Þjóðviljinn - 25.05.1976, Side 6
6 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 25. mal 1976.
Frumkvæði Alþýðubandalagsins:
Eyvindur Erlendsson leikhús-
stjóri Leikfélags Akureyrar sendi
Þjóöviljanum sem öörum blööum
eftirfarandi frétt og ádrepu, sem
hér er birt I heild:
Frumsýningin fór fram 30.
april fyrir fullu húsi og viö mjög
góöar undirtektir. Aðsókn hefur
slðan veriö mjög góð enda þótt
dagblöð hafi I þetta sinn algjör-
lega sleppt þvi að skrifa um sýn-
inguna en tilviljun ein virðist ráöa
þvi hvort þessir æruverðugu fjöl-
miðlar mega af manni sjá til þess
að fylgjast með leikhúsinu og
þykir mörgum nokkuð merkilegt
áhugaleysi þar sem vitaö er að
leiklistarunnendur viða um land
vilja gjarnan fá fréttir af hinu
unga leikhúsi. En hvað um það,
enga menn er eins þýðingarlaust
aö skamma eins og blaðamenn,
einkum og sér i lagi þá sem skrifa
um leiklist þar sem þessir aöilar
hafa eina þá upplögðustu aöstööu
til hefnda sem hugsast getur, —
og beita henni hiklaust. Hins-
vegar vil ég vinsamlegast biðja
blöðin að geta þess, aö fólk sem
ætlar sér aö sjá þessa sýningu
LA. þarf að haska sér á vettvang
sem fyrst vegna þess aö þeim
sýningum sem eftir eru verður
þjappað saman á þessa viku og þá
þarnæstu. Það er gert vegna þess
að L.A. er að undirbúa leikför
með Kristnihald undir Jökli. sem
á að hefjast i úthallanda maimán-
uði. Förin verður farin austrum
frá Akureyri og enda á suðurlandi
en þar lýkur för með sýningu á
Glerdýrunum á listahátið i
Reykjavik. Báðar þessar sýn-
ingar hafa hlotið verðugt lof.
Umhverfis jörðina má ég auðvit-
að ekki hrósa vegna þess að ég er
sjálfur leikstjórinn. Hinsvegar
má ég bera þvi vitni að fólksegir
að sýningin sé skrambi góð. Er þá
sérstaklega til þess tekiö að öll
hlutverk séu prýöilega leikin og
furöujafnvel leikin, að sýningin sé
mjög falleg i litum ljósum og bún-
ingum, að hún sé skemmtileg og
ævintýri hinnar frægu ferðar
Philesar Fogg yfir fjölda landa
njóti sin hið besta. Þetta segir nú
fólk. Þessvegna er vissast að
drifa sig af stað og sjá þetta með
eigin augum hvað sem sauðburði
og prófum og kartöflugörðum
liður svo menn þurfi ekki að naga
sig I handabökin eftirá yfir þvi að
hafa misst af einhverju merki-
legu.
Bestu kveöjur
Eyvindur Erlendsson.
jörðina á 80 dögum
Frétt og ádrepa frá Leikfélagi Akureyrar
Atvinnuleysi skólafólks
rætt í borgarstjórn
álagi sem fjölskyldur láglauna-
fólks kosta börn sin til mennta, og
I mörgum tilvikum ráöa sumar-
tekjur námsmannsins þvi hvort
hann getur haldið áfram námi
eða ekki.
Aðalfundur Félags
íslenskra frœða
Björn Teits-
son,
formaður
Nýlega er afstaðinn aðalfundur
Félags Islenskra fræða i' Reykja-
vlk. Á fundinum var m .a. rætt um
framtlöarstarf félagsins.
Það á nú kost á húsnæði fýrir
starfsemi sina, að Hverfisgötu 26,
og var stjórninni heimilað að taka
það á leigu. Stórbatnar viö það
starfsaðstaða félagsins.
Dr. Jakob Benediktsson, rit-
stjóriOrðabókar Háskólans, flutti
erindi á fundinum, um islenska
málnefnd, en fjárskortur hefur
mjög háð starfsemi hennar.
Erindi dr. Jakobs leiddi til um-
ræöna um málvernd almennt, og
kom fram sú hugmynd, að hafin
yrði útgáfa fréttabréfs um mál-
rækt, er kæmi út ársfjórungslega.
Samþykkt var að skora á
menntamálaráðherra að efla
starf íslenskrar málnefndar og
gera kleift. að hefja útgáfu sliks
fréttabréfs.
Fráfarandi formaður, Sverrir
Tómasson, cand. mag., gaf ekki
kost á sér til endurkjörs.
Formaður i hans stað var kosinn
Björn Teitsson, mag, art.og ritari
Eysteinn Sigurðsson, cand mag.
Gjaldkeri félagsins er Einar G.
Pétursson, cand. mag. Vara-
stjórn skipa: dr. Bjarni Einars-
son, Kristin Arnalds cand.mag.og
Eiríkur Þormóðsson cand. mag.
Það er islenskt séreinkenni að
nær allt langskólagengið fólk
hefur unnið meira og minna viö
alls konar framleiöslustörf við
hlið verkafólks og kynnst þannig
kjörum þess og viðhorfum. Allir
eru sammáia um að þetta sé
nauðsynlegur þáttur i menntun
langskóiagengins fólks og sist
minna virði en þeir þættir, sem
próf eru tekin i. Engan þekki ég i
hópi háskólagengis fólks, sem
ekki telur sjálfur að sumarvinna
og kynni af verkafólki til lands og
sjávar hafi verið þroskandi og
hafi veitt innsýn I þjóðlifið, sem
ööruvisi var ekki hægt að öðlast.
En þótt sumaratvinna sé öllum
nauðsynlegur þáttur I menntun
þá eru hún mörgum annað og
meira. Fjölmörgum er hún for-
senda frekari menntunar og ma. I
þvi fellst stéttarmunurinn.
Möguleikar til sumaratvinnu
eru misjafnir eftir aöstöðu for-
eldra, sérstaklega þegar þrengist
á vinnumarkaðinum. Börn at-
vinnurekenda þurfa ekki að óttast
atvinnuleysi. Börn annarra
eignamanna, svo og börn em-
bættismanna geta einnig notfært
sér sambönd foreldranna og tekst
oftast að tryggja sér vinnu. Þau
sem útundan verða eru börn
verkamanna og annarra, sem lit-
ið eiga undir sér.
í þessu kemur misréttið I þjóð-
félagínu hvað gleggst fram. Þeir
sem minnsta fjárhagslega þörf
hafa fyrir atvinnu eiga auð-
veldast með að fá hana. Hinir,
sem hafa brýnni fjárhagsþörf
verða fyrr atvinnulausir.
Það verður sifellt meira vanda-
mál að finna sumaratvinnu fyrir
skólafólk. Jafnvel þótt litið sé
fram hjá þvi sérstaka ástandi,
sem nú er að skapast, og sem
gera verður sérstakar ráð-
stafanir gegn, þá hefur orðið
veruleg breyting á atvinnuhátt-
um hérlendis, sem gerir þaö sl-
fellt örðugra að finna næga vinnu
fyrir skólafólk. Störf, sem fyrir
nokkruin árum voru sérstök
Framhald á bls. 14.
A borgarstjórnarfundi sl.
fimmtudag var til umræðu eftir-
farandi tillaga frá Sigurjóni
Péturssyni, borgarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins:
„Um margra ára bil hefur ekki
horft jafn illa með sumaratvinnu
fyrir skólafólk og nú.
Borgarstjórn er ljóst, að at-
vinnutekjur skólafólks yfir
sumarmánuðina eru I mörgum
tilfellum forsendur frekara náms,
auk þess sem kynni af atvinnulif-
inu er nauðsynlegur þáttur I
menntun langskólafólks.
Borgarstjórn telur, aö allt veröi
aðgera.sem unnter, til að koma i
veg fyrir atvinnuleysi meðal
skólafólks I sumar.
Borgarstjórn samþykkir að fela
atvinnumálanefnd i samvinnu við
borgarverkfræðing og
Ráðningarstofu að leita allra til-
tækra úrræða til að tryggja skóla-
fólki atvinnu.
1 þvi sambandi bendir borgar-
stjórn á að beina megi fram-
kvæmdafé borgarinnar I vinnu-
aflsfrekar framkvæmdir og
bendir þar sérstaklega á liöinn
umhverfi og útivist.”
I framsögu fyrir tillögu þessari
sagði Sigurjón ma.:
„Atvinnuleysi er sá draugur, er
allt launafólk, sem einhver kynni
hefur haft af, óttast frekar en
nokkuð annað.
Fátt er jafn niðurlægjandi fyrir
eina manneskju og það, að finna
aö enginn vill nýta starfskrafta
hennar og hæfileika, finna sam-
félagið hafna sér. Ekkert dregur
stéttaskiptingu þjóðfélagsins
betur fram i dagsljósið, sýnir
betur hve ójöfn skipting hinnar
frægu þjóðarköku er.
Atvinnuleysi er glæpur gegn þvi
fólki, sem fyrir þvi verður. og I.
stjórnarskrá hvers einasta rikis
ætti rétturinn til atvinnu að
standa við hlið réttarins til mál-
frelsisins, ritfrelsis og trúfrelsis.
Hver þau stjórnvöld, sem ekki
geta tryggt þegnum sinum þau
einföldu og sjálfsögðu mannrétt-
indi að hafa atvinnu fyrir hverja
vinnu fúsa hönd eiga þegar I
stað að lýsa yfir getuleysi sinu til
að stjórna og segja af sér.
Hver sú fjölskylda, sem vill
komast af i okkar þjóðfélagi
veröur aö eignast eigiö húsnæöi.
Takist það ekki eru viðkomandi
stimplaðir sem undirmálsmenn,
einhvers konar byröi á sam-
félaginu. Stefna borgarinnar I
húsnæðismálum undirstrikar
þetta berlega; þar fær enginn inni
i leiguhúsnæði nema geta fyrst
sannað getuleysi sitt til sjálfs-
bjargar. Af þessum sökum vinnur
svo til hver einasta fjölskylda að
þvi hörðum höndum að eignast
húsnæði. A undanförnum árum
hefur mikil atvinna, góð lifsaf-
koma og veröbólga hjálpað fólki
til þessa.
Verðbólgan er ennþá næg. Lifs-
kjörin hrapa hins vegar dag frá
degi. Með hverri vikunni sem
liöur veröur erfiðara og erfiðara
fyrir fullvinnandi fólk að láta
enda ná saman og standa skil á
sköttum, skyldum og afborgun-
um.
Atvinna er einnig tæpari nú en
nokkru sinni á siðustu árum.
Bætist almennt atvinnuleysi ofan
á þá stórfelldu kjaraskeröingu,
sem orðið hefur, verður f jölmörg-
um fjölskyldum þrýst níður á
bónbjargarstig.
Borgi verkamannafjölskylda
ekki afborganir sinar af ibúðalán-
um eða bankavixlum þá er ekki
hikað við að gripa til aögerða.
Sigurjón Pétursson.
Þannig mál velkjast ekki áratugi
i dómskerfinu.
Það er stundum sagt, að lifs-
kjör séu jafnari á Islandi en
viðast annars staðar og það talið
merki þess, að stéttaskipting sé
hér minni en i öörum löndum.
Hvort þetta sé að einhverju leyti
rétt, en hitt veit ég, að stéttamis-
munur er meiri hér en i fljótu
bragði viröist. Enga verka-
mannafjölskyldu þekki ég, þar
sem ein fyrirvinna getur unniö
fyrir henni með þvi að vinna dag-
vinnu eingöngu. Algengast er að
margir I f jölskyldunni vinni og að
aðalfyrirvinnan vinni langan
vinnudaj*. Yfirvinna og auka-
vinna er undirstaða þeirra lifs-
kjara, sem Islensk alþýða býr við
I dag.
Það er einnig með auknu vinnu-
Ávísanarannsókn Seðlabankans:
Ekki nærri lokið
Sem kunnugt er vinnur
Seðlabanki tslands, nú að
rannsókn á ávlsanamálum
nokkurra aðila, sem talið er að
tengist hinu svo kallaða Geir-
finnsmáli. Að sögn Arnar
Höskuldssonar, rannsóknar-
dómara i Geirfinnsmálinu, er
enn langt I land a6 rannsókn-
inni sé lokið. Hann sagði að
enn hefði ekkert markvert
komið fram viövikjandi mál-
inu, en þess bæri að geta að
rannsókninni væri ekki nærri
lokiö, enda væri hún unnin I
eftirvinnu, þar sem ekki væri
til starfskraftur til að vinna
þetta ööruvlsi og rannsóknin
næði mörg ár aftur I timann.
—S.dór.
Húsfyllir á Umhverfis