Þjóðviljinn - 16.06.1976, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 16. júni 1976
17. júní-mótið í sundi:
Vilborg og Þórunn
íbaráttu við
Ólympíulágmörkin
17. júnímótiö i sundi
hefst á morgun í sund-
laugunum í Laugardal kl.
15.30. A þessu móti munu
Vilborg Sverrisdóttir og
Þórunn Alf reðsdóttir
keppa að því að ná ÓL-
lágmörkunum, í 100 m.
flugsundi og 100 m. skrið-
sundi, en þær eru báðar
mjög nærri þeim. Annars
hefst islandsmótið í kvöld
og þar eiga þær einnig
möguleika á að ná lág-
mörkunum í 200 m. flug-
sundi og 200m. skriðsundi.
En á mótinu á morgun
verður keppt i eftirtöldum
greinum:
100 m flugsund karla
100 m flugsund kvenna
50 m baksund telpna 14 ára og
yngri
50 m bringusund sveina 14 ára og
yngri
100 m skriðsund karla
100 m skriðsund kvenna
4x100 m skriðsund karla
Einnig verður keppt i boðsundi
(frjáls aðferð) á milli þjálfara -
sundmanna og sundknattleiks-
manna. Að lokum verður keppt í
sundknattleik milli tveggja
úrvalsliða.
Þvi miður hefur verið ákveðið
að 17. júnímótið i frjálsiþróttum
fari fram á Melavellinum i
Reykjavik, en ekki á Laugardals-
vellinum eins og verið hefur
undanfarin ár og ástæðan sögð
vera sú að Laugardalsvöllurinn
sé i viðgerð. Það er rétt að gert
var við völlinn i vor. en þeirri við-
gerð er löngu lokið, völlurinn orð-
inn eins fallegur og hann getur
orðið og búið að slá grasið á hon-
um marg-oft. Þessi færsla á mót-
inu yfir á Melavöllinn verður til
þess að minni von er um góð afrek
en ef mótið hefði farið fram á
Laugardalsvellinum, en nú riður
á fyrir frjálsiþróttafólk okkar að
halda sem flest mót við sem
bestar aðstæður.
En nóg um það þær greinar sem
keppt verður i á 17. júni mótinu,
sem hefst raunar i kvöld verða
þessar:
110 m grindahlaup -200mhl. -200
m hl. kvenna - 1500 m hl.-
Þrístökk - Hástökk - Kringlukast -
1000 m boðhlaup - Langstökk
kvenna - Kringlukast kvenna.
A þjóðhátíðardaginn verður
keppt i þessum greinum:
Þórunn á möguleika á 17. júnl á
morgun og íslandsmótinu I kvöld.
100 m grindahl. kvenna -100 m hl.
kvenna - 400 m hl. kvenna - 800 m
hl. kvenna - Hástökk kvenna -
Spjótkast kvenna - 4x100 m boðhl.
kvenna -100 m hl. - 400 m hl. - 800
m hl. - Kúluvarp - Langstökk - 4x
100 m boðhl. karla.
Ástvaldur brattastur
í stangaköstunum
Astvaldur Jónsson sýndi yfir-
burðastyrkleika á lslandsmótinu
I stangaköstum, sem haldið var á
kastvellinum i Laugardal um
siðustu helgi. Hann sigraði i
fjórum greinum af sex, varð
annar I fimmtu og sjöttu greininni
og sjötti I þeirri siðustu.
Islandsmeistari varð þvi Ast-
valdur Jónsson, en röð keppenda
varð þessi:
Astvaldur Jónsson 9653 stig
Ásgeir Halldórsson 8715 stig
Bjarni Karlsson 6015 stig
Þórður Jónsson 4992 stig
Völundur Þorgilsson 4610 stig
Baldvin Haraldsson 4273 stig
Svavar Gunnarsson 2744 stig
fluguköst einhendis:
Árangur: Stig.
1. Ástv. Jónss., 55,63m 1500
2. Svavar
Gunnars., 53,71m 1388
3. Bjarni Karlss., 48,42m 1096
PR golfkeppnin
17. til 20. júní
Hin árlega Pierre Roberts golf-
keppni, sem undanfarin ár hefur
verið eitt fjölmennasta golfmót
sem haldið er hér á landi, fer
fram á Nesvellinum á Seltjarnar-
nesi dagana 17.-20. júni n.k.
Að þessu sinni verður leikiö á
átta flokkum — tveim unglinga-
flokkum, tveim kvennaflokkum,
og fjórum karlaflokkum. Er þetta
einum flokki meir en var sl. ár.
Raðað er i karlaflokkana og
kvennaflokkana eftir forgjö^ en i
unglinga flokkana eftir hinu nýja
aldurstakmarki Golfsambands-
ins, sem nú verður I fyrsta sinn
notað hér á landi.
1 drengjaflokki leika piltar 15
ára og yngri, en i sveinaflokki
piltar 16 til 20 árs. Þeir piltar sem
hafa forgjöf 0 til 7 leika i
meistaraflokki karla siðasta dag
mótsins, en þá verður einnig bar-
ist um stig I landslið Lslands i
golfi i sumar.
Þar má búast við mikilli keppni,
enda flestir bestu kylfingar
landsins meðal þátttakenda. Þeir
leika 36 holur á sunnudeginum en
i öðrum flokkum verða leiknar 18
holur.
Keppnin hefst 17. júni með
keppni i 3. flokki karla-forgjöf 19
og hærra. Daginn eftir hefst
keppnin i unglinga- og kvenna-
flokkunum kl. 16.00. Meistara-
flokkur kvennaforgjöf Otil 18 og 1.
flokkur kvenna forgjöf 19 til 36. Á
laugardeginum verður leikið i 1.
og 2. flokki karla. í 2. flokki leika
þeir sem hafa forgjöf 14 til 18 og i
1. flokki þeir sem hafa forgjöf 8 til
13. Þeir bestu i 1. flokki fá rétKil
að leika um stig i Stigakeppni GSI
á sunnudeginum, en þá leikur
meistaraflokkur karla, eða þeir
sem hafa forgjöf 0 til 7.
Fluguköst tvíhendis:
1. Ástv. Jónss., 66.59m 1500
2. Svavar
Gunnarss., 63,58m 1356
3. Bjarni Karlsson 59,56m 1163
Lengdarköst með spinnhjóli
og 18 gr. lóði:
1. Ástv. Jónss., 103.98m 1500
2. Asg. Halldórss., 97,93m 1314
3. Bjarni Karlsson 91.44m 1121
Lengdarköst með rúlluhjóli
og 18 gr. lóði:
1. Ástv., Jónss., 92,57m 1500
2. Bjarni Karlsson 83,27m 1180
3. Ásg. Halldórss., 82,05m 1141
Framhald á 14. siðu.
Óskar er nær öruggur um að komast á Olympluleikana.
íslandsmet hjá
Óskarí Jakobssyni
í spjótkastinu
Óskar Jakobsson bætti eigið
tslandsmet i spjótkasti á móti i
Stokkhólmi um siðustu helgi,
kastaði 75.86 m en eldra metið var
75.80 m. Óskar dvelst við æfingar
i Svlþjóð um þessar mundir og
mun verða ytra til 10. júli. Greini-
legt er að Óskar er i mjög góðri
æfingu og er til enn frekari stór-
ræða liklegur á næstunni. Það er
alls ekki fjarri lagi að álykta að
hann kasti yfir 8Ó m I sumar og
hann hefur sagt að að þvi stefni
hann i sumar. Óskar er nær
öruggur um að komast á ÓL.,
spurningin er bara hvort hann fer
yfir 80 m eða ekki i sumar. Þessi
umgi glæsilegi kastari er rétt að
byrja sinn feril og ekki óliklegt að
hann eigi eftir að vinna stór afrek
bæði I kringlukasti og spjótkasti.
—S.dór.
Landsleikurinn við
færeyinga í kvöld
í kvöld heyja fær-
eyingar og íslendingar
landsleik í knattspyrnu
útií Þórshöfn í Færeyj-
um. Fram til þessa hafa
íslendingar ætíð sigrað i
landsleik í knattspyrnu
við færeyinga, og mjög
sennilega verður engin
breyting þar á í dag.
Þó er þess að gæta að liðiö
sem leikur I dag er langt frá
þvi að vera okkar sterkasta
lið, þar i vantar alla atvinnu-
mennina okkar og auk þess þá
Sigurð Dagsson og örn
Óskarsson sem boðuðu forföll
á siöustu stundu, en i þeirra
stað koma þeir Þorsteinn
Ólafsson og ólafur Danivals-
son úr FH, og er liðið þá
þannig skipað:
Arni Stefánsson Fram
Þorsteinn Ólafsson ÍBK
Ólafur Sigurvinsson IBV
Jón Pétursson Fram
Marteinn Geirsson Fram
Jón Gunnlaugsson 1A
Ásgeir Eliasson Fram
Árni Sveinsson 1A
Matthias Hallgrlmsson tA
Teitur Þórðarson ÍA
Ölafur Danivalsson FH
Viðar Halldörsson FH
Guðmundur Þorbjörnsson Val
Atli Eðvaldsson Val
Vilhjálmur Kjartansson Val