Þjóðviljinn - 16.06.1976, Síða 16
Margir starfsmenn Ellingsen hafa starfaö i versluninni mjög lengi og verður ekki annaO sagt en að
fyrirtækinu hafi haldistvel á starfsliöi. Hér er hluti þess, frá vinstri: Othar Ellingsen forstjóri, Óttar B.
Ellingsen, Jónatan Guömundsson, Guðmundur Jónsson, Ragnar Engilbertsson, Björgvin Björnsson,
Sigtryggur Jónsson, Steingrimur Ellingsen. Mynd: -eik.
Ellingsen eina veiðar-
fœrasérverslun heims?
Þetta aldna og viðurkennda fyrir-
tæki á 60 ára afmæli i dag
Verslun 0. Ellingsen er sextiu
ára i dag, en þetta gamalgróna
fyrirtæki var stofnaö þann 16. júni
1916 og var þá strax sérhæft i
verslun meö veiðarfæri og
málningarvörur. Enn þann dag i
dag hefur Ellingsen frumkvæðiö 1
hverskyns veiöarfæraverslun auk
þess sem fleiri deildir hafa bæst
við. Er ekki talið óliklegt aö hér
séum aðræða einuverslun sinnar
tegundar i öllum heiminum, en
þjónusta við fiskimenn er hin
ágætasta.
Verslunin er nú til húsa i Ána-
naustum við Grandagarð og er
u.þ.b. ár liðið siðan siðustu flutn-
ingar úr Tryggvagötunni áttu sér
stað. Aður var verslunin á
tveimur stöðum með lagera út
um hvippinn og hvappinn en allur
rekstur hefur verið færöur á einn
rúmgóðan stað, i nálægð
sjómannanna auk þess sem
verslunin er vel staðsett hvað
snertir umferð strætisvagna jafnt
sem einkabifreiða.
1 dag vinna um 30 manns
i verslun O.EUingsen sem sonur
stofnandans, Othar Ellingsen
veitir nú forstöðu. Lauslega
ágiskaö. er reiknað meö að um
6000 hlutir séu ávallt á lager hjá
fyrirtækinu og þykir það hin.
myndarlegasta taia.Vörurnar eru
keyptar frá yfir 250 erlendum og
80 innlendum framleiðendum auk
þess sem skipt er við um 100 inn-
lenda innflytjendur.
1 fréttatilkynningu segir m.a.:
,,0. Ellingsen rak verslun sina
af miklum dugnaði og viðsýni til
dauðadags janúar 1936. Það var
hinum ört vaxandi fiskveiðiflota
landsmanna mikil nauðsyn að
geta fengið þann besta útbúnað
sem þá var fáanlegur i öðrum
löndum. Kunnátta hans og
reynsla i þessum efnum var flot-
anum ómetanleg.
1937 var fyrirtækinu breytt i
hlutafélag og hefir sonur hans
Othar Ellingsen veitt fyrirtækinu
forstöðu siðan. Verslunin hefur
áttþvi láni að fagna að hafa mjög
gott starfsfólk sem starfað hefur
hjá fyrirtækinu i áratugi. Þannig
hafa 8starfsmenn unnið hjá fyrir-
tækinu i meira en 30 ár og starfa
nú hjá Ellingsen um 30 manns.
Versíunin er tvimælalaust
stærsta og jafnframt elsta
veiðafæraverslun landsins meö
alls konar útbúnað fyrir skipa-
flotann, og selur jafnframt véla-
nauðsynjar, málningarvörur,
verkfæri alls konar, ásamt vinnu-
fatnaði fyrir sjómenn og verka-
menn. Verslunin þjónar þannig
flestum atvinnuvegum þjóðar-
innar.
Forstöðumenn almennra
lífeyrissjóða á ráðstefnu
t gær hófst á Hótel Sögu ráð-
stefna forstöðumanna Sambands
almennra Lifeyrissjóða, hin
fyrsta sinnar tegundar. Eðvarö
Sigurðsson, formaður stjórnar
SAL setti ráðstefnuna, en siðan
hófst umræða um fjölmörg mál
sem snerta starfsemi almennu
lifeyrissjóðanna i landinu. Nokk-
ur erindi eru flutt á ráðstefpunni
og starfað er i starfshópum. Ráö-
stefnunni verður haldið áfram i
dag og lýkur henni i kvöld.
Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra:
Helgarfundur
á Skagaströnd
Fundur kjördæmisráðs á Norðurlandi vestra
verður haldinn á Skagaströnd helgina 26. til 27.
júní n.k. Fundurinn hefst kl. 3 á laugardag með
umræðum um flokksstarfið i kjördæminu. Al-
mennur fundurverður haldinn á Skagaströnd kl. 5
þennan dag og verða Lúðvik Jósepsson og Ragnar
Arnalds framsögumenn. Á fundinum verður f jall-
og umræður
aö um stjórnmálaviðhorfið almennt og er hann
öllum opinn.
Dagskrá kvöldsins verður tilkynnt siöar, en ekki
er gert ráð fyrir frekari fundum á laugardag. A
sunnudagsmorgni starfa nefndir en fundi kjör-
dæmisráös verður fram haldið kl. 13.30 og stefnt
að þvi að honum ljúki um kaffileytið.
Frá stjórn Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á
Norðurlandi vestra
Millisvæðamót á Manila
Mecldng efstur
Manila 15/6 reuter — 1 Manila,
höfuöborg Filippseyja, er nú háð
millisvæðamót sem er liður i
keppninni um réttinn til aö skora
á heimsmeistarann i skák, Ana-
toli Karpof.
Þetta mót er geysisterkt enda
hafa allir þátttakendur verið i
tveim efstu sætum á svæðismót-
um sem háð hafa veriö viöa um
heim á siðustu misserum, þám. i
Reykjavik eins og menn muna.
Alls eru tuttugu þátttakendur á
mótinu. Af frægum nöfnum i
hópnum má nefna sovétmennina
Boris Spasski, Lev Polugaéfski og
Júri Balasjof, brasiliumanninn
Henrique Mecking, tékkana
Vlastimil Hort og Ludek Pach-
man, júgóslavann Ljubomir Lju-
bojevic, austur-þjóðverjann
Wolfgang Uhlmann, bandarikja-
mennina Walter Browne og Lu-
bomir Kavalek, argentinumenn-
ina Oscar Panno og Miguel Quin-
teros, rúmenann Florin Cheor-
ghiu og ungverjann Zoltan Ribli.
Nú hafa verið tefldar þrjár um-
feröir á mótinu. Mecking er efst-
ur með 2 1/2 vinning en næstir
koma Uhlmann, Kavalek og
Polugaéfski með 2 vinninga (Uhl-
mann hefur 1 biðskák). 1 5.-7. sæti
eru Gheorghiu og sovétmennirnir
Balasjof og Vitaly Czeskofski
með 1 1/2 vinning hver.
Mótið mun standa yfir i uþb.
einn mánuð enda tefldar 19 um-
ferðir.
,,Þá mátti ekki dilla sér i takt við músikina” sagði Hallbjörg og
kyssti bónda sinn Fischer, en þau hafa farið viða um heim og
skemmt saman. Mynd: — eik.
„Við bjuggum í koffortum
í fjölmörg ár á meðan við
vorum í „showbissness”
Hallbjörg Bjarnadóttir heldur
um þessar mundir málverka-
sýningu I kjallara Casa Nova,
viðbyggingar Menntaskólans i
Reykjavik og sýnir hún þar 33
verk auk þess sem eiginmaður
hennar, Fischer, sýnir jafn-
mörg eigin málverk. Hallbjörg
á viðburðrrika ævi að baki svo
ekki sé meira sagt en i mörg
herrans ár ferðaðist hún um
Evrópu með manni sinum og
söng, hermdi eftir og lék fleiri
kúnstir er þau voru i „showbiss-
nessinum”. Þau eru nú búsett i
Ameriku og hafa verið þar með
fasta búsetu sl. 17 ár.
— Góöi besti, viö bjuggum i
koffortum i fleiri fleiri ár á með-
an á þessum ferðalögum stóð,
sagöi Hallbjörg þegar Þjv. kikti
inn á sýningu hennar i gær.
Ennþá kemur það nokkrum
sinnum fyrir að við komum
fram á skemmtunum þótt ég
hafi nú misst röddina og t.d.
skemmtum við á siðasta þjóð-
hátiðardegi grikkja.
— Ég gerði nú ekki alvöru úr
þvi að mála eða teikna, fyrr en
eftir aö ég kom til Ameriku til
þess aö setjast þar endanlega
að. Þá byrjaði ég á þvi að mála
á bréfpoka sem fengust gefins i
matvöruverslunum en sföan
hefur nú margt breyst eins og
gengur og gerist.
Annars er ég fegin að hafa
ekki byrjað fyrr, ég er ekki
orðin brjáluð af málaralistinni
eins og svo margir aðrir, ekki
komin með fjögur nef og tvö
hundruð eyru i myndirnar min-
ar ennþá. Það er veruleiki i
minum málverkum og i
Ameriku get ég selt miklu
meira en ég framleiði. Ég bara
vil ekki selja, myndirnar eru
ákveðinn hluti af mér sem ég
get bara selt og vil a.m.k. ein-
dregið að fari heim til islands.
Framhald á bls. 14.
BARUM
BREGST EKK/
Jeppa I
hjólbaröar I
Kynnið ykkur hin hagstæðu verð.
TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð ■
Á ÍSLAND/ H/F
AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606