Þjóðviljinn - 25.05.1976, Side 13

Þjóðviljinn - 25.05.1976, Side 13
Þriöjudagur 25. mal 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 7.00 Mprgunútvarp. VeÖur- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Siguröardóttir les guna „Þegar Friöbjörn Brandsson minnkaöi” eftir Inger Sandberg (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Hin gömiu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Yuuko Shiokawa «g Sinfónluhljómsveitin i Nurnberg leika Fiölukon- sertop. lOleftir Max Reger, Erich Kloss stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Mynd- in af Dorian Gray” eftir Oscar Wilde Siguröur Einarsson þýddi. Valdimar Lárusson byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leikur Concerto grosso op. 6 nr. 6 eftir Hand- el, Neville Marriner stjórn- ar. Jost Michaels Kammer- sveitin I Munchen og Ingrid Heiler leika Konsert fyrir klarinettu, strengjasveit og sembal i B-dúr eftir Stamitz, Carl Grovin stjórn- ar. Fritz Henker og Kammersveit útvarpsins i Saar leika Fagottkonsert i B-dúr eftir Johann Christian Bach, Karl Ristenpart stjórnar. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 17.30 „Sagan af Serjoza” eftir Veru Panovu Geir Krist- jánsson les þýöingu sina, sögulok (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Tní og þekking. Erindi eftir Aasmund Brynildsen rithöfund og gagnrýnanda i Noregi. Þýöandinn, Matthias Eggertsson bændaskólakennari, flytur síöari hluta. 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiöur Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Aö tafli, Ingvar As- mun<feson flytur skákþátt. 21.30 Franski tóniistarflokkur- inn Ars AntiquaGuömundur Jónsson planóleikari kynn- ir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjdfur”, ævisaga Haraids Kjörns- sonar.Höfundurinn Njöröur P. Njarövík les (24). 22.40 Harmonikulög. Veikko Ahvenainen leikur. 23.00 A hljóðbergi.A þjóöveg- inum til Kantaraborgar. Peggy Ashcroft og Stanley Holloway lesa úr Kantara- borgarsögum Genffreys Chaucers. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. # sjónvarp 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Þjóöarskútan.Þáttur um störf alþingis, sem lýsir annrikinu undir þinglokin. Umsjónarmenn: Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. Stjórn upptöku: Siguröur Sverrir Pálsson. 21.20 Columbo. Bandariskur sakam álamyndaf lokkur. Vinur i raun,Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.50 i skugga kjarnorkunnar, Bandarisk fræðslumynd um ógnir kjarnorkunnar á styrjaldartimum og þær hættur, sem notkun hennar íylgja, jafnvel á friðartim- um. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 23.40 Dagskrárlok. Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, vísindabæk- ur, skáldsögur, iistaverkabækur, einnig nótur 'og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póliandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035. Verslimin hættir Nú er tækifæriö aö gera góö kaup. Allar vörur seldar meö miklum afslætti. Allt fallegar og góöar barnavörur Barnafataverslunin Rauðhetta Iönaöarhúsinu v/Hallveigarstlg. ^ff^Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahljð 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur ! úrvali Auglýsingasíminn er 17500 Þjóðviljinn Alit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna: Mikið skortir enn á framkvæmd lagalegs jafnræðis við karla Alit ráöstefnu um kjör láglauna- kvenna,haldinnar aö Hótel Loft- leiöum 16 mai 1976. Ráðstefnan álítur, að konur hafi lagalegt jafnræði viö karla, en að mikið skorti á framkvæmd þess. Aðstöðumunur og hefðbund- inn hugsunarháttur gerir það að verkum, að karlmenn hafa haft meiri möguleika til menntunar og að þroska félagslega hæfileika sina. Auk þess fá karlmenn meiri hvatningu I uppeldi til að afla sér framhaldsmenntunar. A þetta einnig við um þátttöku i atvinnu- llfinu. Orsakannaer m.a. að leita til tvöfalds vinnuálags kvenna og úreltrar verkaskiptingar milli kynjanna i heimilisstörfum og at- vinnulifi. A heimilunum og I skól- um er þessari verkaskiptingu við- haldið — skólinn tekur þátt i að viðhalda þvi þjóðfélagskerfi, sem við búum við. Saga verkalýðsins og saga kvenna er ekki hluti af námsefni skólanna. Ráðstefnan ályktar, að þessa sögu beri skól- unum að kenna og vinna mark- visst að þvi að uppræta úrelta hlutverkaskiptingu og misrétti kynjanna. Skólinn er ekki aðeins fræðslu- stofnun, heldur hefur hann einnig uppeldishlutverki að gegna. Þótt skólinn hafi að nokkru leyti tekið við uppeldisþætti heimilanna, bera þau enn megin ábyrgðina, sem sést best á þvl, að skólunum er lokað á sumrin, án þess að nokkuð athvarf fyrir nemendur komi í staðinn. Ráðstefnan krefst þess, að daglegur skólatimi verði samfelldur og að nemendum sé ekki misboðið með alltof löngum vinnudegi, eins og algengt er nú. Mötuneyti i skóla eru einnig löngu timabær. Svokölluð „kvennabar- áttumál”, þ.e. dagvistun barna, fæðingarorlof, athvarfs- og at- vinnuleysi unglinga á sumrin og atvinnuöryggi kvenna eru sam- eiginleg hagsmunamál allra vinnandi stétta og hljóta því að vera baráttumál, sem verkalýðs- hreyfingin i heild verður að gera að sinum. Ráðstefnan skorar þvi á verkalýðshreyfinguna að setja þessi mikilvægu mál á oddinn. Auka verður virkni kvenna i félagsstarfi og til þess að það megi takast, verður að koma til betra samstarf milli karla og kvenna en verið hefur I heimilis- störfum og uppeldi barnanna. Auk þess verður rikisvaldið að gera stórátak i dagvistunarmál- um og félagslegri þjónustu, til að skapa konunni aukin tækifæri til að fara út I atvinnulifið. Ráð- stefnan telur, að varanleg lausná uppbyggingu nægilegra margra dagvistunarstofnana fáist ekki, nema riki og sveitarfélög stofni þau og reki eins og skóla þjóð- félagsins, svo að öll börn geti átt aðgang að þeim. Ennfremur telur ráðstefnan æskilegt, að stéttar- félögin beiti sér fyrir þvi, að tekið verði inn I kjarasamninga þeirra, að atvinnurekendur greiði ákveð- ið gjald I byggingasjóð dagvist- unarstofnana til þess að flýta fyrir framkvæmdum. Kynna þarf starfsemi og verksvið dagvist- unarstofnana og vinna að þvi að koma af stað umræðum um uppeldismál almennt. Dagvist- unarstofnanir hafa engan aðgang að sálfræðiþjónustu og hlýtur það að teljast mjög alvarlegt mál, og eru þær að þessu leyti mun verr settar en skólar landsins. Ráðstefnan fordæmir stétta- skiptingu á dagvistunarstofnun- um, t.d. á barnaheimilum við sjúkrahúsin, þar sem börn Sóknarstúlkna fá alls ekki aðgang og aðeins á einstaka sjúkrahúsi börn sjúkraliða. Telja verður eðlilegra að jafnaði, að börn séu á dagvistunarstofnunum nærri heimilum, fremur en i tengslum við vinnustað foreldra. Starfs- höpur var stofnaður til þess að vinna þessu máli fylgi I stéttar- félögunum ogá öðrum vettvangi. Ekki er talið rétt að greiða fæðingarorlof kvenna I verka- lýðshreyfingunni úr Atvinnu- leysistryggingarsjóði. Eins og nú er hafa ekki allar konur innan. verkalýðshreyfingarinnar rétt til fæðingarorlofs, heldur aðeins þær, sem vinna hálfan eða allan daginn. Konur, sem vinna skem- ur en hálfan dag að jafnaði, fá ekki greitt neitt fæðingarorlof. Leggja ber áherslu á, að fæðingarorlof verði hluti af hinu almenna tryggingarkerfi, svo að allir njóti sömu réttinda. Iðngreinar eru flestar taldar til karlastarfa og hindrar gildandi meistarakerfi iðngreinanna þátt- töku kvenna I flestum þessum störfum. Konur þurfa að gera sér grein fyrir þvi, að hjúskapur veitir ekki alltaf ævarandi fjárhagslegt öryggi. Missir maka og önnur áföll ýta konum einnig oft út á vinnumarkaðinn aftur. Einnig má leggja áherslu á, að móður- hlutverkið nær aðeins yfir stuttan tima af starfsævi kvenna. Giftar konur sækja i vaxandi mæli út á vinnumarkaðinn, ekki eingöngu af f járhagslegri þörf, heldur til að njóta þeirrar menntunar, sem þær hafa aflað sér og til meiri lifsfyllingar. Þvi er nauðsyn á skipulegri endurmenntun og að hún tengist fræðslukerfinu. Algengt er, að karlmenn vilji siður fá konur til ábyrgðarstarfa, bæði I atvinnulifinu og á félags- málasviðinu og liti á sumar stöður sem hefðbundinn rétt karl- mannsins. Einnig er það of al- gengt, að konur hafi minnimátt- arkennd og vantreysti sjálfum sér meira en ástæða er til. Þetta leiðir af sér afskiptaleysi þeirra á þessu sviði. Markvisst þarf að vinna að þvi að breyta almenningsálitinu og þá helst hugarfari kvennanna sjálfra og hefðbundnum hugs- unarhætti um verkaskiptingu kynjanna, og marka þannig stefnu til eðlilegs jafnræðis og hagræðis fyrir þjóðlifið. Byrja verður á breyttu uppeldi barnanna, ala þau upp sem sjálf- stæða einstaklinga og hvetja þau jafnt til að afla sér menntunar og verða sem virkastir þátttakendur i þjóðfélaginu. Þetta er áratuga þróun, sem þó má stytta með ýmsu móti. Áhugi kvenna er að vakna fyrir félagsmálum og auk- inni starfsþjálfun — þann neista verður að glæða með markviss- um a^gerðum. Brýna nauðsyn ber til að byggja verkalýðsfélögin betur innan frá. Félögin stuðli að auk- inni virkni og stéttarvitund félaga sinna með fræðslu- og kynningar- starfsemi og sjái um, að nauðsyn- legum upplýsingum sé dreift til allra félagsmanna, og auki þann- ig skilning þeirra á að standa betur vörð um réttindi sin. Einnig verði trúnaðarmannakerfið tekið fastari tökum, og átak gert til að trúnaðarmennséu á öllum vinnu- stöðum og haldin fyrir þá nám- skeið, þannig aðþeir verði virkari tengiliðir milli félagsmanna og stéttarfélaganna. Leggja ber áherslu á, að slik námskeið séu haldin i vinnutima og full laun verði greidd meðan á þeim stendur. Álit ráðstefnunnar er, að verkalýðsfélögin ættu að hafa samstarf við M.F.A. um slíka fræðslustarfsemi. Einnig skuli stefnt að því að fræðslusjóður sé i hverju verkalýðsfélagi. Ráðstefnan telur, að sé ákveð- inn sjúkdómur algengari I einni atvinnustétt en annarri, teljist hann atvinnusjúkdómur. Aðbún- aður á vinnustað og heilbrigðis- þjónusta við starfsfólk er helsta vörn gegn atvinnusjúkdómum. Akvæðisvinna veldur mikilli streitu, svo að heilsu starfsfólks er stefnt i voða. Heilbrigðis- og öryggiseftirlitið hafa ekki nógu mikil völd til að fylgja eftir þeim verkefnum, sem þeim eru fengin. Athuga þarf mjög vel alls konar mengun, bæðii sambandi við ryk, hávaða o.fl., en ekki er nægilega tekið tillit til þessara hluta. Brýn nauðsyn er til þess, að konur starfi með hagræðingum við starfsmat i þeim störfum, sem eingöngu konur vinna. Meta þarf beturgjaldeyrissparandistörf, en þau eru oft i lægstu launaflokkun- um. t raun er ákvæðisvinna ekki nógu vel uppbyggð til þess að verða eftirsóknarverð. Meðan ekki er hægt að lifa af umsömdu kaupi, verður að afla sér tekna, annað hvort með yfirvinnu eða auknu álagi á dagvinnu. Helstu kostir ákvæðisvinnu auk launanna eru, að hún styttir vinnutimann og eykur áhuga á starfinu. Fræðslu um ákvæðis- vinnu er mjög ábótavant. Fræðslan skal fara fram á vinnu- stöðunum og á námskeiðum og komaTyrst og fremst frá atvinnu- rekendum, en i fullu samráði við verkalýðsfélögin. Brýna nauðsyn ber til að endur- skoða sta’rfsmatið. Nauðsynlegt er að ekki sé gerður greinarmun- ur á kyni starfsfólks i sambandi við starfsmat, og að þeir sem framkvæma starfsmatið séu kunnugir viðkomandi starfi og séu starfi sinu vaxnir. Breyta þarf þvi hugarfari, að störf kvenna eigi að vera lægra metin en störf karla. Var það einróma ályktun að taka ætti af öll tvimæli um stétta- skiptingu i frumvarpinu um jafn- stöðu kvenna og karla. Ráðstefnan vitir fyrirhugaða atvinnusviptingu kvenna i mjólk- urbúðum, sem sumar hverjar hafa að baki áratuga þjónustu og á það sér varla fordæmi. Það er algjörlega óverjandi að þær skuli með lithun fyrirvara sviptar at- vinnuöryggi og ýmsum sjálfsögð- um félagslegum réttindum, eins og lifeyris- sjúkra- og orlofssjóði, sem þær hafa áunnið sér með áratuga starfi. Einnig myndu breytingar á mjólkurdreifingunni hafa I för með sér minni þjónustu við neytendur, þar sem dreifingin myndi skiptast á færri staði. Láglaunahóparnir hafa stækk- að, þar sem kaupmáttur launa hjá heilum starfsgreinum hefur hrapað langt niður fyrir framfærslukostnað. Þetta stafar af þvi, að atvinnurekendur reyna að velta kreppunni yfir á herðar launafólks til að halda óskertum gróða. Markmiðið er, að til komi fullar visitölubætur sem jöfn krónutala á öll laun. Tölur sýna, að á lægri launa- töxtunum eru konur i yfirgnæf- andi meirihluta, en karlar i efri flokkunum, auk þess sem karl- menn eru mun meira yfirborgað- ir. Alger forsenda fyrir breytingu er aukið lýðræði i starfsaðferðum verkalýðshreyfingarinnar. Alkunna er, að ófaglært verka- fólk sé notað sem ódýrt vinnuafl, enda er starfsreynsla litils metin, t.d. vinna Sóknarkonur viða sömu störf og sérmenntað fólk, ená mun lægri launum. Tryggja verður að þessu fólki sé ekki eftir margra ára starf ýtt út af vinnu- stað, án þess að eiga kost á hæfnisprófum eða námskeiðum. Ráðstefnan skorar þvi á verka- lýðsfélögin og viðkomandi ráðu- neyti, að þau tryggi að starfs- Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.