Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Þau eru vel varin æðareggin, eftir að móðirin hefur reytt af sér dúninn til að vernda þau. Þegar svo varpinu er iokið liggur dúnninn eftir og færir eiganda landsins, sem kollunni þóknaðist að verpa á, mikla peninga i aðra hönd. (Ljósm. S.dór) Nær allur æðar- dúnn er flutt- ur úr landi — Mér er óhætt aö fullyrða, að nær allur æðardúnn sem fæst á landinu er fluttur út, verðið er orðið svo hátt að heimamarkað- ur ræður ekki við það, þegar hvert kg. af dún er komið yfir 30 þúsund krónur, en það var verðið I fyrra og hækkar örugg- lega í ár, sagði Agnar Tryggva- son forstöðumaður búvörudeild- ar StS er við ræddum við hann i gær. Agnar sagði að i fyrra hefði verðið á fjaðratindum dúni veriö 32 þúsund krónur fyrir hvert kiló, en fyrir algerlega ó- hreinsaðan dún var verðið 27 þúsund kr. fyrir kg. Sagðist hann eiga von á þvi að verðið fyrir óhreinsaðan dún færi vel yfir 30 þúsund kr. i ár og fjaðra- tindur dúnn þá hátt i 40 þúsund kr. fyrir kg. Sambandið fékk I fyrra 5,5 tonn af óhreinsuðum dúni og þegar búið er að fullhreinsa þetta magn verða eftir 1500 kg. Talið er að i allt fáist hér á landi rúm tvö tonn af fullhreinsuðum dúni. Sambandið flytur allan þann dún sem það fær út og megnið af honum fer til Þýskalands. Þar er verðið svo hátt að innlendi markaðurinn fylgir ekki með, sem kannski er skiljanlegt. þeg- ar dúnsængin kostar oröið yfir 30 þúsund krónur hér á landi. Agnar sagöi að þeir hjá bú- vörudeild SÍS vildu gjarnan hvetja bændur til að tina allan þann gæsadún sem þeir mögu- lega geta. Hann er að vísu miklu ódýrari en æðardúnninn, en hann sagði að miklir möguleik- ar væru á að vinna markað fyrir hann erlendis. — Við höfum boðið þeim að selja dúninn fyrir þá erlendis og láta þá hafa allt verðið sem fyrir hann fæst, bara ef þeir vilja byrja á að nýta hann og koma útflutningi á gæsadúni af stað. Þess má svo að llokum geta að mjög strangt eftirlit er hér á landi með hreinsun æðardúnsins sem fluttur er út og vinna 6 kon- ur allt árið við að hreinsa hann. Síðan fara matsmenn yfir hann og hverjum pakka fylgir skoðunarvottorð. — S.dór. Föstudagur 11. júni 1976. Likfundur í Keflavík Lögreglumenn i Keflavík fundu lik i fjörunni aðfaranótt miðvikudagsins. Reyndist það vera af 45 ára gömlum manni frá Keflavik, Einari Hjálm- týssyni, og var dánarorsök drukknun. Einars hafði verið saknað frá þvi kvöldið áður og voru lögreglumenn að svipast um eftir honum er líkið fannst. Einar heitinn var fyrrver- andi sjómaður en hafði átt við sjúkdóm að striöa um árabil. —ÞH. Viðræður við ELKEM Siðustu þrjá daga hafa staðið yfir viðræöur viö norska fyrir- tækið ELKEM um hugsanlega aöild þess að Járnblendiverk- smiðjunni við Grundartanga i Hvalfirði, en eins og fram hefur komið i fréttum vill Union Carbide draga sig út úr fyrir- tækinu. Viðræður þessar eru á vegum iðnaðarráöuneytisins og taka þátt i þeim: Dr. Jóhannes Nordal seðlabandastjóri, Árni Þ. Arnason skrifstofustjóri, Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður, og Gunnar Sigurðsson stjórnar- form. Járnblendifélagsins. Auk þess eru með i förinni Stein- grimur Hermannsson sem sæti átti I nefnd um orkufrekan iðnað og Ingólfur Jónsson stjórnarfor- maður Framkvæmdastofnunar rikisins. Nefndin hefur rætt I þrjá daga við norska aöila, en er væntanleg heim i dag. Liðsfiindur herstöðva- andstæðinga á laugardag Miðnefnd herstöðva- andstæðinga vekur athygli á liðsfundi herstöðvaand- stæðinga, sem haldinn verður á morgun, laugar- daginn 12. júni, og er opinn öllum andstæðingum herset- unnar og NATO. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis og stendur til kl. 18 með matar- hléi. Fundarstaöur er Glæsi- bær (á mótum Álfheima og Suðurlandsbrautar). Fjölbrauta- skólanum slitið Fjölbrautaskólanum I Breið- holti var slitiö I fyrsta sinn mánudaginn 31. mai sl. Fóru skólaslitin fram við hátiðlega athöfn I húsakynnum skólans að viðstöddum nemendum og kennurum. Guðmundur Sveinsson skóla- meistari flutti yfirlitsræöu um skólastarfið i vetur. Þar kom fram að 228 nemendur hófu nám við skólann sl. haust en 209 luku prófum. Skólinn starfaði á fjórum sviðum: menntaskólasviði, iðn- fræðslusviði, viðskiptasviði og samfélags- og uppeldissviði. Á hverju sviði voru 2-3 náms- brautir. Auk þess var starfrækt gagnfræðabraut við skólann, eins konar aðfaranámsbraut. Hús Fjölbrautaskólans I Breiðholti. Við námslok hlutu 67% nem- enda framhaldseinkunnir, 23% hlutu rétt til að endurtaka próf en 10% stóðust ekki próf. Þeir siðastnefndu fá þó nám sitt i kjarna- eða kjörsviði metið að fullu ef það uppfyllir vissar kröfur. Hæstu einkunnir við skólann hlutu eftirtaldir nemendur: á menntaskólasviði Þuriður Gisladóttir, 8.20, á iðnfræðslu- sviði Einar Þorsteinsson,8.00, á viðskiptasviði Guðrún Ingibjörg Hliðar, 8.12, og á samfélags- og uppeldissviði Helga Maria Carlsdóttir, 8.47. Þessir fjórir nemendur hlutu bókaverðlaun frá skólanum fyrir góðan náms- árangur. Hreinn hagnaður Flugleiða 205 milj. kr. Fyrsti aðalfundur Flugleiða Fyrsti aðalfundur Flugleiða hf. var haldinn á Hótel Loftleiðum i gær. 1 frétt frá Flugleiðum kemur m.a. fram að heildartekjur fé- lagsins I fyrra urðu 12.109 mil- jónir króna og hreinn hagnaður 205 miljónir króna þegar tekið hafði verið tillit til afskrifta og fjármagnskostnaðar. Starfs- mannafjöldi hjá flugleiðum er 1550 manns. Þetta var fyrsti aðalfundur fé- lagsins frá stofnun, en sam- kvæmt samkomulagsgrundvelli sem samþykktur var á aðal- fundum Flugfélags Islands og Loftleiða 28. júni 1973, var stjórnum félaganna veitt umboð til að ganga frá stofnun hlutafé- lags er skyldi sameina undir eina yfirstjórn allar eignir félaganna og rekstur þeirra. Þá var á þessum aðalfundum samþykkt að stjórnir félaganna beggja skyldu skipa sameiginlega stjórn I hinu nýja félagi þar tilá aöalfundi þess 1976. Stjórnarmönnum var einnig falið fullt umboð hluthafa til stofnunar og reksturs hins nýja félags,Flugleiðah.f.,sem stofnað var hinn 20. júli 1973, og tók til starfa 1. ágúst sama ár. Á aðal- fundinum i dagvar þvi raunveru- lega fjallað um rekstur Flugleiða h.f. fyrstu þrjú starfsárin, svo og dótturfyrirtækja. Heildartekjur Flugleiða h.f. á árinu 1975 urðu 12.109 miljónir var í gær króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækisins árið 1975 varð 205 miljónir króna, og hefur þá verið tekið tillit til afskrifta og f jármagnskostna öar. Sölu- hagnaður og tjónabætur námu á árinu307 miljónum króna, og eru af lið sem ekki tilheyra reglulegri starfsemi. Nemur þvi afgangur tii ráðstöfunar samkvæmt rekstrarreikningi samtals 512 miljónum kr. Heildareignir Flug- leiöa h.f. i árslok 1975 voru 8.339 miljónir króna, en skuldir námu 6.860 miljónum króna. Framan- greindar niöurstöður ná til rekst- urs Flugleiða h.f., annars en dótturfyrirtækjanna, Inter- national Air Bahama Ltd., Hekla Holdings Ltd. og Hótel Esja h.f., sem eru gerð upp sérstaklega. Arið 1975 voru að meðtöldum leiguflugsfarþegum fluttir 682.204 farþegar með flugvélum félags- ins. Starfsmannafjöldi í árslok 1975 var 1.550. Fundarsflóri á aðalfundinum i dag var Björgvin Sigurðsson og fundarrítari Geir Zoöga. A funcinum i dag fluttu skýrslu stjórnar þeir örn O. Johnson aðalforstjóri, Kristján Guðlaugs- son formaður stjórnar Flugleiða h.f.,Alfreð Elíasson forstjóri og Sigurður Helgason forstjóri. Nánar verður skýrt frá fund- inum og ársskýrslu Flugleiða sið- ar. Ekkert síma samband við umheiminn en kaninn á Stokksnesi hljóp undir hagga Simastrengurinn SCOTICE slitnaði i fyrrakvöld milli Fær- eyja og Islands. Strengurinn til Kanada, ICECAN, hefur veriö siitinn um nokkurt skeið og var þvi landið algjörlega simasam- bandslaust við umheiminn i gær. Jón Skúlason póst- og sima- málastjóri skýrði blaðinu svo frá i gær að togari hefði slitið SCOTICE I sundur um 250 km frá Færeyjum. Sama gerðist fyrir nokkrum dögum er strengurinn slitnaði einmitt meðan fundur utanrikisráðherra Nató stóð yfir i Osló. Jón kvað erfitt að spá um hvenær viðgerð á SCOTICE lyki, hann hefði ekki fengið skeyti um hvernig gengið hefði að útvega viðgerðarskip. Um ICECAN sagði Jón að gert hefði verið við hann núna fyrir skömmu en þá kom i ljós að magnari var bilaöur nærri Grænlandi. Væri erfitt að spá um hvenær unnt yrði að gera við hann þvi is er yfir svæðinu. Jón sagöi að komið yrði á sam- bandi, vonandi i gær, um stöð bandariska hersins á Stokksnesi i Hornafiröi; „þeir hafa oft bjargað okkur i svona tilvikum”. Þá verður hægt að senda simskeyti til útlanda og telexsamband næst en simtöl verða mjög takmörkuð þvi aðeins fást fjórar tallinur og þar af fer ein undir telex. Stöðin i Hornafirði er svonefnd „radio - scatter”-stöð en hún er mun ófull- komnari en simastrengurinn sem fullnægir ströngustu alþjóða- kröfum að sögn Jóns Skúlasonar. —ÞH. BARUM BREGSTEKK/ | "FólksbíladekkJ Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. | TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð I Á ÍSLAND/ H/E

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.