Þjóðviljinn - 04.04.1976, Blaðsíða 7
SIGURÐUR
BLÖNDAL
SKRIFAR
Sunnudagur 4. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Að stjórna
þjóðkórnum
Mikilvægi
söngstjórans
Allir, sem kynni hafa af söng
eða hljóðfæraleik vita hvaða
þýðingu söngstjórinn eða hljóm-
sveitarstjórinn hefur. Sumir
menn eru gæddir þeim eigin-
leika, að geta látið fólk, sem
kemur saman kannski bara af
tilviljun, syngja saman á þann
hátt, að það hrifst, syngur af
hjartans lyst og fyllist gjarnan
eldmóði. Við höfum lengi haft
þann hátt á skógræktarmenn á
fundum okkar að syngja i okkur
eldmóð og baráttuhug fyrir
röskri framgöngu i starfi okkar.
Við höfum getað þetta af þvi að
við höfum ætið átt i röðum okk-
ar menn. sem gátu með takt-
slögum sinum og eigin eldmóði
og baráttuvilja yfirfært hann til
okkar. sem stóðu andspænis
þeim hverju sinni og höfðu hæfi-
leikanna til að reyra okkur sam-
an i þétta heild.
Þennan hæfileika köllum við
gjarna aö kunna að stjórna
þjóðkórnum.
Tveir stjórar
Kg minnist þess, að fyrir ein-
um tveim árum fór ég á hljóm-
leika i Háskólabiói til þess að
hlýöa á islenska hljómsveit
leika. Tveir menn stjórnuðu
henni. Sá fyrri gerði það af svo
miklu þróttleysi og linku, að
hljóðfæraleikararnir rétt drött-
uðust með og tónlistin var svo
þung og leiðinlegt, að maður fór
ósjálfrátt að draga ýsur og bjóst
við að hypja sig burt i hléinu.
Jæja, þeir eru þá ekki betri en
þetta. hugsaði maður.
Siðan tók hinn stjórnandinn
við taktsprotanum.
Undur og stórmerki: Hér
kvað svo sannarlega við annan
tón. Það var sprottin fram á
sviöið glæný hljómsveit —
lannst manni. betta hlýtur að
vera sjálf heimshljómsveitin.
tlugsa sér, hverju hægt er að
tutla út úr landanum ef sprotan-
um er sveiflað yfir honum af
skaphita og kunnáttu.
bað er ekki aö orðlengja það,
að þetta endaði við suðumark:
troðfullt Háskólabió var staðið
upp og klappaði og klappaði, svo
að verkjaði i lófana og hrópaði
og blistraði rétt eins og á lands-
leik i Höllinni.
Maður gekk út með þeirri til-
finningu að hafa lifað hemsvið-
burð i listinni.
barna var allt hið sama og áð-
ur — nema stjórnandinn.
Mér hefur orðið tiðhugsað um
þetta hlutverk stjórnanda þjóð-
kórsins eða hljómsveitarinnar
siðustu vikur.
Þjóð í stríði
bað má nefnilega hugsa sér
hlutverk þjóðarleiötoga sem
hliðstæðu. Taktslög hans
frammi fyrir þjóð sinni orka
svipað á hana og taktslög kór-
stjórans eða hljómsveitarstjór-
ans á hans fólk.
Sagt er, að við eigum i striði
þessa mánuðina, þorskastriði.
öll heimspressan kallar það
þorskastrið og meira að segja
Mogginn neitar þvi ekki, að
þetta sé þorskastrið.
Auðvitað eigum við i striði,
þvi að innrás hefur verið gerð i
landið og við höfum ekki gefist
upp.
t þessu striði, sem öðrum,
ræður siðferðisþrek og baráttu-
vilji hinna striðandi aðila úrslit-
um.
Við höfum nýverið fengið
þessi tiðindi staðfest austur i
Vietnam. þar sem hernaðarlega
veik, en siðferðilega sterk, fá-
tæk og fámenn bændaþjóð bar
sigurorð af mesta herveldi allra
tima, sem var tæknilega afar
vel búið en siðferðilega veikt.
Nokkurt skeið um daginn vor-
um við vitni að þvi, hvernig sá
aðili á tslandsmiðum sem er
hernaðarlega sterkur. varð
hvað eftir annað að láta i minni
pokann og þola auðmýkingu af
Daviölitla islendingi með slöng-
una sina móti hinum breska
Goliat með sverðið risanaut að
vopni — svo að jafnvel glösin i
vinstúkum hans brotnuðu.
Mannskapur ■ landhelgisgæsl-
unnar með skipherrana i brúnni
sýnir bæði siðferðisþrek og bar-
áttuvilja. sem vekur aðdáun al-
þýðu heimsins en gnistran
tanna hjá rögum Nató-pólitikus-
um og aflóga heimsvaldasinn-
um suður á Bretlandseyjum og i
iðnrikjum Vestur-Evrópu og
Norður-Ameriku.
Hvaöan kemur
þeim þrek?
Hvaðan kemur skipherrum og
skipshöfnum Landhelgisgæsl-
unnar siðierðisþrek og baráttu-
vilji? Kemur það frá yfirmönn-
um þeirra i landi? Tæpast. bó er
ekki fvrir það að synja, að
dómsmálaráðherrann hefur að-
eins sleppt út úr sér orðum, sem
forystumenn þjóða nota i striði
Kemur það frá sjávarúvegs-
ráðherranum? Alls ekki. bvert
á móti lýsti hann þvi yfir i upp-
hafi striðsins, að baráttan væri
vonlaus. bað væri ekki hægt að
verja 200 milurnar. Trúlega hef-
ur hann tryggt sér öruggan sess
i íslandssögunni. Hann virðist
hreinlega týndur, þótt enn hafi
ekki verið lýst eftir honum i út-
varpi.
Kemur skipherrum og skips-
höfnum Landhelgisgæslunnar
siðferðisþrek og baráttuvilji frá
sjálfum þjóðarleiðtoganum,
fórsætisráðherra Islands?
Slyttisleg
taktslög
bað er nú eitthvað annað.
Taktslög hans frammi fyrir þjóð
sinni i þessu striði hafa verið
máttlaus og slyttisleg. bjóöin og
hinir hugdjörfu menn i sjálfri
viglinunni hafa séð fyrir sér
hræddan mann, titrandi i rödd-
inni, skjálfandi i hnjáliðunum.
Forsætisráðherra Islands og
rikisstjórn hans tókst það, sem
fátitt er i striði, eftir að bretar
sigldu freigátum sinum nú sið-
ast inn i islenska landhelgi: Að
lama þjóð sina gersamlega i
heila viku. bjóðin var orðlaus
yfir forystumönnum sinum.
begar forsætisráðherrann og
rikisstjórnin fengu loks mál aft-
ur og höfðu orðið að þola enn
eina auðmýkinguna frá Nato-
Luns og pótintátunum i Bríissel
og beita átti hinum sterkustu
aögerðum vopnlausrar þjóðar:
að slita stjórnmálasambandi
við óvinina, þá var það allt með
slikum heimóttarskap og ves-
öld, að tryggt væri að óvinurinn
héldi ekki að þetta væri nein al-
vörustjórnmálaslit.
En hvaðan kom þá skipherr-
um og skipshöfnum landhelgis-
gæslunnar siðferðisþrek og bar-
áttuvilji úr þvi forysta þjóðar-
innar veitti hana ekki?
Eins og öllum sönnum her-
mönnum litilla þjóða, sem bar-
ist hafa gegn yfirgangi stór-
velda á öllum timum sóttu þeir
það i þjóðernisvitundina og vit-
undina um það að vera að berj-
ast fyrir lifi sinu og vitundina
um að alþýða lands þeirra stæði
að baki þeim.
Hræddur maöur
En hvers vegna er forsætis-
ráðherrann svona hræddur? Af
þvi einfaldlega að hann er ekki
að hugsa um Island heldur
Nató. I hugskoti sinu sér hann
nú, þegar á reynir, að Nató er
ekki að hugsa um ísland, heldur
hernaðarlega hagsmuni stór-
veldanna sem stofnuðu þetta
hernaðarbandalag fyrir sig en
ekki smáþjóðirnar, sem þær
véluðu með sér. Forsætisráð-
herrann er hræddur við sin eigin
orð sem hann og fyrirrennarar
hans hafa talað fyrir þjóð sinni
siðan 1949 er lsland var tælt i
Nató, af þvi að öll þjóðin sér nú.
að þau voru ósönn.
Hann er lika hræddur af þvi,
að aðgerðir varðskipanna á sið-
ustu vikum sanna best, hve
lengi hefur verið haldið aftur af
þeim úr landi.
Fyrir þvi beinast taktslög
hans ekki að þvi að fá þjóð sina
til að réttaúr sér, þenja út brjóst-
ið og brýna raustina, heldur
miða þau að þvi að þoka þjóð-
inni út að veggjum, biðja hana
um að læðast, tala i hálfum
hljóðum. Umfram allt ekki
brýna raustina til baráttu og á-
taka, heldur raula vögguvisu.
Tvö nýleg dæmi, átakanleg:
Vekið ekki
þursinn
begar suðurnesjamenn og
hornfirðingar tóku að hafa uppi
háreysti og ætluðu að stugga við
þeim sofandi þursi, sem hraut i
bæli sinu suður á Miðnesheiði og
Stokksnesi á sama tima og þess-
ir sömu islendingar töldu að
hann ætti að gegna skyldu sinni
sem landvættur — en þvi hlut-
verki trúðu þeir á hann — og
ösla út i kaldan sjóinn fyrir
austan land og kasta burt kög-
ursveinum þeim af suðlægum
ströndum, sem hrifsuðu björg
landsmanna, þá kallaði alls-
herjargoði hina háværu landa
fyrir sig og sagði byrstur.
,,burs fá að sofa, ekki vekja
þurs, þurs geta orðið reiður,
þurs þreyttur verja land fyrir
Stóra-Bangsa”.
Og löghlýðnir landar létu af
háreysti fyrir átölur allsherjar-
goða, sem allt i einu gat nú tekið
upp i sig.
Hitt dæmið er kannski enn
ömurlegra, en það sýnir hvernig
slyttisleg taktslög stjórnanda
þjóðkórsins hafa kýlt sumar
raddirnar niður á lægstu tóna.
bar er nú heldur betur kyrjuð
vögguvisa þar sem þurft hefði
að kvrja ..Frarn fram fylking”:
Oröaval
Orðaval fréttastofu sjónvarps
islenska rikisins um viðskipti á
orrustuvellinum siðustu vikur:
Nú er einatt talað um bresku
verndarskipin (Nema hvað —
þau tilheyra Nato-flotanum.
sem ..verndar” Island) en ekki
breska innrásarflotann.
bað er talað um að árekstui
hafi orðið milli ,,bresku
verndarskipanna” og islenskra
varðskipa, en sjaldan um ásigl-
ingu hinna fyrrnefndu.
bað er talað um „flotaihlut-
un” breta hér á miðunum, en
ekki innrás breska Natoflotans i
islenska lögsögu. betta orð er
raunar sótt beint i orðasafn for-
sætisráðherra Islands, sem allt-
af nefnir innrás ..ihlutun”.
bannig dansa limirnir eftir
höfðinu. Kórinn syngur ekki
sterkar en stjórnandinn slær
taktinn. bað er visvitandi reynt
frá æðstu stöðum að slæva bar-
áttuvilja þjóðarinnar. lama sið-
ferðisþrekið. Meðal annars með
þvi að telja henni trú um það
seint og snemma. að höfuðóvin-
ur lslands i landhelgisbarátt-
unni nú og fyrr — Nató — sé
skjól okkar og hlif. bað er reynt
að brjóta þjóðina niður i stað
þess að reisa hana upp.
beim mun aðdáunarverðara
er æðruleysi og manndómur
varðskipsmanna, sem berjast
eins og sannir hermenn. bað
raunalega er, að hættulegasti ó-
vinurinn er ekki úti á hafi and-
spænis þeim. heldur er það
aumingjaskapurinn i landi.
Andstæður
Við höfum að undanförnu ver-
ið að horfa á þætti um siðustu
heimsstyrjöldina. Hætt er við.
eftir þvi sem við höfum séð þar
og vissum raunar fyrir, að seint
hefðu bretar unnið orrustuna
um Bretland ef taktslög Win-
stons Churchills hefðu þá verið
jafnveikburða fyrir bresku
þjóðinni og islenska forsætis-
ráðherrans i þriðja þorskastrið-
inu fyrir sinni þjóð.
bessa daga verður mér hugs-
að til annarrar andstæðu, til
annars forsætisráðherra i litlu
landi, sem slegið hefur taktinn
fyrir sinni þjóð eitthvað i likingu
við hljómsveitarstjórann i Há-
skólabiói. þann sem ég lýsti áð-
an, sem fékk 1200 islendinga til
þess að klappa og hrópa sig
þreytta eins og blóðheita suður-
landabúa. finnast þeir hafa lifað
heimslistarviðburð og vera
meiri menn fyrir bragðið.
Ég hef verið að blaða i bók
eftir bandarikjamanninn Harri-
soii K. Salisbury, einn af að-
stoðarritstjórum þess mikla
dagblaðs The New Vork Times.
Aður var hann lengi fréttaritari
blaðs sins i Moskvu. Bókin kom
út 1973 og heitir ,,To Peking and
Beyond. A Report on the New
Asia”.
Tveir kaflar bókarinnar segja
frá heimsókn höfundar til Norð-
ur-Kóreu. beir eru griðarlega
merkileg lesning. m.a. fyndin
svo af ber, og fjalla mjög um
forsætisráðherra landsins. Kim
11-Sung, sem án nokkurs vafa er
mesti þjóðernissinni i heimi á
vorum dögum.
Samkvæmt lýsingu hins
bandariska blaðamanns hefur
hann þöndu brjósti og föstum
taktslögum (og sjálfsagt engri
góðmennsku heldur né vægð)
látið þjóð sina kyrja ,,Fram
fram fylking” svo hátt og snjallt
i 20 ár flg þrýst henni svo saman
með góðu og illu, að þetta litla
og fámenna land er nú risið úr
öskustó japanskrar nýlendu og
Kóreustriðs og orðið þriðja
mesta iðnriki Asiu og sjálfu sér
nóg um flesta veraldlega hluti.
nema ef vera skyldi herþotur,
sem það verður enn að láta
rússa smiða handa sér.
Harrison E. Salisbury telur
efnahagslega velmegun i þessu
landi nú mesta i Asiu á eftir
Japan.
Sjólfsviröing
smáþjóöar
Kim Il-Sung tók á móti hinum
bandariska blaðamanni geisl-
andi af sjálfstrausti og lifsþrótti
og ræddi við hann i þrjá klukku-
tima samfleytt.
Hann byrjaði á að útskýra
fyrir gestinum heimspeki sina
sem leiðtoga litillar þjóðar. sem
umkringd væri stórum og óvin-
veittum þjóðum. Hann kvað
norður-kóreumenn aldrei taka á
sig gerfi beiningamanna i viður-
vist þjóða. sem tekið hefðu upp
stefnu henni óvinveitta.
hversu stórar sem þær væru.
Kim Il-Sung sagði við Harrison
E. Salisbury:
..Þvi minni sem þjóð er, þeim
mun meira sjálfstraust og
sjálfsvirðingu verður hún aí
liafa. Smáþjóðir lifa á þvi aí
treysta á sjálfar sig og bera
virðingu fyrir sjálfum sér
Hvernig getum við lifað án
sjálfsvirðingar? Hvernig getum
við snúið frant liægri kinninni.
þegar búiö er að slá á þá
vinstri? Við viljum ekki komast
til himnarikis með þeim hætti”.
Væri ekki ráð að skrifa þessi
orð Kim Il-Sungs á gullna töflu
og senda hana siðan i viðeigandi
ramma til forsætisráðherra ls-
lands með ósk um. að hann láti
hana standa á skrifborði sinu.
nteðan Stóra-Bretland og Nato
halda áfram að gefa honum sitt
undir hv^rn?
Hann gæti þá morgunn.
kvölds og rniðjan dag litið þessi
orð sinum alvarlegu augum.
Eins og Kjarval sagði forð-
um: Hann mundi kannski ekki
batna við það, en áreiðanlega
ekki versna heldur.