Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. mai 1976 t>J<)DVlL.llXX — SiDA 1
Fyrsti sigur íslendinga yfir norömönnum á útivelli í gærkveldi
Þrumufleygur Ásgeirs
tryggöi íslenskan sigur
Hann skoraði af 25-30 m. færi á 55. mín. leiksins — íslenska
liðið sýndi storleik og átti meira í leiknum en norðmenn
Fyrsti sigur islendinga yfir norðmönnum á útivelii i knattspyrnu átti sér
stað i gærkveldi þegar islendingar sigruðu norðmenn 1:0 á Ulleval-leik-
vangnum í ósló. Og það var þrumufleygur frá Ásgeiri Sigurvinssyni sem
tryggði sigurinn. Ásgeir fékkboltann á miðjum vallarhelmingi norðmanna,
lék með hann nokkra metra i átt að marki norðmanna en hleypti þá af og
hár snúningsbolti hans hafnaði efst i markhorninu, alls óverjandi fyrir
norska markvörðinn og sjálfsagt hvaða markvörð sem er. Ásgeir var
áberandi besti maður vallarins, sá isl. leikmaðurinn sem norðmenn réðu
ekkert við og hann var potturinn og pannan i öllum sóknarlotum islenska
liðsins en undir lok leiksins, þegar um það bil 5 minútur voru eftir varð
Ásgeir að yfirgefa leikvanginn vegna smávægilegra meiðsla og inn kom
ólafur Júliusson. Undir lok leiksins var komin mikil örvænting i leik norð-
manna og reyndu þeir allt sem þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki,
islenska vörnin með Jóhannes Eðvaldsson i broddi fylkingar gaf hvergi
eftir og fyrsti sigur islendinga yfir norðmönnum á útivelli varð staðreynd.
Fyrri hálfleikurinn var mjög
jafn. Bæði liöin áttu ágæt mark-
tækifæri, til að mynda var Jó-
hannes Eðvaldsson nærri þvi að
skora með þrumuskoti i fyrri
hálfleik en norski markvörðurinn
náði að verja af snilld.
I siðari háífleik áttu islendingar
einnig nokkur góð færi og hver
sóknarlotan á fætur annari dundi
á norska markinu um miðjan
hálfleikinn, en þá var eins og
norðmenn væru að gefast upp, en
undir lok leiksins náðu þeir að
rétta aðeins úr kútnum og áttu þá
tvö mjög góð marktækiíæri sem
þeim mistókst að nota.
tslenska liðið i gær var þannig
skipað: Sigurður Dagsson, Ólafur
Sigurvinsson, Marteinn Geirsson,
Jóhannes Eðvaldsson, Jón
Pétursson, Guðgeir Leifsson, Ás-
geir Sigurvinsson, Árni
Sveinsson,. Teitur Þórðarson og
Matthias Hallgrimsson. Seint i
leiknum kom svo Óskar
Tómasson inn fyrir Teit ogólafur
Júliusson fyrir Asgeir Sigur-
vinsson.
Það var samdóma álit þeirra
sem áau leikinn að sigur islend-
inga hefði verið sanngjarn og
liðinu var klappað lof i lófa af
hinum 10 þúsund áhorfendum
sem horfðu á leikinn, þegar það
gekk af leikvelli.
Veður var mjög gott i ósló i
gær, 25 stiga hita og logn. Hins-
vegar var völlurinn slæmur,
harður en svo að segja graslaus
og sögðu islensku leikmennirnir
að hann væri engu betri en
Laugardalsvöllurinn var i fyrra
þegar UEFA bannaði að fleiri
landsleikir færu fram á honum i
þvi ástandi sem hann var i þá.
Norðmenneru æfir
Það verðtir ekki gaman
fyrir norsku landsliðsmennina
og forystumenn þeirra að lesa
norsku blöðin i dag ef marka
má tóninn i NTB-fréttastof-
unni norsku i gærkveldi. i
fréttaskeytinu segir að ,,leik-
urinn hafi verið jarðarför
knattspyrnunnar”, „kolsvört
vitleysa” og að „verri leik geti
norska liöið ekki sýnt, það sé
þó alltaf bót i máli að neðar
fari það ekki”. Þá segir að 10
þúsund áhorfendur hafi „öskr-
aö og pipt á norsku leikmenn-
ina, þegar þeir yfirgáfu leik-
vanginn”. Þá segir einnig að
„enginn norsku leikmannanna
hafi lcikið viö getu”.
Margt fleira er i svipuðum
dúr. Það cr stundum sagt um
okkur isl. iþróttafréttamenn-
ina að við séum með þjóð-
ernishroka og sifelldar af-
sakanir þegar illa gengur hjá
landanum. Við erum greini-
lega lirein börn samanboriö
við norðmennina. ____ S.dór.
Asgeir Sigurvinsson besti maður vallarins, i landsleiknum i gærkveldi,
skoraði sigurmark Islands með skoti af 30 m. færi á 55. min.
Vormót ÍR í kvöld:
Islandsmet strax
á fyrsta mótinu?
Fyrsta frj'alsíþr'ottamöt
sumarsins fer fram i kvöld á
Melavelli i Reykjavik, en það er
Vormót IR, sem jafnan hefur ver-
ið fyrsta mót sumarsins undan-
farin ár. BUist er við mjög
skemmtilegri keppni og góðum
afrekum, enda héfur frjáls-
iþróttafólk okkar æft betur i ár en
nokkru sinni vegna ÓL-ársins.
Margir hafa dvalist erlendis vik-
um saman i vetur og vor, flestir
eru komnir heim aftur, en
einhverjir eru þó ytra ennþá.
Sumir spá þvi að tslandsmet
sjái dagsins ljós strax á fyrsta
mótinu. Margir munu eflaust
fylgjast vel með Hreini Halldórs-
syni i kúluvarpinu, og eins búast
menn við meti hjá Ingunni
Einarsdbttur i 400 m. hlaupi,
Mótiö hefst kl. 19.30 og fer fram
á Melavelli eins og áður segir.
—S.dór
Ingunn Einarsdóttir, sögð i mjög
góðri æfingu
A morgun:
Landsleikur í hand
knattleik við
Ibandaríkjamenn
Tveir islenskir ieikmenn fengu
að sjá gula spjaldið hjá v-þýska
dómaranum Claus Olsen, þeir
Ásgeir Sigurvinsson á 33. miin, og
Marteinn Geirsson á 48. min.
Akveðið hefur verið að opin-
ber landsleikur i handknatt-
leik fari frani i Laugardals-
höllinni á inorgun, föstudag og
verður hann gegn bandaríkja-
niönnuin, sem eru hér með lið
sitt i æfingabúðum. llin nýja
landsliðsnefnd hefur valið lið
fyrir leikinn. sem er fyrsta
liðið seni nefndin velur og mun
liðið sjálfsagt koina mörgum á
óvart eu það verður þannig
skipað:
Guðjón Krlendsson. Fram,
Rirgir Finnbogason. FH. Arni
I n d r i ð a s o n. G ró 11 u ,G e i r
llallsteinsson Kll Viðar
Simonarson FH. Steindór
Gunnarsson Val. Pálmi
Pálmason Fram. Pétur
Jóhánnsson Fratn, Hörður
Sigmarsson Haukum, Þor-
bergur Aðalsteinsson Vikingi.
Bjarni Guðmundsson Val.
Þórarinn Ragnarsson FH.
S.dór
Liverpool sigraöi
í UEFA- bikarnum
Liverpool, ensku meistar-
arnir i knattspyrnu urðu
sigurvegarar i UEFA-bikar-
keppninni i gærkveldi þegar
liðið náði jafntefli i siöari
leiknum við FC Bruggc frá
Belgiu. Liverpool sigraði i
fyrri leiknum 3:2.
Keven Keegan skoraði mark
Liverpooi i fyrri hálflrik en
mark Brugge var skorað á
undan. úr vitaspyrnu.