Þjóðviljinn - 01.06.1976, Side 16
UOÐVIUINN
Þriðjudagur 1. júni 1976.
Krafa stjórn-
aranstöðu-
flokkanna
Alþingi
verði
kallað
saman
í fyrradag var aftur hald-
inn fundur i iandheigisnefnd
þingflokkanna og utanrikis-
málanefnd alþingis. Skýrt
var frá væntanlegri för
Einars Agústssonar og
Matthiasar Bjarnasonar til
Osló vegna samningavið-
ræðna við breta. Af hálfu
rikisstjórnarinnar kom
ekkert nýtt fram.
Stjórnarandstöðuflokkarn-
ir báru frám sameiginlega
kröfu um að alþingi verði
kallað saman áður en bind
andisamningur við breta um
landhelgismálið yrði gerður.
Þá tóku fulltrúar stjórnar-
andstöðuflokkanna enn
fram að flokkar þeirra væru
algerlega andvigir samning-
um við breta á þeim grund-
velli, sem nú liggur fyrir.
Af hálfu Alþýðubandalags-
ins sátu fundinn Gils Guö-
mundsson fulltrúi flokksins i
utanrikismálanefnd og Lúð-
vik Jósepsson, fulltrúi
flokksins i landhelgisnefnd.
Bókun stjómarandstöðu-
flokkanna fer hér á eftir:
Fulltrúar stjórnarandstöðu-
flokkanna i landhelgisnefnd
og utanrikisnefnd taka enn
fram, að þeir telja þann
grundvöll að samningi við
breta, sem kynntur hefir
verið, óaðgengilegan og eru
andvigir þvi, aö gengið verði
til samninga á þeim grund-
velli.
Þeir telja, að áður en bind-
andi samningur við breta er
gerður, beri að kaUa alþingi
saman til aö fjalla um mál-
ið.”
Úthlutun
verka-
manna-
bústaða
dregst
Úthlutun 308 ibúða á veg-
um stjórnar verkamannabú-
staða mun frestast að
minnsta kosti fram yfir 10.
júní. Ekkert er þvi að frétta
af úthlutuninni fyrr en i
fyrsta lagi eftir 10. þ.m.
Þessar upplýsingar fékk
biaðið hjá Guðmundi J. Guð-
mundssyni, formanni Verka-
mannasambands isiands,
sem á sæti i stjórn Verka-
mannabústaða. Rúmlega
þúsund umsóknir liggja fyrir
um ibúöirnar og þar sem
umsóknarfrestur rann út 1.
maler mörgum umsækjenda
farið að iengja eftir svari.
Guðmundur kvaðst vera
fyrstur manna að harma
þennan drátt, en sagði að nú
væri farið að vinna að þess-
um máium i stjórninni.
i
Samningsdrögm
algerlega fráleit
segir Björn Jónsson forseti ASI
Þjóðviljinn hafði samband við
Björn Jónsson forseta Aiþýðu-
sambands islands og spurði
hann álits á þeim samnings-
drögum sem nú er fjallaö um á
ráöherrafundinum i Osló. Björn
hafði þetta um þau að segja:
Ég tel þessi drög aigerlega
fráleit út frá sjónarmiði okkar
islendinga og kannski alveg sér-
staklega að skv. þeim er það
ljóst að Efnahagsbandalagið á
að taka við samningum og það
þarf að semja aftur við það þeg-
ar þessum samningstíma lýkur.
Það tel ég með þvf neikvæðasta.
Það væri þó sök sér ef málið
væri þar meðbúið en það er nú
öðru nær. Þarna fáum við senni-
lega miklu erfiðari viðsem janda
heidur en þó breta vegna þess
að efnahagsbandaiagslöndin öll
eru andvig 200 múunum og
mjög neikvæð i þessari þróun
allri. Bretarnir eru likiega
skástir af þeim.
Að öðru ieyti visa ég til álykt-
unar I samstarfsnefndinni um
landhelgismái, þar sem ég á
sæti, en þar koma fram öll höf-
uðatriðin I þessu máli.
—GFr.
mmm
[ '1
Hörður Ágústsson vildi ekki fullyrða hvort heldur húsið sem brann hefði verið notað sem hlaða eða mó-
geymsla, en taldi nokkuð vist að þar hefði starfað fyrsti listaskóiinn hérlendis.
listaskólinn”
„Fyrsti
brann í
„Jæja, voru þeir að kveikja í
hlöðunni hans Guðmundar
Björnssonar, iandlæknis”, varð
Herði Agústssyni, listmálara, að
orði þegar blaðið færði honum
þær fréttir I gærkvöldi að húsið á
horni Amtmannsstigs og Skóia-
stigs hefði brunniö niður á sjö-
unda tlmanum i gær.
„Þetta var býsna merkilegt hús
gær
— ég held ég megi segja að þar
hafi verið fyrsti listaskólinn á
landinu. Marteinn heitinn Guð-
mundsson, myndhöggvari og
myndskeri, hafði þarna vinnu-
stofu sína lengi. Hann og Björn
Björnsson silfursmiður, höfðu
þarna saman vlsi að skóla og það
voru teiknuð módel i stúdiói i bak-
garðinum. Það er eins og mig
minni að Karl Kvaran, list-
málari, hafi verið i
læri hjá þeim. Og svo hafði
Geröur Helgadóttir vinnustofu
sina i hlöðunni hans Guðmundar
um tíma.”
— En var ekki húsið illa farið?
— Jú, það þátti heita ónýtt, og
er mikil skömm að þvi. En
kannski þetta ýti við mönnum að
fara að gera eitthvað róttækt i
sambandi við Torfuna. Umhirðu-
leysið býður upp á það að svona
fari. Og þvilik synd eins og það
var margt brallað I þessu húsi.”
Sigurpáll Einarsson skipstjóri í Grindavík:
Þessir samningar
koma ekki til greina
— Manni finnst það grátlegt að
horfa uppá menn ætia að semja
samkvæmt þeim samningsdrög-
um sem birt hafa verið. Ég tel að
samningar við breta á þeim
grundvelii, sem nú er taiað um
komi ekki til greina. Kannski
endar það með þvi að við semjum
viö breta, en þá hefði skipataia
þeirra hér við iand átt að vera
helmingi iægri, þetta 10 — 12 skip
kannski og við sjómenn hefðum
átt að fá að ákveða hvar þeir
fengju að veiða. Siðan á aö vera
ákvæði I samningnum þess efnis
að þcgar hann rennur út eftir 3
eða 6 mánuði, þá iátibretar af öli-
um veiðiskap hér, við höfum eng-
an fisk aflögu handa öðrum þjóð-
um, sagði Sigurpáll Einarsson,
skipstjóri i Grindavik, einn af
þeim sem hafði forgöngu um aö
loka NATO-hliðinu i Grindavik sl.
vetur eins og menn eflaust muna.
Sigurpáll sagðist ekki vita um
einn einasta mann þar syðra, sem
vildi semja við breta samkvæmt
þeim' drögum sem rikisstjórnin
ætlar að semja á.
— Við vitum vel að bretar eru
að gefast upp, við höfum verið að
brjóta þá niður hægt og hægt og
það er aðeins timaspursmál
hvenær þeir gefast upp og við
heföum aiveg getað beðiö i 2 — 4
mánuði enn eftir fullri uppgjöf
þeirra. Það er nefnilega ekkert
um það i samningsdrögunum
hvað tekur við.
— Menn segja að þá komi efna-
hagsbandalagið til sögunnar og
segi sem svo, þið fáið ekki að
veiða sild i Norðursjónum nema
við fáum að veiða við ísland. Mitt
álit er það að sildveiðar okkar i
Norðursjó séu svo litils virði, að-
eins uppfyllingartimi fyrir nóta-
skip, að það komi ekki til mála að
fórna þorskinum hér við land
vegna þessarar slldveiða.
— Nei, samninga við breta á
ekki að gera nú, og alls ekki
samninga i likingu við þá sem
drögin segja til um, sagði Sigur-
páll að lokum.
—S.dór