Þjóðviljinn - 16.06.1976, Síða 9

Þjóðviljinn - 16.06.1976, Síða 9
Miðvikudagur 16. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Júlíana Gott- skálksdóttir: Ólöf Pálsdóttir: Halldór Laxness ivar Valgarösson: Náttúrusneiö. Eitt af fórnariömbum skemmdarvarga. Ingi iirafn: Gengissig ur út úr steyptum sökklinum. Þaö eru liðnir nokkrir áratugir siðan menn sýndu fram á að vel mætti nota ryðgaö járn og annaö drasl þannig, að úr yröi listaverk. Það, sem einkennir framúrstefnulist vorra tima, er ákveðið fordóma- leysi gagnvart efninu. í skemmti- legum fyrirlestrium myndlistsiö ustu 15 ára, sem sænski listfræð- ingurinn Carlo Derkert hélt i Nor- ræna húsinu i vor, talaði hann um, að flutningur hlutarins af einum stað yfir á annan óskyldan, gæfi honum aðra og jafnvel nýja merkingu og væri það einfaldlega það, sem gerðist, þegar lista- menn tækju sér það bessaleyfi aö nota i verk sin hluti, sem áöur hefðu þótt með öllu óhæfir. Þeir félagar, Ivar Valgarðsson og Niels Hafstein.eiga hvor sitt verk i þessum dúr, sem á ætt sina að rekja til dadaismans gamla en siunga. Verk af þessu tagi hér- lendis hafaeinattvakiö athygli og jafnvel ekki þótt við hæfi, en hæversk verk tvimenninganna koma varla róti á hugi manna og þvi tæplega að vænta aðfarar aö þeim af hálfu yfirvalda. Úti á opna svæðinu, torginu gamla og i enda Austurstrætis, standa rúm- frekari myndir. Ber þar hæst Gengissig Ingva Hrafns Hauks- sonar, sem flutt hefur verið ofan úr Skólastræti niður á torg og er mönnum ef til vill of kunnugt til að vera forvitnilegt. Verkið, sem einkennist af mjúkum, fallandi formum.einsognafn þess bendir Aust u rst ræt issýn i ngi n Siguröur Steinsson er höfundur þessara tveggja verka. Ragnar Kjartansson: Siöasti pokinn : Baltasar: Kikiskassinn 1976 Útisýning Það mun hafa verið siðla sumars 1967 að nokkrir mynd- höggvararhleyptu verkum sinum út á Skólavöröuholtið og héldu þar útisýningu. Þetta uppátæki þeirra félaga virðist hafa gefið góöa raun, þvi næstu þrjú árin leið ekki það sumar, aö ekki væri haldin útisýning á holtinu. Sumarið 1970 var þessi sýningar- háttur oröinn viðurkenndur og innlimaður i listahátfð reykvik- inga oghefur verið þar fastur liö- ur siðan. Útilist Vitað er, að listsýningar sækir yfirleitt aöeins þröngur og valinn hópur manna, og þvi var tilraun myndhöggvaranna hér forðum nokkuð merkilegt fyrirbæri, þar sem hún kom til almennra veg- farenda miililiðalaust. útisýning- ar eru þó ekki einungis göð út- gönguleið fýtir listaverkin, held- ur geta þær einnig haft áhrif á umhverfið. Menn viröast vera farnir að gefa daglegu umhverfi sinu meiri gaum nú en oft áður. Steinblokkahverfin, þar sem öllum aöskotahlutum hefur ver- ið rutt burt en beinar linur látnar ráða, virðast ekki veita mannin- um þá f jölbreytni, sem hann þarf. Það er eins og þægindin innan dyra nægi ekki, ef umhverfið sjálft nær ekki að vera manneskjulegt. Sums staöar er- lendis, þar sem menn hafá bitra reynslu af blokkahverfum likum þeim og við erum að reisa yfir okkur i dag, hefur verið gripið til þess ráðs aö fá listamönnum þau verkefni i hendur að skreyta veggi eða gera höggmyndir fyrir vissa staöi, t.d. i húsagörðum eða á umferöarmiöstöðvum, til að gæða þess a staði lif i, sem taliö er, aðþáskorti.Þaðhafa þvikannski ekki bara veriö frumlegheit, sem réöu þeirri ákvöörum mynd- höggvaranna að halda útisýningu á verkum sinum, heldur lika hugsunin um gildi höggmynda- listarinnar sem umhverfislistar. í Miöbænum A þjóðhátiöarárinu var útisýn- ingunni fundinn annar staður og hennikomið fyriráLækjartorgiog i Austurstræti, sem þá var búið aö gera að einni hellulagöri flöt. A nýja staðnum, sem var hið gamla hjarta borgarinnar og er enn sá staður, sem menn sækja, þegar þeir segjast ætla niður i bæ, átti almenningur enn greiöari aðgang að sýningunni. Auö flötin, þar sem eitt sinn var torg og menn lita nú gjarna á sem mynd um dauða miöbæjarins eftir lokunar- tima verslana, hresstist lika, þeg- ar nokkrum höggmyndum hafði verið komið þar fyrir. Þvi verð- ur ekki annað sagt en að i heild gegni Austurstrætissýningin tvenns konar hlutverki. Sýningin 1976 Að þessu sinni eiga 14 lista- menn verk á sýningunni, flestir meö eitt verk hver, og kennir þar þvi margra grasa, bæöi er varðar stil og eðli verkanna. Heföu sum verkanna alveg eins sómt sér á sýningu innan húss, þar eð þau virðast varla hugsuð sem um- hverfislist, þeas. i stórri mynd, sem gæti komið loftinu umhverfis á hreyfingu. Þarna getur að lita hefðbundin verk Magnúsar A. Arnasonar, Ragnars Kjartans- sonar og Sigrúnar Guðmunds- dóttur ásamt mynd Ólafar Páls- dóttur af Halldóri Laxness, sem sver sig i ætt við mannamynda- hefðina. Sjómannamynd Ragnars Kjartanssonar hefur þegar verið stækkuð og sett upp á isafirði, og vel mætti hugsa sér lágmynd Sig- rúnar Guðmundsdóttur i stærra formi og i tengslum við húsvegg. Við hlið hefðbundnari verka á sýningunni standa lika únglingar Þorbjargar Pálsdóttur. 1 ná- munda hver við aðra standa þrjár járnmyndir Siguröar Steinsson- ar, sem virðast standa á mörkum hins hlutlæga og óhlutlæga eða öllu heldur hreinnar skreytingar. Sætleikann er hins vegar ekki að finna i Steypuverki Astu Olafs- dóttur, þar sem ryðguð hjól og gormar og annað járnarusl sting- á, er voldugt og kjörið útilista- verk, og hefði þvi mátt fá örlitið rúmbetra svæöi til liðs við sig. Fjárhagur rikisins er lika málar- anum Baltasar hugleikið efni. en hann sýnir þaö á annan og hlut- lægari hátt. 1 norðurenda svæðis- ins, þar sem vindurinn blæs mest. standa þrjú verk jafnmargra manna: Regnverk Sverris Olafs- sonar, Fúga i D-dúreftir Þór Elis Pálsson og Meö vorið i maganum eftir Vigni Jóhannsson. Eitt verkanna á sýningunni, Fjöl- skylda Arna Ingólfssonar. var komið i það horf. að ekki var annað eftiren að fjarlægja brotin. Þvi er ekki að neita að vel hefði verið. ef sýningin hefði risið hærra og þar verið eitthvað djarf- tækara: og ýmissa manna úr röð- um áhugaverðustu listamanna okkar er saknað. Það getur lika þótt leiðinlegt og um leið tákn- rænt aö sýningin skuli vera rofin af tveimur happdrættisbilum, sem virðast vera þaðhelsta. sem skapar götulifið i miðbænum i dag um leið og billinn hefur út- rýmt þvi götulifi. sem var. Jútiana Gottskálksdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.