Þjóðviljinn - 01.06.1976, Page 3

Þjóðviljinn - 01.06.1976, Page 3
Þriðjudagur 1. júni 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Capablanca-mótið: Guðmundur í 2.-3. sæti Havana 31/5 reuter — Eftir að tefldar hafa veriö 11 umferðir á minningarmótinu um Capa- blanca f Cienfuegos á Kúbu er Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari 12. — 3. sæti meö 6 og hálfan vinning. 1 11. umferðinni vann Guð- mundur sovéska stórmeistar- ann Alexander Beljafski. Efsti maður mótsins, sovétmaðurinn Boris Gulko, gerði jafntefli við tékkann Julius Kosma. Sviinn Ulf Andersson sem unnið hefur þetta mót tvivegis vann Alex- ander Sznapik frá Pólandi. Eftir 11 umferðir er staða efstu manna þessi: 1. Boris Gulko með 71/2 vinning, 2. — 3. Guðmundur og Peev frá Búlgariu með 6 1/2,4. — 5. Razuvaéf frá Sovétrikjúnum og Vogt frá Þýska alýðulýðveldinu með 5 1/2 vinning og 6. — 7. Beljafski og Andersson með fimm vinninga. Þessmá geta að allir þátttak- endur sitja hjá i einni umferð og hefur Guðmundur þegar gert það en svo mun ekki vera um ýmsa af nágrönnum hans i efstu sætum. Endurhæfingarstöð Kópavogs á götunni og engin lausn á húsnæðisleysinu er framundan Endurhæfingarstöð Kópavogs hefur nú um eins mánaðar skeið veriðhúsnæðislaus og engin lausn er ennþá framundan. Starfsemin liggur að mestu niðri þótt tekist hafi að koma nokkrum sjúkling- um fyrir i húsnæði Lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut i Reykjavik. Endurhæfingarstöðin hefur starfað um nokkurra ára skeið i húsnæði Sparisjóðs Kópavogs, en lengi hefur verið vitað að sú skip- an mála væri ekki til frambúðar. Sparisjóðurinn hefur tekiö hús- næðið i eigin þjónustu og af hálfu bæjaryfirvalda i Kópavogi hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvert skuli flytja starfsemina. Rætt er um framtiðarhúsnæði i nýja miðbænum en nokkur ár geta jafnvel liðið áður en sá draumur rætist. Langurbiðlisti hefur ávallt ver- ið eftir meðhöndlun hjá Endur- hæfingarstöðinni, sem einkum þjálfar gamalt fólk þótt einnig komi þar fólk i meðferð eftir slys og veikindi. Er ekki að efa að enn lengist leistinn á meðan starf- semin liggur niðri að miklu leyti. Að sögn Bergs Vigfússonar hjá Sjúkrasamlagi Kópavogs, sem séð hefur um rekstur stöðvarinn- ar, hafa tveir sjúkraþjálfar unnið i Endurhæfingarstöðinni, annar i heilu starfi en hinn i hálfu. Þessa stundina eruþeir báðir i vinnu annart staðar. Bergur sagði það há starfi sem þessu mjög, að erfitt væri að fá sjúkraþjálfa til starfa þar sem ekki væri um neina menntunarmöguleika að ræða hér heima og nám erlendis dýrara en svo, að mönnum þætti námið freistandi. Bergur sagði alveg óráðið hvert eða hvenær nýtt húsaskjól fengist og tók jafnframt fram að unnið væri að verulegum breytingum á rekstrinum og þvi væri enn ekki allt tilbúið til þess að byrja starfið af fullu fullum krafti á ný. — gsp UNCTAD IV lokið: Stefnt skal að.... Nairobi 31/5 reuter ntb — 1 morg- un lauk fjórðu ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um þróunar— og efnahagsmál (UNCTAD IV) en hún hefur staðið yfir i Nairobi i Kenýa undanfarnar vikur og ver- ið framlengd um marga daga vegna djúpstæðs ágreinings. t lok ráðstefnunnar sagði full- trúi Alsir að árangur hennar væri siðferðilegur sigur fyrir þróunar- löndin. En hann lagði þó áherslu á að enn ætti eftir að fá riku löndin til þess að framkvæma sam- þykktir ráðstefnunnar. Umræður um þann vanda sem steðjar sifellt að þróunarlöndun- um og birtist i miklum sveiflum i hráefnaverði og eftirspurn iðn- rikjanna eftir þeim skyggðu á allt annað á ráðstefnunni. Þar lögðu þróunarlöndin áherslu á stofnun sjóðs sem hefði það hlut- verk að vinna gegn áhrifum fyrr- nefndra sveiflna á efnahagslif fátækustu landa heims. 25 riki, þám. tvö af stærstu oliu- útflutningsrikjum heims, Iran og Saudi-Arabia, samykktu að skuldbinda sig til að leggja fram ákyeðið fjármagn til sjóðsins. Auðvaldsheimurinn, sem taldi 24 lönd, var hins vegar klofinn i tvennt i afstöðu sinni til sjóðstofn- unar. Bandarikin, Bretland, Vestur-Þýskaland og Japan af- tóku með öllu að leggja fram fé i sjóðinn fyrirfram. Af þessari stifni hlutust fjölmargar deilur, fyrst innan Efnahagsbandalags- ins, þá meðal allra iðnrikjanna og loks milli helstu talsmanna riku og fátæku þjóðanna. Loks skar fulltrúi Hollands á hnútinn er hann lýsti þvi yfir fyrir hönd 16 iðnrikja að þau væru reiðubúin að taka þátt i gerð heildaráætlunar um hráefnaverð og þróun þess. Var þetta sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Eftir er að ganga frá öllum smáatriðum varðandi þessa áætlun en halda á aðra ráð- stefnu um málið eigi siðar en i mars á næsta ári. Þess má geta að tillögum Kissingers um aljóðlegan auð- lindabanka var hafnað með at- kvæðagreiðslu. RÓDESÍA: Stríðið magnast stöðugt Salisbury 31/5 reuter — Tölur um mannfall I striðinu I Ródesiu sem hernaðaryfirvöld f Salisbury hafa sent frá sér sýna glögglega hve mjög átökin fara harðnandi milli hersveita hvíta minnihlutans og blakkra frelsissinna. Samkvæmt þessum tölum féll 231 maður af völdum striðsins i mai. Þar af voru 104 skæruliðar og 18 stjórnarhermenn. Til við- bótar voru 29 manns skotnir til bana fyrir að brjóta gegn út- göngubanni sem rikir i landinu og 80féllu af öðrum orsökum, flestir af völdum jarðsprengja sem komið hefur verið fyrir við landa- mærin. 1 siðasttöldu hópunum tveim eru eingöngu blökkumenn. Nú er talið að 1.500 skæruliöar taki þátt i bardögum innan landa: mæra Ródesiu. Til viðbótar eru þúsundir i þjálfunarbúðum i Mósambik. Athyglin beinist nú einna mest að þvi hvort Kenneth Kaunda forseti Sambiu opnar landamæri lands sins fyrir skæruliðum en þau hafa verið þeim lokuð. Greinilegt er að striðið nær nú til miklu stærri hluta landsins en fyrrþvi til skamms tima var ein- ungis getið um átök i landamæra- héruðunum. Nú fréttist hins vegar af átökum viðsvegar um land og allt niður i 60 km fjarlægð frá höfuðborginni Salisbury. Striðið hefur sin áhrif á lif hvita minnihlutans. Það hefur valdið auknum erfiðleikum vegna al- menns herútboðs, skattahækkun- um og mikilli óvissu um fram- tiðarhorfur hvita mannsins. Allt saman hefur þetta leitt til mikils landflótta hvitra manna og hefur hann ekki verið meiri siðan hviti minnihlutinn lýsti landið sjálf- stætt i trássi við nýlenduveldi breta árið 1965. ÍTALÍA: Enn harnar á dalnum Róm 31/5 reuter — Efnahags- kreppan á ttaliu verður æ djúp- tækari. t nýútkominni skýrslu frá itölsku hagstofunni segir að viðskiptahallinn sé nú nær þrefalt meiri en I fyrra óg verðbólgan geysar á uþb. 20% hraða á ári. Viðskiptahallinn nam i april 708 miljörðum lira. Hallinn fyrstu fióra mánuði ársins er þvi orðinn rúmlega tvö þúsund miljarðar lira en var 724 miljarðar á sama tima I fyrra. Verðbólgantókstökkfram á við i april og nam 5.2% i þeim mánuði einum. Verðlag i april var 20.1% hærra en i aprfl i fyrra. Hluti af skýringunni á þessari miklu verð- bólgu er gengisfall lirunnar en hún hefur fallið um 23% gagnvart döllar það sem af er árinu. Leiðtogi italskra kommunista, Enrico Berlinguer, hélt þvi fram i siðustu viku að stjórn kristilegra leyndi raunverulegu efnahags- ástandi i landinu fyrir almenn- ingi, það væri mun verra en af væri látið. Sýning Jóhönnu framlengd Grafiksýning Jóhönnu Bogadóttur, i Galleri SCM sem ljúka átti um helgina, hefur verið framlengdtil miðvikudagskvölds. Sýningin er opin i dag og á morgun frá kl. 14 til 22. Slysið i Eyjafjarðará: Bílbelti var ekki notað Vegna fréttar i nokkrum fjöl- miðlum um umferðarslys er varð aðfaranótt laugardagsins 29. mai á Eyjafjarðarbraut skammt framan við Kristsnes er bifreið lenti á hvolfi út- i Eyjafjarðará þykir rétt að taka eftirfarandi fram. Við rannsókn á slysi þessu hef- ur komið fram að fullvist er að bflbeltið var ekki spennter slysið varð. ökumaður bifreiðar mun hins vegar hafa flækt sig i beltinu er hann reyndi að komast út úr bifreiðinni. Leiða má að þvi sterkar likur að þegar bifreiðin lenti á hvolfi i ánni hafi lykkja beltisins flotið upp vegna þess að beltiö var ekki notað. Það er þvi algjörlega rangt sem komiðhefur fram i frétt af atburði þessum að ökumanni hafi ekki tekistað losa lásinn á bflbeltinu. Fréttir þær sem birst hafa hafa þvi miður gefið alranga mynd af atburði þessum og varða á engan hátt mat á varnareiginleikum bil- belta i umferðarslysum. Rannsóknir sérfræðinga hafa sannað að meiri likur eru á að bjargast þegar bifreið lendir i vatni ef ökumaður og farþegar nota bilbelti. Segir sig úr kratabandalagi London 31/5 reuter — Flokkur Lee Kuan Yew sem fer mað völd á Singapore sagði sig i gær úr al- þjóðasamtökum sósialdemókrata — 2. Intcrnationale — og til- greindi þá ástæðu að evrópskir bræðraflokkar vildu segja fyrir verkum um stjórnarhætti á Singapore. Orsögnin fylgdi i kjölfar tillögu um brottrekstur flokksins i Singa- pore (RAP) fyrir grun um brot gegn mannréttindum og fangels- un pókitiskra fanga utan við lög og rétt. Barst þessi tillaga frá hol- lenska flokknum. A fundi framkvæmdanefndar samtakanna i gær var lesið upp bréf frá Lee þar sem úrsögn var hótað ef tillaga hollendinga yrði ekki dregin til baka. Hollendingar neituðu þvi og var þá lesin upp úr- sagnarbeiðni PAP. Á fundinum urðu nokkur orða- skipti milli hollendinga og Devan Nair fulltrúa PAP. Sakaði sá siðarnefndi evrópska krataflokka um að treysta um of á fréttaflutn- ing kommúnista frá Suöaustur- Asiu. Kvað hann einu ástæðuna fyrir kæru hollendinga vera þá að yfirvöld i Singapore neituðu að sleppa úr haldi fóki sem styddi vopnaðar byltingartilraunir kommúnistaflokks Malasíu. Nú væri 64 i haldi fyrir þessar sakir, af þeim hafa 42 verið handteknir eftir sigur frelsisafla i Indókina i fyrra. Framkvæmdanefndin neitaði að taka úrsögnina til greina og verður hún rædd á næsta fundi nefndarinnar 11. september nk.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.