Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. apríl 1976.
RAGNAR ARNALDS:
Al þýöu ba nda lagsi ns
i dag eru rétt 20 ár liðin,
síðan Alþýðubandalagið
var stofnað sem kosninga-
flokkur með afar lauslegu
skipulagi. Hér er ekki ætl-
unin að rekja sögu Alþýðu-
bandalagsins í tvo áratugi,
enda er ýtarlegt stað-
reyndatal um þessa sögu
að finna í formála, sem ég
ritaði að stefnuskrá
flokksins og kom út á sl.
ári. Þar er vikið að því í fá-
um orðum, hver var að-
dragandinn að stofnun Al-
þýðubandalagsins, en hann
var að sjálfsögðu marg-
þættur, þótt hann ein-
kenndist einkum af bar-
áttu verkalýðshreyfingar-
innar gegn atvinnuleysi og
versnandi lífskjörum, á-
tökum við ihaldsoflin inn-
an hennar og vaxandi sam-
stöðu gegn viðleitni banda-
ríkjamanna til að skapa
sér varanlega hernaðarað-
stöðu í landinu.
Frá árinu 1950—1956 var sam-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins við völd.
Hörð átök urðu i Alþýðuflokknum
milli fylkingar vinstri og hægri
manna, og á flokksþingi 1952 náði
vinstri armurinn yfirhöndinni
undir forystu Hannibals
Valdimarssonar, sem þá var
kjörinn formaður flokksins.
Þremur árum áður hafði bróðir
hans, Finnbogi Rútur Valdimars-
son, fyrrum ritstjóri Alþýðu-
blaðsins verið kjörinn á þing á
vegum Sósialistaflokksins.
Hannibal féll við formannskjör i
Alþýðuflokknum 1954. Hann og
stuðningmenn hans tóku þá upp
samstarf við Sósialistaflokkinn i
verkalýðshreyfingunni, og á Al-
þýðusambandsþingi 22. nóv. 1954
náðu sósialistar og vinstri menn
úr Alþýðuflokknum meiri hluta
með knöppum atkvæðamun,
Hannibal var kosinn forseti sam-
bandsins með 175:146 atkv., Eð-
varð Sigurðsson varaforseti með
161:159 atkv. og aðrir stjórnar-
menn náðu kjöri með fárra at-
kvæða mun. Málfundafélag jafn-
aðarmanna var stofnað á árinu
1954 og formaður þess frá upphafi
var Aifreð Gislason læknir.
Alþýðubandalagið hafði ekki
yfirlýsta sósialiska stefnu i önd-
verðu. 1 stefnuyfirlýsingu var
bandaiaginu lýst sem samtökum
..allra þeirra vinstri manna, sem
saman vilja standa um yfirlýs-
ingu Alþýðusambands íslands,”
en bandalagið var myndað i sam-
ræmi við yfirlýsingu sambands-
stjórnar ASÍ 13. mars 1956 um
stofnun slikra samtaka.
Hannibal var kosinn formaður
flokksins og Einar Olgeirsson
Frá stofnþinginu haustið 1968.
Flokkurinn stofnaður 1968
varaformaður, en jafnframt varð
Einar formaður þingflokksins. 1
þessum kosningum fékk hinn nýi
flokkur meira fylgi en Sósialista-
flokkurinn hafði fengið 1953 og
einum þingmanni fleira eða 8
þingsæti. Auk þeirra, sem áður
hafa verið nefndir, skipuðu þessir
menn fyrsta þingflokk Alþýðu-
bandalagsins: Lúðvik Jósefsson,
Gunnar Jóhannsson, Karl Guð-
jónsson og Björn Jónsson.
Tvö ólík tímabil
Saga Alþýðubandalagsins
skiptist á skýran hátt i 2 aðgreind
timabil. Annars vegar er tima-
skeiðið frá 1956, þegar flokkurinn
starfaði aðallega sem bandalag
sjálfstæðra aðila, Sósialista-
flokksins og Málfundafélagsins,
en árið 1968 urðu þáttaskil, er Al-
þýðubandalaginu var breytt i
formlegan sósialiskan stjórn-
málaflokk.
Siðan eru senn liðin 8 ár, og nú
þegar litið er til baka, leynir sér
ekki að þessi tvö tfmabil eru harla
óiik. Fyrra timabilið frá
1956—1968 var saga endurtekinna
ósigra og mikilla vonbrigða, enda
fór þá álitlegur hluti af starfi Al-
þýðubandalagsmanna i innbyrðis
átök. Siðara timabiliö, seinustu 8
árin, er hins vegar saga endur-
tekinna sigra og stöðugrar sókn-
ar.
Eins og nánar er rakið i for-
mála að stefnuskránni var það
timanna tákn, að hlutfallstala Al-
þýðubandalagsins i Reykjavik fór
jafnt og þétt lækkandi kosningar
eftir kosningar i heilan áratug frá
1956 til 1966. Þá hefst skipulags-
breytingin með stofnun félagsins i
Reykjavik, sem leiddi til sigurs i
bæjarstjórnarkosningunum þá
um vorið. Umskiptin stóðu að
visu stutt að sinni, enda fóru þá
miklir klofningstimar I hönd, en
eftir endurskipulagningu hreyf-
ingarinnar haustið 1968 er það
staðreynd, að flokkurinn hefur
verið i stöðugri sókn.
Hver er skýringin?
Hver er þá skýringin á breyttu
gengi Alþýðubandalagsins, sem
snerist til hins betra i kjölfar
klofnings. Munurinn á þessum
tveimur timabilum i sögu Al-
þýðubandalagsins er vafalaust
sá, að á þvi siðara er flokkurinn
miklu samstæðari og heilsteypt-
ari en áður var og hefur skýrari
og skarpari sósialiska stefnu.
Skipulag Alþýðubandalagsins
gamla var lengstum mjög frum-
stætt og verst var skipulagið i
stærsta kjördæmi landsins,
Reykjavik. Aðilar bandalagsins,
Sósiaiistaflokkurinn og Mál-
fundafélagið, stóðu i skugga þess,
enda hvergi opinberir aðilar að
stjórnmálabaráttunni og hlutu
þvi að einangrast frá fjöldanum,
en samtökin, sem stóðu i sviðs-
ljósinu, Alþýðubandalagið, höfðu
ekki félag i Reykjavik fyrr en
1966. Þetta gat ekki staðist til
lengdar, og þróunin hlaut að leiða
til bess. að Alþýðubandalags-
menn mynduðu einn samstæðan
flokk, en upphaflegir aðilar
bandalagsins hyrfu úr sögunni.
Staðreyndin er að visu sú, að
sums staðar hefur tekist að við-
halda þviliku bandalagi sjálf-
stæðra aðila og er Breski verka-
mannaflokkurinn frægasta dæm-
ið þar um. Sá flokkur var vafa-
laust ýmsum forystumönnum Al-
þýðubandalagsihs fyrirmynd
hvað skipulag snertir fyrstu árin,
og menn vonuðust til, að fleiri
samtök gengju inn i þetta sam-
fylkingarbandalag sem sjálfstæð-
ir aðilarEn það var ekki raunhæft
þegar fra leið. Sósialistaflokkur-
inn bar höfuð og herðar yfir sam-
starfsaðila sina, og Málfundafé-
lagið var of litið til að geta lifað
sjálfstæðu pólitisku lífi. En þetta
flókna skipulag varð öllu starfi
framt hefur auðveldað Alþýðu-
bandalagsmönnum að gera betri
grein en áður fyrir leið Islands til
sósialismans.
Gamla Alþýðubandalagið hafði
sögulegu hlutverki að gegna.
Stofnun þess og þróun auðveldaði
sósialiskri hreyfingu á Islandi að
endurskipuleggja starf sitt og
laga sig að breyttum aðstæðum,
en fúslega skal viðurkennt, að
þessi þróun tók allt of langan
tima.
Nútíð — framtíð
Þrátt fyrir aukna velgengni á
seinustu árum fer þvi þó fjarri, að
skipulag Alþýðubandalagsins og
flokksstarf geti talist nógu gott.
Enn sem oftáður er viðfangfeefnið
að virkja stuðningsmenn sósial-
iskrar hreyfingar innan flokks
sem utan til árangursrikra
starfa, og á þvi er allur gangur,
hvernig til tekst. Það er talsvert
unnið að þvi um þessar mundir i
ýmsum stofnunum flokksins bæði
nefndum og stjórnum, að ræða og
móta stefnu flokksins i ýmsum
málum. En starf félagsdeildanna
er allt of fátæklegt og einhæft.
Bygging Þjóðviljahússins við
Siðumúla með fjárhagslegum
fórnum og stuðningi hundruða al-
þýðubandalagsmanna um land
allt er einn merkasti áfanginn i
þróun þessarar hreyfingar nú
seinustu árin.
Brýnasta verkefni okkar al-
þýðubandalagsmanna nú á næst-
unni verður að efla flokksstarfið:
Viðast hvar eru möguleikar á aö
fjölga flokksmönnum og koma
upp fjöibreyttari starfsemi.
A stórum stundum þegar mikið
er i húfi, kemur glöggt i ljós, að
Alþýðubandalagið er fjöldaflokk-
ur vinnandi stétta. En þegar
minna er um að vera, leggst
starfið á fámennari hóp og alltaf
er hættan sú, að störf þingmanna
og fulltrúa okkar I sveitarstjórn-
um verði um of yfirgnæfandi i
flokksstarfinu en minna beri á
öðrum nauðsynlegum störfum,
sem miklu skipta fyrir sósialiska
hreyfingu, t.d. starfinn i verka-
lýðshreyfingunni, I samvinnu-
hreyfingu, ftreyfingu herstöðva-
andstæðinga og i ýmsum öðrum
mikilvægum baráttusamtökum.
Það er söguleg staðreynd, að
Fyrsti þingflokkur Alþýðubandalagsins: Frá vinstri: Alfreð Gislason,
Eövarð Sigurðsson, Gunnar Jóhannsson, Björn Jónsson, Einar
Olgeirsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Lúðvik Jósepsson, Hannibal
Valdimarsson, Geir Gunnarsson, Karl Guðjónsson.
Alþýðubandalagsmanna fjötur
um fót og stuðlaði að sivaxandi
úlfúð og innbyrðis tortryggni.
Hin mikla uppstokkun, sem
varð i hreyfingunni 1968 og kost-
aði, að sumir af fyrri stuðnings-
mönnum Alþýðubandalagsins,
bæði úr röðum Sósialistaflokksins
og Málfundafélagsins, helltust úr
lestinni, auðveldaði flokknum að
marka sér stefnu i fullu samræmi
við aðstæður innan lands og utan.
Afstaðan til framkvæmdar
sósialismans i öðrum löndum
varð skýrari, gagnrýnin hiklaus-
ari og umræðan opnari, sem jafn-
það voru forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar i sambands-
stjórn Alþýðusambands Islands,
sem beittu sér fyrir stofnun Al-
þýðubandalagsips fyrir tveimur
áratugum. Eins voru það helstu
forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar i Reykjavik, sem tóku af
skarið veturinn 1956 og beittu sér
fyrir stofnun Alþýðubandalagsfé-
lags i Reykjavik. Nú sem fyrr
ræður það úrslitum um gengi Al-
þýðubandalagsins, að flokkurinn
gegni áfram skyldu sinni sem
pólitiskur armur verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Tuttugu ár undir merki