Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. júni 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11
Golfkynning
fyrir
almenningí
Hafnarfirði
Golfklúbburinn Keilir i
Hafnarfirði hefur ákveðiö að
gangast fyrir kynningu á golfi
fyrir almenning næstu vikurn-
ar og hefst þessi kynningar-
starfsemi i dag kl. 18 viö golf-
skála félagsins.
Enski golfkennarinn Tony
Bacon, sem er staddur hér á
landi á vegum Keilis og GR,
mun sýna fólki helstu undir-
stöðuatriði iþróttarinnar.
Akveðið er að næstu fjóra
fimmtudaga verði golfvöllur
Keilis opinn almenningi milli
kl. 18 og 20 og þar gefst fólki
kostur á að reyna sig í golf-
iþróttinni og munu Keilismenn
lána þeim, sem ekki eiga,
kylfur og kúlur.
Enn hefur
Þróttur ekki
fengið stig
í 1. deild:
SÍKM
•" ’ví** '1
örlagaatvik leiksins. Kristinn Jörundsson spyrnir að marki og knötturinn siglir undir Jón Þorbjörnsson og i netið. Litlu myndirnar sýna
markvörðinn vonsvikinn, en framara hins vegar öllu kátari.Mynd: —gsp.
Jón Þorbjömsson átti
stjörnuleik í marki
...en ein mistök hans kostuðu liðið samt bæði
stigin í viðureigninni gegn Fram
Jón Þorbjörnsson markvörður
Þröttar forðaði liöi sinu frá stór-
tapi i gærkvöldi er leikurinn gegn
Fram fórfram á Laugardalsvelli.
Hann sýndi meistaralega mark-
vörslu oft á tiðum ogbætti marg-
sinnis á elleftu stundu fyrir
hörmuleg varnarmistök og sof-
andahátt i öftustu vörn.
Aðeins einu sinni mistókst
Jóni... og það kostaði Þrótt annað
stigið. Kristinn Jörundsson skaut
meinleysislegu skoti að marki á
15. min. leiksins, boltinn smaug
eftir rennandi blautu grasinu og
skrúfaði sig einhvern veginn
undir Jón, sem hafði fleygt sér
niður. Inn fyrir markli'nuna dratt-
aðist boltinn, staðanvarl-0 fyrir
Fram, og þannig urðu lokatölur
leiksins.
Þróttur lék undan vindi i fyrri
hálfleik en tókst aldrei að ná
frumkvæðinu. Til að byrja með
var stanslaus pressa á mark
þeirra, ógnun i hverri sókn fram-
ara sem léku af skynsemi og létu
blautan völlinnekki glepja sig.
1 morgun hélt kvennalandsliðið
i frjálsiþróttum til Finnlands, þar
sem fram fer um helgina Norður-
landabikarkeppni kvenna i frjáls-
iþróttum. Keppnin fer fram i
Jóensun.
Islenska liöið verður þannig
skipað:
Er á leið breyttist leikurinn i
miðjuþóf, sannkallaðan
rigningarleik með engum til-
þrifum og eintómum spörkum um
þveran og endilangan völl. Undir
lokin sást þó laglegt skot frá
Halldóri Arasyni að marki Fram
en Arni Stefánsson sveif eins og
köttur út i horn og varði.
1 seinni hálfleik tóku framarar
aftur völdin. Hvert dauðafærið
rak annað, en alltaf strandaði
sóknin á Jónii markinu sem hirti
hvern bolta. Hann átti þó enga
möguleika á að hindra Kristin
Jörundsson semstóð fyrir galopnu
marki á 60. min. eftir skemmti-
lega sendingu Jóns Péturssonar
sem hafði ginnt Jón úr markinu.
Kristni brást hins vegar boga-
listin, boltinn skoppaði í mark-
stöngina og þaðan út aftur.
Hvert tækifærið rak annað, en
Þróttur átti þó siðasta orðið er
þeir náðu hættulegri skyndisókn
sem endaði með hörkuskoti
Jóhanns Hreiðarssonar, en
framarar björguðu á marklinu i
Ingunn Einarsdóttir IR
Erna Guðmundsdóttir KR
Lilja Guðmundsdóttir IR
Ragnhildur Pálsdóttir KR
Þórdis Gisladóttir IR
Maria Guðjohnsen IR
Þær Lilja og Ragnhildur eru
fjarveru Árna Stefánssonar sem
var kominn úr jafnvægi.
— Það sem vantar er fyrst og
fremst að ná þessari tauga-
veiklunog hræðslu úr strákunum,
sagði Sölvi Óskarsson þjálfari
Þróttar eftir leikinn. — Vissulega
er þetta þung byrjun, við höfum
leikið fimm leiki án þess að fá eitt
einast stig.en það er engin ástæða
til þess að missa kjarkinn. Strák-
arnir eru ungir og þurfa að finna
sig, kannski tekur það okkur
sumarið að ná upp i þeim nægi-
legri leikreynslu, en það er lika
möguieiki á að þetta komi fyrr.
Vörnin var óneitanlega veik i
þessum leik og það er margt sem
þarf að lagfæra, en fyrst og
fremst þó að manna strákana
svolitið i skapinu, sagði Sölvi.
Bestu menn Þróttar voru þeir
Jón i markinu og Asgeir Arnason
i vörninni, en hjá frömurum bar
Asgeir Eliasson af með skemmti-
legt auga sitt fyrir samleiknum.
Rúnar Gislason kom einnig vel
frá sinu.
Aðstæður til að leika knatt-
spyrnu voru erfiðar. Hellirigning
og völlurinn rennandi blautur. -
Dómari var Guðjón Finnbogason.
ytra, Lilja i Sviþjóð, en Ragn-
hildur i Englandi,og koma þær til
móts við hinar fjórar i Sviþjóð.
Þjálfari liðsins er Guðmundur
Þórarinsson.
— S.dór
Lilja Guðmundsdóttir og...
Ingunn Einarsdóttir eiga báöar
inöguleika á að ná OL-lág-
markinu á NM uni helgina.
1. deild
Valur-FH
ÍA-UBK á
morgun
Víkingur
-ÍBK á
sunnudag
Þrir leikir fara fram i 1.
deildarkeppni tslandsmótsins
i knattspyrnu um helgina. A
morgun leika á Laugardals-
vellinum Valur og FH og hefst
lcikurinn kl. 17 en ekki kl. 14
eins og sagt er i mótaskrá. A
Akranesi mætast 1A og
Breiðabiik og á sunnudaginn
leika á Laugardalsvelli
Vikingur og IBK og hefst sá
leikur kl. 20.00.
Flestir munu á þvi að Valur
vinni auðveldan sigur yfir FH
en menn skulu þó minnast
þesss að i fyrra þegar liðin
mættust á Laugardalsvelli
sigraði FH 2:1 en tapaði hins-
vegar heima fyrir Val 0:3.
Uppá Akranesi leika 1A og
Breiðablik og er erfitt að spá
nokkru urn þann leik.
Blikarnir sigruðu ÍBK i
siðasta leik sinum en skaga-
menn töpuðu 1:6 fyrir Val og
ekki að vita hvaða áhrif sá
skellur hefur haft á liðið.
A sunnudag mætast svo
Víkingur og ÍBK á Laugar-
dalsvelli og sjálfsagt spá flest-
ir Vikingum sigri eftir 3 tap-
leiki i röð hjá IBK, en
Vikings-liðið virðist á uppleið.
Litum þá á úrslit þessara
liða siðustu 3 árin:
Valur - FH: 1975 1:2 — 1974 og
1973 var FH i 2. deild.
ÍA-UBK: 1975 — 1974 — 1973
10:1 (UBK var I 2.deild 1974 og
1975.)
Víkingur-ÍBK: 1975 1:0 —
1974: 2:2 — 1973 var Vikingur i
2. deild.
Kvennalandsliðið
í frjálsum til Finnl.
og tekur þátt í Norðurlandabikarkeppninni