Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. aprd 1976. »>JÖÐV1LJINN — SÍÐA 9 Nóttum tók aö nötra jörö noröur í hverfi Keldu Bígerö brölt haföi lengi TEXTI UM BÍGERÐIR OG SVOLEIÐIS Eftir Símon Pétur, textahönnuö Karlveldi réöi ríkjum rætiö og illskuflátt Andskotinn hannaði eldgos austan við Mývatnssveit ungmey þár út um glugga allra fyrst þetta leit norðaust frá Námaskarði nánar tiltekið þar sem svæluna úr Leirhnjúk lagði langt út á heiðarnar. Ekki var um að villast álitu fræðimenn náttúruhamfarir næðu að negla oss fasta enn. Eldvirkni geysti gusum gjóska um loftin fló ótti og angistarvottur á bak við hálsmál smó. Japlaði jöxlum hvössum jaðrvarminn ofurknár þótt bigerð brölt hefði lengi bjóst enginn við i ár stórfréttum styr og eldi stjórnarvöld hrukku við ætluðu ógnir þessar orsaka launaskrið Til þess eru Viti að varast og að vera ekki að fikta neitt i þvi sem menn þekkja ekki þar getur orðið heitt jarðskorpu járnum særðu ég mundi segja það að þeir sem kröfluðu i Kröflu komu öllu þessu af stað. Þjóta tók þungt i tálknum þjóðar með lærdómsspekt það er að minu mati mikið eðlilegt. Veðurguðirnir veltu vöngunum hikandi þeir voru þægir greyin i þessu tilviki. Brugðust við betra fæti brjóstum svall framfúst geð — og einstöku ókvænt kona álpaðist þarna með — þar fóru þrýstihópar þjóðfélagsráðgjafar doktorar drjúgumspakir og dreifbýlisforstjórar. Allir ætluðu að skoða eldvirknis vinnslurás fjölmiðlar fréttasoltnir flykktust i þessa krás eftirvæntingar ymur umlaði i sálinni og svo var ekki annað að sjá þar en sviðsetta leirvirkni. Þjóðlegt millispil Nóttum tók að nötra jörð norður i hverfi Keldu skulfu lönd og brustu bönd en botngjarðirnar héldu. Lærdómur sögunnar Svo hermir historia að hérna i forðum tið risu upp i Rómaveldi raðhús við eldfjalls hlið. Pompeii prúður staður af piltum svo nefndur var þar var þéttbýliskjarni og þjónustumiðstöðvar. Út um torg og trissur trjáraðir skyggðu leið vagnar og kostbærar kerrur keyrðu um strætin breið þar skunduðu skýjahórur skreyttar sem jólatré það voru fæstar þeirra i þjóðfélagssamhenge. Kynfræðsla af skornum skammti skóp fólki ringlað geð götóttar getnaðarvarnir gerðu það i og með. Fóstureyðingarfrumvarp fékkst ekki samþykkt þar höggnar i hákarlabeitu holdmiklar kellingar. Karlveldið réði rikjum rætið og illskuflátt með kúgun og kvalalosta kvenfólkið lék það grátt það mátti skúra og skrapa og skeina barnakór Það er þvi ekki að undra að þetta fór sem fór. Hófst upp með heljarprumpi hnúkurinn Vesúvi brestum og dimmu dumpi dró hátt upp mökkvaský svo gerði mikla mósku minnistætt er það slys kaffærðist klárt i gjósku kjarni sá þéttbýlis. Þjóðlegt millispil no 2 Mælir hjarta af hreinskilni hugur tunga rómur: Skömm er að þinum skapnaði skýjahórudómur. Bæn (opið Ijóð) Sjáðu nú um að sárin foldar grói og sólin megi aftur skina á nes og ekki meira i Reykjavik nú snjói þvi borgin getur ekki hlegið á meðan ójes Voldug hönd þin sópi burtu örlaganna sprautustungum likt of fljúgi Fokker yfir fjallaskörð með dynkjum þungum sem bergmála i hjörtum ungum. Þyrmdu þéttbýliskjörnum þú hérna Drottinn minnj Amen. (Simon Pétur textahönnuöur.) Til þess eru Víti aö varast og vera ekki aö fikta neitt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.