Þjóðviljinn - 19.05.1976, Page 9

Þjóðviljinn - 19.05.1976, Page 9
Miövikudagur 19. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Kristín Reynisdóttir og Guðný Dóra Gestsdóttir, nemendur í 8. bekk Öldutúnsskóla, sem eru í starfskynningu á Þjóðviljanum, ræða við fjórar landsprófsstelpur. Landsprófsstelpurnar úr Garðaskóla i Garðabæ, frá vinstri Ragnheiður Bjarna- dóttir, Helga Guðmundsdóttir, Salómc Kristjánsdóttir og Elinborg Pétursdóttir. Saga og stæröfræöi þyngst, enska léttust Þeir sem fá sumar- vinnu fá hana í gegnum klíku Stúlkurnar úr öldutúnsskóla, Kristin Reynisdóttir og Guðný Póra Gestsdóttir, sem eru i starfskynningu á Þjóðviljanum. — Eruð þið með eða á móti prófum? — Stelpurnar vildu að meira tillit væri tekið til skyndiprófa sem væru tekin öðru hverju yfir veturinn og frammistaða nem- enda i timum. En samt vildu þær sameiginleg burtfarar- próf yfir allt landið. — Haldið þið að landspróf sé erfiðara nú en fyrir svona 10 ár- um? — Nei við höldum þau hafa verið erfiðari fyrir 10 árum. — Hversvegna völduð þið landspróf frekar en 3. bekk? — Til þess að sameina 2 bekki, og spara timann — Haldið þið að þeir sem eru i 8. bekk grunnskólans-' núna græði á þvi að landsprófið skuli hafa verið lagt niður. — Já, vegna þess að við vilj- um hafa skólgönguna sem stysta. — Er talið fint að vera i lands- prófi? — Nei, það höldum við ekki, það er ekki nema einstaka manneskja sem telur það fint. — Ætlið þið að halda áfram i skóla næsta ár? — Elinborg ætlaði i Verslunarskólann en Salóme Ragnheiður og Helga voru að hugsa um að fara i mennta- skóla, en allt var þetta óákveðið. — Eruð þið búnar að fá vinnu i sumar? Ragnheiður var búin að fá garðyrkjuvinnu. Elinborg gat kannski fengið vinnu úti á landi i frystihúsi, en hinar tvær höfðu enga vinnu fengið þó þær hefðu viða leitað. Sögðu þær að erfitt væri að fá sumarvinnu fyrir unglinga, en þeir sem fengju vinnu heföu fengið hana i gegnum kliku. — Nú er síðasta lands- prófi miðskóla að Ijúka. Þeir landsprófsnem- endur sem nú þreyta próf hafa heiðurinn af því að vera þeir síðustu sem það gera. Þjóðviljinn tók nokkra landsprófsnem- endur tali. Það voru þær Elinborg Bárðardóttir, Salome Kristjánsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Helga Guðmunds- dóttir, en þær eru a llar í 9. bekk K í Garðaskóla í Garðabæ. — Hvernig hefur ykkur gengið i prófunum? — Okkur hefur gengið ágæt- lega eða eins og við bjuggumst við. Annars er litið hægt að segja um það, þvi við erum ekki enn búnar að fá einkunnirnar. — Þarf að leggja mikið á sig til að ná sæmilegum einkunn- um? — Bara einsog i venjulegum prófum en fólk þarf ekki að halda að þaö fari eftir gáfum, þvi að hver og einn getur náð landsprófi ef hann leggur sig fram við námið. — Hvaða próf fannst ykkur erfiðast og hvað, fannst ykkur léttast? — Við erum sammála um að saga og stærðfræði hafi verið þyngstu prófin, en enskan létt- ust. Kristin Asmundsdóttir er ein af dyggustu blaðberum Þjóðviljans. Hún segir að blaðburðurinn sé ein besta heilsubót sem hægt sé að hugsa sér. Dregið í blaðberahappdrætti Þjóðviljans á morgun: Sækið strax í Nú eru allra siðustu forvöð fyrir blaðbera Þjóðviljans að krækja sér í miða í Blaðberahappdrætti blaðsins. Dregið verður á morgun, 20. mai. Enn eiga nokkrir blaðberar í Reykjavík eftir að sækja miða sína fyrir síðasta tveggja mánaða timabilið, mars og apríl. Umboðs- menn eru beðnir að hafa samband við afgreiðslu blaðsins strax i dag, ef á þeirra snærum eru blað- berar sem eiga rétt á miðum. Sérhver blaðberi, hvar sem er á landinu, sem borið hefur út Þjóðviljann a.m.k. tvo mánuði frá 1. september í haust, á rétt á einum happdrættismiða f yrir hverja 2 heila mánuði i starfi. Aðalvinningurinn er ferð til Færeyja með blaða manni Þjóðviljans og viku- miöa dag dvöl þar, auk sextán annarra góðra vinninga, en það eru segulbandstæki, útvarpstæki, bækur og hljómplötur. Það er Flug- félag íslands sem hefur verið svo vinsamlegt að greiða fyrir Færeyja- ferðinni. Sækið því miðana ykkar strax í dag — blaðberar. Tryggingabætur víða greiddar út á þriggja mán.fresti Engin lagafyrirmæli hljóða upp á það, að tryggingarbætur skuli greiðast út mánaöarlega, en hins vegar er sú regla viðhöfð, að sá sem bætur á og ber sig eftir þeim mánaðarlega fái þær útgreiddar, þótt svo ekki sé til siðs að greiða þær út mánaðarlega i þvi umboði. Einu ákvæðin í tryggingar- lögunum þessu aö lútandi eru þau, aö ekki skuli liða nema þrir mánuöir á milli bótagreiðslna. Ekki mun Tryggingastofnun rikisins hafa sent út tilskipun til umboðsmanna um aö greiða bætur út mánaðarlega. A mörgum stöðum eru bæturnar aðeins greiddar út á þriggja mánaða fresti, og gefur augaleið að i slfkri verðbólgutið er það hagur bótaþega að fá bæturnar mánaöarlega, og ættu þeir að ganga sig til umboðs- manna og óska eftir þeim viö hver mánaðarmót. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.