Þjóðviljinn - 16.06.1976, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 16.06.1976, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. júni 1976 Leikfélag Akureyrar á listahátið: Sýnir í Iðnó A miðvikudags- og föstudags- kvöld mun hið unga atvinnuleik- hús, Leikfélag Akureyrar, sýna Glerdýrin eftir Tennessee Williams i Iðnó umdir leikstjórn Gisla Halldórssonar. Leikfélagið er að koma úr leik- ferð um NA-land, Austurland og Suðurland með Kristnihaldið en lýkur nú ferðinni með Glerdýr- unum i Reykjavik. Leikrit þetta sem var sýnt fyrir 18 árum i Reykjavik en þá lék Gisli Halldórsson einmitt eitt af hlutverkunum, er skrifað á kreppuárunum i Bandarikjunum oggerist þá. Tom Wingfield, sem Aðalsteinn Bergdal leikur, segir frá lifsreynslu sinni og inn i það dragast minningar hans og Saga Jónsdóttir og Þórir Stein grimsson i „Glerdýrunum”. draumsýnirum fjölskyldu sina og samfélag i barnæsku sem hann er búinn að yfirgefa en þær vilja ekki yfirgefa hann. Aðrir leikendur eru Sigurveig Jónsdóttir sem leikur móðurina Amöndu, Saga Jónsdóttir sem leikur dótturina Láru og Þórir Steingrimsson sem leikur Jim O’Connor. Leikmynd hefur Jónas bór Pálsson frá Sauðárkróki gert, aðstoðarleikstjóri er Gestur E. Jónasson. býðandi er Gisli Asmundsson. Hjá Leikfélagi Akureyrar eru nú 8 fastir starfsmenn og Eyvind- ur Erlendsson er leikhússtjóri. Færð hafa verið upp 5 verk 1 vetur. Meðal verkefna á næstunni eru Skýin eftir Aristofanes i þýðingu Karls Guðmundssonar. —GFr Læknanemar Framhald af bls. 1 borvaldur sagði að ef vel tækist til með störf islenskra lækna- nema i Noregi i sumar myndi vel koma til greina að koma á fram- tiðarsamskiptum við norðmenn i þessu efni. Það hefði um skeið verið algengt, að læknanemar færu i vinnu frá einu Norðurland- anna til annars, eftir þvi hvar þörf væri fyrir þá og hvar vinna byðist. dþ. Hallbjörg Framhald af bls. 16 Ég hef meira að segja ekki ennþá getað tekið ákvörðun um hovrt ég ætla að selja mynd- irnar á þessari fyrstu sýningu minni hérna heima. — Býstu við góðri aðsókn? — Já, það vona ég. Að vfeu er éghrædd um aðmargir trúi þvi varlega að hún Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona kunni eitthvað að mála, en i gamla daga söng ég mikið og var m.a. fyrsta jasssöngkonan á Islandi. Þá voru nú ekki allir hrifnir af þeirri músik og i einu dagblað- anna var þvi slegið upp að ég væri að flytja eintóma „frurn- skógamúsik” af þvi ég dillaði mér svolitið i takt viö lagið, en hreyfingar á sviði þóttu þá hin mesta hneisa. — Þetta hlýtur að hafa verið fyrir langa löngu, hvað ertu gömul? — Ég er rúmlega þritug og svo ræðum við ekki meira um það. — gsp Leiðréttingar 40 ár en ekki 20 Við drógum heil tuttugu ár af skipstjór aferli Magnúsar Magnússonar, sem fylgt var i grásleppuróður i siðustu viku. Hann var skipstjóri i 40 ár af 55 ára sjómannsferli sinum. Og ekki eru mistökin upp talin. Við birtum mynd af Einari Jó- hannessyni á næsta báti við hliðina en ekki Magnúsi Jó- hannessyni. Beðist er vel- virðingar á hvorutveggja. — gsp • • Myndin var af sýningarbás SÍS I bjóðviljanum s.l. laugardag birtist á baksiðu frétt um sýningu Byggingaþjónustu Arkitekta- félags tslands, sem nú stendur yfir i húsi Málarans að Grensás- vegi 11. Mynd fylgdi fréttinni og var hún sögð af garðáhöldunum, sem Skógræktarfélag Reykjavikur hefði til sýnis á þessari mynd. Þarna var um misskilning að ræða, — myndin var af sýningar- bás SÍS á þessari sýningu Arki- tektafélagsins, og leiðréttist þetta hér með. Við biðjum hlutaðeig- andur afsökunar á þessum mis- töcum. Fjölbreytt Framhald af bls. 3. messansr. Björn Jónsso í I Akra- neskirkju. Klukkan 14 efst úti- hátið á iþróttavellinum. Formað- ur þjóðhátiðarnefndar, Gunnar Sigurðsson, setur hátiðina, en Bragi Þórðarson, prentsmiðju- stjóri flytur hátiðarræðuna. Laufey Skúladóttir kemur fram i búningi fjallkonunnar. Þá verður keppt i hlaupi og Kirkjukór Akra- ness syngur undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Kl. 15 verða kaffiveitingar i Tónlistarskólan- um á vegum Kirkjunefndar. Kl. 16.45 Safnast saman á Akra- torgi.Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir skrúðgöngu frá Akratorgi að iþróttahúsinu: þá verður stað- næmst við Sjúkrahús Akraness og leikin nokkur lög. KI. 17.00 Barnaskemmtun i iþróttahúsinu. 1. Skagaleikflokk- urinn skemmtir. 2. Ragnar Skúla- son syngur. 3. Gísli og Baldur skemmta. Lúðrasveitin Svanur leikur á milli atriða. Kl. 21.00 Skemmtun á Akratorgi. 1. Avarp, Magnús Oddsson, bæjarstjóri. 2. Karlakórinn Svan- ir syngur undir stjórn Hauks Guð- laugsson. 3. GIsli og Baldur skemmta. 4. Skagaleikflokkurinn skemmtir. 5. Ragnar Skúlason syngur. 6. Verðlaunakafhending v/hlaups. 7. Skátafélag Akraness skemmtir. Um kvöldið verður dansleikur I Hótel Akranes. Asvaldur Framhald aí bls. 10. Lengdarköst með spinnhjóli og 7,5 gr. lóði: 1. Baldvin Haraldss., 63,41m 1500 2. Bjarni Karlss., 62,55m 1455 3. Völundur Þorgilss., 58,29m 1241 Hittiköst með spinnhjóli og 7,5 gr. lóði: 1. Asgeir Halldórss., 40st 1500 2. Astv. Jónss., 35 st 1110 3. Þórður Jónsson 20 st 300 Hittiköst með rúiluhjóli og 18 gr. lóði: 1-2 Asg. Halldórss., 25 st 1500 1-2 Astv. Jónss., 25 st 1500 3. Þórður Jónss., 15 st 460 4. Völundur Þorgilss.,5 st 60 Óperusöngur Framhald af bls. 3. ustuleikurum þjóðarinnar syngja og leika. Má nefna Gisla Hall- dórsson, Róbert Arnfinnsson, Guðrúnu Þ. Stephensen og Gisla Alfreðsson og auk þess verður skemmtiþáttur Halla og Ladda. Sigurvegurunum i viðavangs- hiaupi verða afhent verðlaun og Kópa-Dixie-bandið blæs. Skóla- hljómsveit Kópavogs leikur á milli atriða undir stjórn Björns Guðjónssonar, og leikur einnig undir söng Sigriðar Ellu Magnús- dóttur og Guðmundar Jónssonar. Öperusöngvararnir syngja ein- söng og tvisöng. Hátiðarsvæðið á Rútstúni verður listilega skreytt á ýmsa vegu, þar verða seld merki dagsins og hátiðaleikföng, veitingar verða á boðstólum við allra hæfi og dýr úr Sædýrasafn- inu verða til sýnis allan daginn á hátfðarsvæðinu. Kynnir verður Jón Múli Árnason. Klukkan 17.00 verða HLEKKIR komnir á sviðið við Kópavogs- skóla og leika þar á unglinga- dansleik og klukkan 18.00 hefst knattspyrnukeppni á grasvellin- um. Þar keppir Breiðablik við Unglingalandsliðið. Um kvöldið hefst dansleikur við Kópavogsskóla kl. 21.00, þar leik- ur ERESS flokkurinn, þar til hátiðarhöldum lýkur á miðnætti. Ráðstefna Framhald af bls 8. Gæði fisks eru lökust allra siðustu dagana fyrir hrygningu og fyrstu dagana eftir hana. Þorskhrygna hrygnir álika mörgum miljónum þorskhrogna ogþyngd hennar i kilóum segir til um, þannig að til dæmis ætti 10 kg. hrygna að skila frá sér 10 miljón hrognum. 99,9% þessa hrognafjölda kemst ekki á legg, þannig að af miljón hrognum komast aðeins 10 þúsund til fisks. Tilraunir verða gerðar á togaranum Runólfi með veiðar á- langhala á djúpmiðum i sumar. A svokölluðu núgildi peninga kostaði hver rúmlest skips fyrir þremur áratugum 100 þúsund krónur en núorðið kostar sama rúmlest um 300 þúsund krónur. Norðlensk útgerðarmál Snöggsoðinn samdráttur úr máli heimamanna litur þannig út: Það kostar 250 krónur að fram- leiða hvern bandarikjadal, sem seldur er I bönkum á 184 krónur. (Er þetta bón um gengis- fellingu?) 21 togari er gerður út frá Norðurlandi; og þaðan eru gerð út 16 önnur skip yfir 100 rúmlestir. Arið 1974 barst á land á Norður- landi 17,6% heildarafla lands- manna en 18,8% árið 1975. Þá er loðna ekki meðtalin. 1527 lestir bárust á land fyrir Norðurlandi af rækju á siðasta ári, og þann tima, sem rækju- veiðar hafa verið stundaöar þar á þessu ári, hafa aflast 1200 lestir. Frá Norðurlandi var á árinu 1974 komin 67% af grásleppu- hrognaútflutningi landsmanna. Aðeins 2,4% af iandsmönnum vinna sem sjómenn. Þorskurinn elst upp fyrir Norðurlandi, en er drepinn rétt fyrir hrygningu við Suðurland. Skolli úr sauðalegg. Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrirspurn eins ráðstefnumanns um nauðsyn samninga við v-þjóðverja á þá leið að það hefði verið „ hyggilegt að semja við v-þjóðverja til að dreifa kröftum andstæðinga okkar.” Þeir, sem til máls tóku auk visindamanna og ráðherra voru : Heimir Ingimarsson, Raufar- höfn, Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki, Stefán Jónsson, alþm., Haukur Harðarson,Húsa- vik, Stefán Guðmundsson, Sauð- árkróki, Arni Guðmundsson, Sauðárkróki, Ragnar Arnalds, alþm., Helgi Jónatansson, Þórs- höfn, Stefán Valgeirsson, alþm., Alfreð Jónsson, Grimsey, Vilhjáimur Þorsteinsson, Húsa- vik, Jónas Þorsteinsson, Akur- eyri, Friðrik Þorsteinsson, Akureyri, og Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm. Fundarstjóri á ráðstefnunni var Jóhann Saiberg Guðmunds- son, sýslumaður, Sauðárkróki, og fundarritari Rögnvaldur Gisla- son, sýsluskrifari. Ráðstefnu- stjóri var Þórir Hilmarsson, bæj- arstjóri á Sauðárkróki. Að veru- legustu leyti var ráðstefna þessi skipulögð af Askeli Einarssyni, framkv.stj. Fjórðungssambands norðlendinga. Framhaldið. Ráðstefnugestir voru ágætlega haldnir i mat og drykk i boði bæjarstjórnar Sauðárkróks, sjávarútvegsráðherra og útgerðarfyrirtækja á Sauðár- króki. Töluð orð á ráðstefnunni voru tekin upp á segulband og verður samstarfsnefnd, skipuð aðiljum fiskiðnaðar, útgerðar og verka- lýðs ásamt stjórn Fjórðungs sambandsins falið að vinna upp úr þvi, sem fram kom á ráð- stefnunni, og leggja fyrir þing Fjórðungssambandsins, sem haldið verður á Siglufirði i haust, tillögur i' samræmi við það, sem rætt var á ráðstefnu þessari. —úþ. Kristján Framhald af 13. siðu. strendingar búa við I samgöngu- málum. Mér þykir lika trúlegt að það yrði örðugt um rekstur hjá Mjólkurstöðinni á Patreksfirði eftir að Barðastrandarhreppur væri hættur allri mjólkursölu,þvf vafalaust er betra að hafa sauð- fjárbúskap eingöngu heldur en kúabúskap upp á það að þurfa að hella mjókinni niður. Eða þá að hver og einn flytji sina mjölk vestur á Kleifaheiði eins og gerðist 17. april sl. þegar bændur urðu að flytja mjólkina á móti jarðýtu einsog fyrr var getið. Hjá þeim sem lengst átti að fara er það um 70km keyrsla oghefði átt að fá leigubil þá leið þá hefði það orðið um 4290 kr. miðað við það að laugardagur var. Það er orðinn dýr flutningskostnaður ofan á allan annan kostnað. Ég held að það væri ekki til of mikils mælst að Ræktunarsam- bandið hefði eina af jarðýtum sinum fyrir sunnan Kleifaheiði yfir veturna ef það gæti bætt eitt- hvað úr þeirri örðugu vega- þjónustu sem barðstrendingar verða að búa við. Skrifað 7. mai 1976 að Skriðnafelii. ÞJÓÐLEIKHÚSIS INÚK á aðalsviðinu föstudag kl. 20 laugardag kl. 20 Litla sviðið: SIZWE BANSI AR DÖD i kvöld kl. 20.30 Uppselt Siðasta sinn. Miðasala 13,15—20. Simi 1-1200 LEIKFELAG 2(2 22 REYKJAVlKUR Leikfélag Akureyrar sýnir GLERDÝRIN i kvöld kl. 20,30 Föstudag kl. 20,30 Aðeins þessar 2 sýningar. SKJALDHAMRAR laugardag. — Uppselt SAGAN AF DATANUM sunnudag kl. 20,30. Græn á- skriftarkort gilda Siðustu sýningar LR á leikár- inu. Leikvika landsbyggðar- innar: Leikfélag Óiafsfjarðar sýnir TOBACCO ROAD mánudag kl. 20,30 Þriðjudag kl. 20,30. miðasalan I Iðnó er opin kl. 14 til 20,30 — Sími 1-66-20. Handaritsbrot Framhald af 6. siðu. hverfi er Arnbjörg hér og var „ein órik kona”. Var hún „kviðug að barni” en vildi ekki fæða, þótt komið væri fram yfir tima. Gerði hún þá eins og margir aðrir að hún leitaði til hinna helgu manna I bænum sinum og ákallaði jafnt ungfrú Mariu guðsmóður og hennar oddvita Guðmund góða biskup. Rættist úr fyrir Arn- björgu og fékk hún fætt barn sitt án erfiðleika. ráa Alþýðubandalag Kópavogs: Félagsfundur verður i Þinghól MIÐVIKUDAGINN 16. júni, kl. 8.30. Rætt um sumarferðalagið. Þið, sem eigið litskuggamyndir úr síðustu ferð, vinsamlegast komið með þær. Kaffiveitingar. Stjórnin. Alþýðubandalagið Vestur-Barðastrandarsýslu Almennur stjórnmálafundur i félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 18. júni n.k. kl. 21. Málshef jendur: Lúðvik Jósepsson, alþingismaður og Kjartan ólafsson, ritstjóri Frjálsar umræður Alþýðubandalagið I Vestur- Barðastrandarsýslu Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru áminntir um að greiða framlag sitt fyrir árið 1976. Gíróseðlar hafa verið sendir út, en nýir styrktarmenn eru beðnir um að senda framlag sitt inn á hlaupareikning nr. 47901 Alþýðubankanum eða greiöa þaö til skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3. Alþýðubandalagið Ragnar Lúðvflc Kjördœmaþing Fundur kjördæmisráðs á Norðurlandi vestra verður haldinn á Skagaströnd helgina 26-27. júnl n.k. Fundurinn hefst kl. 3 á laugardag með um- ræðum um flokksstarfið I kjördæminu. Almennur fundur verður haldinn á Skaga- strönd kl. 5 þennan dag og framsögumenn veröa Lúðvik Jósepsson og Ragnar Arnalds. Fund- urinn fjallar um stjórnmálaviðhorfið almennt og er hann öllum opinn. Dagskrá kvöldsins verður tilkynnt siöar, en ekki er gert ráð fyrir frekari fundum þann dag. A sunnudagsmorgni starfa nefndir, en fundir kjördæmisráðs verður fram haldið kl. 1.30 og stefnt að þvi aö honum ljúki um kaffileytiö. — Stjórn kjördæmisráðs.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.