Þjóðviljinn - 23.05.1976, Page 11
Sunnudagur 23. maJ 1976 1 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Milos Forman, höfundur
myndarinnar; hann þekkir til bæði
fyrir austan og vestan
hins vegar ákveðið aö leikin skuli
létt' tónlist. Þegar McMurphy
styngur upp á þvi að kveikt skuli
á sjónvarpinu bendir ungfrú
Ratched honum á að dagskráin á
hælinu sé gerð með velferð sjúkl-
inganna i huga og röskun á henni
geti haft illt i för með sér, en i
nafni lýðræöisins fer fram at-
kvæðagreiðsla. Aðeins einn sjúkl-
inganna auk McMurphy hefur
hugrekki til að bjóða ungfrú
Ratched byrginn, þótt alla langi
til aö horfa á þáttinn i sjónvarp-
inu. McMurphy tekst um siðir að
fá meirihluta viðstaddra til þess
að rétta upp hönd. En það dugir
ekki, þvi samkvæmt lýðræöis-
kennd ungfrú Ratched verður
hann einnig að sannfæra óvitana,
sem hvorki geta skilið neitt né
tjáð sig, til þess að breytingin nái
fram að ganga. Og vegna hinna
heyrnardaufu spilar ungfrú
Ratched tónlistina svo hátt að
ekki heyrist mannsins mál.
McMurphy er ekki neinn spá-
maður i þessum félagskap. Sjúkl-
ingarnir dá hann vegna þess að
hann hefur kjarkinn, sem þeir
hafa glatað. Athafnir hans
stjórnast ekki af hugsjónum
heldur eigingirni. Sjúklingarnir
kvarta yfir þvi, að þeir fái ekki
reykvörur sinar og forstööukonan
skammti þær. Ástæðan er sú, að
McMurphy hefur unnið allar
sigarettur af þeim i spilum.
En þrátt fyrir stóra galla heillar
aðalpersónan McMurphy áhorf-
endur og túlkun Louise Fletcher á
ungfrú Ratched er mjög sann-
færandi.
Svört kímni
Siöan Forman yfirgaf heima-
land sitt, Tékkóslóvakiu, hefur
hann á u.þ.b. átta árum gert tvær
kvikmyndir svo mér sé kunnugt,
„Taking off,” sem sýnd var á
tslandi undir nafninu Kynslóða-
bilið, og „Gaukshreiörið.”
„Kynslóðabilið” fékk heldur
dræma aðsókn enda ekki augiýst
upp af dreifingarfyrirtækjunum.
Þar var dregin upp skemmtileg
mynd af skiiningsleysi fullorðna
fólksins á yngri kynslóðinni.
„Kynslóðabilið” var ekki eins
ágeng mynd og „Gaukshreiðrið”.
Agengnin þar er falin i sérstakri
blöndu af gamni og alvöru, sem
tékkar eru þekktir fyrir, og
gengur stundum undir nafninu
svört kímni. Ahorfandinn veit
ekki hvort hann á að hlæja eða
gráta þegar alvara grinsins
rennur upp fyrir honum. Sem i
öðrum kvikmyndum Formans
eru persónurnar alþýöufólk. Þær
notar hann til þess að fjalla um
nokkur pólitisk hugtök eins og t.d.
vald, lýöræði, ótt.a viö yfirvald,
frumkvæði, aga o.s.frv. Þó fer
Forman aldrei yfir hin „skyn-
samlegu mörk” i þessu
hámangaöa tjáningarformi.
Hann þreytir ekki heldur áhorf-
endur með ofsögn en lætur þeim
eftir að draga ályktanir (t.d. i
atriðinu þar sem lækningaraðferð
forstöðukonunnar leiða til sjálfs-
morös eins sjúklingsins). Hann
skiptir persónunum heldur ekki
upp i frelsaöa og fordæmda. Allar
persónur eru mannlegar með
kosti og galla. Myndfrásögnin er
áreynslulaus og heiðarleg. Hún er
laus við óþarfar tæknibrellur og
sýndarmennsku. Þetta siðast-
nefnda gerir „Gaukshreiðrið”
sérstakt i röð þleirra kvikmynda,
sem hlotið hafa Óskarsverðlaun.
Hún hlaut fimm óskars-
viðurkenningar árið 1975.
Osaka i mai
Ingólfur Sveinsson:
Ég er nýl timinn og ætla að gerbreyta framleiðslunni úr
lirfrænum efnum í kemisk þaegindi.
Nafn mitt er Plast company limited
Reykjavik — New York
Framleiðslusvæðið verður aðallega utan hnattarins.
Kannaðir eru möguleikar á stækkun fyrirtækisins vegna
vaxandi áhuga manna á ólífrænum efnum.
Gangið i félagið í tima og tryggið rétt ykkar gagnvart
útlendíngum
Tíu prósent afsláttur ef keypt eru hlutabréf í hærri
flokkum.
Menn óskast til starfa.
Unnið verður á geimpöllum á 4 tíma vöktum samkvæmt
3 taxta Dagsbrúnar.
ókeypis vinnuþolssprautur eftir þörfum.
(1976)
SÍMON PÉTUR:
HEIMATÚN
vegabændur sátu á meginlandshillunni
og köstuðu mjólkhringjunum
milli sín
þeir rifu hið undursamlega kjalnolt
upp með rótum
og skoðuðu í krók og kring
þeir sáu strax að það var bara
uppkonstrúerað elabórat
og þveittu þvi útf loftið
það datt oní hellisána
við túnfótinn á bjámustöðum
með svo miklum gusugangi
að björn heitinn í grafarholti
hrökk upp einsog gunnar á hlíðarenda
i haugnum
og kvað hefðbundið Ijóð
við raust