Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 7
Köstudagur 11. júní 1976. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7
>r
fi í'1' iT T á(
íí
HERALDIC
ISOCIETYf
OF ICELAND|_
(Société Héraldique d’Islande) \
r-.. vibfrg#
\ . '■
tslenskt skjaldarmerkjafræðafélag var eitt af ótal uppátækjum greifans
-
im' hlir udgtv^t |
tt Par starre Disisamnn|cr j
#«.. «s -Enemoóa, J
a Aar »>e*ist sin «»>• j
t Digterhegfveise.
helt sine egne Vojc !
r (t atort Stel. '
E"‘7y '77“
DUNGANON
Ein af myndum Dunganons úr flokkinum „Véfréttir Atlantis”.
NÍELS
HAFSTEIN
SKRIFAR UM
MYNDLIST
Aö hlátri varð
í hálfri stöku
öll heimsins frægð.
Svo kvað heimsborgarinn,
sérvitringurinn, skáldið og rit-
höfundurinn, myndlistarmaður-
inn, tónskáldið, söngvarinn,
hljóðfæraleikarinn, málamaður-
inn, ferðalangurinn, spámaður-
inn, hjúskaparhjálparinn, frétta-
þulurinn, húsnæðismiðlarinn,
Karl Einarsson, Dunganon,
hertogi af St. Kilda, Prófessor
Emarson og Leyndarhirðir
Hekluglóða, einn athyglisverð-
astur islenskur snillingur og
meistari þessarar aldar.
I tilefni Listahátiðar 1976 þá
hefur verið sett upp yfirlitssýning
á verkum Dunganons i Bogasal
Þjóðminjasafnsins, þar sem
saman eru komnar fórur hans:
bækur, pésar, ljóðakver, tónlist
og söngur af segulböndum, fram-
lag hans til myndlistarinnar, ljós-
myndir, stimplar og póstkort. t
skemmtilegri skrá er rakinn ferill
Dunganons á hinum ýmsu braut-
um lifshlaupsins og birtar myndir
af vegabréfum, teikningum o.fl. 1
samantekt þá er þetta fróöleg
lesning og ýtarleg og mikill feng-
ur þeim er dálæti hafa á sjálf-
stæðum persónuleikum og furðu-
fuglum sem sigla utan við
strauma daglegra hátta og hefða
— og holl lesning þeim sem eru að
kikna undan alvöru lifsins. Er
ekki laust við að hugurinn reiki til
Sölva Helgasonar og Sólons
Guðmundssonar, Þórbergs
Þórðarsonar og Jóhannesar
Kjarvals, en þeir ágætu fulltrúar
heimsviskunnar og andans voru
um margt gæddir þeim eiginleik-
um sem prýddu persónu Karls
hertoga af St. Kildu.
Karli Einarssyni voru hug-
leiknar fornar sagnir er hermdu
frá Atlantis, hinu rómaða riki
mikillar menningar sem sökk i
haf á forsögulegum tima, og
stofnaði hann hertogadæmi til
minningar um þær og nefndi St.
Kilda. Aðrar fornar heimildir lutu
að tengslum hans sjálfs við fjar-
læga fortið og rakti hann þvi ættir
sinar svo langt sem hann kunni,
allt til goðsagnanna, og hlóð þar
með undir veldi sitt og tign eins
og konungbornum mönnum
sæmir.
Karl Kerúlf Einarsson fæddist
á Seyðisfirði þann 6. mai 1897,
sonur Kristjönu Valgerðar
Guðmundsdóttur frá Lambhúsum
á Akranesi og Magnúsar Einars-
sonar úrsmiðs og kaupmanns á
Vestdalseyri, Högnasonar frá
Steinsmýri i Meðallandi.
Aldamótaárið sigldi faðir hans
með fjölskyldu sina til Færeyja
og gerðist athafnasamur kaup-
maður i Þórshöfn, en fluttist
tuttugu árum siðar til Kaup-
mannahafnar og hóf útgerð til
suðurlanda. Syni sinum Karli
kom hann til náms i verslunar-
fræðum, en þau fræði áttu ekki
alls kostar við skapgerð Karls og
yfirgaf hann skólann og fór til
Spánar þar sem hann dvaldist i
Barcelona nokkur misseri. Þaðan
reisaði hann til Bordeaux 1924 og
hitti Sjúrð hinn I Patursson frá
Kirkjubæ i Færeyjum. Þeir
kumpánar gáfu út heimstimarit i
fjáröflunarskyni, voru það
úrklippur úr myndablöðum, ráð-
leggingar um það hvernig best
mætti fjölga mannfólkinu og
kynbæta það. Þessa hugmynd
notfærðu þjóðverjar sér er frá
leið. önnur merk framkvæmd
þeirra tvimenninganna var
Heimskassinn, alþjóðabanki með
myntinni glóbus sem aldrei var
slegin — hann fór á hausinn. Siðar
stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar
Alþjóða gjaldeyrissjóðinn! Miklir
menn verða að bera fin nöfn, og
Karl Einarsson skirði sjálfan sig
Carolus Africanus gandakallur.
Eftir misheppnuð fjármála-
ævintýr stefndu þeir vinir til
Briissel 1926. Carolus Africanus
gandakallur orti sér til hugðar-
hægðar, á færeysku, frönsku og
dönsku. I júni 1930 birtust ljóð
eftir skáldið i Berlinske Tidende
og ári siðar þá gaf Nyt Nordisk
Forlag út fyrstu ljóðabókina,
VARTEGN.
Árið 1932 stofnaði Karl Einars-
son fyrirtæki sem bar það ágæta
heiti Institut Psycho-Astral, og
veitti hann þvi forstöðu undir
nafninu próf. dr. Emarson:
„Þetta vur upplýsinga- og leið-
beiningamiðstöð i hjónabands-
málum, og við höfðum það að
prinsipi, að gefa engum góð ráð
nema hann sendi okkur fyrst pen-
inga. Ennfremur hjálpuðum við
ógiftu fólki og beindum mörgum á
braut hamingjunnar fyrir fáeinar
krónur. En svo var bannað að
senda peninga i sendibréfum, og
þar með var úti með þetta fyrir-
tæki. Einu sinni rak ég annað
fyrirtæki, ekki ólikt þessu. Það
var leiðbeiningarskrifstofa um
það, hvernig menn gætu fengið
Nóbelsverðlaun fyrir litið...”
Utan spádómsstarfans kallað-
ist Kari Einarss. nú Cormorant
XII, (en siðasti þjóðhöfðingi á
Atlantis var Cormorant XI)
Hertogi av St. Kilda, Lord of
Hecla.
1935 kom út önnur ljóðabók
hans, ENEMOD, hjá Nyt Nord-
isk Forlag, og sama ár var hann
kjörinn félagi i rithöfundafélag-
inu danska, af meðmælum
Johannesar V. Jensens, einnig las
hann upp óprentaðan ferðabálk i
danska útvarpið. Dunganon fekk
styrk frá merkri menningar-
stofnun til þess að kenna frönsk-
um skáldum að yrkja siéttubönd.
Um svipað leyti samdi hann
„Stamtöflu”, þar sem ætt hans er
rakin um merka kappa allt til
Njarðat i Nóatúnum. Einnig
gerði hann drög að skjaldar-
merki.
1942 fluttist Dunganon til
Berlinar og gerðist þulur i frétta-
útsendingum nasista til Færeyja,
og þar á hann að hafa sagt i lok
lesturs: svo kem ég með sömu
lygina á morgun! Hann rak
húsnæðismiðlun og vann að ljóða-
bálkinum Aurora Borealis. Ári
siðar kvæntist Dunganon
Christine U. Hohmann og tók upp
skjaldarmerki ættföðurs sins,
Jóns Loftssonar i Odda. A
árunum 1943 - 45 var hann ýmist i
Berlin eða Höfn, vann að
ljóðabálkunum Fata Morgana og
Memoria Libelli. Hann orti
glasakvæði, stofnaði heims
samtökin Amigos de la raza
Hispano-Americana og skjalda-
merkjafélagið S.H. Islandica.
Hertoganum af St. Kilda var
visað úr rithöfundarfélaginu
danska.
1947 fór Dunganon til Islands að
skoða Heklugosið. Og eins og
sliku stórmenni sæmdi þá kveikti
hann sér i vindli af eldum fjallsins
— stuttu siðar varð hann
Leyndarráð Hekluglóða. Hann
fékk styrk úr Sáttmálasjóði til
útgáfu Les Heures Sonores.
1948 - 52 skoðaði hann sykur-
rófur á Skáni og byrjaði að teikna
og lita myndir: ,.Ég tældi litina
frá börnunum á götunni og ég
dáleiddi sjáifan mig og litina.”
(Alþýðublaðið 22/7 1961).
1953-56 gaf færeyska stúdenta-
félagið i Höfn út Faldiblað með
kvæðum hans og myndum, i 1200
eintökum. Einkasýning i
Charlottenlund 1955. Lauk við
handrit glasakvæðanna og var
þar með kominn i hóp framúr-
stefnuskálda heimsins ásamt
Grominger og Diter Rot. 1
tslendingahófi i Kaupmannahöfn
söng hann i horn! og er þar til-
brigði við Happenings þeirra
tima.
1961 bauð Ásbjörn ólafsson
Karli Einarssyni Dunganon til
Islands og þáði að launum upp-
skrift að lifibrauði fyrir 6 krónur
á dag! Hann hélt sýningu á 100
myndum sinum á innrömmunar-
verkstæði Guðmundar Arnasonar
að Bergstaðastræti 19 i Reykjavik
og var sýningin föl á 50.000.-
dollara. Asbjörn og Ragnar Jóns-
son forstjóri i Smárasmjörliki
gáfu út ljóðabók Dunganons,
Corda Atlantica, en hún er rituð á
17 tungumálum. þ.á.m.
færeysku, Islensku, hebresku,
frönsku, dönsku, kinversku, hind-
ústani, maori og atlantismálýsku.
1963 - 72 lauk Dunganon við
ljóðabálka og ferðaþætti, og fékk
ellilaun i Danmörku. 21. janúar
1972 gerði Dunganon erfðaskrá
þar sem hann ánafnaði islenska
rikinu eigur sinar, rúmum
mánuði siðar andaðist hann og
var lagður til hinstu hvildar i
Friðriksberg-kirkjugarði og
mælti mágur hans séra Engels-
sen yfir moldum hans.
1 erfðaskrá Karls Einarss. Dung
anons er ákv. þess efnis að rikið
skuli koma á fót sérstakri stofn-
un er beri nafn hans, Dunganon,
og skal sú stofnun sjá um útgáfu á
verkum hans og annast höfundar-
vernd. Væntanlegt verkefni
þeirrar stofnunar verður þá gefa
út i miklu riti teikningar og
myndir með viðeigandi skýring-
um og listasögulegum saman-
burði, þar sem rakin verða áhrif
einstakra manna og stila á list
Dunganons og sagt frá þeim
áhrifum sem Dunganon hafði á
samtimamenn sina, ef heimildir
hrökkva til.
Eins og framanskráð sýnir þá
var Karl Einarsson um margt
stórbrotinn maður, heimsborgari
og þúsundþjalasmiður. Hann var
einstakur meðal útvaldra, sá sem
magnaði hið litilfjörlega og
hversdagslega upp i hæðir hins
ævintýralega og annars heims.
Hvilikt veraldarplan sem hann
naut lifsins á! Karl Einarsson
Dunganon var einn af upphafs-
-mönnum i Concretpoetry
(myndljóðum) og lagði sitt af
mörkum til atferlislistar
(happenings). Og hann varð með
frumlegri bókagerðarmönnum.
1 þeim fjölda bóka sem eru tii
sýnis i Rogasal Þjóðminjasafns-
ins er ein þar sem skrifuð er á
siðu eftirfarandi klausa:
„Úr fréttablöðum Sankta Kilda
Kúrer Soldáns á Tyrkiandi bar
okkur hraðboð um, að Kölski
sjálfur hefur góðfúslega gefið sig
undir vald vinstra-auga Hertog-
ans af St. Kilda, með allt —
parykk, ennishorn, hælapikka,
hala og annað meirv
Tilkynnt i leyndarráði Hertog-
ans (Dunganon )”
Vonandi verður þess ekki langt
að biða að hægra-auga Hertogans
af St. Kilda fái hraðboð frá
islenska rikinu um að það gefi sig
góðfúslega undir vald þess, i
kurteisi og viðhöfn, og muni halda
á loft virðingu fyrir sérstæðri list
og lifi.
AÐALHEIMILDIR:
Morgunblaðið, Lesbók 19.2.
1950
Sýningarskrá Listahátið 1976.
Flugmólastarfsmenn
undrandi
Engar
samninga-
viðræður
í 2 mánuði
1 ályktun frá Félagi flugmála-
starfsmanna rikisins kemur fram
að ekkert hefur verið rætt við þá i
tvo mánuði:
„Stjórn og samninganefnd
Félags flugmálastarfsmanna
rikisins lýsir undrun sinni á fram-
komu samninganefndar rikisins i
yfirstandandi kjaradeilu. I engu
hefur verið sinnt sérkröfum
félaganna og engar viðræður hafa
farið fram á rúmlega tveggja
mánaða timabili, sen) nota átti til
samningagerðar. Stjórn F.F.R.
sendir starfsmannafélagi rikisút-
varpsins baráttukveðjur og lýsir
yfir fullum stuðningi við aðgerðir
þær, er félagið hefur tekið upp til
að verka athygli á kjörúm opin-
berra starfsmanna I samanburði
við hinn almenna vinnumarkað i
landinu”.