Þjóðviljinn - 21.04.1976, Side 5

Þjóðviljinn - 21.04.1976, Side 5
Miftvikudagur 21. aprll 1976 ÞJODVILJINN — SÍÐA 5 Að framleiða tíl að eyðileggja: Og segja mætti mörg ótibindi úr hænsnabúunum. EPLIN OG JARÐtTURNAR Það væri misskilningur að ætla, að ísland væri eitt landa um að reka landbún- aöarstefnu, sem öðru hvoru skapar fáránlegt á- stand. Það er margra ára höfuðverkur Efnahags- bandalagsins, að bændur eru með ýmsum ráðum efldir til að framleiða meira en hægt er að selja með góðu móti. Eina úr- ræðið verður þá i ýmsum tilvikum að eyðileggja þau matvæli sem ekki reynist unnt að selja, eftir að þess- ar „umframbirgðir" hafa verið keyptar af sameigin- legum sjóðum bandalags- ins fyrir eitthvert lág- marksverð. Þannig kemur upp vitahringur: greitt er i stórum stil meft land- búnaðarafurðum sem siðan verð- ur, einnig með miklum tilkostnaði að kaupa aftur, selja út fyrir bandalagið á niðurgreiddu verði Uppdópuft standa I.einni röft eöa þá að matvælum þessum er hent. Um þetta er fjallaö i grein i le Monde, sem hér verður rakin á eftir, en þar er einkum franskur landbúnaður hafður i huga, enda þótt dæmin sem tekin eru eigi við- ar við. Allir óánœgðir Þetta ástand er þannig, segir i greininni, að allir eru jafnó- ánægðir. Bændur, vegna þess, að hvað sem styrkjum og niður- greiðslum liður, komast þeir i tekjum ekki til jafns við þær stétt- ir sem þeir vilja helst bera sig saman við. Neytendur eru blekkt- ir — þeir borga hærra og hærra verð fyrir afurðir, sem fara versnandi að þvi er gæði varðar — eins og rakið verður hér á eftir. Sem skattgreiðendur eru báðir þessir aðilar einnig mjög gramir yfir sinu hlutskipti — svo virðist sem hluti af beinum og óbeinum sköttum sem allir borga fari til þess að styðja milliliði i landbún- aði, en hvorki komi að góöu neyt- endum né bændum. Fyrir nú utan þessa heimsku blasir við okkur sá harmleikur, að meðan stórfé er eytt til að eyðileggja eða gera óætan mat (sem miljörðum hefur þegar ver- ið eytt til að örva framleiðslu á, halda uppi verði á, greiöa fyrir sölu á) þá búa miljónir fullorð- inna og barna við næringarskort og örbirgö. Menn geta mótmælt þessu og sagt, að þessi lýsing eigi ekki við alltaf og allsstaðar. Og það er rétt, að ekki fer þannig fyrir öll- um matvælum, og að stundum er ástandið skárra en hér var lýst. Engu aö siður er auðvelt að rekja dæmi sem sýna að meinið er al- varlegt og hefur skotið djúpum rótum. Að taka epli af markaði Hugsið ykkur 200 metra langan og 20 metra breiöan haug af fyrsta flokks eplum, sem daginn áður voru tind af trjánum. Skammt frá er meira en km löng biðröð af vörubilum, sem einnig eru fullhlaðnir af eplum. Vörubil- stjórarnir masa sanjan, meðan þeir biða eftir þvi að röðin komi að þeim að sturta sinum frami á hauginn, meðan skattaeftirlits- maður fer yfir eyðublöð upp á það, að eigendur farmsins geti fengið 30—40 sentimur fyrir hvert kiló, eftir stærð eplanna. Siðan aka þeir að hrúgunni og sturta og fara að ná i nýjan farm. Oðru hvoru koma jarðýtur og kremja það sem er i þessari einkennilegu risastóru ávaxtaskál. Þetta heitir á hagfræðimáli að ,,taka epli af markaði”. Eftir uppskeruna i fyrrahaust voru 250 þúsund tonn af eplum eyðilögð með þessum hætti og Efnahagsbandalagið greiddi eplabændum fyrir sem svarar þrem miljörðum króna. Astandið er jafnvel enn fárán- legra að þvi er mjólkurafurðir varöar. 1 Frakklandi einu hefur nú hlaðist upp 70 þúsund tonna ostaklettur, 110 þúsund smálesta smjörfjall og 364 þúsund tonna fjallgarður úr mjólkurdufti. 1 Efnahagsbandalaginu öllu vegur smjörfjallið nú 300 þúsund tonn (og var þó minnkað ekki alls fyrir löngu með mjög umdeildri niður- greiðslusölu til Sovétrikjanna), og mjólkurduftið sem þar hefur hlaðist upp i skemmum vegur 1,1 miljón tonna. Samteru ekki nema 3—4 ár siðan landbúnaðarnefnd i Brússel takmarkaði mjög útflutn- ing á mjólkurdufti til þriðja heimsins vegna þess að „korna þarf i veg fyrir skort”. Fjögur úrrœði Ekki tekur betra við þegar spurt er um úrræði. Framleið- endur hafa borið fram fjórar hugsanlegar lausnir. í fyrsta lagi að „frysta” allar birgðir af mjólkurdufti, sem þýðir blátt á- fram, að þeim sé hent. Onnur lausn er að blanda duftinu i gripa- fóður, en með þvi móti væru franskir kálfar og svin sýnu betur nærðir en miljónir ungbarna, og um leið mundu þau fitna sýnu hraðar. Þriöja leiöin er að auka útflutningsuppbætur, sem þýðir aö greitt væri með mjólkinni i annað sinn (fyrst er greitt meö framleiðslunni) en i báðum tilvik- um án þess að nokkuð breyttist sem máli skipti. Fjórða leiðin er að bæta mjólkurdufti I brauð það sem bakað er i Frakklandi. Um þessa siöustu tillögu má geta þess, að þriðjungi af þvi brauði sem nú er bakað i Frakklandi er hent. Spítalalyktin Vandinn er ekki aðeins hve erf- itt hefur reynst að selja allt það sem framleitt er af landbúnaðar- afurðum. Gæði afurðanna hafa stórversnað, eins og fyrr var get- ið. Til dæmis er tekið kálfakjöt, en neysla á þvi hefur reyndar minnkað um fjórðung á sl. ára- tug. Astæðan er ekki sist sú, aö kjötið er oft slepjulegt og bragð- laust og angar af einhverskonar spitalalykt — enda er kjöt þetta afurð efnafræðinnar og lyfjafræð- innar. Ævi þeirra kálfa sem frakkar gerast æ tregari til að éta er sem hér segir: Þeir eru teknir frá mæðrum sinum átta daga gamlir, lokaðir inni i dimmum básum, heftir svo þeir geta ekki hreyft sig. Það er dælt i þá kven- hormónum og þeir eru aldir á eggjahvituauðugu mjólkurdufti. Við svo óeðlilegar aðstæður eru dýrin mjög veik fyrir sýkingu, og þvi er óspart dælt i þau fúkkalyfj- um og hormónum. Matvælaiðnaðurinn, sem selur bændum aðferðir, fóður o.fl. sem- ur um það að kaupa kálfinn þegar hann er þriggja mánaða gamall, 120 kg af hreinu, hvitu kjöti. Læknar hafa fundið skaðlega mikið af hormónum i 36% af kálfakjöti og 56% af svinakjöti, en i raun er mjög erfitt að fylgjast með þvi hvað menn eru að kaupa. Annað er, að nú orðið er útilokaö að ala kálfa upp með gömlum og góðum hætti. Það eru hinar efna- fræðilegu aðferðir einar sem bjóða upp á arðsemi, og þeir bændur yrðu gjaldþrota sem reyndu að snúa við. Mörgum tröllasögum mætti bæta við um vinframleiðsluna, en viniðnaðurinn hefur gert léleg- ustu vinin, sem seld eru sem borðvin, jafnvel enn hæpnari heilsu manna með þvi að reyna að „hressa upp á” þau með efna- fræði. Vinmálin hafa verið mikið i fréttum að undanförnu vegna deilu um innflutningstoll á ódýr- um vinum frá Italiu, sem italir hafa talið brjóta gegn réttum lög- um um samskipti EBE-rikja. En það er kannski ekki nema von að frakkar reyni að verja sig: þeir eiga nú sem stendur sjö ára birgðir af alkóhóli i landinu. Svona mætti halda lengi áfram. Bæta við hryllingssögum um kjúklingarækt, um ofnotkun til- búins áburðar, um notkun af- kastamikilla en lélegra kornteg- unda o.s.frv. Vitahringur En snúum okkur aftur að epla- málinu, sem áður var rakið. Menn geta sagt sem svo: af hverju ekki að gefa eplin fátæk um? Og það reynist ekki heldur auðvelt viðureignar. Það kemur á daginn, að fátækir i eplahéruðunum fengu þúsund tonn i sinn hlut. En i Frakklandi öllu eru 3,7 miljónir manna taldir fyrir neðan fátæktarmörkin svo- nefndu. Ef að hver þeirra fengi fimmtán kg af eplum árlega i sinn hlut (en það er meðalneysla I landinu) þá væru þar með farin aðeins 52.000 tonn af þeim 250 þúsundum sem eyðilögð voru i fyrra. En er þá ekki hægt að dreifa eplunum i skóla, sjúkra- hús, herskála? Það reynist ekki hægt heldur, segja menn og spyrja: hvað verður þá um þá bændur sern venjulega selja epli þessum stofnunum? Enn ein uppástunga: hvers vegna ekki að senda þessi epli til hungurlanda þriðja heimsins? Svarið er: það væri sex sinnum dýrara að pakka þeim og flytja á vettvang en að láta Efnahags- bandalagið borga 30—40 sentimur •fyrir að eplin séu „tekin af mark- aði”. Ætti kannski að brugga úr eplunum? Nei, það er alltof mikið til af öðru alkóhóli. A kannski að takmarka framleiðsluna með þvi að höggva niður eplatré i stórum stil? Já, en hvað eiga eplabændur að gera við landið, fara þeir ekki að stunda aðra „offramleiöslu” i staðinn? Og þannig mætti áfram rekja raunir landbúnaðarins. Hneyksli Greininni i le Monde lýkur á þessa leið: Skoðun sérfróðra er, sama um hvaða afurð er að ræða, jafnan hin sama: Já, ástandið er hneyksli, eyðilegging matvæla er svivirða, en það er engin leið fær út úr þessu. Og meðan þeir sem ættu að vita hvað um er að ræða segja að ekkert sé hægt að gera, höldum við áfram að sveiflast á milli kreppu og uppþota reiðra bænda. frá fátækt til hungurs, frá lyfjum til eiturs, og gefumst upp fyrir þessum andmælum við heil- brigðri skynsemi og mannúð — allt á meðan við höldum áfram að láta okkur dreyma um það sem kallaðer „lifsgæði” án þess nokk- ur láti sér bregða. lab tók saman) Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti i lögfræði við lagadeild Háskóla Is- lands er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir að kennslu- greinar verði á sviði fjármunaréttar eða réttarfars. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 15. mai nk. Umsækjendur um prófessorsembættið skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið 12. april 1976.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.