Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. mai 1976 1moO\ 11..I1N.N — Sll)A 7 Serinn 1 BURT F "jKB rjn^>u| I mM „Látum enga karbita, kissing- ara eöa aðra kúkalabba ráða okkar lifi. Stöndum saman. Verjum land og þjóð. Takmarkið er Island úr Nató, herinn burt. Alþýðubandalag Vestmanna- eyja.” „ísland úr Nató, herinn burt. tsland fyrir islenskan verkalýöog vinnandi alþýðu. Herstöðva- andstæðingar Borgarfirði eystra.” „Styðjum hvert stigiö skref i göngunni. Myndum breiðfylkingu gegn auðvaldinu. tsland úr Nató - óskertan verkfallsrétt - jafnrétti til náms - lifi tsland alþýðunnar. Félag islenskra námsmanna Kaupmannahöfn.” „Sendum göngufólki og herstöðvaandstæðingum um allt land baráttukveðjur.l baráttunni gegn Nató og hernum er virk fjöldabarátta eina leiðin til sigurs. Látum þvistofnun öflugra liðsmannasamtaka verða okkar næsta skref. tsland úr Nató - herinn burt. Gegn striðsundir- búningi og yfirgangi risaveld- anna. Gegn heimsvaldasteftiu, gegn fasisma, verndum sjálfs- ákvörðunarréttinn. Island fyrir islenskan verkalýð og vinnandi alþýðu. Suðurnesjadeild Komm- únistaflokks Islands (m-1).” „Sendi samherjum baráttu- kveðjur og hamingjuóskir. Bryndis Schram.” Baráttukveðjur til Kefla- víkurgöngu „NATÓ er hœttulegt fólkinu í landinu, fuglunum í loftinu og fiskunum í sjónum A fundinum á Lækjartorgi i lok Keflavikurgöngu á laugardaginn las Andri fsaksson fundarstjóri upp u.þ.b. 60 skeyti og kveðjur sem fundinum bárust úr öllum landshlutum. Við birtum hér á eftir þau skeyti sem ekki hafa birst áður. „Baráttukveðjur til ykkar seni svo mikið hafið lagt á ykkur fyrir landið okkar. Gamlir hvergerð- ingar.” „Sendum Keflavikurgöngunni baráttukveðjur og lýsum fyllsta stuðningi við kröfu hennar um úr- sögn úr Nató og herinn burt. Al- þýðubandalag Ölafsvikur.” „Sambandsstjórnarfundur Iðn- nemasambands tslands haldinn 15/5 1976 lýsir yfir fylista stuðn- ingi við aðgerðir hernámsand- stæðinga. fslendingar. Berjumst fyrir heiðri lands vors. Burt með hina aldarfjórðungs smán af Mið- nesheiði. Island fyrir islendinga. Úr Nató— herinn burt.” „Samband ungra jafnaðar- manna sendir herstöðvaandstæð- ingum. baráttukveðjur og lýsir eindregnum stuðningi sinum við kröfur dagsins. Gangan mikla i dag var sigur þeirra sem vilja berjast fyrir brottflutningi bandariska herliðsins frá Islandi og eru andvigir hernaðarbanda- lögum og hervaldi. Höldum á- fram á sömu braut og linnum ekki baráttunni fyrr en fullnaðarsigur er unninn. Stöndum saman undir kröfunum : fsland úr Nató — her- inn burt.” „Brjótum af okkur erlent sem innlent kúgunarvald. Komum i veg fyrir svik i landhelgismálinu. Burt með rikisstjórn Nató. Al- þýðubandalagið i Reykjavik.” „Styðjum baráttu ykkar fyrir úrsögn tslands úr Nató og brott- rekstri hersins. Niður með öll hernaðarbandalög. Niöur með heimsvaldastefnuna. 60 islend- ingar i' Lundi.” „Lýsum stuðningi okkar við Keflavikurgöngu 1976. Herinn burt. Hásetar, stýrimenn og leið- angursmenn á rannsóknaskipinu Hafþör.” „Berjumst til sigurs gegn Nató og bretanum. Starfsmenn strand- stöðvanna Hornafirði og Nes- kaupstað.” „Styðjum ykkur i baráttunni, herinn burt, tsland úr Nató. Enga samninga við breta. Skipshöfnin skuttogaranum Bjarti.” „Heimsfriðarráðið óskar mót- mælagöngu frá Keflavi'k til Reykjavikur besta árangurs. Mótmæli ykkar er mikilvægur þáttur i starfsemi miljóna manna um allan heim sem hafa tekið saman höndum i baráttu fyrir af- vopnun i anda nýja Stokkhólmsá- varpsins. Romesh Chandra aðal- ritari.” „Nató er hættulegt fólkinu i landinu, fuglunum i loftinu og fiskunum i sjónum. Baráttu- kveðjur. Herstöðvaandstæðingar i Flatey á Breiðafirði.” „Sendum ykkur okkar bestu baráttukveðjur i tilefni þessarar miklu göngu. Við litum það „al- varlegum augum” að allt samn- ingabrölt við breta kemur ekki til greina og þjóðin mun risa upp. Vinnuflokkur Páls Guðfinnssonar RARIK.” „Baráttukveðjur i tilefni dags- ins. Herinn burt og tsland úr Nató. Alþýðubandalagið Dala- sýslu og aðrir hernámsandstæð- ingar.” „Sendum ykkur baráttu- kveðjur. Berjumst til sigurs fyrir málstað okkar. Alþýöubanda- lagið i Neskaupstað. „Baráttukveðjur. tsland úr Nató — herinn burt. Rauð æska, félag ungra kommúnista.” „Kær kveðja, herinn burt. Alþýðubandalag Vestur-Húna- vatnssýslu.” „Félagar Nató-andstæðingar. Til hamingju með daginn. Fram til baráttu fyrir stofnun liðs- mannasamtaka. tsland úr Nató — herinn burt. Kommúnistaflokkur tslands (m-1).” „Einlægar baráttuk veðjur. Hreinn Ragnarsson Laugar-' vatni.” „Gangið heil, herinn burt, úr Nató. Kærar kveðjur. Alþýðubandalag Mýrdæla.” „Andmælum hersetunni, Nató- samningnum og hverskyns undir- lægjuhætti við breta i landhelgis- málinu. tsland úr Nató — herinn burt. Vinnuflokkur RARIK Vatnshömrum Borgarfirði.” „Stjórn, varastjórn og fulltrúa- ráð Alþýðubandalagsins á Siglu- firði sendir eldheitar baráttu- kveðjur til göngumanna og annarra herstöðvaandstæðinga og minnir á að eftir birtingu leyniskýrslna bandarikjamanna um inngönguna i Nató og upp- komu herstöðvarinnar á Miðnes- heiðisvoog atburði siöustu daga i landhelgi tslands hafa aðstæður til baráttunnar gegn hernáminu aldrei verið betri og sýna áð rök þau sem herstöðvaandstæðingar hafa notað frá 1949 eru enn góð og gild. Burt með herinn, burt úr Nató.” „Sendum ykkur baráttu- kveðjur. Herstöðvaandstæðingar Homafirði”. „Hópur seyðfirðinga sem byggir tilverurétt sinn á lýð- frjálsri islenskri stjórnskipan með nýtingu sjávarafurða sem grundvallaruppbyggingu is- lenskra atvinnuvega sendir kveðju sina og tekur undir kröfu ykkar um brottvisun hersins og úrsögn úr Nató. Sendum göngu- mönnum þakklæti og viröingu okkar. Gisli Sigurðsson." „Lýsum yfir stuðningi við aðgerðir ykkar. tsland úr Nató — herinn burt. Stjórn Félags islenskra námsmanna Osló.” „Sendum ykkur baráttu- kveðjur. Við styðjum aðgerðir ykkar heilshugar. tsland úr Nató — herinn burt. Gegn ásælni risa- veldanna. Aku rey r ard eild Kommúnistaflokksins.” „Sendum ykkur bar- áttukveðjur. Hernámsandstæð- ingar Reykhólum Austur-Barða- strandasýslu.” „Sendum Keflavikurgöngunni og herstöðvaandstæðingum öllum baráttukveöjurmeðvon um mika oggóða samstöðu. lsland.úr Nató — herinn burt. Alþýðubandalags- félag Seyðisfjarðar.” „Eflum baráttuna nú þegar. Eðli Natóaðildarinnar er öllum ljóst. Námsmenn og vinnusalar i Stokkhólmi.” „Sendum baráttukveðjur. Alþýðubandalagsfélag tsa- fjarðar.” „Lýsum fullum stuðningi við kröfur dagsins. tsland úr Nató — herinn burt. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins.” „Sendum göngumönnum og öðrum herstöðvaandstæðingum baráttukveðjur. Látum þessar aðgerðir i dag verða okkur hvatning til enn öflugri baráttu gegn allri heimsvaldastefnu og striðsundirbúningi. Vinnum ötul- lega að stofnun samtaka her- stöðvaandstæðinga sem verði öflugt tæki á baráttu okkar. Gegn ásælni og forréttindum heims- valdastefnu. tsland úr Nató — herinn burt. Hópur herstöðvaand- stæðinga á Suðurnesjum. „Upprætum þjóðarmeinið. Tökum heilshugar undir kjörorð göngunnar. Gegn herstöðvum. gegn Nató. Baráttukveðjur. Alþýðubandalagið Akureyri.” „Hugheilar baráttukveðjur. Megi guð vors lands styrkja yður öll i baráttu fyrir sjálfstæði lands og þjóðar gagnvart undirlægju- hætti stjórnvalda i þágu erlends valds. lslensk þjóð þeir sviku þig og sjá, þinn afli brást. Úr Nató, herinn burt. Alþýðubandalagið Skagaströnd.” „Lýsum fullum stuðningi við aðgerðir dagsins. Berjumst á öllum vigstöðvum fyrir brottför hersins og úrsögn úr Nató þar til sigur vinnst. Alþýðuleikhúsið Akureyri." „Burt með hermangarastiórnog Natóleppa. Söknum þess að vera ekki með ykkur i dag. Baráttu- kveðjur. Herstöðvaandstæðingar tsafirði.” „Heill og heiður fylgi starfi ykkar. Kristján frá Djúpalæk.” „Sendum göngumönnum baráttukveðjur. Strandamenn á leið norður i bil nr. X-1130.” „Baráttukveðjur. tsland úr Nató - herinn burt. Félag ungra jafnaðarmanna i Reykjavik.” „Berjumst til þrautar. Herinn burt - ísland úr Nató. Baráttu- kveðjur. Kennarar i Neskaup- stað.” „Hernámsandstæðingar Siglu- firði senda Keflavikurgöngu 1976 baráttukveðjur. tsland úr Nató herinn burt.” „Baráttukveðjur. tsland úr Nató -herinn burt. Hópur farand- verkafólks og sjómanna Vest- mannaeyjum.” „Sendum baráttukveðjur. Stefnum að lokasigri. Samtök frjálslyndra og vinstrimanna i Vestmannaeyjum.” Tölva í þágu lungna- rann- sókna Samtök astma- og otnæmis sjúklinga alhentu Lands- spitalanum. rannsóknarstofu i lungnalysiologiu. þ. 30.4. s.l. mjög fullkomna tölvu. að verðma'ti utn kr 500 þusund. Tölvan auðveldat mjög mikið utreikninga á flokn um tölulegum formulum i sam- bandi við rannsóknir. sem varða nákvæma greiningu á þyðingar- miklum atriðum við akvarðanir um heilsularsástand lungnasjúkl- inga. Magnús Konráðsson. formaður samtakanna og stjórnarmeð- limirnir Ingibjörg Jónasdóttir. Hjördis Þorsteinsdóttir og Orla Nielsen afhentu gjöfina. en Tryggvi Asmundsson la'knir og Georg Lúðviksson tóku við henni fyrir spitalans hönd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.