Þjóðviljinn - 23.05.1976, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ÞJÖÐVIIyJINN Sunnudagur 23. mal 1976 Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem halda átti miöviku- daginn 26.5. kl. 20.301 Lindarbæ er frestað til mánudagsins 31. mal. Dagskrá: Stjórnin Venjuleg aðalfundarstörf AÍþýðubandalagið á Akranesi Framhaldsaðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi og nágrenni verður haldinn i Rein mánudaginn 24. mai kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Ályktanir frá láglaunaráöstefnu Fyrri hluti ályktana ráðstefnunnar birtist í síðasta miðvikudagsblaði Stéttaskipting Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976 ályktar: t stéttaþjóðfélagi er það jafnan reglan að etja þeim saman, sem i raun og veru hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Með þvi er alið á stétta- skiptingu og sundrung. Berjast verður sameiginlega fyrir betri kjörum og gegn stéttaskiptingu á vinnustað og mismunun eftir stéttum. Skorað er á fjölmiðla að kynna sér þá stéttaskiptingu sem viðgengst á sjúkrahúsum og viðar og láta að sér kveða i baráttu gegn henni. Ráðstefnan telur óeðlilegt að vissar stéttir hafi forgangsrétt til að hafa börn sin á dagheimilum sem starfrækt eru við sjúkrahús eða aðrar stofnanir og telur, að tryggja verði að þar sem slik barnagæsla er fyrir hendi sé nægilegt rými til að ekki þurfi að gera upp á milli starfsfólks. Stéttarvitund Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976, skorar á stjórnir verkalýðsfélaganna að beita sér fyrir þvi, að gert verði átak i að glæða stéttarvitund og virkni i félögunum með reglu- legum fræðslufundum og að unnið verði markvisst að þvi að efla trúnaðarmannakerfi verkalýðsfélaganna. óbreytt mjólkurdreifing Ráðstefna láglaunakvenna, haldin að Hótel Loftleiöum 16. mai 1976 samþykkir einróma það álit sitt, að mjólkurdreif- ingarkerfi skuli haldast óbreytt og að konur þær, sem starfa i versiunum Mjólkursam- sölunnar, verði ekki sviptar starfi á sinum vinnustaö og tapi i engu öryggi eða félagslegum réttindum, sem þær hafa öðlast með margra ára starfi. Ráð- stefnan skorar á verkalýðssam- tökin að standa fast að baki þessara kvenna I baráttu þeirra fyrir fullu atvinnuöryggi. Fæðingarorlof Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai, ályktar að núverandi skipan, að fæðingar- orlof kvenna i verkalýðs- félögunum er greitt úr atvinnu- leysistry ggingasjóði sé óviðunandi og ófullnægjandi og telur að allar konur eigi að njóta fæðingarorlofs, er greitt sé af almannatryggingum. Skref afturábak Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna, haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976, fordæmir þá breytingu sem gerð var á lögunum um þátttöku rikisins i stofnun og rekstri dagvistunar- stofnana, að fella niður hlut- deild rikissjóðs i rekstrar- kostnaði stofnananna og telur það stórt skref afturábak. Ráð- stefnan telur að varanleg lausn á uppbyggingu nægilegra margra dagvistunarstofnanna fáist ekki nema riki og sveitar- félög stofni þau og reki eins og aðrar uppeldisstofnanir og skóla þjóðfélagsins, svo aö öll börn geti átt aðgang að þeim. Ennfremur telur ráðstefnan æskilegt að stéttarfélögin beiti sér fyrir þvi að tekið verði inn i kjarasamninga þeirra að atvinnurekendur greiði ákveðiö gjald i byggingasjóð dag- vistunarstofnana, til þess að flýta fyrir framkvæmdum. Samningsrétt handa Ijósmæörum Ráðstefnan um kjör láglauna- kvenna haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976, litur svo á, að störf umdæmisljósmæðra séu mjög mikilvæg, eins og heil- brigðisþjónustunni er nú háttað viðsvegar á landinu. Ráðstefnan telur það alger- lega óverjandi að i gildi skuli lagabókstafur sem dæmir hóp manna, frá samningsrétti eða nokkrum afskiptum um kjör sin og laun, svo sem gildir nú um umdæmisljósmæður. Sjálfsögð krafa er að launakjör skipaðra ljósmæðra verði ákveðin með kjarasamningum á sama hátt og laun annarra opinbera starfsmanna. Heilalestur Framhald af bls. 4. Pentagon. Hann gaf ýmislegt til kynna um heilalestaráætlunina i árlegri skýrslu sem hann flutti bandariska þinginu. Hann fór litt út i smáatriði, en sagði nóg tíl þess að ástæða þykir til að bera fram ýmsar spurningar, Til hvers má nota þetta? Til dæmis: væri hægt að nota þessi kerfi til að lesa hug striðs- fanga eða tíl að „hlera” heila ó- breyttra borgara, sem eiga sér | einskis ills von? Sérfræðingar telia það reyndar óliklegt. beir visa til þess, að mat á heilalinuriti er einstaklings- bundið. Svipaðar heilabylgjur hafa mismunandi merkingu eftir einstaklingum. Þvi er nauðsyn- legt að fá fram visst grundvallar- linurit fyrir hvern einstakling (með þvi að láta hann hugsa um vissa hluti i ákveðinni röð) áður en hægt er að ráða fram úr viö- . brögðum heila hans við nýjum aðstæðum. Einn visindamaður segir, að það sé fljótgert og auðvelt að meta EEG-merkin, en það verði að gera sérstaklega fyrir hvern einstakan. Auk þess felur sú aðferð, sem nú eru gerðar tilraunir með, það i sér, að koma verður raf- - skautum fyrir á höfði þess manns sem „lesið er af”, og það er alla- vega ekki hægt að gera svo leynt fari. Framtiðin En i MIT (Massachuttes Insti- tute of Technology) eru visinda- menn að kanna segulbylgjur frá heilanum, sem geta skráð linurit rétt eins og þær rafbylgjur heil- ans, sem nú er veriö að mæla. Vlsindamenn sem starfa á vegum „Framsækinna áætlana” (ARPA) segja mögulegt, að ná segulbylgjum i eins eða tveggja feta fjarlægð frá höfði þess sem skoðaður er — til dæmis með þvi að koma^móttökutæki fyrir i baki stóls þess sem viðkomandi situr i. Spurt er: er hægt aö senda þessar bylgjur um lengri veg en sem svarar nokkrum fetum? Einn þeirra visindamann sem verður fyrir svörum segir sem svo, að nú sé talað um fet, eða nokkur fet. En allar tæknispár hafa reynst rangar. Hver veit hvað gerast mun i þessum efnum á næstu öld? I Rochesterháskóla vonast visindamenn til að geta notað heilabylgjur til að glíma við ýmsa óreiðu og óvissu i málnotkun. Ef að heilabylgjur, bæði þess sem talar og þess sem hlustar, eru sendarinn ieitt tölvukerfi, þá ætti e.t.v. að vera mögulegtað komast að þvi', hvort báðir skilja hvert orð á sama veg. Tölvan mundi gera vart við misjafna túlkun orða. Enginn veit enn hvert þessar rannsóknir muni leiða. En það er vitað, að eftir að EEG-merki hafa verið ráðin af tölvu, þá ganga þau inn á minnisbanka tölvunnar og siðan er hægt að senda þau yfir til annarra tölva. (byggt á IHT). Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö frá- fall eiginmanns mins, fööur okkar, tengdaföður og afa, Magnúsar Vigfússonar húsasmiðameistara, Stigahiið 42. Sólveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Kr. Magnússon, Hólmfríöur Magnúsdóttir, Grétar Ólafsson, Vigfús Magnússon, Fanney Reykdal og barnabörn. UTHOi) Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu dreifi- kerfis i Keflavik 1. áfanga. tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavik gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja miðvikudaginn 9. júni kl. 14.00 P0STSENDUM TROLOFUNARHRINGA jfoljanncs Hcifsson i.nngnbcgi 30 é>imi 19 209 Pípulagnir Nvlagnir, breytingar, [hita\í‘itutengingar. jSimi :5(i!)2í) (niilli kl. l? og 1 og eftir kl. 7 á kvöklin). tlnhaltl 4 Slmar 76677 og U7S4 dðSMM bladió semvitnaðerí Áskriftarsími I 75 05 5 ára reynsla SÓLARIS Strimla-gluggatjöldin höfum við framleitt fyrir flestar stærri bygg- ingar. Athugið verð og gaeði Rennibrautin mjög Einungis U('I7EPSAL brautir notaðar. gluggatjöld Lindargötu 25- Símar 13743 og 15833 Áskriftarsími 175 05 Kaupfélagsstjóri Starf Kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Tálknafjarðar er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist for- manni félagsins Páli Guðlaugssyniy Tálknafirði eða Baldvini Einarssyni, starfsmannastjóra Sambandsins, fyrir 30. þ. mánaðar. Kaupfélag Tálknafjarðar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.