Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 1

Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 1
Miðvikudagur 19. mai — 41. árg. 107. tbi. Nató-ráðstefna í Osló: Leynifundur Einars og Croslands? Noregur sagður hafa lengi reynt málamiðlun á bak við tjöldin OSLÓ 18/5 Reuter-NTB — Ráðstefna utanrikisráðherra Nató-ríkja verður haldin i Osló nú í vikunni, og segir i Reuter-frétt að Noregur muni nota tækifærið til að leggja sig fram við það bak við tjöldin að greiða fram úr fiskveiðideilu íslands og Bretlands. Er þetta haft eftir áreiðanleg- um diplómatískum heimildum. Knut Frydenlund, utanrikisráð- herra Noregs, mun ræða einslega við utanrikisráðherra deiluaðila hvorn um sig, en ekki hefur enn verið ákveðið hvort þeir Einar Agústsson og Anthony Crosland, utanrikisráðherra breta, ræðist við sér á parti. A blaðamannafundi sagði Frydenlund að hann ætti von á þvi að islenski utanrikisráðherrann yrði harðorður þegar hann tæki til máls um fiskveiðideiluna, en kvaðst ekki búast við neinum á- hrifamiklum ráðstöfunum af hálfu Islands. í NTB-fréttsegir aö þorskastrið islendinga og breta verði eitt af málum ráðstefnunnar, sem hefst á fimmtudaginn, en þar að auki verður til umræðu kólnandi sam- búð Nató- og Varsjárbandalags- rikja og horfurnar á að kommún- istar komist i stjórn á ftaliu. Það mál á það sammerkt með þorska- striðinu að vera talið svo við- kvæmt að það verði ekki rætt nema á bakvið tjöldin. Þá segir NTB að aðilar, sem fylgst hafi vel með fiskveiðideilu islendinga og breta, telji nú góðar horfur á þvi að takist að finna grundvöll að málamiðlun. Þá segir að Noregur hafi þegar haft Framhald á bls. 14. l', , - * y X jr-ðv ' Við þingslit I dag verður sjálfsagt að vanda gcfiö yfirlit yfir þingstörfin i vetur. Margt er óafgreitt og skjalastaflar hafa hrúgastupp á borðum alþingismanna. Þessa mynd tók eik. I þingsalnum I gær i kaffi- hiéi og er myndin tekin yfir efrideiidarsalinn frá forsetaboröi. Landhelgissamn- ingar afgreiddir i gærdag voru af- greiddar þingsályktunar- tillögur frá Alþingi um heimildir til veiða fyrir færeyinga, norðmenn og belga i landhelginni. 1 sambandi við veiði- heimild til Færeyinga sátu þing- menn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins hjá við atkvæða- greiðsluna, auk Magnúsar Torfa Ólafssonar, en Karvel Pálmason greiddi atkvæði á móti samþykkt- inni. Hún var samþykkt með 31 atkvæði gegn 1. Þingmenn Alþýðubandalagsins greiddu at- kvæði á móti samningnum við norömenn, þingmenn Alþýðu- flokksins studdu þá, Magnús Torfi Ólafsson sat hjá, en Karvel Pálmason var á móti. Samn- ingarnir voru samþykktir með 34 atkvæðum gegn 10. Á sömu lund fór atkvæðagreiðslan um samn- ingana við belga og féllu atkvæði 35 gegn 10. Þingmenn stjórnarflokkanna greiddu allir atkvæði með samningunum við þessar þrjár þjóðir. Á þingfundunum i gær voru samþykkt sem lög frá Alþingi breyting við vegalög þess efnis að vegaáætlun gildi aðeins i eitt ár i stað fjögurra og fjáraukalög fyrir '73 og '74. Jafntefli í báðum skákunum i gær Friðrik ólafsson við skákborðið i Van Gogh- salnum i Amsterdam. Myndina tók Gunnar Steinn og á 3. siðu birtast glænýjar fréttir frá skákmótinu ásamt báðum skákum gærdagsins. Skákunum i gær lyktaði báðum með jafntefli. Þingslit í dag Gert var ráð fyrir þvi i gærkvöldi að fundir á Alþingi stæðu fram á nótt og reyna átti að ljúka afgreiðslu mála. Þingslit munu þvi fara fram i dag, ef þing- störfum hefur lokið i nótt. Vœngjamál: Verkfall hjá öðrum starfsmönnum Alþýðusamband islands hefur boðað vinnustöðvun hjá afgreiðslufólki og flugvirkjum þehn, sem hjá Vængjum hf. vinna. Viku fyrirvari er með vinnustöðvunina. Eins og kunnugt er þá stendur enn deila stjórnar Vængja við flugmenn félagsins, og beinist hún helst að því, aö flugmennirnir fá ekki að vera i stéttarfélagi, en stjórn Vængja vill gjarnan semja við flugmennina, afneiti þeir stéttarfélagi sinu, sem þeir að sjálfsögðu hafa harðneitað. Það nýjasta i málinu er það, að verkfall hefur verið boðaö hjá þeim, sem við flugreksturinn vinna, eins og að framan greinir. Einn flugmanna félagsins komstsvo að orði við Þjóðviljann i gær, að þeir litu á uppsagnir sinar úr flugmannsstörfum sem ólöglegar, en eins og kunnugt er sagði stjórnin öllum flugmönnum félagsins upp frá og með 1. mai. Mál þetta er að einhverjum hluta til i höndum rikissátta- semjara. —úþ Z úr sögunni í bili Efrideild vísaði málinu til ríkisstjórnarinnar Efri deild samþykkti með 16 samhljóða atkvæðum i gær- kvöld að visa z-málinu til rikisstjórnarinnar. Laust fyrir kl. 7 i gærkvöld kom lram i efri deild nefndar- álit frá menntamálanefnd. Var það samhljóða álit nefndarinnar að leggja til að r ramhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.