Þjóðviljinn - 01.06.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 01.06.1976, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. júní 1976. Hljóðabunga komin út I fyrra hóf á tsafirði myndar- legt tímarit göngu sfna sem nokkrir ungir áhugamenn stóðu aö. Nú er komið út 2. hefti þessa timarits og er það 56 blaðsiður að stærö og hefur inni að halda margt forvitnilegt efni. í ritstjórninni eru 8 manns, þau Asdis G. Ragnarsdóttir, Einar Eyþórsson, Finnur Gunn- laugsson (ábm.), Guðjón Friö- riksson, Halldór Þorgeirsson, Hallur Páll Jónsson, Jóhanna Sveinsdóttir og Jónas Guö- mundsson. Blaöiö er prentaö á góöan pappir og vel mynd- skreytt. Þorbjörg Höskulds- dóttir litmálari geröi forsiöuna. I þessu hefti er framhald á endurminningum Jóns skraddara Jónssonar sem hófust 11. hefti en Jón er einn af litrikustu borgurum á ísafiröi og er nú oröinn 86 ára gamall. Jón hefur sérstæöa frásagnar- snilli en hann er dóttursonur fræöaþulsins Sighvats borg- firöings á Höföa I Dýrafiröi. Aö þessu sinni segir hann frá mönnum og málefnum á Isafiröi i upphafi aldarinnar. Guöjón Friöriksson færöi i letur. Þá er aö geta nýstárlegrar greinar um goösögur eftir Sig- rlöi D. Kristmundsdóttur mann- félagsfræðing en greinin er byggö á prófritgerö höfundar I mannfélagsfræði viö The London School of Economics and Political Science voriö 1975. Sigriöur er reykvikingur aö ætt en er nú búsett á Isafirði og kennir þar við Menntaskólann og fleiri skóla. 1 ritgerð sinni greinir hún fjórar íslenskar goö- sögur úr Snorra-Eddu eftir formgeröarstefnu þeirri sem franski mannfélagsfræöingur- inn Claude Levi—Strauss er frumkvöðull aö og er þaö braut- ryöjendastarf i islenskri goöa- fræöi sem marga fýsir eflaust aö kynnast. Haraldur Guö- bergsson myndskreytir grein Sigriöar. Hallur Páll Jónsson kennari skrifar hugleiöingu um erlenda hersetu I íslandi sem hann nefti- ir „Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er aö taka af nógu”. Fjárfesting eöa krossfesting heitir ýtarleg ritgerð sem Einar Eyþórsson bóndasonur frá Kaldaöarnesi i Flóa en hann er aö ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum á tsafiröi nú i vor, skrifar um fjölþjóölega stóriöju á tslandi og hætturnar af erlendri fjárfestingu. Þá eru birtar í Hljóðabungu 4 kimni sögur úr Bolungarvlk sem hinn aldni þulur, Finnbogi Bernódusson, hefur skráö. Segja má aö Finnbogi sé sagn- fræðingur Bolungarvikur og eftir hann liggur bókin Sögur og sagnir úr Bolungarvik. En hann á margt óbirt i handriti og eru þessar kimnisögur þaöan. Þá er kafli úr bók eftir Lee Comer um mótun kvenna sem birtist hér i þýöingu Þurlöar Pétursdóttur kennara. Ennfremur er I ritinu birtur I heilu lagi einþáttungur eftir Fernando Arrabal sem heitir Böðlarnir tveir. Þaö eru nem- endur i 3ja bekk Menntaskólans á tsafiröi ásamt kennurunum Bryndlsi Schram og Jóhönnu Sveinsdóttur sem hafa þýtt hann. í timaritinueru áöur óbirt ljóö eftir Þorstein frá Hamri, Anton Helga Jónsson og Björn Haf- berg. Ýmislegt annaö efni er i Hljóöabungu. Afgreiðsla blaösins er hjá As- dlsi G. Ragnarsdóttur, Neösta kaupstaö Isafiröi (simi 94-3278). I Reykjavik fæst blaöiö I Bóka- búö Máls og menningar, Bóka- verslun Sigfúsar Eymunds- sonar og Bóksölu stúdenta. HLJOÐABUNGA TÍMflRÍT 2 Forsíöu Hljóðabungu teiknaði að þessu sinni Þorbjörg Höskuldsdóttir. Ein af teikningum Haraids Guö- bergssonar við grein Sigrlðar D. Kristmundsdóttur um goðsögur i Hljóðabungu. Hér sést sköpun Tmis. Hinn aldni fræðaþulur, Finnbogi Bernódusson, skrifar nokkrar kimnisögur frá Bolungarvlk I Hljóðabungu. Hér sést hann ásamt nokkrum útskurðarmyndum sinum og málverkum. Stýrimannaskólanum slitið í 85. sinn 191 nemandi í 10 deildum Stýrimannaskólanum i Reykja- vlk var slitiö I 85. sinn 29. maí. I upphafi gaf skólastjóri stutt yfir- lityfir starfsemi skólans á liðnum vetri. í skólanum voru 191 nem- andi i 10 bekkjardeildum. Auk þess voru 1. stigs deildir á Isa- firði, I Neskaupstað og i Vest- mannaeyjum I samvinnu viö iön- skólana á þeim stööum. Prófi 1. stigs luku 85 nemendur, prófi 2. stigs 54 og prófi 3. stigs 26. Efstur á prófi 2. stigs var Pétur Björns- son, 9.74, og hlaut hann verb- launabikar öldunnar, öldubikar- inn.Hann vareinnig efsturá prófi 1. stígs sem haldiö var slöast I aprll. Fjórir nemendur luku bæöi prófi 1. og 2. stigs. Bókaverölaun úr Verölauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu eftirtaldir nem- endur sem allir höföu hlotiö ágæt- iseinkunn. A 3. stigi: Guömundur Bjarni Traustason, Guöni Albertsson og Jón Sigmar Jóhannsson. A 2. stigi: Aöalsteinn Björnsson, Jónas Pétur Jónsson, Páll Hermannsson, Pétur Björns- son, Stefán Þröstur Halldórsson og Tómas Már ísleifsson. Skólastjóri ávarpaöi nemendur og óskaöi þeim til hamingju meö prófiö. Benti hann þeim á ábyrgö þeirra i væntanlegu starfi og brýndi fyrir þeim árvekni. Mjög margir eldri nemendur voru viöstaddir skólaslit, mebal annarra 5 af þeim sem luku prófi fyrir 60 árum. Orö fyrir þeim haföi Egill Jóhannsson. Af hálfu 35 ára talaöi Andrés Framhald á bls. 14.- Norskir togarar undir fölsku flaggi GÖÐVON 28/5 NTB-RB — Blaðiö Grænlandspósturinn i Góðvon, höfuðstað Grænlands, heldur þvi fram að norskir togarar séu á rækjuveiöum við Grænland undir dönskum fána. Heldur blaðið þvi fram að norsk útgeröarfyrirtæki láti skrá togara sina I Danmörku hjá gervifyrirtækjum þar og komist þannig hjá að virða þær kvótareglur, sem i gildi eru veiöi- magn og tölu fiskiskipa. Blaðið nefnir einn togara norskan, sem þegar veiöi á þennan hátt undir fölsku flaggi, og telur aö fleiri út- gerðarfyrirtæki muni hafa svipað i hyggju, ekki sist með tiiliti til þess aö grænlenska fiskveiði- lögsagan verði ef til vill færð út i haust eöa næsta vor. Þráinn Karlsson og Marla Arnadóttir i Krummagulli Krummagull á ferðalagi Aiþýðuleikhúsiö er nú á feröa- lagi um landið með sitt fyrsta verk, Krummagull eftir Böðvar Guðmundsson. Leikritið var frumsýnt I Neskaupstað 28. mars, en slðan hefur það verið sýnt nær 40 sinnum á Austur-, Norðaustur- og Suðurlandi. Nú er leikflokkurinn á Norö- vesturlandi og heldur slöan á Snæfellsnes og Vestfiröi. Leik- stjóri Krummagulls er Þórhild- ur Þorleifsdóttir en tónlistin i sýningunni er eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Fjórir leikarar, þau Arnar Jónsson, Kristin A. Ólafs- dóttir, Maria Arnadóttir og Þrá- inn Karlsson fara meö 11 hlut- verk, en sýningarstjóri er As- geir Adamsson. Aðsókn aö sýningunum hefur yfirleitt verið góö og undirtektir hinar ágætustu. Aðeins hefur orðiö vart við þann misskilning að leikritiö sé aöeins ætlaö börn- um, en af viðtökum áhorfenda er greinilegt aö þaö nær jafnt til fullorðinna og unglinga sem barna. Má i þvl sambandi benda á klausu úr leikdómi eins Akur- eyrarblaðsins: „Leikritið er skrifað fyrir börn og fulloröna og viröist vel við hæfi hvoru tveggja. Leikpersónur eru bæði menn og dýr, sambúðin þeirra á milli og við umhverfib. Hér er gamni og alvöru haglega fléttað saman og margt ber á góma, sem er umhugsunarvert. I bak- grunni er umhverfisvandamál- ið, sem magnast hefur um viöa veröld og snertir okkar þjóð, ekki siður en aörar, bæöi til lands og sjávar”. Eins og áöur var sagt er nú verið að sýna Krummagull á Norðvesturlandi, 27. mai var haidið á Snæfellsnes og sýndar þar 2 sýningar, þá ein sýning i Búðardal og siðan 7 sýningar á Vestfjörðum dagana 30. mai til 5. júni. A Hvitasunnu fara leik- arar Alþýðuleikhússins i sum- arleyfi, en áætlað er að hefja starf að nýju þegar liður á sum- aríð.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.