Þjóðviljinn - 16.06.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 16.06.1976, Page 5
Miðvikudagur 16. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Ummœli ítalsks Nató- hers- höfðingja fips* I i T- '-'f * f' -V:zA.':. ZtM "}■ *'' ' ~ '' Nino Pasti — kristilegir demó kratar ófærir um aö breyta sér til batnaðar. kommúnista og þeir vilja vera áfram i Nató með þetta mark- mið i huga. Þetta er þvi ástæðu- laust að óttast nokkuö i þessu sambandi. Gilbert: En gæti ekki stjórnarþátttaka itaiskra kommúnista haft áhrif á sam- starf Nató-rikja i kjarnorku- málum? Pasti: Ég hef verið spurður mikið út i þetta, en eftir að hafa verið staðgengill hæstráðanda um kjarnorkumál i Evrópu i tvö ár held ég að ég hafi allgóða hugmynd um, hvað áætlanir um „Komm úu istar bestí llokkurinn” Eitt af þvi, sem mesta athygli hefur vakið i sambandi við þing- kosningarnar á Italiu, sem nú standa fyrir dyrum, er að ýmsir framámenn á ýmsum sviðum þjóðmála, sem ekki eru kommúnistar og hafa til þessa ekki tekið afstöðu með þeim, bjóða sig nú engu að siður fram á lista Kommúnistaflokks Italiu. Einn þessara óháðu bandamanna italskra kommúnista er Nino Pasti, fyrrum hershöfðingi i italska flughernum. Meðan hann gegndi herþjónustu var hann i ýmsum háum stöðum á vegum italska hersins og Nató, þar á meðal staðgengill hæstráðanda Nató um kjarnorkuvígbúnað i Evrópu. Hér fer á eftir þýðing á úrdrætti úr viðtali, sem Sari Gilbert frá bandariska frétta- timaritinu Newsweek átti við Pasti fyrir skömmu. Gilbert: Þér hafið verið hátt- settur herforingi hjá hernaðar- bandaiagi, sem hefur haft meðal verkefna sinna að andæfa útþenslu kommúnismans. Hvernig getið þér þá boðið yður fram undir merki kommún- isma? Pasti: Ég var alltaf mjög gagnrýninn á það Nató, sem kom sér kyrfilega fyrir innan ramma kalda striösins. Þegar árið 1964 gagnrýndi ég til dæmis opinberlega tölur um herstyrk Varsjárbandalagsins, sem voru færðar í stilinn, svo og stabsetningu taktiskra kjarn- orkuvopna i Evrópu. Mat Kommúnistaflokks Italiu á þvi, hver eigi að vera tilgangur Nató, er þannig ekki langt frá þvi, sem ég hef alltaf haldið fram, það er aö segja að Atlantshafsbandaalgið eigi að verða afl, sem vinnur að slökunarstefnu (détente) milU austurs og vesturs og láta kaldastriðshugarfar sitt heyra fortiðinni til. Gilbert: Hver er skoðun yðar á itölskum kommúnistum sem pólitiskum samtökum? Pasti: Mér hefur litist mjög vel á það, sem ég hef séð og heyrt til þeirra. Það er alls ekki satt að kommúnistar séu ekki lýðræðislegir. Innan flokksins hafa allir rétt til þess að láta i ijós skoðanir sinar á öllum þeim atriðum, sem ágreiningur rls út af, uns náðst hefur sameiginleg stefna sem allir samþykkja af frjálsum vilja. Þetta er lýðræði. Flokksmennirnir eru heiöar- legir og trúir og hafa alls engan áhuga á að taka völdin á ttalfu. Ég held miklu fremur að þeim litist ekki á blikuna ef niður- staðan yrði sú, að þeir yrðu að stjórna einir á þessum erfiðu timum. Eins og sakir standa eru þeir bestir italskra stjórnmála- flokka. Gilbert: Hversvegna er svo mikil andstaða gegn Kommúnistaflokknum? Pasti: Maður heyrir sagt að kommúnistar séu alræöis- sinnaður flokkur, að þeir séu of nátengdir Moskvu, að þeir muni draga ttaliu au'stur fyrir járn- tjald ef þeir komist til valda. Þessar áhyggjur stafa af hræðsiukenndum hugmyndum og eiga sér enga stoð i veruleik- anum. Að visu hefur flokkurinn sambönd við Moskvu, en þau eru fyrst og fremst heimspeki- legs eðlis. Þegar innrásin var gerð i Tékkóslóvakiu, gagn- rýndu italskir kommúnistar til dæmis Sovétrikin með skýrum og ótviræðum orðum. Siðustu tuttugu árin hafa þeir tekið af allan vafa um það að þeir eru óháðir. Gilbert: Þér eruð sem óháður frambjóðandi á lista kommúnista. Hversu óháður getið þér orðið ef þér verðið kosinn? Pasti: Þá verð ég „óháður þingmaður vinstra megin.” Ég verð á engan hátt undir flokks- aga og mun greiða atkvæði gegn kommúnistum ef þeir styðja frumvörp, sem ég er ekki ánægður með. En það er veru- leg þörf á breytingum. Kristi- legir demókratar eru einfald- lega ekki færir um að breyta sér, hvorki forustu sinni eða stefnuskrá. Ég er einfaldlega sannfærður um, að til þess að breyta núverandi ástandi verðum við að láta kommún- ista, sem eru virkt og uppbyggj- andi afl, taka þátt i þvi að stjórna landinu. Gilbert: Hvaða vandamál gæti það skapað fyrir Nató ef þátt I starfi þess tæki itölsk s a m s t e y p u s t j ó r n , sem kommúnistar ættu aðild að? Pasti: Stefna italskra kommúnista viðvikjandi Nató er nákvæmlega sú sama og utanrikisráðherrafundurinn i Osló ákvað, það er að Atlants- hafsbandalagið verði að þjóna þvi hlutverki að efla slökunar- stefnu i skiptum austurs og vesturs. Þetta er stefna italskra kjarnorkumál þýða i raun og veru fyrir Evrópu. Ég held ekki að um neina hættu sé að ræða á þessu sviði meðan Sovétrikin og Bandarikin eru nógu sterk á þvi til að halda aftur af hvort öðru. Meb öðrum orðum sagt er fram- tiö Evrópu ekki komin undir þvi, sem skipuiagshópur Nató um kjarnorkumál ákveður. Framtið álfunnar byggist ekki á þvi að taktisk kjarnorkuvopn séu i Evrópu; þar geta þau aðeins orðið Evrópu til eyði- leggingar en ekki til varnar. Hinsvegar byggist framtið Evrópu á jafnvæginu milli her- styrks Bandarikjanna og Sovét- rikjanna. Gilbert: En þarf ekki aö taka hálcynilegar ákvarðanir og gæti þá nærvera kommúnista ekki valdið vandræðum? Pasti: Á bak við þessa spurn- ingu liggur sú forsenda, að itaiskir kommúnistar muni afhenda sovétmönnum allar þær upplýsingar, sem þeir fá, og þvi trúi ég i hreinskilni sagt ekki. Og i öðru lagi: Hversu mikið af þvi, sem gerist i skipu- lagningarhópum Nató, haldið þér að sé leynilegt i raun og veru? Hermönnum þykir ákaf- lega gott að geta staðiö i þ":-ri trú að hvaðeina sé leynilegtÞeir stimpla trúnaðarmálá pappirs- örk, þótt ekkert sé á henni nema dagsetning. En i raun og veru er ekkert erfitt að fá upplýsingar um flest af þvi, sem rætt er innan skipulagningarhópa Nató, svo sem val á skotmörkum og staðsetningu herja og vopna. Sumt af þvi kemur í blöðunum, sumt I sérhæfðum blöðum eins og Strategic og Survey. Stað- reyndin er sú að hér er aðeins um tvö verulega mikilvæg leyndarmál að ræða. Annað er það hvar kjarnorkuvopnaðir kafbátar Bandarikjanna halda sig, og það vita aðeins nokkrir af háttsettustu bandarikja- mönnunum og ekki Nató sem heild. Hitt er viðvikjandi gerð háleynilegra vopna og tækja af þvi tagi, og vitneskjan um það er ekki heldur látin Nató i té sem heild. Gilbert: Hver er þá niður- staða yðar? Pasti: Niðurstaða min er sú, að i raun og sannleika myndi engin hætta fylgja þátttöku kommúnista i Italskri ríkis- stjórn. Allt hjal um slíka hættu er aðeins til þess ætlað að hræða fólk. Grunnvíkingar sunnanlands Farið verður til Flæðareyrar föstudaginn 9. júli með Fagranesinu frá ísafirði. Til baka mánudaginn 12. júli. Þeir sem hafa áhuga og hafa ekki farkost vinsamlegast hafi samband við stjórnina fyrir 1. júli. Farið verður með rútu ef næg þátttaka fæst. Hringið i sima 41156, 71065 eða 73994. Nemandasamband Menntaskólans að Laugarvatni heldur aðalfund og árshátlð I kvöld 16. júni i Glæsibæ. Húsið opnað kl. 6. Borðhald hefst kl. 7. Dansað til kl. 2. Mœtum öll Stjórnin. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða: Hjúkrunarfræðinga við ungbarnaeftirlit, heilsugæslu i skólum og heimahjúkrun. Ljósmæður við mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 22400. Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hijómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi Merkjasala Sölufólk óskast til að selja merki þjóð- hátiðardagsins 17. júni. Merkin verða afgreidd að Frikirkjuvegi 11 á morgun frá kl. 9 f.h. Góð sölulaun. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavikur. Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.