Þjóðviljinn - 25.05.1976, Page 16
UOÐVIUINN
Þriðjudagur 25. mai 1976.
Um kl. 17 sl. laugardag
gerði NATO-herskipið
Leander, einhverja sví-
virðilegustu árás sem gerð
hef ur verið á fslenskt varð-
skip fyrr og síðar, 25 sjó-
mílur suð-suð-austur af
Ingólfshöfða. Þarna var
um hreina morðárás að
ræða, þar sem herskipið
sigldi á fullri ferð og beitti
stefninu miðskips á varð-
skipið Ver. Enda fór það
svo að varðskipið stór-
skemmdist, m.a. eyði-
lagðist íbúð þriðja stýri-
manns algerlega. Eftir
morðárásina kallaði
NATO-sjóliðsforinginn á
Leander til varðskipsins og
spurði „Féll nokkur?"
^éll nokkur?
— spurði NATO-sjóliðsforinginn
eftir morðárás
Aödragandi þessa svivirðilega
verknaöar var að varöskipið Ver
var að stugga við tveimur bresk-
um landhelgisbrjótum á þessum
slóðum. Hafði varðskipið nokkr-
um sinnum komist nærri togurun-
um og þeir alltaf hift. Hafði þessi
hrina staðiö yfir frá því á laugar-
dagsmorguninn.
Rétt fyrir kl. 17 hafði herskipiö
gert ásiglingatilraunir en mis-
tekist. Svo kl. 17.08 var varðskipið
komið með klippurnar úti að ein-
um togara; hafði varðskipinu
. tekist að snúa skemmtilega á her-
skipið og við það ærðist NATO-
flotaforinginn algerlega og setti á
fulla ferð og sigldi beint á Ver
miöskips. Það var mesta mildi að
ekkert slys varð á mönnum við
þessa grófu árás.
Þá var einnig siglt á varðskipið
Baldur sl. laugardag. Var það
NATO-herskipið F 73 sem það
gerði. Atburðurinn átti sér stað
um 28 sjómilur ssv af Hvalbak
milii kl. 12 og 13. Fór varðskipið
á varðskip
Baldur þá til hjálpar Islensku
veiöiskipum, sem kvörtuðu undan
yfirgangi breskra togara á
svæðinu, sem þverbrutu allar
siglingareglur og tóku ekkert tillit
til þess að þoka og mjög slæmt
skyggni var (150 til 200 m)
Þegar Baldur kom á staðinn hóf
NATO-herskipið F 73 ásiglingatil-
raunir og um kl. 12.30 tókst þvi að
sigla á Baldur, I 3ju atrennu, þar
sem herskipið beitti fullri ferð og
stefninu við ásiglinguna. Miklar
skemmdir urðu á Baldri, gálginn
rifnaði.svo og göngubrú.og einnigs
skemmdist brúarvængur nokkuð.
Herskipið laskaðist einnig og svo
var einnig með Leander sem
sigldi á Ver. Er talið að bæði þessi
NATO-herskip verði að fara heim
til viðgerðar, enda mun hafa
komið gat á þau bæði og NATO-
sjóherinn á Islandsmiðum þvi
tveimur herskipunum fátækari i
bili að minnsta kosti. Myndirnar
tók Einar Karlsson af Veri i
Reykjavíkurhöfn i gær. —S.dór
ÞJQÐVILJAHUSIÐ
Múrarar, múrara
nemar og aðstoð-
armenn
Ægir
klippti
Um kl. 8.50. i gærmorgun,
klippti varöskipið Ægir áannan
togvir breska togarans
Jacinta FT 159, þar sem hann
var að veiðum 25 sjómilur út
frá Ingólfshöfða. Er þetta
sami togarinn og varðskipið
Ver átti I höggi við þegar
NATÓ - herskipið Leander
sigldi á það á laugardaginn.
Mjög mikil þoka og slæmt
skyggni var þegar þetta
gerðist og ekkert herskip eða
dráttarbátur var sjáanlegur.
-S.dór.
Stöðugt er unnið af
kappi við að innrétta hús-
næðið, fyrir skrifstofur
Þjóðviljans í Síðumúla 6.
Eru framkvæmdir
komnar vel á veg, eru
raunar aðeins á undan
áætlun.
óskast
Vinna sjálf boðaliða
hefur legið niðri yfir
veturinn, en hún á að
hefjast aftur á fimmtu-
daginn. Þá liggur fyrir
að ganga frá húsinu að
utan og hafa nokkrir
múrarar tekið að sér að
hafa forustu fyrir því
verki. Verður unnið allan
daginn og eru sjálfboða-
liðar hvattir til að
fjölmenna til að aðstoða
múrarana við þeirra
verk.
Framkvæmdastj órn Alþýðubandalagsins:
Stöðvum glæpasamninga
Á fundi framkvæmdastjórnar
Alþýðubandalagsins i gær var
gerð sú samþykkt, sem hér fer á
eftir;
Eftir viðræöur Geirs
Hallgrimssonar og Einars
Ágústssonar I Osló við utan-
rikisráðherra breta og fram-
kvæmdastjóra NATO er ljóst,
að hættan á glapræðis-
samningum við rlkisstjórn
Bretlands um landhelgismálið
er nú meiri en nokkru sinni fyrr.
Rikisstjórn Geirs Hallgrims-
sonar undirbýr þessa dagana
slika samninga, þrátt fyrir það,
að Hafréttarráöstefna Sam-
einuðu þjóðanna hefur fyrir
fáum vikum markað þá skýru
og afdráttarlausu stefnu, að
sérhvert strandriki hafi algeran
yfirráðarétt yfir auðlindum
hafsins innan 200 milna, - en
hafnað öllum rökum um „sögu-
legan rétt” gamalla nýlendu-
velda.
Það eru þvi ekki eingöngu
liishagsmunir okkar Islendinga,
sem krefjast þess, að yfir-
vofandi samningum við breta
verði hafnað, - heldur er réttur
okkar að alþjóðalögum til að bú-
a einir að fiskimiðunum við
landið ótviræðari nú, að loknum
siðasta fundi Hafréttarráðstefn-
unnar, heldur en nokkru sinni
fyrr.
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins bendir á, að það er
Atlantshafsbandalagið og
forráðamenn þess, sem
nú leggja ofurkapp á að knýja
islensku rikisstjórnina til
undanhalds fyrir bretum i land.
helgismálinu.
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins heitir á öll þjóð-
holl samtök og einstaklinga að
snúast til varnar gegn glap-
ræöissamningum við breta.
Enn er hægt að koma I veg
fyrir þá uppgjöf Islendinga fyrir
bretum og NATO, sem aö er
stefnt. Með nógu öflugum og
nógu skjótum mótmælum
fjöldans má takast að snúa
undanhaldi ráðherranna i nýja
sókn islensku þjóðarinnar.
Mótmælum öll.
Mótmælum strax.