Þjóðviljinn - 21.04.1976, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 21.04.1976, Qupperneq 13
Páll Ólafsson A kvöldvökunni i kvöld mun Jón R. Hjálmarsson ræða viö Halldór Kristjánsson á Kirkju- bóli og nefnir samtaliö „A Kvia- bóli”. Eins og nafniö bendir til eru ekki miklar likur á þvi aö þeir félagar ræöi saman um lit- hlutun listamannalauna, en þar eiga þeir sameiginlegan starfe- vettvang. Fremur er sennilegt aö þeir spjalli um sveitastörf og þá ekki siöur i gamla timanum, en til þess bendir a.m.k. nafniö. Arni Björnsson Þá rifjast þaö upp aö I önundar- firði, gott ef ekki einmitt á Kirkjubóli, voru fráfærur stundaöar einna lengst, eða jafnvel lengst hér á landi. Þeir sem vilja fræöast um þau atriöi ættu þvi aö hlusta á kvöldvök- una i kvöld. A kvöldvökunni mun Eirikur Eiriksson frá Dagverðargerbi einnig fara meö nokkrar sam- hendur eftir Pál Ólafsson. Páll var einn hagoröasti maöur sem ■ Hallgrimur Jónasson. ort hefur á okkar tungu og hrað- kvæður svo af bar. Eirik sáu sjónvarpsáhorfendur fyrir skömmu I liði austfiröinga i spurningakeppni sjónvarpsins Enn má á kvöldvökunni nefna frásöguþátt sem Hallgrímur Jónasson flyturog nefnir ,,Vor i heimahögum”. Hallgrimur er löngu kunnur kvöldvökuhlust- endum og fleirum fyrir ferða- þætti sina, en hann hefur gert víðreist um tsland og fært Ut- varpshlustendum árangurinn af viökynningu sinni við fóstur- jöröina. Loks má á kvöldvökunni nefna spjall um islenska þjóö- hætti, sem Arni Björnsson flyt- ur. Ekki tókst aö ná i Arna, en ekki er ósennilegt aö i tilefni siðasta vetrardags ræði hann eitthvað um háttu forfeðra okkar er þeir fögnuöu sumri, og leiti upplýsinga um þau atriði. arp í kvc Kvöldvaka í gömlum stíl Heimildarmynd um þá sögufrægu borg FENEYJAR Aö loknu hádegisútvarpi i dag er á dagskrá þáttur Arna Gunnarssonar, um áfengismál. Árna þarf ekki að kynna út- varpshlustendum, svo vel ættu þeir aö kannast viö rödd hans frá fréttamannsstarfi hans I 15 ár. Af þvístarfiléthannl sumar og er nú ritstjóri Alþýöublaös- ins. 1 þáttum sinum um áfengis(vanda)málin hefur Arni komiö viöa viö, og ekki sist lagt áherslu á aö þar kæmi fram hlutur þeirra er sjálfir eiga viö böliö aö glima. öli „fanatlk” er vlös fjarri i þáttunum og raun- hæfara aö taka þannig á málun- um en ausa menn ein- strengingslegum hótunum eins ogsumum velviljuöum sálum er þvi miöur tamt. En þáttur Arna hefet kl. 13.15 I dag, þ.e.a.s. ef lestur tilkynninga fer ekki langt fram úr áætlun. Að loknu löngu hátiöarfrli heföu margir vafa- laust gott af þvi aö hlusta á Arna og viðmælendur hans. Árni Gunnarsson Fyrr á öldum voru Feneyjar einn frægust borg þessa heims. Verslunarfloti þeirra réði á Miöjaröarhafi og sigldi einkum til Austurlanda nær, sem nú eru svo kölluð. Frá Feneyjum og öörum itölskum borgrikjum þessa tima, lágu svo verslunar- leiöir noröur um Evrópu allt til Hansaborganna viö Noröursjó ogEystrasalt. Samböndin suöur yfir Alpa voru stór liöur I efl- ingu þeirra og áhrifin komu svo fram meira aö segja úti á þvi litla Islandi. Nú eru Feneyjar á fallanda fæti. Byggingar hrörna og land sigur undir borginni, en hún stendur sem kunnugt er á eyju skammt frá landi, fyrir botni Adriahafs. Fólksfækkun hefur orðið i borginni upp á siökastið og hún má muna sinn fifil fegri. Myndin i kvöld er bresk og veröur þar skýrt frá þvi hvernig unnið er aö endurreisn og upp- byggingu borgarinnar. Auk þess er sýndur gondólakappróöur á hinum frægu sikjum Feneyja.en hann hefur veriö háöur árlega i 7 aldir eöa allt siöan veldi Feneyja reis hæst. Útvarpið í dag Þáttur um áfengismál útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Gunnar Björnsson flyt- ur. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hreiöar Stefánsson les framhald sögu sinnar „Snjallra snáöa” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Krossfari á 20. öld kl. 10.25: Benedikt Arnkelsson cand. theol. ' flytur sjöunda og siðasta þátt sinn' um predikarann Billy Graham. isienskt mál kl. Í0.40: Endurtekinn þátt- ur Asg. Bl. Magnussonar. Morguntónleikar kl. 11.00: Suisse Romande hljóm- sveitin leikur „Espana”, raspódiu eftir Chabrier, Ernest Ansermet stjórnar. Viktoria de los Angeles syngur lög eftir Duparc viö hljómsveitarundirleik/ Hollywood Bowl hljómsveit- in leikur Capriccio Espagn- ole eftir Rimský-Korsakoff, Felix Slatkin stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veburfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál I umsjá Arna Gunnarssonar. 13.30 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guö- rúnu Lárusdóttur. Olga Sig- uröardóttir les (12). 15.00 Miödegistónleikar. Elaine Shaffer og hljóm- sveitin Filharmonia I Lund- únum leika Svitu i a-moll fyrir flautu og strengjasveit eftir Georg Phillipp Tele- mann, Yehudi Menuhin stj. Jacqueline du Pré og Sin- fóniuhljómsveit Lúndúna leika Sellókonsert I D-dúr op. 101 eftir Joseph Haydn, Sir John Barbirolli stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn.- 17.10 Gtvarpssaga barnanna: „Flóttadrengurinn” eftir Eriu. Þorsteinn V. Gunn- arsson les. 17.30 Framb.kennsia i dönsku og frönsku. Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Or atvinnulffinu. Berg- þór Konráösson og Brynj- ólfur Bjarnason rekstrar- hagfræöingar sjá um þátt- inn. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Sigurveig Hjaltested syngur lög eftir Bjarna Böövarsson, Fritz Weiss- happel "leikur á pianó. b. Hugleiöingar um dýr, Gunnar Valdimarsson les slöari hluta endurminninga- kafla eftir Benedikt frá Hof- teigi. c. Samhendur eftir Pál Ólafsson. Eirikur Ei- rfksson frá Dagveröargeröi flytur. d. A kviaböli. Jón R. Hjálmarsson fræöslustjóri talar við Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli. e. Vor i heimahögum. Hallgrlmur Jónasson rithöfundur flytur frásöguþátt. f. Um íslenska þjóöhætti. Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. g. Kórsöngur. Telpnakór Hllöaskóla syngur. Söng- stjóri: Guörún Þorsteins- dóttir. Pianóleikari: Þóra Steingrimsdóttir. 21.30 Otvarpssagan: „Slöasta freistingin" eftir Nikos Kazantzakis. Siguröur A. Magnússon les þýöingu Kristins Björnssonar (18). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöidsag- an: ,,Sá svarti senuþjófur” ævisaga Haralds Björns- sonar. Höfundurinn, Njöröur P. Njarövik, les (11). 22.40 Danslög. Þ.á.m. leikur hljómsveit Guöjóns Matthiassonar I hálfa klukkustund. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. # sjónvarp 18.00 Mjási og Pjási.Tékknesk teiknimynd. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 18.15 Kobinson-fjölskyldan, Breskur myndaflokkur byggöur á sögu eftir Johann Wyss. 11. þáttur. Dauðs- mannsguli. Þýöandi Jó- t hanna Jóhannsdóttir. 18.40 Vnte. NorskuÞ mvnda- flokkur um samadrenginn Ante. Lokaþáttur. Pétur og stúlkan. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Iilé 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Augiýsingar og dagskrá. 20.40 Nvjasta ta'kni og visindi Umsjónarmaður Sigurður Richter. 21.05 Bílaleigan. Þýskur mvndaflokkur. Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.30 Gondólakappróðurinn i Fenevjum. Bresk heimilda- mvnd um Feneyjar. endur- reisn og uppbyggingu borg- arinnar. Sýndur er kapp- róður á sikjum hennar. en hann hefur veriö háöur á hverju ári I sjö aldih. Þýö- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 22.30 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.