Þjóðviljinn - 16.06.1976, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. júni 1976
Bætt þjónusta Flugleiða
Erlendar fréttir
Flugleiðir hafa nú bætt þjón-
ustu sina við farþega i millilanda-
flugi með þvi að nú er hægt að
taka flugrútuna til Keflavikur,
bæði við Asgarð i Garðabæ og viö
gatnamót Reykjanesbrautar og
Flatahrauns i Hafnarfirði, en
ekki einungis við afgreiðslu Flug-
I«RÓM
MÚSGÖGN
Grensásvegi 7
Sími 86511
Skrifstofu-
stólarnir
vinsælu
Ábyrgð og þjónusta
Skrifborð ss tólar
J 1 gerðir
Verö frá kr. 13.430,-
leiða á Hótel Loftleiðum eins og
tiðkaðist áður. Frá Hótel Loftleiö-
um leggja áætlunarbilarnir jafn-
an af stað 90 minútum fyrir brott-
för flugs.
Tekið skal fram að aðeins er
stansað á þessum stöðum á leið
suður til Keflavikur. Millilanda-
farþegar á leið til Reykjavikur
þurfa, vegna afgreiðslu farangurs,
að ferðast með bflunum alla leiö
til millilandaafgreiöslu Flugleiða
i Reykjavik. Farþegar sem
hyggjast koma i rútuna i Garða-
bæ eða Hafnarfiröi verða að láta
vita samdægurs til þess aö hægt
sé að ætla þeim pláss. Fargjaldið
er kr. 310.
Kaffisala
Hjálp-
ræðishersins
Eins og undanfarin ár efnir
Hjálpræðisherinn til kaffisölu
17. júni, og geta þreyttir veg-
farendur komið inn i sam-
komusalinn, hvilt þreytta fæt-
ur og drukkið hressandi kaffi
frá kl. 2 eftir hádegi alveg til
miðnættis. Börnin geta fengið
gos, og einnig er úrval af ljúf-
fengum kökum og pönsum að
gæða sér á. Agóðinn af kaffi-
sölunni fer til styrktar starfi
Hjálpræðishersins meðal
barna og fullorðinna hér i
borg.
Frétt frá Hjálpræðishernum.
mnnmíL
semvitnaðerí
Áskrif'laiMiiii I 75 05
Gengur illa að
manna breska
togara
I grein i breska blaöinu Fishing
News 16. april s.l. segir að breskir
útgerðarmenn i Grimsby hafi átt i
miklum erfiðleikum með að geta
mannað togara sina að undan-
förnu. Þrátt fyrir að þá var ný-
búið aö leggja hópi togara og yfir
100 sjómenn sem á þeim voru
höfðu verið afskráðir fyrir um
hálfum mánuði. Samkvæmt þess-
ari grein i Fishing News þá hafa
breskir útgerðarmenn kvartað
yfir þvi að hvergi væri sjómenn
að fá. Blaðið hafði það eftir einum
sjómanni er hafði fyrir konu og
þremur börnum að sjá, að fjár-
hagslega væri hagkvæmara fyrir
sig sem næmi 7 sterlingspundum
á viku, að lifa á atvinnuleysis-
styrk i landi heldur en að fara á
sjóinn.
Meiri afli á
heimamiðum
Norska blaöið Fiskaren segir
þær fréttir frá Færeyjum 10. mai
s.l. aðfiskafli á heimamiðum fær-
eyinga hafi á fyrstu þremur mán-
uðum ársins orðið 10.000 tonn,
sem sé 800 tonnum meira en yfir
sama timabil i fyrra. Mestur hluti
þessa afla er sagður þorskur og
ýsa af góðri nýtingar-
stærð. Reiknað er með mikilli
þátttöku færeyskra báta á veiðum
á heimamiðum nú i sumar.
Kolmunnaveiðar
norðrnanna
Talsverð þátttaka frá hendi
norska fiskveiðiflotans hefur ver-
ið i kolmunnaveiðunum nú á
þessu vori. Fyrstu skipin hófu
veiðar norövestur af Irlandi i
aprilmánuði og fengu þá strax
umtalsverðan afla, sem að
meginhluta var nýttur i mjöl-
vinnslu i norskum fiskimjöls-
verksmiðjum. Þann 10. mai s.l. er
getið um sex veiðiskip sem komu
af kolmunnaveiðum þann dag og
lögðu afla sinn á land til mjöl-
vinnslu hjá verksmiðjum bæði
fyrir sunnan og norðan Stad. Afli
skipanna var frá 4000 hektólitrum
upp i 8000 hl. Þessi afli var tekinn
á Færeyjamiðum. Fréttir siðar i
mai sögðu góðan kolmunnaafla.
Óánœgja meðal
sjómanna í
Norður-Noregi
A aðalfundi hjá Norland Sild-
fiskarlag sem haldinn var nýlega,
kom fram mikil og sterk gagnrýni
á þá ráðstöfun stjórnvalda að
fallast á þá kröfu sildarverk-
smiðjanna að leyfa ekki bræðslu-
skipinu Norglobal að taka á móti
loðnu á s.l. vetrarvertið við Norð-
ur-Noreg. Töldu fiskimennirnir
að þetta hefði skaðað sig um
gifurlegar upphæðir, þar sem
skipin hefðu þurft að fara til los-
unar um alltof langan veg af
þessum sökum. Kröfðust þeir
þess að þessi ráðstöfun yrði ekki
endurtekin á næstu vetrarvertið
og Norglobal notað i þágu norskra
loðnuveiðimanna.
Skreiðarverkun
norðmanna
Það hefur ekki verið hengdur
upp jafnrnikill fiskur f skreiðar-
verkun i Noregi siðan árið 1970.
Bara i fiskiverunum við Lófót var
búið að hengja á hjalla fyrir 20.
mai um 21 þúsund tonn miðað við
hausaðan og slægðan fisk. A
sama tima voru allir hjallar á
Finnmörku sagðir fullir af fiski.
Norðmenn reikna með góðum
skreiðarmarkaði i Nigeriu nú
með haustinu, þar sem verð þar á
skreið hefur verið hátt að undan-
förnu. Kaupgeta fólks hefur
aukist mjög hratt i Nigeriu sið-
ustu árin, sérstaklega á þetta þó
við um suðurhluta landsins. Það
er oliuvinnslan i landinu sem er
fyrst og fremst undir
staða vaxandi velmegunar-þar.
Aftur á móti reikna nú norðmenn
með samdrætti á skreiðarmark-
aðnum á Italiu sökum margskon-
ar erfiðleika þar I landi. Norð-
menn hafa hengt upp i ár talsvert
af ráskornum ufsá og er hann
aðallega ætlaður fyrir Sviþjóðar-
og Finnlandsmarkað. Þessi verk-
un er með mesta móti nú i Vestur-
Noregi.
fiskimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^
Norðmenn kaupa
fiskibáta frá
íslandi
Nýlega keyptu tveir útgerðar-
menn i Malöy i Vestur-Noregi
m/s Kristbjörgu frá Vestmanna-
eyjum. Kristbjörg var smiðuð i
Austur-Þýskalandi árið 1967 og er
114 fet á lengd, breidd 23,7 fet og
dýpt 11,9 fet. Aðalvél skipsins er
660 hestafla Lister. Hinir nýju
eigendur m/s Kristbjargar ætla
nú að láta byggja yfir þilfar
skipsins og gera ráö fyrir að þvi
verki verði lokið i júli eða ágúst.
Að þessari breytingu lokinni er
meiningin að gera skipið út á
veiðar með linu á fjarlægum mið-
um. I blaðaviðtali hrósuðu hinir
nýju eigendur skipinu og töldu sig
hafa gert góð kaup.
Laxveiðar dana
Laxveiðar dana, sem hófust i
aprilmánuði á hafinu milli Jan
Mayen og Norður-Noregs hafa
gengið mjög vel i ár. Veiðin er
sögð hafa verið að meðaltali 150
laxar á bát yfir daginn. Laxinn er
sagður yfirleitt smár, eða frá 3-5
kiló. Verðið sem fiskimennirnir
fá, er i kringum 30 danskar krón-
ur fyrir kg., en það samsvarar
894, - islenskum krónum. Tvö
frystiskip, annað danskt en hitt
færeyskt, hafa tekið við laxinum
og hraðfryst hann um borð. Um 30
danskir fiskibátar hafa stundað
þessar veiðar i vor, og nær ein-
göngu notað flotlinu.
Koma neðansjávar
oliulindir í hlut
fœreyinga?
Samkvæmt frétt i norska blað-
inu Fiskaren, 13. mai s.l., þá er
ekki talið óliklegt, að eitthvað af
neðansjávaroliulindum geti kom-
ið i hlut færeyinga, þegar endan-
leg skipting hafsbotnsins á milli
Færeyja og Skotlands verður
ákveðin. Visindamenn i Dan-
mörku telja nú frekar liklegt, að á
þessu hafsvæði sé að finna oliu, og
geti þvi linan, sem dregin verður
til að skipta hafsvæöinu orðið
mjög þýðingarmikil. Sagt er að
landstjórn Færeyja muni sjálf
vilja ráðstafa oliuvinnslu, ef til
hennar kæmi i framtiðinni. En
hins vegar eru menn ekki á einu
máli um hver hefur hinn lagalega
rétt, eins og stendur. 1 heima-
stjórnarlögum Fæíéýja frá árinu
1948, er landgrunn Færeyja sagt
heyra undir landstjórn Færeyja.
Hins vegar mun gert ráð fyrir þvi
i heimastjórnarlögunum, að nýt-
ing færeyskra hráefna geti orðið
samningsatriði á milli færeyinga
og dana, þar sem Færeyjar teljist
hluti af danska rikinu. Sagt er að
oliulindirnar við Hjaltlandseyjar,
sem nýbyrjað er að starfrækja,
hafi nú þegar umturnað hinu fast-
mótaða gamla samfélagi á eyjun-
um. Það er þvi ekki með eintómri
gleði, sem færeyingar hugsa til
þess að verða e.t.v. oliuþjóð. Tal-
ið er að ýmsir færeyingar vilji
fara sér hægt á þessu sviði og ekki
rasa um ráð fram.
Norsku
nýfisksamlögunum
fengið í hendur
dómsvald
Þann 18. mai s.l. samykkti
norska óðalsþingið með 68 at-
kvæðum gegn 18, að fá nýfisk-
sölusamlögunum i hendur dóms-
vald til að gera upptækan afla
þeirra skipa, sem brotleg yrðu við
settar reglur um veiðitakmark-
anir innan norskrar fiskveiðilög-
sögu. Hingað til hafa það verið
norskir dómstólar, sem gert hafa
út um slik mál, og vildu norskir
ihaldsmenn á þinginu að sama til-
högun héldist áfram. Ráfisklaget
fór fram á þessa breytingu á ný-
fisklögunum snemma á þessu ári,
þar sem það taldi eldra fyrir-
komulag þessara mála alltof
seinvirkt i framkvæmd. Þá voru
nokkrar fleiri breytingar gerðar á
lögunum, sem allar miða að þvi
að fá nýfisksölusamlögunum i
hendur vald til stjórnunar á veið-
um, þegar með þarf. Þá er ein
breytingin, sem gerð var sú, að
sjávarútvegsráðuneytinu er
heimilt að fela nýfisksölusamlög-
unum i hendur vald til að ákveða
hámarksafla einstakra skipa, og
hvað einstakar veiðiaðferðir
varðar, ef nauðsyn þyki bera til.
Tilraunir með
flökun á
kolmunna í
Grimsby
I vor hafa verið gerðar tilraunir
með flökun kolmunna i Grimsby.
Hér var um handflökun að ræða,
og unnu þjálfaðir flakarar verkið.
Útkoman varð sú, að flakanýting
varð 25% á móti 40% flakanýtingu
á þroski. Við samanburð á afköst-
um við handflökun á kolmunna og
þorski af meðalstærð varð út-
koman sú, að einn flakari afkast-
aði hérumbil þrisvar sinnum
meiri þyngd i þorskflökum, held-
ur en þrir flakarar sem flökuðu
kolmunna.
Enn hefur ekki fengist nein
reynsla af þvi, hvort breskar hús-
mæður geta felltsig við kolmunna
á matborðið á stað þorsks, en
bragð af fiskvöðva kolmunna er
sagt ekki ósvipað og af þorski.
Ritari óskast
i launadeild i 2/3 hluta stöðu. Umsóknir
sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 23. júni
n.k.
Fjármálaráðuneytið,
15. júni 1976.
Frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík
Umsóknarfrestur um skólavist fyrir nýja
nemendur er til 15. ágúst.
Inntökuskilyrði i 1. bekk eru:
1. Gagnfræðapróf eða hliðstætt próf.
2. 24 mánaða hásetatimi eftir 15 ára aldur.
Þá þurfa umsækjendur að leggja fram
augnvottorð frá augnlækni, heilbrigðis-
vottorð og sakarvottorð.
Fyrir þá sem fullnægja ekki skilyrði 1) er
haldin undirbúningsdeild við skólann.
Einnig er heimilt að reyna við inntöku-
próf i 1. bekk i haust. Prófgreinar eru:
Stærðfræði, eðlisfræði, íslenska, enska og
danska. Haldin verða stutt námskeið i
þessum greinum og hefjast þau 14.
september.
Inntökuskilyrði i undirbúningsdeild eru 17
mánaða hásetatimi auk fyrrgreindra vott-
orða.
4. stigs deild (varðskipadeild) verður
væntanlega haldin i vetur.
1. bekkjardeildir verða haldnar á eftir-
töldum stöðum ef næg þátttaka fæst:
Akureyri, ísafirði og Neskaupstað.
Skólinn verður settur 1. október kl. 14.
Skólastjórinn.
Verslunin hættir Nú er tækifærið aö gera góö kaup. Allar vörur seldar með miklum afsiætti. Allt fallegar og góðar barnavörur. Barnafataverslunin Rauðhetta Iðnaðarbúsinu v/Hallveigarstig
fœreyinga en
ífyrra