Þjóðviljinn - 01.06.1976, Page 10
10 Sil).\ — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. júni 1976.
Ingunni vantar
aðeins herslu-
muninn í
Ol-lágmarkið!
en Elíasi Sveinssyni
mistókst í tugþrautinni
Ingunn Einarsdóttir náði
mjög góðum árangri á
Meistaramóti islands í
fimmtarþraut um helgina.
Hana vantaði aðeins örfá
stig í íslandsmet Láru
' Sveinsdóttur og sömuleiðis
virðist stutt f Olympíulág-
markið/ sem er 3.900 stig.
Ingunn náði 3.751 stigi að
þessu sinni og smábæting í
verstu greinunum myndi
lyfta henni upp fyrir Ol -
lágmarkið á svipstundu.
Ingunn byrjaði á 100 m. grinda-
hlaupi og fékk timann 14.3 sek.
Betri timi en gildandi íslandsmet
hennar en meðvindur mæidist of
mikill og timinn þvi ekki löglegur
sem met þött hann fáist staðfest-
ur i fimmtarþrautinni. Ingunn
kastaði siöan kúlunni 8.78 metra,
stökk 1.60 i hástökki og jafnaði
eigið tslandsmet i 200 m. hlaupi,
hlaut timann 25.0 sek.
í öðru sæti varð Erna Guð-
mundsdóttir með 3.486 stig, sem
er 83 stigum betri en fyrri árang-
ur hennar. Þriðja sætið hlaut
Kristin Björnsdóttir Breiðabliki
með 2.970 stig.
Elias vann en mistókst
samt
Elias Sveinsson freistaði þess
að ná Olympiulágmarkinu i tug-
þraut en gekk ekki sem skyldi að
þessu sinni og var iangt frá sinu
besta þótt hann hlyti fyrsta sætið i
keppninni. Hann fékk meira en
1000 stigum minna en hann hefur
náð sem besta árangri. Um helg-
ina fékk hann 6.274 stig en á best
7.320 stig. Elias hefur átt við
meiðsli að striða og segist stað-
ráðinn i þvi að ná sér betur upp i
næstu tilraun, en það verður i
Póllandi dagana 12. og 13. júni.
Mistakist honum þá er eina vonin
um 01 — lágmarkið á Meistara-
mótinu i frjálsum, sem fer fram
19. og 20. júni.
Sextán keppendur voru skráðir
til leiks i tugþrautinni en aðeins
sjö luku keppni. Elias náði eftir-
töldum árangri: lOOm.hlaup 11.2
sek. langstökk 6.17 m., kúluvarp
13.75m, hástökk 1.85 m, 400 m.
hlaup 54.3 sek, 110 m grindahlaup
15.5 sek., kringlukast 38.86 m.,
stangarstökk 3.50 m., spjótkast
49.50 m. og 1500 m. hlaup 6.23.6.
min.
Annar i tugþrautinni varð Jón
Sævar Jónsson með 5909 stig og
þriðji Björn Blöndal með 5550
stig.
Sjálfsmark eftir
10 sekúndur
og ísfirðingar náðu sér ekki á strik og
töpuðu 0:2 fyrir IBV
Það liöu ekki nema 10 sekúndur
af leik ÍBÍ og IBV I 2. deildar
keppninni sl. sunnudag þar til
boltinn lá I neti ÍBt-marksins og
þaö var einn af varnarmönnum
ÍBÍ sem skoraði rnarkið.
Auövitaö var þetta mikiö áfall
fyrir hiö baráttuglaöa isafjaröar-
liö sem hefur komið á óvart I vor
meö ágætum leikjum og eyja-
menn náöu undirtökunum i
leiknum og sigruðu 2:0.
Siðara mark þeirra skoraði
Tómas Pálsson, sú gamla kempa,
sem lengi hefur verið
markakóngur þeirra eyjamanna.
Vestmannaeyingjar hafa nú
lokið 31eikjum 1 i 2. deild og unnið
þá alla, og virðist ljóst að þeir
fara upp i 1. deild aftur I haust.
Þeir eru greinilega sterkastir
allra i 2. deild i ár, og kemur það
raunar ekki á óvart.
Þrumuskot Jóns færði
Ármanni bæði stigin
Þrumuskot frá Jóni Hermanns-
syni á 13. min. seinni hálfleiks
færöi Ármanni bæöi stigin úr
leiknum gegn Haukum, sem var
afar þýöingarmikill fyrir bæöi
liöin. Jón skoraöi beint úr auka-
spyrnu meö vinstrifótar skoti,
sem smali i þverslána og siöan
inn fyrir marklinu. Þar meö var
staöan orðin 2:1 fyrir Ármann og
tókst hafnfiröingum ekki aö jafna
metin þrátt fyrir ákafar tilraunir.
Það voru Haukar sem skoruðu
fyrsta markið. Var það á 30. min.
að Guðmundur Sigmarsson
skoraði úr þvögu. Rétt fyrir lok
fyrri hálfleiks jafnaði Birgir
Einarsson með skalla eftir
hornspyrnu frá Jóni Hermanns-
syni, sem sjálfur skoraði svo
sigurmarkið.
Armenningar misstu leikinn
nokkuö niður, eftir að hafa náð
forystunni og lögöust i vörn.
Haukarnir sóttu eftir það nokkuð
stlft,en án árangurs, og urðu þvi
að sjá af tveimur stigum.
Bjarni Bjarnason, vinstri bakvörður Breiðabliks, stöövar hér Arna Guðmundsson inni I vitateigi
blikanna. Fjær sést 1 Þór Hreiöarsson fylgjast meö. Mvnd: —gsp.
Breiðablik—KR 0:0
Blikarnir náðu
í fyrsta stigið
Breiða bliksmenn
fengu sitt fyrsta stig i 1.
deildinni sl. laugardag
er þeir gerðu 0—0 jafn-
tefli við KR á hinum
nýja grasvelli kópa-
vogsbúa. óneitanlega
þótti mörgum sem þetta
eina stig væri nokkuð
ódýrt fengið, ekki sist
eftir mikinn sóknar-
þunga KR-inga upp úr
miðjum seinni háifleik.
eina umtalsverða marktækifærið
var þegar Arni Guðmundsson
stóð einn og óvaldaöur á
vítapunkti meðboltann iskotfæri.
Þrumuskot hans stefndi undir
markslána.en Ólafur Hákonarson
i marki Breiðabliks bjargaöi lag-
lega með þvi að gripa boltann.
1 siðari hálfleik var áfram bar-
ist, Breiðablik með spilið sitt og
KR með kraftinn. Vignir Baldurs-
son komst fyrstur á blaö eftir hlé
með stórglæsilegt skot viðstöðu-
laust frá vitateigshorni. Boltinn
stefndi i samskeytin fjær, en
Magnúsi markverði tókst aö
bjarga á elleftu stundu.
Skömmu siðar átti Olafur
Ólafsson hörkuskalla aö marki
Breiðabliks frá markteigslinu en
Ólafur Hákonarson varði. Upp úr
þvi sótti KR öllu meiraog oft skall
hurð nærri hælum. Undir lokin
tóku blikarnir sig slðan saman i
andlitinu, rifu sig upp úr sóknar-
pressu KR-inga og ógnuðu
nokkuö.
En leiknum lauk meö mark-
lausu jafntefli þrátt fyrir nokkur
sæmileg tækifæri. Markveröirnir
komu báðir vel frá sinum hlut-
verkum. t liði Breiðabliks bar
mest á þeim Einari Þórhallssyni i
vörninni, Vigni Baldurssyni og
Gisla Sigurðssyni á meðan hans
naut við, en hann meiddist og
varð að yfirgefa völlinn um
Framhald á bls. 14.
Engu að siður voru það
blikarnir sem reyndu ávallt að
láta boltann ganga og sýna
skemmtilegt samspil. Þeim tókst
það enda betur en reykvikingum
sem komu á móti með mikinn
baráttukraft og snerpu. Eins og
oft áöur var það krafturinn sem
haföi yfirhöndina, KR-ingar voru
nær þvi aðskora þegar á heildina
er litið.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð
jafn og litið um tækifæri. Breiða-
bliksmenn sóttu þá öllu meira, en
KA skoraði 5 mörk
á Árskógströnd
KA skoraði hvorki meira né tvisvar að svara fyrir sig. Uröu
minna en fimm mörk hjá sjó- lokatölur leiksins þvi 5:2 fyrir
mönnum frá Árskógströnd um akureyringa.
helgina, og náöu þeir aöeins