Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 1
Einar Ágústsson um viðrœður við Crosland: „Útiloka þær ekki” Frydenlimd mælir með brottköllun herskipanna OSLÓ 19/5 Reuter — NTB — Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra tslands, sagði við komuna til Oslóar á utanrikisráðherra- ráðstefnu Nató-rikja að hann væri ekki mjög bjartsýnn á að tækist að þoka fiskveiðideilu islendinga og breta nær lausn á ráð- stefnunni. Hann sagði einnig, að hann útilokaði ekki að þeir Cros- land, utanrikisráðherra breta, ræddust við sérstaklega á meðan ráðstefnan stæði, en kvað ekkert hafa verið ákveðið um það og að frumkvæðið að slikumfundi yrði að koma frá bretum. Frydenlund utanrikisráðherra Noregs hélt blaðamannafund i dag og var fiskveiðideilan þar aðalumræðuefnið. Frydenlund kvað það myndi hafa jákvæð áhrif til lausnar deilunni að bretar kölluðu herskip sin út úr islensku landhelginni. Hann gaf i skyn að brottköllun herskipanna þyrfti ekki endilega að vera bundin þvi skilyrði, að islensku varðskipin létu bresku togarana óáreitta. Joseph Luns, aðalritari Nató, kvaðst á blaðamannafundi viður- kenna, að honum hefði litið orðið ágengt i þviað miðla málum milli islendinga og breta. Hann mælti með þvi að utanrikisráðherrar breta og islendinga ræddust við sin á milli og margtók fram að ísland væri mjög mikilvægt fyrir Nató. Hann sagðist og vera á móti þvi að kalla fiskveiðideiluna þorskastrið, þvi að með þvi væri of mikið úr henni gert, hér væri alls ekki um strið að ræða, enda gæti svoleiðis ekki skeð milli tveggja Nató-þjóða. 1-0 Glæsilegur árangur isl. landsliðsins Sjá íþróttasíðu Við þinglausnir á Alþingi i gær. Eðvarð Sigurðsson kveður Asgeir Bjarnason, forscta Sameinaðs alþingis. Þinglausnir í gær Þinglausnir fóru fram á Alþingi i gær. Alls höfðu þá verið haldnir 371 þingfundir frá þvi Alþingi kom saman þann 10. október i haust. Það kom fram í ræðu Ásgeirs Bjarnasonar þingforseta við þinglausnir, að á þessu 97. lög- gjafarþingi höfðu alls 108 frum- vörp verið samþykkt sem lög, þar af 14 þingmannafrumvörp. Af 74 þingsályktunartillögum, sem lagðar voru fram voru 18 samþykktar, 1 felld, 9 visað til rikisstjórnar og 46 urðu ekki út- ræddar. Fyrir hönd Alþingis þakkaði Ásgeir Bjarnason, varðskips- mönnum sérstaklega fyrir gifturik störf á liðnum vetri og árnaði þeim heilla. Þá árnaði hann þingmönnum heilla og þakkaði samstarf. Lúðvik Jósepsson þakkaði þing- forseta fyrir hönd þingmanna. Siðan sleit forseti íslands, doktor Kristján Eldjárn þingi. Kosning í Húsnœðis málastjórn t fyrrinótt var á fundi Sameinaðs alþingis kosið i Húsnæðismálast jórn til fjögurra ára frá 1. júni 1976 —■ 1. milj onir 1400 í almennum júni 1980, að viðhafðri hlutfalls- kosningu. t Húsnæðismálastjórn eiga sæti 7 þingkjörnir fulltrúar og komu fram þrir listar. Rikisstjórnarflokkarnir buðu fram sameiginlegan lisa, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra annan lista og þingmenn Alþýðuflokksins þann þriðja. Þegar kosning fór fram voru 38 stjórnarþingmenn staddir i þingsalnum, 13 þingmenn frá Alþýðubandalaginu og Samtökunum og allir 5 þing- menn Alþýðuflokksins. Atkvæði voru greidd skrif- lega, og kom það á óvart, aö i kosningunni fékk Alþýðuflokk- urinn allt i einu 7 atkævði i stað 5, og stjórnrflokkarnir 36 atkvæði i stað 38. Listi Alþýðu- bandalagsins og Samtakanna fékk 13 atkv. Þarna hafði Alþýöuflokkurinn greinilega tryggtsér 2 1iðsmenn úr stjórnarherbúðunum og varð það til þess, að fulltrúi Alþýðu- Framhald á bls. 14. 39 bretar eru viö veiöiþjófnað á svæðinu frá Hvalsbak og norður úr. Rólegt hefur verið á miðunuin. Afli trcgur. 12 v- þjóðverjar eru að veiöum hér við land þessa stundina, 4 belgar og einn færeyingur. Flogið hefur fyrir, að skipa- smiðastöðin i Arhus, sú er byggði Tý, hafi boðist til þess að taka skipið þegar i kvi og skipta þar um skrúfu á þvi á svo sem viku- tima. Talsmenn Landhelgis- gæslunnar mótmæltu þessu i gær er þeir voru inntir eftir. Sögðu þeir að allt væri gert til þess, að Týr mætti sem fyrstkomast ifullt gagn. Aldrei eins stór hluti bátaflotans bundinn og nú Verður auglýst eftir bátum til rœkju- og loðnuveiða? Ef að likum lætur, mun sjávarútvegsráðuneytið innan tiðar auglýsa eftir bátum til til- raunaveiða á loðnu og úthafs- rækju. Verða væntanlcga teknir 5 bátar á leigu til loðnuveiða en þrir til rækjuveiða. Vitað er að færri bátar munu fara á troll i sumar en verið hefur vegna þess að oliukostnaður af slikum veiöiskap er mjög mikill en afraksturinn oft á tiðum litill. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, form. LIÚ, er enn iatt vitað um verkefni handa bátaflotanum i sumar. 'Sagði Kristján að vissulega hefði ár hvert verið bundinn nokkur hluti bátaflotans að lokinni vetrar- vertið, en aldrei þó eins mikill hluti hans og nú. —úþ Chile-réttar- höldin í Osló — sjá opnu póstbréfum Orlofsdeild Pósts og sima hefur undanfarna daga vcrið að greiða orlofsfc út og verða að þessu sinni greiddar út 1400 miljónir króna. Og þessar 1400 miljónir eru sendar til cigenda sinna i ávisananformi i almennum póst- brcfum, ekki ábyrgðarbréfum cins og vanalcga er gcrt þegar peningar cru sendir i pósti. — Það yröi miklu dýrara og snúningssamara sagði Þorgeir Þorgeirsson, yfirmaður orlofs- deildar pósts og sima, þegar við spurðum hann að þvi hvers vegna allt þetta fé væri ekki sent i ábyrgðarbréíum, enda ávis- anirnar 55.000 talsins, Þorgeir sagði að ekki væru mikil brögð að þvi að orlofsávis- anir týndust i almenna póstinum, þó hefði það komið fyrir og eins hefði það einnig komið fyrir að ávisanir hefðu lent hjá röngum aðila sem tekist hefði að svikja peningana út, en slik tilfelli væru sárafá. Sagði hann að orlofsdeildin legði það fyrir gjaldkera að krefjast persónuskilrikja af eig- endum ávisananna og sagðist Framhald á bls. 14. Friðrik féll á tima. Allir fjórir verða að tefla upp á vinning i siðustu umferðinni. Frásögn GSP ýrá Amsterdam. SJÁ 3. SÍÐU Friðrik féll sekúndubroti á undan Browne.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.