Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 1
DJÓÐVUHNN Föstudagur 11. júni 1976—41. árg. —125. tbl. Rofar til hjá skólafólkinu Aöeins virðist ástandið i at- vinnumálúm skólafólks vera að lagast og hefur ræst úr vandanum siðustu dagana. Að sögn Ingólfs Gislasonar hjá atvinnumiölun Örn og Örlygur gefa út stórvirki Gröndals Ein dýrasta bók síðan á dögum Guðbrands t'. -, - > , í( ' ÍMMjJHÍ m s l Bókaútgáfan örn og örlygur hefur nú unnið það myndariega og lofsverða stórvirki að gefa út, i viöhafnarútgáfu.myndverk Benedikts Gröndals, skálds og náttúrufræðings, Dýraríki ís- lands. Var blaðamönnum boðið aö skoða þetta verk i gær og voru þar viðstaddir Steindór Steindórsson fyrrverandi skóla- meistari á Akureyri, sem verið befur önnur hönd Arnar og Örlygs við útgáfuna, Benedikt Gröndal, forstjóri og dóttur- sonur gamla Gröndals og kona hans, frú Halldóra Gröndal. Þetta einstæða og fagra verk er gefið út í tilefni af þvi, að hinn 6. okt. i haust eru 150 ár liðin frá fæðingu Benedikts Gröndals. í bókinni eru alls 100 myndasiður en fjöldi mynda á öðru þús- undinu, allt litmyndir. Steindór Steindórsson frá Hlöðum ritar eftirmála við bókina og er texti hans bæði á islensku og ensku. Alls er bókin 170bls. Hún er gef- in út i 1500 tölusettum og árituðum' eintökum og kostar eintakið kr. 60 þús. Bókin er handbundin i Sveinabókbandinu og prentuð i Grafik h/f og ekki fær leikmaður annað séð en að hvortveggja vinnan sé frábær- lega vönduð. Bókinnimun brátt verða gerð betri skil i blaðinu. —mhg v\, ír\ *ji ru/i/tk ? 'j P,\. ítfnrt* t Mt . ' /. 0,,-ir !» fj Margar fagrar dýramyndir eru í bók Gröndals sem örn og örlygur gefa út i 1500 eintökum og kostar 60 þús. kr. SJÓMENN í EYJUM SEGJA STOPP • Neita að landa úr bátum sínum fyrir 810 kr. fyrir tonnið á meðan landverkamönnum er greitt 1500 kr. fyrir tonnið sjái þeir um löndunina Misrétti í lífinu getur komið fram i ýmsum myndum. Ef siómenn siá siálfir um löndun á þeim fiski sem þeir koma með að landi á togbátunum fá þeir greiddar 820 kr. tií skiptanna fyrir hvert tonn sem þeir landa; en ef fá verður landverkamenn til starfans, fá þeir greiddar 1500 kr. fyrir tonnið. haldið þvi áfram, var svarið. Þessari kröfu var ekki haldið til streitu, enda eru sjómenn ekki skyldugir eins og áður segir að landa úr bátunum, en Sigurgeir sagðist hafa sagt Kristjáni Ragnarssyni formanni Ltú að á þetta myndi örugglega látið reyna i Vestmannaeyjum þegar trollvertiðin hæfist og nú er sem sagt komið að þvi að á þetta reyni. Þegar við ræddum við Sigur- geir siðdegis i gær voru tveir bátar komnir að. Úr öðrum bátnum var ekki byrjaö að landa, en einhverjar vonir voru á nokkrum skipverja á hinum bátnum og sagðist hann þá ekki geta sagt um hvað gerðist i málinu, fyrr en um kvöldið að bátarnir færu að streyma inn. Hann tók það fram að sjómanna- félagið gæti ekki bannað sjó- mönnum að landa ef þeir væru svo illa haldnir að þeir vildu vinna verk fyrir 820 kr. sem land- verkamenn frá 1500 kr. greiddar fyrir. Við munum skýra nánar frá gangi mála i blaðinu á morgun. —S.dór. menntaskólanema eru um 120 á atvinnuleysisskrá, þar af einar 100 stúlkur og sagði hann geysi- lega fordóma rikjandi varðandi trú á starfshæfileikum stúlkna, sem sitja á hakanum hvað snertir nánast öll störf. Atvinnumiðlunin hefur komið 72 skjólstæðingum sínum i fasta atvinnu það sem af er, en 74 kom- ust i vinnu hjálparlaust. Þá hefur tekist aö útvega 17 manns i- hlaupavinnu og hjá 20 nemendum eru einhver störf „volg” en þó ekki örugg. Ingólfur sagði góðan kipp hafa komið I mannaráðningar um helgina, en aðeins væri þetta farið að dofna aftur núna. Hann sagði ávallt reynt að láta þá ganga fyrir sem verst stæðu fjárhagslega til þess að draga úr af öllum mætti fjölda þeirra, sem hugsanlega Framhald á 14. siðu. Ekkert frést enn um bókun nr. 6 Efnahagsbandalag Evrópu hefur haldið ráðsfund s.l. tvo daga og á dagskrá þess fundar er, hvenær bókun nr. 6 komi til fram- kvæmda hvað varðar tolla- lækkanir á islenskum vörum á Evrópumarkaði. Siðdegis i gær höfðu enn ekki borist fréttir af fundinum m.a. vegna simatrufl- ana. Þjóðhátta- nemar rannsaka fráfœrur og myllur sjá 9. síðu — Þetta misrétti viljum við ekki lengur þola og höfum þvi á- kveðið að neita að landa úr bátunum nema við fáum greitt það sama og landverkamenn, enda eru sjómenn ekki skyldugir til að sjá um löndun, en ganga fyrir ef þeir vilja, sagði Sigurgeir Jónsson, stjórnarmaður i Sjó- mannafélaginu Jötni i Vest- mannaeyjum i samtali við Þjóð- viljann i gær, en sjómenn i Vest- mannaeyjum skrifuðu útgerðar- mönnum bréf þegar trollvertiðin hófst um siðustu mánaðamót, þar sem þeim var gefinn frestur til 10. júni til að útvega sér mann- skap til að landa úr bátunum, fyrst þeir vilja ekki greiða sjó- mönnum sama kaup og land- verkamönnum fyrir að landa úr bátunum. — 1 gær var þvi fresturinn runninn út.en þá hafði ekkert svar borist frá útgerðarmönnum.og að þvi er ég best veit hafa þeir ekki gert neinar ráðstafanir til að fá sér menn til að landa. A þetta reynir þvi i kvöld þegar bátarnir koma að, sagði Sigurgeir. Hann sagði að i vetur þegar samningar við sjómenn stóðu yfir hefðu sjómenn lagt fram kröfu þar sem þess var krafist að þeir fengju sömu laun fyrir að landaúr bátunum og landverkamenn sem það verk vinna. Þessari kröfu var algerlega hafnað af útgerðar- mönnum, sem sögðu að það kæmi ekki til greina að greiða sjó- mönnum sama kaup og land- verkamönnum fyrir þetta verk. Þið hafið alltaf gert þetta og Þannig hugsar norskur teiknari sér heimkomu Croslands til Londonar. Samlikingin við Chamberiain cftir Munchenar-fundinn er augljós. „Þorskafriður um vora daga” hcitir myndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.