Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. mai 1976
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Kitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
IiII JI) MIT.I.I HUGARFÓSTURS OG VERULEIKA ER BREYTT
í útvarpsumræðunum frá alþingi i sið-
ustu viku biðlaði annar ræðumaður Al-
þýðuflokksins, Sighvatur Björgvinss., af
miklum ákafa til bæði Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðubandalagsins um að koma nú i
rikisstjórn með Alþýðuflokknum, og var
ekki annað að heyra á þessum skósveini
dr. Gylfa en húsbóndi hans væri farinn að
,,taka sig til i tauinu” til að setjast i for-
sætisráðherrastólinn.
Slikir eru draumheimar doktors Gylfa
og hans nánustu. Stéttasamvinna og meiri
stéttasamvinna var það eina, sem tals-
maður Alþýðuflokksins hafði fram að
færa, en honum láðist að minnast á það
einu orði, hver ætti að vera stefna slikrar
rikisstjórnar i veigamestu málum.
Talsmaður Alþýðuflokksins virtist hafa
gleymt þvi, eins og húsbóndi hans, doktor
Gylfi, að nokkrar stéttaandstæður væru
fyrir hendi i þjóðfélaginu, — öll vandræðin
i þjóðarbúskapnum stöfuðu bara af
skorti á dugandi einstaklingum, eins og
þeim Benedikt Gröndal og Eggert G. Þor-
steinssyni i stjórnarráðinu!
Þjóðviljinn vill hins vegar i allri vin-
semd benda Alþýðuflokksmönnum á
biðilsbuxum á þá staðreynd, að harla erf-
itt mun reynast að rétta hlut verkalýðs-
stéttarinnar, islenskrar alþýðu, nema
jafnhliða séy gerðar gildar ráðstafanir til
skerða að marki hluta braskaralýðsins og
auðstéttarinnar i heild, þeirrar stéttar,
sem foringjar Sjálfstæðisflokksins eru
helstu pólitisku fulltrúar fyrir.
Þess vegna er það ekkert lausnarorð að
hrópa: Stéttasamvinna, stéttasamvinna.
Þvert á móti verður fyrst að svara
spurningunni, hverjum i hag? Vand-
kvæðin á stjórnarsamvinnu Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðubandalagsins eru ekki
þau, að okkur Alþýðubandalagsmönnum
þyki þeir Geir Hallgrimsson og Gunnar
Thoroddsen svo duglausir eða leiðinlegir
einstaklingar, heldur er það ágreiningur
um stefnu i veigamestu málum, sem
hindrar samvinnu þessara flokka, vegna
þess að þeir gæta gerólikra hagsmuna,
bæði stéttarlega og almennt. Það er
verslunarauðvaldið sem fyrst og fremst
markar stefnu Sjálfstæðisflokksins út frá
sinum hagsmunum. Þjóðlegur innlendur
atvinnurekstur i iðnaði, sjávarútvegi og
landbúnaði er meira að segja hálfgerð
hornreka á góðbúi verslunarauðvaldsins
sem ber Sjálfstæðisflokkinn uppi.
Það dugar skammt fyrir doktor Gylfa
og skósvein hans, að stimpla alla þá
vinstri menn vitgranna eða kjarklausa,
sem ekki vilja skriða upp i sængina hjá
ihaldinu og bæla sig þar, eins og Sighvatur
Björgvinsson gerði i útvarpsræðunni á
föstudaginn var.
Stéttaandstæðurnar i islensku þjóð-
félagi haggast ekkert við slikan boðskap.
Eigi pólitisk samvinna verkalýðs-
hreyfingarinnar og einhvers hluta hins
pólitiska arms atvinnurekendastéttarinn-
ar að takast, þá verður forræði verkalýðs-
stéttarinnar i slikri samvinnu að vera
ótvirætt; til þess að svo megi verða yrði
Sjálfstæðisflokkurinn annað hvort að
breyta um eðli eða skreppa mjög verulega
saman.
Vitin frá viðreisnarárunum eru ekki til
fyrirmyndar, heldur til varnaðar.
Eftirmáli þessa máls er svo sá, að i
útvarpsumræðunum lét annar ræðu-
manna Framsóknarflokksins sig hafa
það, að rugla saman ræðum Sighvats
Björgvinssonar og Lúðviks Jósepssonar
og gera orð Sighvats um þessi efni að
orðum Lúðviks.
Slikt er að sjálfsögðu ekkert annað en
grófustu falsanir. Engu að siður tekur for-
maður þingflokks Framsóknarflokksins
upp sama þráð og skrifar heila forystu-
grein i blað sitt á þriðjudaginn var um til-
vonandi stjórnarsamvinnu Alþýðubanda-
lagsins og Sjálfstæðisflokksins og segir
mikil vonbrigði rikja hjá Alþýðubanda-
lagsmönnum yfir þvi að slik samvinna
skuli ekki komast á strax á morgun.!! Um
allan þennan glórulausa heilaspuna
Þórarins Þórarinssonar er ekki annað að
segja en það,að munurinn á stjórnarsam-
starfi annars vegar Framsóknarflokksins
við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar Al-
þýðubandalagsins við sama flokk, er
reyndar ekki annar en sá, að stjórnar-
samvinna núverandi rikisstjórnarflokka
er bláköld staðreynd, sem enginn sæmi-
legá heill maður kemst hjá að þekkja.
Stjórnarsamvinna Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðubandalagsins er hins vegar hugar-
fóstur eitt, Alþýðubandalaginu óviðkom-
andi, hugarfóstur sem Þórarinn Timarit-
stjóri vill leggja að jöfnu við staðreyndir
til að sætta Framsóknarmenn við núver-
andi hlutskipti sitt.
Hér skal að lokum vitnað til yfirlýsing-
ar, sem Lúðvik Jósepsson gaf, vegna fals-
ana Framsóknarþingmannsins i útvarps-
umræðunum. í yfirlýsingu Lúðvíks segir
m.a.:
„í útvarpsumræðunum, sem fram fóru á
fimmtudagskvöld, hélt Halldór Ásgrims-
son þvi fram, að ég hefði tekið undir hug-
myndir um myndun svonefndrar ,,ný-
sköpunarstjórnar”, þ.e.a.s. stjórnar, sem
mynduð yrði af Sjálfstæðisflokknum, Al-
þýðuflokknum og Alþýðubandalaginu.
Þessi fullyrðing Halldórs er alröng.
Mér hefur ekki dottið i hug að styðja
slika hugmynd, og hef þvi ekkert sagt i þá
átt.”
—k
Sýnishorn
Um helgina var haldin i
Reykjavik láglaunaráðstefna.
Tókst ráðstefnan hið besta, var
áhuginn á ráðstefnunni langt
umfram það sem boðendur
hennar höfðu gert sér fremstar
vonir um og eftir þátttökunni
voru umræður ráðstefnunnar og
niðurstöður.
Þessi ráðstefna hefur vakið
mikla athygli sem vert er og
hafa pistlahöfundar dagblað-
anna m.a. gert hana að umtals-
efni.
Einn þeirra er framsóknar-
maðurinn Svarthöfði, sem skrif-
ar i Visi, það er dimmt inni i
höfðinu á þeim manni svo sem
nafnið bendir til. I umfjöllun
sinni um ráðstefnuna talar hann
með iitilsvirðingu um þá kröfu
ráðstefnunnar að atvinnurek-
endur verði skattlagðir miðað
við iaunagreiðslur til þess að
standa undir kostnaði við fæð-
ingarorlof. Hérfer á eftir sýnis-
horn af skrifum Svarthöfða, —
aðeinstil þess að sýna fram á að
enn er til raunverulegt kolsvart
afturhald á íslandi:
,,Nú mun helst uppi sú hug-
mynd að láta vinnuveitendur
greiöa ákveðiö prósentuframlag
af launagreiðslu, sem síðan
renni til greiðslu handa konum i
óléttufrium. Vinnuveitanda,
sem einungis hefur karlmenn i
vinnu mun eðlilega þykja þetta
nokkuð hart. Svo er um fjöl-
mennar atvinnugreinar eins og i
sjá varútvegi, vegagerð, bif-
vélavirkjun, skipasmiði og
málmsmiði yfirleitt. Það er þvi
gífurlegur fjöldi sem starfar ut-
an við áhættusvið óléttugreina
atvinnuveganna, og vinnuveit-
endur utan óléttugreinanna
munu eflaust öskra hærra en
nýfæddur barnunginn eigi þeir
að fara að borga óléttuskatt af
launum.
Eigi samfélagiö skilyrðislaust
aö sjá fyrir óléttum konum sið-
ustu tvo mánuðina fyrir barns-
fæðingar og mánuð eftir þær
ber að visa þvi máli til Trygg-
ingastofnunar rikisins.”
Hér verður látið staðar numið
með tilvitnum i Svarthöfða, hún
er birt sem sýnishorn um aftur-
haldssjónarmið, en einnig sem
skýring ó einsýni Svarthöfða.
Ilann er sennilega eingetinn —
af karii.
Erkibiskup
Þegar þetta blað kemur út er
þinghaldi lokið. Mörg óafgreidd
mál biða i' skjalahaugum al-
þingis til haustsins og vetrarins
eftir þvi að dustað verði af þeim
rykið og þau lögð fram að nýju.
Eitt þeirra merku þingmála
sem lagt var fyrir alþingi var
frumvarpið um biskupsembætti
á Hólum. Var það greinilega
flutt af tveimur meginástæðum.
Hin fyrri er sú að rikisstjórnin
laldi brýna þörf að fjölga em-
bættum i landinu, Rikiskassinn
svo tómur aö ekkert munar um
aö bæta á hallann nokkrum em-
bættum. Hin sfðari er sú aö með
þvi að stofna biskupsembætti á
Hólum skapast grundvöllur fyr-
ir nýju embætti i viðbót:
Iirkibiskupsembætti.
Bankastjóri
og biskup
Um leið og alþingi fjallaði i
vor um fjölgun biskupsembætta
i landinu um 100% var afgreitt á
alþingi frumvarp um fjölgun
bankastjóra við Búnaðarbank-
ann. Stjórnarandstöðuþing-
menn töldu sist þörf á fjölgun
bankastjóra i iandinu, en stjórn-
arliðiðkeyrði frumvarpið i gegn
af offorsi miklu.
Nú eru þessi tvö mál — bisk-
ups- og bankastjóra nefndhér i
sömu andránni vegna þess að i
þingsölum var hreyft þeirri
hugmynd aö sameina embættin,
að hinn nýi bankastjóri Búnað-
arbankans sæti á Hólum og væri
jafnframt biskup. Rökin meö
þessari hugmynd eru augljós og
þau eru meðal annars viður-
kennd af núverandi rikisstjórn:
Kirkjumálaráðherrann fer
einnig með bankamál og heitir
sá Ólafur Jóhannesson.
Þeirri liugniynd liefur vcrið
lireylt i þingsöluiu að saineina
hin nýju einhætti biskups á llól-
uin ug bankastjóra Búnaðar-
ba iikans.
15 tonn af
dýnamíti
Fyrir allmörgum árum kom
hingað hópur fuglafræðinga frá
Tékkóslóvakiu. Þeir voru varla
komnir til landsins þegar þeir
voru reknir i burtu af stjórn-
völdum sjálfsagt fyrir ábend-
ingar bandarisku leyniþjónust-
unnar sem þá var að skipu-
leggja aðgerðir á Islandi sam-
unber leyniskýrslurnar sem hér
hafa birst.
Allmörgum árum siðar bauð
islenska utanrikisráöuneytið
hingað visindam önnum frá
Tékkóslóvakiu. Þar voru þá
komnir fuglalræðingarnir sem
eitt sinn Tiöfðu verið gerðir
brottrækir. Það var rikisstjórn
Sjálfstæðisflokksins sem bar á-
byrgð á þvi boði. Nú ætlar
Morgunblaðið greinilega aö
koma i veg lyrir að sömu ,,mis-
tökin” hendi Geir Hallgrimsson
og félaga hans, þess vegna beit-
ir þaö sér gegn þvi að hingað
komi nú sovéskir visindamenn.
Einkum óttast Morgunblaðið að
þeir komi hingað með 15 tonn af
dýnamiti. Þessi ótti Morgun-
blaðsins er skiljanlegur i ljósi
reynslu liðins vetrar. Þá reynd-
ist „varnarliðið” haldlaust gegn
bresku ofbeldisskipunum Nú
vill Morgunblaöiö ekki láta vitn-
ast að „varnarliðið” glúpni fyr-
ir 15 tonnum af sovésku dýna-
miti.