snjó- ruðningi af götum og torgum i miðborginni. 1 öðrum borgar- hlutum eru það viðkomandi yfir- völd. sem eiga að sjá um snjó- ruðninga. Abyrgð þeirra tekur einnig til þess að f jarlægja snjó af 50 þúsund húsþökum. Snjó- ruðningaþjónustan hefur yfir að ráða 4000 snjóplógum auk 2500 flutningabila, sem eru til reiðu til þessara starfa. (APN) Ódýr aðferð til að vinna vetni úr vatni Tvö fyrirtæki i Kaliforniu hafa tilkynnt, að þau hafi borgað samtals eina miljón dallara til uppfinningamanns sem hefur leyst þann vanda að vinna vetni úr vatni án mikils tilkostnaðar. Uppfinningamaðurinn heitir Sam Leach og er sagður hafa unnið sér til alls sextiu einkaleyfa sem viða eru notuð. Uppfinning þessi kann að sæta miklum tiðindum þvi að vetni er mesta orkulind sem til er og sú eina sem jafnan endurnýjar sig. Allt vatn er vetni að tveimþriðju. En til þessa hefur engin aðferð til að vinna vetni úr vatni borgað sig, af þvi að við vinnsluna tapáðist meiri orka en vannst. Leiðar venjur Úr grein eftir menntamála- ráðherra Tansaniu i biaðinu Daily News i Dar Es-Salaam: ,,St jórnin gefur drykkju- mönnum. sem um leið eru kennarar. þriggja mánaða frest til að hætta þessari venju sinni eða segja upp. Þeir sem það ekki gera vera reknir. Sömu örlög biða þeirra sem gera skólastúlkur óléttar eða stela skólagjöldum. AF ERLENDUM BÓKAMARKAÐI Humboldt's Gift A Novel by Saul Bcllow. An Alison Prcss Book —Seckcr & Warburg 1975. Saul Bellow er af rússneskum gyðingaættum, foreldrar hans fluttu til Bandarikjanna nokkrum árum áður en hann fæddist, en hann er fæddur 1915. Hann ólst upp i Chicago og sú borg er bak- grunnur skáldsagna hans all- flestra, þar á meðal þessarar skáldsögu. Bellow er meðal þeirra höfunda bandariskra sem hófu feril sinn upp úr siðustu heimsstyrjöld og má hann teljast þeirra merkastur. Viðfangsefni hans er staða mannsins, staða Bellows i samfélaginu, heiminum og allt upp i alheiminum, mótun umhverfis á einstaklinginn og svar hans við þeirri mótun. Bell- ow er þeirrar skoðunar að ein- staklingurinn geti mótað um- hverfi sitt i þá veru sem hann kýs sjálfur, notið þeirra efnislegu og andlegu gæða sem hann kýs sér, valið og hafnað. Aðalpersóna þessarar sögu er Chariie Citrine, rithöfundur i miklum vandræðum og milli kvenna og milli vita, plokkaður af lögfræðingum fyrr- verandi eiginkonu og ásóttur af kátlegum glæpamönnum og kyn- legu hyski þeirra. Hann verður einnig fyrir barðinu á æskugoði sinu skáldinu Humbolt, sem er niðurkoðnaður um það leyti, sem sagan hefst. Umhverfi sögunnar er auðugt af marg- vislegum tilbreytingum, sem peningar geta keypt og andlegt lif aðalpersónunnar er samtíningur úr hinum og öðrum tiskufyrir- bærum samtimans,. Höfundurinn þeytist um þessa andlegu heima. ræðir kenningar og sér i óheftum kapitalisma tækifæri til nýsköp- unar andlegs lifs. Atburðarrásin er hröð en heimspekilegar hug- leiðingar höfundar oft full lang- dregnar, og eins og þær séu mið- aðar við þekkingarstig amerikana, sem hefur ofurlitið meira til brunns að bera en venjulegt gripsvit. Þrátt fyrir þetta er bókin skemmtileg aflestrar, personurnar kátlegar. einkum glæpamennirnir og einnig margir þeir sem ganga ekki þann veg, heldur götuna meðfram. svo sem lögfræðingar og braskarar. Bókin er þess virði að vera lesin. umhverfið er fjölbreytilegt þótt andlegar hræringar þess séu fremur af readers digest teg- undinni. Bókinni lýkur með endurjörðun Humbolts skalds og hvarfi aðalpersónunnar inn i guð- speki Rudolfs Steiners.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.