Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. júni 1976. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 5
Skólaslit hér
—skólaslit þar
t lok mai var flestum fram-
haldsskólum landsins slitiö og
hefur Þjóðviljinn þegar skýrt frá
skólaslitum all viöa. Hér verður
greint frá skólaslitum I nokkrum
skólum.
Vélskóla Islands
slitið í 60. sinn.
1 vetur stunduðu 420 nemendur
nám i skólanum, þar af ein
stúlka, i 22. bekkjardeildum,
flestir i Reykjavik eða 350, en
samtals 70 i vélskóladeildum á
Akureyri, Siglufirði, ísafirði og i
Vestmannaeyjum.
Samtals útskrifuðust nú 336 vél-
stjórar úr hinum ýmsu stigum
skólans, þar af luku 52 nemendur
4. stigs vélstjóraprófi úr efsta
bekk skólans. Að loknu vélskóla-
námi fara þeir flestir á samning i
smiðju i tæp tvö ár en þreyta
siðan sveinspróf i vélvirkjun, en
nú veitir Vélskólinn einnig iðn-
réttindi vélvirkja.
Hæstir á vélstjóraprófi 4. stigs
voru: Tómas Hansson, Akureyri,
8.85, Guðfinnur Grétar Johnsen,
Vestmannaeyjum 8,53, og Asgeir
Albertsson, Reykjavik, 8,26.
Aðsókn að skólanum hefur farið
ört vaxandi á undanförnum árum
og er nú svo komið að til vand-
ræða horfir vegna tækjaskorts og
vöntunar á viðbótarhúsnæði, en fé
til þessara hluta hefur veriö mjög
naumt skammtað. í skólaslita-
ræðu sinni sagði skólastjóri að
vonandi þyrfti samt ekki að neita
neinum um skólavist næsta vetur
af þessum sökum.
Nýmæli i skólastarfinu i vetur
var svonefnd starfs- og
kynningarvika, en þá heimsóttu
nemendur ýmsa vinnustaði og
stofnanir undir leiðsögn kennara
sinna, svo sem landhelgisgæsl-
una, vélaumboð, rannsóknastofn-
anir, þjóðminjasafn, listasöfn,
leikhús, kyndistöð Hitaveitu
Reykjavikur, en þar voru gerðar
mælingar á kötlum og loks fiski-
skip i höfn, en þar var reiknuð út
raforkuþörf þeirra með tilliti til
þess að fá rafmagn úr landi.
Þá unnu nemendur að sér-
stökum verkefnum i skólanum, 3.
stigs nemendur skoðuðu
Sementsverksmiðju rikisins, ,en
nemendur 4. stigs fóru i náms- og
kynnisferð til Danmerkur,
Þýskalands, og Sviss og skoðuðu
vélaverksmiðjur. Nemendur
öfluðu sjálfir fjár til utanlands-
ferðarinnar m.a. með þvi að taka
að sér að breyta brennslukerfi
ms. Akraborgar fyrir svartoliu,
eins og fram hefur komið i
fréttum. 1 ráði er að stofna
vélskóladeildir á Akranesi, Nes-
kaupstað og i Keflavik ef næg
þátttaka fæst, og verður kennslan
þá i tengslum við iðnskólana á
þessum stöðum, eins og i
vélskóladeildunum sem nú starfa
utan Reykjavikur.
Nemendur útskrifaðir fyrir 25
árum færðu skólanum að gjöf
málverk af Júliusi Björnssyni
rafmagnsverkfræðingi sem starf-
að hefur við skólann i rösk 30 ár
sem kennari og prófdómari.
Þórður Runólfsson fyrrverandi
öryggismálastjóri flutti kveðju
frá nemendum sem útskrifuðust
fyrir 55 árum, en hann hefur nú
starfað við skólann sem kennari
og prófdómari i 27 ár.
Vélasölufyrirtækið Fjalar hf.
gaf silfurbikar sem sá hlýtur er
bestum árangri nær i vélfræði i 3.
stigi og er það farandbikar sem
afhentur verður á Sjómanna-
daginn 13. júni ásamt silfurpen-
ingi til eignar.
.Verjum
gggróðurj
verndum
land
Skólastjóri þakkaði gjafir er
skólanum höfðu verið færðar,
óskaði nemendum heilla og sagði
skólanum slitið.
Menntaskólanum í Hamra-
hlíð slitið# nemendur 1424.
f skólann voru skráðir 837
nemendur, en 587 i öldungadeild,
samtals 1424 nemendur. Ekki er
rúm i kennslustofum fyrir nema
rúmlega 600 nemendur i senn og
varð þvi að „skásetja” i skólann:
reglulegir skólanemendur voru i
kennslustundum á timabilinu kl.
8:15 til 16:30, en öldungar á
timabilinu 17:20 til 19:00 og 21:00
til 22:30.
Skólinn starfar eftir áfanga-
kerfi: hverri námsgrein er skipt i
áfanga og svarar hver áfangi til 4
eða 6 stunda kennslu á viku i eina
önn (eitt misseri). Próf eru i lok
hverrar annar: haustannarpróf
eða jólapróf og vorannapróf eða
vorpróf. Nemandi fær þvi aðeins
að hefja nám i nýjum áfanga i
grein að hann hafi staðist próf i
næsta áfanga á undan. Engin
upplestrarleyfi eru fyrir próf, en
hvert próf tekur tiu daga og er þó
noksurt fyrirtæki, semja þarf
rúmlega 200 verkefni fyrir hvert
próf, en fara yfir og meta rúm-
lega 6000 úrlausnir.
Nemendur fá stig fyrir hvern
áfanga sem þeir standast og
safna sér þannig stigum i
stúdentsprófið. Til stúdentsprófs
þarf 132 stig hið minnsta. Þar af
eru 74 i kjarna, en svo er nefnt
það námsefni sem allirnemendur
þurfa að ljúka. Rúm 30 stig til
viðbótar vinnur nemandinn sér
inn á kjörsviði, en það er sam-
stæða skyldra greina. Um sex
kjörsvið er að velja og segja
nöfnin að nokkru um meginefni
hvers sviðs: fornmálasvið,
nýmálasvið, félagssvið, náttúru-
svið, eðlissvið og tónlistarsvið. t
skólanum hefur náttúrusviðið
fram til þessa verið fjölsóttast, en
fornmálasviðið fámennast.
Afgangur námsefnisins er frjálst
val, þar geta nemendur valið sér
nýjar greinar, eða haldið áfram i
þeim greinum er þeir þegar hafa
valið sér, eða jafnvel reynt að
safna sér fiýtt kjörsvið. Þess eru
nokkur dæmi að nemendur hafi
lokið stúdentsprófi á tveimur
kjörsviðum og nú i vor vann
einn nemandi það afrek að ljúka
prófi á þremur kjörsviðum.
Áður hefur verið skýrt frá
brautskráningu stúdenta frá
M.H. hér i blaðinu.
Vöröuskóla slitiö
Vörðuskóla var slitið laugard.
29. mai sl. t skólanum voru tæpl.
400 nemendur i 3. og 4. bekk gagn-
fræðaskóla og auk þess tvær
deildir i 1. bekk menntaskóla.
Gert er ráð fyrir að skólinn starf
á likan hátt næsta vetur.
Enginn sia er sett á nemendur
sem óska þess að ganga inn i
skólann eða hinar einstöku deildir
hans svo að nemendur kynnast
auðveldlega þverskurði þess
mannlifs, sem biður þeirra utan
veggja skólans.
Laugaskóla slitið
i 51. sinn
Laugaskóla var slitið i 51. sinn
mánudaginn 24. mai. t vetur
stunduðu 124 nemendur nám i
skólanum i 5 bekkjadeildum.
5. bekkur var starfræktur i
fyrsta sinn með 11 nemendum og
luku þeir allir prófi. Hæstu
einkunn úr 5. bekk hlaut Helgi
Laxdal, Nesi, Grýtubakkahreppi.
Næsta vetur er áformað að 5.
bekkur starfi i a.m.k. 3 deildum,
bóknámsdeild, viðskiptadeild og
iðndeild. Einnig verður nem-
endum gefinn kostur á námi i
Grunnskóla tSt.
Við skólaslit ávarpaði skóla-
stjóri viðstadda og lýsti skóla-
starfinu. Tiu og tuttugu ára
gagnfræðingar færðu skólanum
myndarlegar peningagjafir til
kaupa á skiðalyftu. Siðan var
gestum boðið til samdrykkju.
Fastráðnir kennarar voru niu
auk skólastjórans Sigurðar
| Kristjánssonar.
Meschke sýnir flugmanninum (Sigmundur örn Arngrimsson)
litla prinsinn.
Litli prinsinn
Brúðuleik-
sýning á
Listahátíð:
Eitt sérstæðasta atriði Lista-
hátíöar að þessu sinni er brúðu-
leiksýning Mariónettuleikhússins
frá Stokkhólmi á LITLA
PRINSINUM eftir Antoine de
Saint-Exupéry. Leikritið veröur
sýnt tvisvar á Stóra sviöi Þjóð-
leikhússins: A laugardagskvöld
og á sunnudag kl. 15. Það er
sænski brúðuleikhúsmaöurinn
Michael Meschke, sem samið
hefur leikgerðina og leikstýrir en
leikið er á islensku. Er'hér Um
óvenjulega samvinnu erlendra og
innlendra leikhúsmanna að ræða:
með Meschke er fimm manna
hópur frá Mariónettuleikhúsinu
og stjórna þeir leikbrúðunum i
sýningunni en islenskir leikarar
flytja textann. Ein persónan,
flugmaðurinn, er leikin af leikara
sýnilegum á sviðinu og fer Sig-
mundur örn Arngrimsson með
þaðhlutverk. Aðrir leikarar eru:
Þórunn Magnea Magnúsdóttir,
sem leikur iitla prinsinn, Stein-
unn Jóhannesdóttir leikur rósina,
Briet Héðinsdóttir refinn,
Erlingur Gislason höggorminn
o.fl. Hákon Waage leikur mont-
hanann og landfræðinginn, og
Flosi Ölafsson leikur drykkju-
manninn og ljósmanninn. Sagan
um Litla prinsinn er viðfræg og
þekktasta saga höfundar. Bókin
hefur komið út i islenskri þýöingu
Þórarins Björnssonar, skóla-
meistara. Segir þar frá flug-
manni, sem nauðlendir i
Sahara-eyðimörkinniogrekst þar
á litla prinsinn, iitinn dreng-
hnokka, sem styttirhonum stund-
ir og segir honum frá heim-
kynnum sinum úti i geimnum og
ferðalagi sinu milli hinna ýmsu
hnatta himinhvolfsins. Þýðingu
leikgerðarinnar gerðu Briet
Héöinsdóttir og Sigurður Pálsson.
Tónlist er eftir Karl-Erik Welin.
Leikstjóri er Michael Meschke og
aðstoðarleikstjóri Seth Nilsson.
Sænsku brúðuleikararnir eru
Monika Barlh, Agneta Ginsburg,
Agneta Karlström og Karin
Therén.
Þessi sýning Mariónettuleik-
hússins á Litla prinsinum heiur
vakið mikla athygli og orðið
viðfræg, enda farið viða. Var
meðal annars farið með hana i
leikför til tiu borga i Asiu fyrir
rúmu ári siðan. í sýningunni er
flugmaðurinn sem fyrr segir eini
sýnilegi leikarinn, hitt eru
brúöur, en hluti sýningarinnar er
leikinn i últra fjólubláu ljósi,
þannig að leikararnir stjórna
brúðunum svartklæddir og eru
ósýnilegir en brúðurnar og leik-
myndin hins vegar i skærum
litum.
Mariónettuleikhúsið i Stokk-
hólmi þykir með merkari brúðu-
leikhúsum og sýningar þess mjög
rómaðar. Leikhúsið hefur verið
starfrækt af Meschke i um það bil
tvo áratugi; hefur einkum verið
leitast við að hafa alltaf á
boðstólum fjölbreytt barnaefni,
en einnig sýnir leikhúsið verk
fyrir fullorðna. Meðal sýninga
þess má nefna: Ævintýri Hoff-
manns, Sögu dátans, Góðu sálina
i Sesúan, Túskildingsóperuna,
Woyzeck, Bubba kóng, o.fl. Af
Framhald á 14. siðu.
Sumarferö Alþýöu-
bandalagsins á Vest-
fjöröum um Strandir
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vest-
fjörðum efnir til sumarferðar dagana
25.-27. júní n.k.
Farið verður frá Isafirði
og Patreksfirði föstu-
dagskvöld þann 25. júní
og ekið i Reykhólasveit
skemmstu leið frá hvor-
um stað. — Gist í Reyk-
hólasveit.
Að morgni laugardags þann 26.
júni hefst sameiginleg ferö frá
Bjarkarlundi. — Farið verður
um Tröllatunguheiði, Stein-
grimsfjörð, Bjarnarfjörð og
norður i Árneshrepp
A laugardagskvöid sjá Stranda-
menn um sitthvað til
skemmtunar i Trékyllisvik.
Siðan verður ekið að Klúkuskóla
i Bjarnarfirði og gist þar.
A sunnudag verður Steingrims-
fjörðurog nágrenni hans kannað
nánar og siðan ekið i Bjarkar-
lund, þar sem leiðir skilja.
Allir þátttakendur i ferðinni
verða að hafa með sér nesti til
tveggja daga og viðleguút-
búnað. Kostur er á svefnpoka-
plássi báðar nætur, ?n æskilegt
að sem flestir hefðu með sér
tjöld.
Þátttökugjald verður um kr.
5000,-
Nánari upplýsingar gefa
Hér gefur að lita Drangaskörð. Ef vel viörar blasa þau viö frá
Munaöarnesi.
A tsafiröi Jónas Eliasson simi
3852, Elin Magnfreðsdóttir simi
3938, Aage Steinsson simi 3680
1 Bolungarvik Guömundur
Ketill Guðfinnsson, simi 7211
t Súðaviklngibjörg Björnsdóttir
simi 6957
1 Súgandafirði Gestur Kristins-
son, simi 6143
A FlateyriGuðvarður Kjartans-
son, simi 7653
A Þingeyri Davið Kristjánsson
simi 8117
A Bildudal Jörundur Garöars-
son, simi 2112
1 Táknafirði Höskuldur Daviðs-
son, simi 2561
A Patreksfirði Hrafn Guð-
mundsson, simi 1384
A Barðaströnd Unnar Þór
Böðvarsson, Tungumúla
t Reykhólasveit Jón Snæbjörns-
son, Mýrartungu
t Strandasýslu Guðbjörg
Haraldsdóttir, Borðeyri og
Sveinn Kristinsson Klúkuskóla
1 lnn-Djúpi Astþór Agústsson,
Múla Nauteyrarhreppi