Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. mai 1976 |>.K)DVILJ1NN — SiDA r.t Útvarpsleikritiö í kvöld: Tevje og dætur hans Fimmtudaginn 20. mai kl. 20.20 verður flutt leikritið „Tewje og dætur hans” eftir jiddiska rithöfundinn Scholom Aleichem. Þýðinguna gerði Halldór Stefánsson, en leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Með helstu hlutverkin fara: Þor- steinn ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Kristin Anna Þórarinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ævar Kvaran og Gisli Alfreðsson. Þetta er endurflutningur leiksins. llonum var fyrst útvarpað á annan i jóluin 1965. Scholom Aleichem fæddist i Perejeslav i Úkrainu árið 1859. Hann gerðist blaðamaður 18 ára gamall og tæplega þritugur var hann orðinn eigandi og ritstjóri blaðs i Kiev. Aleichem flutti til Bandarikjannaárið 1905 og var búsettur þar upp frá þvi. Hann lést á ferðalagi i Kaupmanna- höfn 1916. Efnið i sögur sinar og leikrit sækir Aleichem i lifsbarattu gyðinga i Austur-Evrópu og inn- flytjenda úr þeim hópi til Bandarikjanna. Hann skrifaði reyndar fá leikrit, en fjöldann allan af sögum, sem margar hverjar hafa verið búnar til flutnings á leiksviði. Persónur Aleichemseru yfirleitt fábrotið, góðhjartað fólk, en dálitið út undir sig. Frægust þeirra hefur orðið Tewje, mjólkurpóstur. Hann er starfsamur en fátækur og setur allt sitt traust á Drottin, sem hann talar við um vandamál sin, likt og Kritrún i Hamravik i sögu Hagalins. Hann á myndarlegar dætur, en það er ekki tekið út með sæld- inni að sjá þeim fyrir gjaforði. Söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu var gerður eftir leik- ritinu um Tewje og frumsýndur á Broadway 1964. Þjóðleikhúsið sýndi hann fyrir nokkrum árum, og hann hefur farið sigur- för viða um lönd. Af öðrum leik- ritum Aleichems má nefna Erfitt að vera gyðingur, sem flutt var á jiddisku i London 1959. Leikstjórinn Flosi ólafsson, ásamt tæknimanni, við upptöku á „TEVJE OG DÆTUR HANS #útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.20. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund harnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir les söguna „Þegar Frið- björn Brandsson minnkaði” eftir Inger Sandberg (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Viðsjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Guðmund Hallvarðsson um málefni aldraðra sjó- manna. Tónleikar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Koeck- ert-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 77 i C- dúr, „Keisarakvartettinn”, op. 76 eftir Haydn. Isaac Stern og Filadelfiuhljóm- sveitin leika Fiðlukonsert nr. 22 i a-moll eftir Viotti, Eugene Ormandy stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Gest- ur i blindgötu” eftir Jane Blackmore. Þýðandinn, Valdis Halldórsdóttir, les (9). 15.00 Miðdegistónicikar. Gabor Gabos og Sinfóniu- hljómsveit ungverska út- varpsins leika Pianókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók, György Lehel stjórnar. Leo- pold Stokovski stjórnar flutningi hljómsveitar á ballettmúsikinni „Petrou- shku” eftir Igor Stravinsky. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. Sig- rún Björnsdóttir sér um timann. Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri endar upp- rifjun minninga sinna (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Svipast um á Suöur- landi. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri ræðir við Sigurjón Árnason oddvita i Hrólfstaðahelli á Landi. 20.00 Gestir i útvarpssal: Ein- ar Jóhannesson og Philip Jenkins leika sónötu fyrir klarinettu og pianó op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. 20.30 Leikrit: „Tewje og dæt- ur hans” eftir Scholom Alei- chem. Áður útvarpað 26. des. 1965. Þýðandi: Halldór Stefánsson. Leikstjóri: Baldvin Halldörsson. Per- sónur og leikendur: Tewje/ Þorsteinn ö. Stephensen, Golde, kona hans/ Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Tzeitl/ Kristin Anna Þórarinsdótt- ir, Hodel/ Margrét Guð- mundsdóttir, Lazar Wolf, slátrari/ Ævar Kvaran, Feferel/ Gisli Alfreðfeson. Aðrir leikendur: Jóhanna Norðfjörð, Ilelga Bach- mann, Róbert Arnfinnsson, Jón Sigurbjörnsson, Jón Júliusson, Sigriður Þor- valdsdóttir, Hugrún Gunn- arsdóttir, Valgerður Dan og Bryndis Pétursdóttir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Haralds Björns- sonar. Höfundurinn, Njörð- ur P. Njarðvik, les (23). 22.40 Létt rnúsik á siðkvöldi. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. ímyndunarveikin frumsýnd í kvöld imyndunarveikin á íslandi Fyrsta sýningin á Imyndunar- veikinni hérlendis mun hafa verið fyrir 90 árum, er Gleðileikja- félagið undir forystu Guðlaugs Guðmundssonar sýndi leikinn i samkomuhúsinu Glasgow i Reykjavik. Guðlaugur lék sjálfur Argan, en Toinette var leikin af Arna Eirikssyni, 16 ára gömlum. Árni Eiriksson var hins vegar i hlutverki Argans, er Leikfélag Reykjavikur sýndi Imyndunar- veikina i fyrsta skipti, 1910. Stefania Guðmundsdóttir lék þá Toinette, en leikstjóri var Jens B. Waage. Leikritið var siðan sýnt öðru hverju næstu árin hjá Leik- félaginu og naut mikilla vinsælda. Árið 1922 hefur Friðfinnur Guðjónsson tekið við hlutverki Argans, en verkið var þá sýnt i tilefni 300 ára minningar Moliferes og Stefania er einn i hlutverki Toinette. Aratug siðar er það sýnt undir stjórn Haraldar Björns- sonar: Friðfinnur er aftur i hlut- verki Argans, en Arndis Björns- dóttir leikur Toinette. Siðan hefur leikurinn ekki verið sýndur hjá LR en var sem fyrr segir fluttur i Þjóðleikhúsinu 1951. Af öðrum verkum Moliers, sem sýnd hafa verið hérlendis má nefna George Dandin, eigin- maður i öngum sinum, sem Þjóð- leikhúsið sýndi 1960, Hrekkjar- brögð Scapinsvorusýnd hjá LR, 1919, og Poul Reumert og Anna Borg léku á dönsku kafla úr Tar- tuffe, 1929 i Iðnó. Þá hafa nokkur leikrit Molieres verið sýnd á Herranótt svo sem: Uppskafn- ingurinn og Aurasálin. Nokkur leikrita hans hafa verið flutt i útvarp. Moliere Moliére hét réttu nafni Jean Baptiste Poquelin. Hann fæddist i Paris 1622, sonur vel efnaðs vegg- fóðrara og var settur til mennta. Að loknu lögfræðiprófi snýr hann hins vegar baki við þessu umhverfi, þá 21 árs að aldri og gerist leikari. Hann stöfnaði ásamt Madeleine Béjart leikflokk i Paris en sá flokkur varð fljót- lega gjaldþrota. Þá gengu þau i farandleikflokk og á árunum 1645- 58 er Moliere á stöðugum ferða- lögum með leikflokknum, sem hann varð fljótlega forvigis- maður fyrir. Það er á þessum árum, sem hann tekur til við að semja gamanleiki og öfluðu þeir flokknum svo mikilla vinsælda, að þegar leikararnir komu til Parisar 1658 og sýndu við hirðina fyrir Loðvik 14., tók hann þá upp á sina arma og útvegaði þeim leikhús i Paris. Flokkurinn lék undir forystu Moliéres allt til 1673, að Moliére lést, eftir sýningu á ímyndunarveikinni, þar sem hann lék Argan. Leikflokkurinn sameinaðist siðan öðrum leik- flokki i borginni og Comédie Francaise var stofnað. Meðal frægustu verka Moliéres auk þeirra, sem nefnd hafa verið hér að ofan eru Mannhatarinn, Broddlóurnar, Eiginkvenna- skólinn og Don Juan. Moliére varð iðulega fyrir barðinu á öfundarmönnum i lifanda lifi, enda var hann óvæginn i ádeilu verka sinna, þar sem hann gerir óspart grin að tviskinnungshætti, menntahroka, trúarhræsni og tepruskap samtiðar sinnar. Hann þykir merkasti gamanleikja- höfundur frakka og þótt viðar væri leitað, enda verk hans meðal mest leiknu leikhúsverka um viða veröld enn þann dag i dag. I kvöld verður tmyndunarveiki Moliéres frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins en þetta verk hefur öðlast meiri vinsældir hér- lendis en nokkurt annað verka hans. Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson en leikmynd og búninga gerir skoskur leik- myndateiknari Alistair Pow'ell, sem er gestur Þjóðleikhússins i þessari sýningu en starfar annars við Tröndelag Teater i Þránd- heimi. Notuð er þýðing Lárusar Sigurbjörnssonar og Tómasar Guðmundssonar. Tónlistin i sýningunni er eftir Jón Þórarins- son og er hún að nokkru byggð á frönskum og spönskum þjóðlög- um. Dansar eru eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. Með aðalhlutverkin, Argan, hinn imyndunarveika og Tonette, vinnukonu hans, fara þau Bessi Bjarnason og Herdis Þorvalds- dóttir. Sigrlður Þorvaldsdóttir leikur Béline, seinni konu Argans, Árni Tryggvason Béralde, bróður hans og Anna Kristin Arngrims- dóttir og Randver Þorláksson leika elskendurna ungu Ange- lique og Cléante. Aðrir leikendur eru Baldvin Halldórsson (herra Diafoirus) Jón Gunnarsson (Tómas Diafoirus) Rúrik Haraldsson (Purgon) Sigurður Skúlason (Bonnefoy) Bjarni Steingrimsson (Fleurant) og Kristin Jónsdóttir (Louison litla). Þrir dansarar dansa i sýningunni. þau Ingibjörg Björnsdóttir, Ólafia Bjarnleifsdóttir og Orn Guðmundsson. Þá syngur Ingi- mar Sigurðsson hlutverk Plichinelle á milli atriða. Sjö manna hljómsveit undir stjórn Carls Billich leikur undir. Þetta er i annað skipti sem Þjóðleikhúsið sýnir Imyndunar- veikina, hún var áður sýnd fyrir 25 árum undir stjórn Óskars Borg. Þá lék Lárus Pálsson Argan og Anna Borg lék gestaleik i hlutverki Toinette, sem Sigrún Magnúsdóttir tók siðar við af henni. Frumsýningin á lmyndunar- veikinni er sem fyrr segir á fimmtudagskvöld kl. 20 en ráð- gert er að sýna verkið fram i miðjan júnimánuð og fara þá með það i leikför um landið. Anna Kristin Arngrimsdóttir (Angelique, dóttir Argans) Bessi og Herdis. Baldvin Ilalldórsson (Diafoirus læknir), llerdis Þorvaldsdóttir (Toinette). Bessi Bjarnason (Argaii), Randver Þorláksson (Cléante), Anna Kristin Arngrinisdóttir( Angelique) og Jón Gunn rsson (Tómas Diafprius)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.