Þjóðviljinn - 23.05.1976, Síða 23

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Síða 23
Sunnudagur 23. maí 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Umsjón: |Vilborg Dagbjartsdóttir Sagan af henni Kisu Ég á kisu sem heitir Ósk. Ósk er voða feit og einn daginn var hún með voða mikla kippi, og við héld- um að hún ætlaði að fara að gjóta, af því að hún var svo feit. Við vorum að fara í afmæli til afa okk- arsem býr á Selfossi. Svo bað pabbi mig að fara fyrir sig í sendiferð, þeg- ar ég kom aftur til baka var kisa búin að gjóta ein- um kettling, en þegar við vorum búin að skoða kettlinginn sagði mamma okkur að fara út í bíl, því að ferðin var löng. Bróðir minn varð eftir til að gæta að kisu. Þegar við komum til afa og ömmu um átta- leytið föttuðum við, að kettlingurinn átti afmæli sama dag og afi. Um tiuleytið hringdum við heim til að spyrja bróður minn hvort fleiri kettlingar hefðu bæst við, og voru þeir orðnir f jórir að tölu. Nokkrum stundum seinna fórum við heim, þá voru þeir orðnir f imm. Eftir nokkra dagá sagði mamma að kett - lingarnir gætu ekki verið lengur svo við ættum að reyna að gefa þá, en eng- inn vildi eiga þá, svo kom stelpa og sagðist mega fá kettling, en við þurftum að losa okkur við hina kettlingana, þá náði mamma i lögregluþjón. Meðan við vorum í skól- anum kom lögreglu- þjónninn og tók kettling- ana og svæfði þá. Skömmu seinna kom stelpan og tók hinn með sér heim. Ásdis Geirsdóttir, 10 ára, Þúfubarði 2, Hafnarfirði. KROSSGÁTAN Krossgáta barnanna er létt. I númeruðu reitun- um byrja orðin. Það eru bæði mynd - og orðskýr- ingar. Skýringarorðin eru prentuð fyrir neðan og bera sömu tölu og tölu- settu reitirnir, fyrst lárétt (þversum) og svo lóðrétt (langsum). Mynd- in hjálpar til að finna samheiti skýringarorðs- ins. SKÝRINGAR: Lárétt: 1. ein af árstíðunum fjórum 6ónothæfur8.|eit í blað, 9 drykkur, 10. hvíldi, 12 útbíað. Lóðrétt: 1. guit blóm al- gengt á túnum, 2. nafn, 3. litil mús, 4. bardagi, 5. nafn, 7. vond, 11. borðaði. Idí áljónaveiðum Eftir Gunni Sigurgeirsdóttur, 7 ára, Hraunbæ 36, Reykjavík IDÍ Á LJÓNAVEIÐUM eftir Gunni Sigurgeirs- dóttur, 7 ára, Hraunbæ 36, Reykjavík Gunnur var með pabba sinum i vinnunni. Hún sat og dundaði við að gera klippimyndir á vinnu- stofu hans. Myndirnar litaði hún fallega. Afríku- maðurinn Idi er kolsvart- ur með stórar, rauðar varir, Ijónið er gult og spjótið Ijósbrúnt. Þessu þrennu raðaði hún svo á blað, eins og þið sjáið, og pabbi hennar hjálpaði henni til að I jósrita mynd- irnar. Þetta er skemmti- leg aðferð til að gera myndasögu,og ekki alveg ósvipað þessu fara menn að, þegar þeir búa til teiknimyndirnar sem þið j horf ið á í sjónvarpinu eða bió. Stelpan er á sjó en strákurinn pilkar heima á bryggju. Þóra Gunnarsdóttir, Skólavörðustig 33, Reykjavík, sendi myndina. Þóra hefur oft sent Kompunni teikn- ingar og var ekki nema sex ára þegar við fengum fyrst bréf frá henni. Nú er Þóra orðin 8 ára.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.