Þjóðviljinn - 16.06.1976, Page 2

Þjóðviljinn - 16.06.1976, Page 2
2 StÐA — ÞJODVIL.MNN MiOvikudagur 16. júnl 1976 öonrp Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Undanhald samkvœmt áœtlun Forsætisráðherrann er bara prunkinn yfir rikisstjórninni sinni og frammistööu hennar, ekki sist hlut sjálfstm., sem von er. Hann hefur nýlega sagt okk- ur frá þvl, að henni hafi tekist að „tryggja varnir landsins” svo að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af ógnarflotanum úr austri. Og henni hefur auðnast að færa landhelgina út I 200 mil- ur og samið við breta um að nú skuii Efnahagsbandaiagið semja við okkur næst. Þannig hafa tvö af þeim stefnumálum, sem ,,viö sjálfstæöismenn” lögðum áherslu á að koma i framkvæmd, þegar ólafur myndaði rikisstjórnina, fengið farsælan endi. Eftir er aðeins eitt af þrennu: að greiöa úr efnahagsfiækjunni. En það kemur, sjáiði bara til. Einhvernveginn er það nú svo, að hinn stjórnarflokkurinn er öllu hljóðari um afrekin. A þeim bæ er minna talað um „verndina”, enda er það kannski dálitið úrhendis fyrir menn, sem voru komnir á flug- stig með að gera landið varnar- laust og afhenda það þar með rússum til fullrar eignar og umráða. Það er þvi hyggilegast að hafa bara yfir, og þá sem hljóðlegast, trúarjátninguna um „friðartimana”. Þvi verður hvort sem er ekki neitað, aö það er þó orðið „klassiskt” stef. Timinn verður einnig hálf kindarlegur á svipinn, þegar Geir er að þakka ihaldinu alla „sigra” i landhelgismálinu. Segist ekki vita betur en aö upp- haf landhelgisbaráttunnar sé að rekja til samþykktar flokks- þings framsóknarm. 1946. Siöan hafi landhelgin þrisvar verið færð út fyrir frumkvæði rikis- stjórna,sem framsóknarm. hafi veitt forystu. Og þó að Geir eigi að heita forsætisráðh. I núver- andi stjórn þá sé það nú i fyrsta lagi fyrir náð Ölafs og i öðru lagi hafi baráttan nú „mjög hvilt á herðum” þeirra Einars og ólafs, annar hafi stjórnað „út á við ” en hinn „inn á viö”. Sem sagt: skipting út á við og skipt- ing inn á við, eins og á gömlu dönsunum. Vonandi tekst þeim þó að jafna þessa deilu meö sér i rikisstjórninni. Þegar illa liggur á Timanum þá er það i rauninni aðeins eitt, sem hann telur rikisstjórninni til gildis: Hún hafi þó komið i veg fyrir atvinnuleysi. Segjum það. Ekki veröur nú samt annað skilið á þingeyska bóndanum, sem fær birta eftir sig grein i Timanum 23. mai, en að honum sýnist að einnig atvinnan standi á brauðfótum. Hann segir: „Mörgum þykir rikisstjórnin ráðafá, en hún telur sig hafa komið i veg fyrir atvinnuleysi. Flýtur á meðan ekki sekkur, segir gamall málsháttur. Meö- an lifað er á takmarkalausum erlendum Iánum, fengnum út á beint eða óbeint veð i sjálfstæði þjóðarinnar, er þetta engin kúnst. Þegar stóra pennastrikið kemur er hætt við að litið verði um úrræöi hjá þessum mönn- um”. Og þó. Ef að hörfa þarf úr fremstu viglinu þá er gott til þess að vita, að geta búist um við þá næstu. Eða er ekki eitt- hvaö til, sem nefnt hefur verið, á finu máli: hæfilegt atvinnu- leysi. Það er „geysi hagleg geit”, ekki sist fyrir þann eigin- leika að geta verið talsvert teygjanleg. Þaðer þvi alltaf von til þess, ef aö þvi kæmi, að rikis- stjórnin gæti ekki lengur talið það til afreka sinna að „tryggja fulla atvinnu” þá geti hún þó hælt sér af þvi, að tryggja hæfi- legt atvinnuleysi. Glúmur Opið hús hjá mormónum Blaðinu hefur borist eftirfar- andi bréf, sem aö sjálfsögðu er stilað til allra reykvikinga: „Yður er hér með vinsamlega boðið að sækja „Opið hús”, sem haldið verður i Háskóla tslands- , i Lögber gi, - dagana 17., 18., og 19. júni, milli kl. 2:00 og 10:00 e.h. Okkur væri mikill heiður af nærveru yðar' i þessu „Opna húsi ” okkar, ef þér hefðuð ein- hverja stund aflögu. Við munum sýna litkvikmyndir, litskugga- myndir, likön, myndasögur, einnig stuttir fyrirlestrar, sýn- ingar og annað það, sem þér mættuð njóta eins og timi yðar leyfði. Næstum allt þetta efni verður flutt á islenskri tungu. Kirkja Jesú Krists af siðari daga heilögum (Mormóna- kirkja) á tslandi, annast alla framkvæmd þessa. Þetta er okkar framlag til þess aö halda hátiðlegan þjóðhátiöardag ts- lendinga. Við viljum bjóða yður að taka með yður konu yðar, fjölskyldu og vini, til að þau megi njóta þess með yöur, sem við höfum upp á að bjóða. Við færum yður bestu kveðjur okkar og óskir til yðar um áframhaldandi velgengni og viljum um leiö nota þetta tæki- færi til að láta yður vita að við metum mikils og erum þakklát fyrir hinar ánægjulegu og vin- samlegu móttökur, sem við höf- um fengið hér á landi. Virðingarfyllst, Byron T. Gislason.” nirin.i ■ ...r. *3. ■ .... I I ' f 2s > t *?■ » jBf m m «si3 ftl Blönduós. 5* : i i j wm I r* il ■ .. Frá Blönduósi: Horfir vel með hitaveitu — Já, kauptúniö á bráðlega hundrað ára afmæli. Hinn 1. janúar 1876 var Blönduós lög- gillur sem verslunarstaður og meiningin er að þess verði minnst með nokkrum hátföahöldum 3. og 4. júli, n.k. Þannig mælti Jón isberg, sýslu- maður á Blönduósi i viðtali viö blaðið fyrir helgina. — Lúðrasveitin okkar, sem stofnuð var fyrir þremur árum, æfir af miklu kappi i tilefni afmælisins, en hún er undir stjórn Arnar óskarssonar, tón- listarkennara. Aðkomumaður, Jón Sigurðsson að nafni, aðstoðaði við að koma lúðra- sveitinni á fót á sinum tima. Annars er undirbúningur þessa afmælis ekki fyrst nú að hefjast. Nokkuð er siðan við byrjuðum á þvi að græða upp melana hér i kring og þeir hafa þegar tekið verulegum stakkaskiptum. Það myndirðu best sjá ef þú flygir hér yfir. Þetta er nú okkar „græma bylting”, sem nú er i tisku að tala um og er liður i þvi að minnast afmælisins, og kannski ekki sá ómerkasti.Við getum svo, að öðru leyti, talað um afmælið seinna. Raunar er nú hitaveita fyrir Blönduós okkar mesta "áhuga- og hagsmunamál um þessar mundir. Við erum að bora eftir heitu vatni hjá Reykjum á Reykjabraut, og litur vel út með árangur af þvi. Veriö er nú að bora aðra holuna og fer vatns- magnið vaxandi. Búið er að fá 15-20 sekúndulitra af 70 stiga heitu vatni,en við þurfum að fá að minnsta kosti 27 sek.l. og það vatn þarf aö vera 70 stiga heitt, komið á leiðarenda. Sýnist allt útlit vera á þvi að sá árangur náist. Þá er verið að hefja fram- kvæmdir við hraðbrautina gegnum kauptúnið, en á þvi verki var nokkuð byrjað i fyrra. Töluvert er og um bygginga- framkvæmdir. Atvinna er þvi sæmileg.en þó tæpast nóg fyrir unglinga og kvenfólk. Prjónastofan bætir þó þarna nokkuð úr fyrir kven- fólkið en hér eru flikurnar prjónaðar og svo saumaðar annarsstaöar. Fatnaður þessi er hinn ágætasti og eftirsóttasti út- flutningsiðnaður. Flug hefur nú hafist á ný og er að þvi stórfelld samgöngubót. Við vorum mjög óánægðir með að þaö skyldi leggjast niður um nokkurt skeið, þvi það er nú einu sinni svo, aö þegar menn eru komnir á eitthvað gott þá vilja menn ógjarna sjá af þvi aftur. Hér er blátt áfram stórkost- lega gott veður dag hverr og sér það lika á gróðrinum. —mhg. ÍSmls

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.